Dagblaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.10.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 18. OKT0BER 1976. Lasleiki Ramses II. Onnur múmía komst i sviðsljosið i siðustu viku eftir að gerðar höfftii vonð a henni rannsoknir i nærri attatiu ar. Það var mumia Tiy drottningar Tuts konungs, sem upphaflega fannst árið 1 898. Visindamenn vð haskolann i Ann Arbor i Michigan i Bandarikjunum skyrðu fra þvi a miðvikudaginn að ur þvi væri skorið af hverjum mumian væri, nefnilega Tiy drottningu. A myndinni til vinstri er drottningin sjalf en a hægri myndinni klippir einn visindamannanna fra haskolanum lokk ur hari drottningar. Starfsmaður fornminjasafnsins i Kairo horfir a. Þar voru myndírnar teknar nylega en hirtar i Ann Arbor a miðvikudaginn Þegar hann kom til Le Bourget-flugvallar i París í byrjun þessa mánaðar var honum fagnað af hermönnum úr franska flughernum og sveit þjóðvarðliða. Hermennirnir sýndu vopp sín og síðan tóku háttsettir embættismenn, þeirra á meðal einn ráðherra, á móti hinum háttsetta erlenda gesti. Vandinn var sá að gesturinn var ekki í ástandi til að geta svarað fycir sig. Hann var nefnilega Ramses II., egypzki konungurinn sem fyrir rúmlega þrjú þúsund árum elti Móses út í Rauðahafið. Hann var kominn til Parísar til að leita sér „lækninga" — endur- bóta á smurðum jarðneskum leifumsínum. Það var fyrir aðeins tveimur árum að franski prófessorinn Maurice Bueaille tók eftir hnignun Ramsesar þegar hann rannsakaði múmíuna. Röntgen- myndir og örbylgjurannsóknir leiddu í ljós að Ramses var yfir- fullur af bakterium og pöddum. „Þetta kom þeim á safninu í Kairó mjög á óvart,“ sagði Bucaille nýlega i viðtali við fréttamann bandariska frétta- ritsins Newsweek. „Þeir voru mjög slegnir." Ári síðar lagði Valéry Giscard d’Estaing Frakklandsforseti til að sér- fræðingar á mannfræðisafninu í París tækju Ramses til með- ferðar en þessir sömu sér- fræðingar hafa áður „læknað" aðrar múmíur með góðum árangri. Svo var það fyrir hálfunt mánuði að tuttugu vísinda- menn hófu það vandasama verk að skilgreina og útiloka sjúk- dóm múmíunnar. Trékistan, sem geymir Ramses, var fyrst sett í einangraðan og sótl- hreinsaðan klefa. Síðan var múmían, sem enn var vafin sér- stakri himnu, tekin úr kistunni. í siðustu viku hófst hin eigin- lega rannsókn — og hún á eftir að taka langan tima. „Við viljum komast hjá því að þurfa að snerta Ramses mjög mikið,“ segir Lionel Balout sem er foringi vísindamannahópsins. Líklegasta ástæðan f.vrir „las- leika" Ramsesar er tiltölulega nýleg efnahvörf sem orðið hafa í smurningnum. Rakt loftið í Kairó er talið hafa aukið á þessi efnahvörf en til borgarinnar var Ramses fluttur árið 1912 eftir að hafa dvalizt 3.136 ár í þurri grafhvelfingu sinni í Abu Simbel. Þegar vísindamenn- irnir hafa hreinsð allar bakterí ur og pöddur út úr hinum forna konungi verður smíðuð sérstök lofteinangruð og sótthreinsuð kista þar sem hann mun dvelj- ast það sem eftir er. Guðfaðir Mafíunnar látinn í New York — búizt við blóðugri baráttu um eftirmann hans Maðurinn sem talinn er hafa verið fyrirmynd rithöf- undarins Mario Puzos í sögu hans, „Guðfaðirinn," lézt í New York sl. föstudag. Hann hét Don Carlo Gambino og var yfir- maður yfirmannanna í Mafí- unni. — Það heyrir til tíðinda þegar yfirmenn Mafíunnar látast af eðlilegum orsökum en það átti einmitt við um Gambino sem varð 74 ára gamall. Lögreglan í New York býst við hörðum innanflokksátökum rneðal aðskilinna hópa Mafí- unnar vegna dauóa Gambinos. Jarðarför hans fer fram í dag. Lögreglan hefur þó ekki fyrir- hugað neinar sérstakar var- úðarráðstafanir. „Þeir (þ. . .e Mafían) hafa alltaf haldið jarðarfarir í heiðri," sagði tals- maður lögreglunnar. — Gambino verður jarðaður í bronskistu sem kostaði um 1.3 milljónir íslnzkra króna. Spurningin um hvort baráttan um stöðu Gambinos verði blóðug eða friðsamleg er ofarlega í hugum New Yorkbúa þessa dagana, — svo ofarlega að jafnvel kosningabarátta Fords og Carters fellur í skugg- ann. Fari svo að nýr yfirmaður yfirmannanna hljóti ekki náð fyrir stóru Mafíufjölskyldun- um fimm, sem eru búsettar í New York, er talið fullvíst að byssubófar og launmorðingjar verði alls ráðandi á næstunni. Don Carlo Gambino var yfir- maður Mafíunnar í sex ríkjum Bandaríkjanna. Auk þess var hann æðstur tólf manna ráðs sem gegnir því hlutverki að stjórna fyrirtækjum Mafíunnar um gjörvöll Bandaríkin og er auk þess dómstóll í deilum innan Mafíunnar sjálfrar. Þeir sem gerst þekkja til Mafíunnar telja að eftirmaður Cambinos verði líklega valinn úr fjölskyldu hans. Þar kemur helzt til greina Aniello (O’Neil) Delacroce. Þó gæti hugsanlega orðið samkeppni um stöðuna milli hans og erki- óvinar „guðföðurins". Sá heitir Garmine „Lilo“ Galente og er 66 ára gamall. Lýsing alríkislögreglunnar FBl á Galente hljóðar svo að hann líkist meir bankastarfs- manni en glæpamanni. Þó er hann talinn gjörsamlega sneyddur allri miskunnsemi og manngæzku. Þá er hann einn stærsti eiturlyfjainnflytjandi Bandaríkianna Galente hefur eytt hálfri æv- inni í fangelsum. Lögreglan telur hann vera „skelfilegasta mafíuleiðtogann í Bandaríkjun- um.“ Hanii var látinn laus úr fangelsi í Atlanta árið 1974 eftir að hafa afplánað 14 ára fangelsisdóm. —Galente kom til Bandaríkjanna árið 1921 frá Palermo á Ítalíu. Hann lét mikið að sér kveða á bannárun- um og rak þá milljón gallona bruggunarverksmiðju í Fíla- delfíu. Hann var handtekinn árið 1937 vegna þeirrar starf- semi og sat þá inni í tæp tvö ár. FRANCO HAFÐIMYND AF HITLER Á SKRIFBORÐINU — fjölskyldan reynir að stöðva prentun metsölubókar á Spáni Metsölubók ársins á Spáni verður að likindum bók um Fran- cisco heitinn Franco, sem frændi einræðisherrans hefur skrifað. Sú mynd, sem þar birtist af Franco, er ekki hagstæð minningu hans og því reynir fjölskylda hans nú allt hvað af tekur að stöðva endurprentun hennar. Bókin heitir „Einkasamtöl min við Franco" og er skrifuð af Francisco Franco Salgado undir- foringja, 45 þúsund eintök voru prentuð í upphafi og seldust á örfáum dögum. Eftirspurnin er gífurleg. Franco Salgado er nú látinn. Hann var ritari og trúnaðarmaður einræðisherrans í mörg ár. Hann upplýsir ekki um óþekkt hneyksli eða ríkisleyndarmál en Spán- verjar eru engu að síður fíknir i að lesa bókina til að vita meira um leiðtoga sinn um fjörutíu ára skeið. Einræðisherrann Franco skrifaði ekki æviminningar sínar enda taldi hann víst að sér myndu auðnast lengri lífdagar en raun varð á. Salgado segir að Franco hafi verið maður sem ekki var fær um að sjá allar hliðar mála. Hann hafi ráfað á milli þess að vera óörugg- ur og yfirmáta viss í sinni sök. Hann var sannfærður um að hann nyti stuðnings að minnsta kosti 90% þjóðarinnar — en þorði ekki að láta gera á því könnun ef niðurstaðan yrði honum í óhag. Hann frestaði oft mikilvægum ákvarðanatókum og fór þá heldur i veiðiferðir. I mörg herrans ár var stór mynd af Adolf Hitler í ramma á skrifborði hershöfðingjans. Hann var aðdáandi Charles de Gaulles — en þótti illt til þess að vita að franski leiðtoginn leyfði stjórn- málastarfsemi í landi sinu. Franco gerði sér vonir um það fram á síðustu stundu að Nixon myndi sigra John F. Kennedy í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum 1960, segir einnig í bókinni. Þar lætur höfundurinn einnig að þvi liggja að meðal nánustu samstarfsmanna einræðisherrans hafi borið á svindli og spillingu. . Eiginkonu Francos, Carmen, er lýst sem þóttafullri konu. Félagarnir Franco og Hitler (til hægri) á fundi við landamæri Frakkiandis og Spánar i síðari heimsstyrjöldinni. Nýtt lekandaafbrigði vekur ugg \ Danmörku Heilhrigðisyfirvöld í Dan- mörku hafa varað lækna þar i landi við lekanda sem ekki er hægt að lækna með penisillini. Á hverju ári smitast um þrett- án þúsund manns af lekanda i Danmörku. í 25 ar hefur verið hægt að lækna iekanda með fúkkal.vfja- meðferð en nú telja menn ástæðu til að óttast þetta nýja afbrigði sem ekki hefur látið undan fúkkalyfjunum. Enn hefur'þessa nýja afbrigðis ekki orðið vart i Danmörku en i febrúar kom upp f.vrsta tilfellið i Bandarikjunum og siðan hefur þess einnig orðið vart i Englandi. — Danska blaðið Politíken hefur eftir háttsettum embættismanni heilbrigðisyfir- valda í Danmörku í fyrri viku að ástæðan fyrir því að' penisillín virki ekki gegn þessu nýja lekandaafbrigði se einfaldlega sú að bakterían sé orðin ónærn fvrir þvír

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.