Dagblaðið - 18.10.1976, Side 3
nACBLAÐIt). MANUDACl'R 1« OKTOBKK I97II
Spurning
dagsins
Sœlgœti og bensín á einkabil-
inn skrifað á vinnuveitandann
Ólöf Jónsdóttir hringdi:
,.í DB undanfariö hefur mátt
lesa greinar eftir mann aö
nafni Halldór Kristjánsson um
svokallaö Rrænubaunamál. Ég
ætla ekki aö leRRja neinn dóm á
þaö mál or veit ekkert um það
annað en það sem ég hef lesið í
blöðunum. Það kom mér aftur á
móti til að minnast margs úr
starfi mínu undanfarin ár. Ég
hef unnið úti á landi þar sem
selt er bensín og einnig
sælgæti. Það kom oft f.vrir að
menn kæmu á bílum sinum og
liefðu kort eða létu skrifa. En
það vildi brenna við að þeir
kæmu ekki á rétta bílnum.
Þeir báru ýmsu við og það
er ekki okkar að leggja
dóm á það hversu mikill
sannleikur þaó var sem þeir
sögðu okkur. En oft voru þessir
menji það grófir að þeir
báðu um að bæta við
bensínreikninginn, t.d.
súkkulaði og ýmsu öðru sem
var á boðstólum í sölubúðinni.
Þá var manni uppálagt að
skrifa ekki lítrana heldur bara
upphæðina. Þeir fengu oft sitt
fram vegna þess að oft á tíðum
eru það unglingar sem afgreiða
eða fólk sér sér ekki fært að
taka fram fyrir hendurnar á
þessum mönnum.
Ég skil ekki hversu eftirlits-
laust þetta er allt saman.
Hvernig getur fólk fengið
bensin á sinn einkabil
þegar það á aö fara á t.d.,
einhvern fyrirtækisbíl? Hvers
vegna krefjast forráóamenn
þess ekki að nóturnar séu mjög
nákvæmar?
Eg er ekki að segja að það
séu allir sem gera þetta, en það
eru einhverjir innan um, eins
og alltaf, sem hafa geð í sér til
að misnota hlutina, jafnt þetta
sem og annað.
PSSbsS -
»
sS
46
LAUGAVEGUR
■Sf-21599
BANKASTRÆTI
5r-14275
Hvernig lízt þér á
frumvarp Ólafs
Jóhannessonar um
rannsóknarlögreglu?
Einar Gíslason, forstöðumaður
Fíladelfíu: Vel, ef það verður til
góðs, en þeim mistekst svo oft,
blessuðum.
Gunnar Sigurgeirsson, nemi: Ég
vissi ekki að neitt frumvarp væri
til, en það hlýtur að bæta úr,
annars væru þeir ekki að þessu.
Jón Daníelsson, nemi: Ég hef nú
ekki kynnt mér það nægilega vel
til að geta lagt dóm á það. en það
þarf augljöslega að gera eitthvað
til að bæta úr.
Bjarni Björnsson, iðnnemi: Mér
lizt vel á þaö. ef það verður til
þess að hraða afgreiðslu mála.
Guðmundur Erlendsson. ljós-
myndari: Eg hef nú ekki kvnnt
mér þetta sem skyldi. En ef þetta
verður til þess að hraða málunum
i gegn. þá er það tvimælalaust til
hóta.
Jón Bergþórsson: Kg treysti
oial'i manna he/t til að gera góða
hluti og þella l'rmnvarp hlýtur að
i era 111 liola