Dagblaðið - 14.10.1976, Side 15

Dagblaðið - 14.10.1976, Side 15
D4GBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1976. 15 Órœð skýrslugerð — um sýningu Olafs Lárussonar í Gallerí SÚM AÐALSTEINN INGÓLFSSON Eins og myndlistaráhugafólk veit, hefur boriö mikió á „con- ce‘ptual“ list um öll vestræn lönd undanfarin 10—15 ár. Upphafsmaður hennar er Marcel Duchamp, sem afneit- aði því sem hann nefndi „blekkingu hins ásjálega mál- verks“ og upphóf frumhug- myndina, „concept", hreina og ómengaða. Hið sjáanlega mynd- verk var þvi ekki sjálfstætt og nægjanlegt fyrirbæri, heldur var það aðeins afleiðing eða hluti af ákveðnum hugmynda- tengslum. Hugmyndin var því orðin æðri úrvinnslunni. Lista- menn á síðustu áratugum hafa siðan haldið áfram á þessari braut og hugmyndir sínar og hugdettur hafa þeir tjáð með eigin líkama, linuritum, ljós- myndum og tilvitnunum í alls kyns vísindi. Þessa list hefur því ekki verið hægt að gagn- rýna með þeim orðaforða sem hefðbundin listmálun og skúlp- túr krafðist, heldur hefur gagn- rýnandinn þurft að leita fyrir sér í þjóðfélagsfræði, sálfræði, málvisindum og leikhúsfræði ásamt öðrum fræðigreinum. Hugrœn hefð Við þetta hefur starf gagn- rýnandans vitaskuld orðið erf- iðara, — en ekki ómögulegt. I „conceptual" listinni hefur nú skapast viss hefð og mikið ligg- ur eftir listamenn á þessu sviði af rituðu máli. Er því hægt að rekja hugmyndatengsl, kanna ýmis áhrif og ræða sæmilega og skynsamlega un markmið og leiðir innan þessara vébanda. Og sem fyrr er hægt að ætlast til þess af „conceptual" listamanni eins og öðrum að hann sé sjálfum sér samkvæm- ur og vinni á sjálfstæðan hátt úr þeim forsendum sem hann gefur sér. A bak við skipulega notkun á þverstæðun og and- stæðum er ávallt regla, ef um þroskaðan listamann er að ræða. Eitt er vist að ,,eonceptual“ listsköpum hefur víkkað stór- kostlega landamæri listar á alla vegu. „Enginn er spekingur...“ Við íslendingar höfum nú eignast nokkra þroskaða menn á þessu sviði, menn sem flestir dvelja utanlands þar sem starf þeirra hefur ekki enn hlotið viðurkenningu hér á landi. Listasafn íslands hefur t.d. ekki keypt eitt einasta verk af „conceptual" taginu, líklega eitt nútímasafna i Vestur- Evrópu, meðan hollendingar senda íslendinginn Sigurð Guð- mundsson sem fulltrúa sinn á Feneyjabiennalinn, eina helstu samsýningu á lisum í Evrópu. Olafur Lárusson nefnist ungur myndlistarmaður á þessu sviði sem verið hefur við nám í Hol- landi undanfarin tvö ár og sýn- ir hann nokkur verka sinna I Gallerí SÚM þessa dagana. 01- afur notar hér eingöngu ljós- myndir sem skrásetja fram- vindu og sviðsetningu fyrir- fram gefinna hugmynda, aðal- lega um tilviljanir, náttúruinn- lifun og dramatískt hátterni I afmörkuðu rými. Teningaspil I verkinu „3 x 3 x 3“ kastar hann niður þrem teningum hvar sem hann er staddur þrisvar sinnum á dag, þriðja hvern dag I þrjár vikur að mig minnir, og ljósmyndar áraijgur- inn. Hugmyndin er skemmti- leg, en ekki ýkja þungvæg og varla frumleg, og stóð ég sjálfan mig að því að skoða lit- brigði og ,,uppstillingu“ tening- anna á myndunum sem er örugglega nokkuð sem lista- maðurinn vildi forðast. Af öðru sauðahúsi eru þær myndir, þar sem Ólafur sviðsetur eins konar viðræðu við landið, þrykkir andlits- drætti sfna í sand, lækjar- sprænu (já, vatn...) eða leggst að hálfu leyti undir „ græna torfu“. Hér er Ölafur að vísu á sömu bylgjulengd og margir aðrir listamenn, — hugmyndin er reyndar hrein og notaleg rómantfk. Samt er nokkuð hreinlegur ljóðrænn þokki yfir þessum myndum. „Horn“ myndir Olafs eru framlag hans á þessari sýningu. Þar tekur hann einfaldlega svarthvítar myndir af auðu horni herbergis og innan þeirra marka sviðset- ur hann eins konar leik eða samtal milli sín og rúmsins, — veltir sér í horn og út aftur eða þá að hann setur sig í fastar . stellingar í horninu eftir ákveð- inni forskrift. í þessum mynd- um er óræð en samt mannleg vídd sem erfitt er að skilgreina, en gleymist ekki. Litazt um I loeknaheimum Sýna reikningar sjúkrahúsanno og fjórlög réttan kostnað? Framlög úr ríkissjóði eru 246 milljónir, sem er mismunar áætlunar. Eins og fram kom í fyrri grein um heilbrigðismál nema útgjöld ríkisins vegna beinnar heilbrigðisþjónustu 26.84% af tekjum ríkissjóðs samkvæmt gildandi fjárlögum. Við vitum í dag að fjárlögin bafa hvað þetta snertir farið langt fram úr áætlun og þaó svo milljörðum skiptir. Rekstrargjöld sjúkrahúsanna greiðast með daggjöldum sem reiknuð eru samkvæmt rekstrarkostnaði og eru þessar stofnanir ekki bundnar með lögum um þann kostnað heldur fá daggjöldin hækkuð sam- kvæmt framlögðum reikningi og með samþykki daggjalda- nefndar. Ríkissjóður er þvi í reynd gjörsamlega berskjald- aður hvað þennan kostnað varðar en verður að greiða allan kostnað. Trygginga- stofnun ríkisins greiðir því í dag mun meira en helming allra sinna útgjalda til sjúkra- og læknisþjónustu. Sennilega meir en tíu milljarða í ár. Þegar verið er að deila á hin gífurlegu útgjöld til trygginga- mála reiknar fólk ekki með því að um sjúkrahjálp er fyrst og fremst að ræða. Um rekstrarkostnaó spítala er Landspítalinn gott dæmi. Samkvæmt fjárlögum átti rekstrarkostnaður hans að Hvemig Ókvarðast verða 1.450.460 þus. eða um 3 einn og hálfur milljarður. En af þeim kostnaði greiða sjúkra- tryggingar eða Tryggingastofn- un ríkisins um það bil sömu upphæð, samkvæmt áætlun, en verður mun hærri. Framlög ríkisins eru í rauninni um 2 milljarðar króna til Landspítalans Kostnaður fæðingardeildar er á fjárlögum 331.536 þús. eða verða ca 350—400 milljónir. Daggjald, eða það sem Trygg- ingastofnun ríkisins greiðir fyrir sólarhringsdvöleins sjúkl- ings, er 15.700 kr. Þessi dag- gjöld munu þó ekki nægja til að greiða þann kostnað sem verður á rekstri þessarar stofn- unar og þau munu því hækkuð. Og það tjáir litt að deila við dómarann. Daggjaldanefndin mun samþykkja og rikið greiða. Kostnað sem það virðist hafa sáralítinn vilja eða getu til að stjórna eða hafa taumhald á. Fjárlögin eru því engin lög í þessu sambandi heldur ágizkun um kostnað og í rauninni út í bláinn. Endanlegir reikningar sjúkrahúsanna eru hin raun- verulegu f járlög og það er ekki alþingi sem ræður heldur stjórnendur og læknar hinna vmsu stofnana. kostnaðurinn? Ef við lítum til stjórnunar venjulegs fyrirtækis þá er málió einfalt. Ilagkvæmni rekstrarins stjórnar þá útgjöld- um. I heilbrigðisþjónustu verður þetta mál mun flóknara. Takmarkið er að vísu einfalt en það er að lækna sjúka og vernda heilsu. En hvort á heldur að leggja áherzlu á að lækna þá sent veikir eru eða vernda þá sem frískir lifa er mun margslungn- ara mál, þó að það sé afgerandi og öllum öðrum þjóðum ljóst nema tslendingum. Stefnumörkun varðandi þetta atriði ætti að vera verk- efni alþingis en ekki hrossa- kaup um það hvar byggja eigi þetta eða hitt sjúkrahúsið eða rándýrar heilsugæzlustöðvar, sem sumar hverjar eru svo við vöxt að rekstur þeirra mun sliga sveitarfélögin, sem eiga að reka þær. Þegar dýpra er skyggnzt er handahóf þessara mála svo mikið að þar er ómögulegt að finna markvísa fjárfestingu eða verkefnaval sem mótast af stefnu og þeirri sjálfsögðu viðleitni að verja fjármagninu þannig, að nýting þess og hagkvæmni rekstrar verði sem mest, og þá um leið að heilsuvernd og sjúkrahjálp verði sú, sem þegnar landsins eiga rétt til og hafa lagt fram fé til. Dæmin eru mýmörg. Þrjú stór sjúkrahús eru nú rekin í Reykjavík, öll með tölu af ríkinu eða Tryggingastofnun ríkisins. Þau eiga öll það sam- eiginlegt að fást við lækningar, sem ná yfir svo að segja allar greinar læknisfræðinnar. Sú eina raunhæfa samræming á rekstri þessara stofnana, sem náðst hefir er vaktaþjónusta vegna bráðra tilfella. Annars Kjallarinn Brynle’rfur H. Steingrimsson einkennist starfsemi og stefna þessara stofnana af þvl að bitast um háþróaða sérfræði- þjónustu hvert í sínu lagi, en raunin verður svo að mikið af hinni raunverulegu og vanda- sömu þjónustu er send utan, sem nýlega hefir komið fram í dagblöóum. Annað damii varðandi heimilislæknaþjónustu er að hún er rekin á allt öðrum grundvelli í Reykjavík og nokkrum stærri kaupstöðum en annars staðar i landinu. í Rvík fá læknar greitt fyrir hvert samlagsnúmer mánaðarlega hvort heldur þeir hafa sinnl þvi fólki eða ekki. A landsbyggð- inni er læknum 011111' greitt fyrir unnin verk. I Rvík greiða læknarnir sjálfir kostnað af móttökum sínum en í dreif- býlinu er þetta svo að segja háð stað og stund. Læknar við hin smærri sjúkrahús hafa verið ráðnir með kjörum sem fáir myndu trúa. Há laun, frí mót- tökuaðstaða, frítt húsnæði, hiti, ljós og sími, sem getur farið í hundruð þúsunda, aðeins síðasti liðurinn (sími). Þetta ákveða stjórnir sem kosnar eru af sýslunefndum og í þeim sitja menn, sem lítið sem ekkert kunna til heilbrigðis- þjónustu. Það er létt að semja við slíkt fólk. En kemur slíkur fjáraustur nokkrunt sjúklingi til góða? Svarið er nei. Hann getur verkað öfugt. Kostnaðurinn ákvarðast þvi af kröfupólitík læknastéttar- innar og stjórnendum sem ekki valda verkefni sinu, með skipu- lagslevsið sentkórónu. Það sem okkur vantar Það er ekkert svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Læknum hafa verið ljósir van- kantar þessa skipulags um ára- bil og beinlínis beðið um endur- bætur en hægt miðar, þó kyrrt standi ekki með öllu. Heil- brigðismálaráðuneytið hefir reynt að vinna bót á þessu skipulagsleysi en mætt and- stöðu frá þeim sem sízt skyldi. Það eru stjórnmálamennirnir sem ekki þora eða geta tekizt á við vandann. Þeirra verkefni er að marka stefnuna og samræma þá þjón- ustu sent þjóðarinnar er. en ekki einstaklingsins. Fagfólkið á svo að framkvæma. Þessa ein- földu skiplingu vantar. Brvnlejfur II. Steingrímsson héraðslæknir Selfossi.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.