Dagblaðið - 18.10.1976, Side 10
10
DAC'iBLAÐlÐ. MANUDAGUR 18. OKT0BER 1976
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi Daghlaðiðhf.
Framkvæmdastjðri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta-
stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Slmonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit
Asgrimur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asgeir Tómasson. Berglind Asgeirsdóttir. Bragi Sigurðsson.
Frna V Ingólfsdóttir. (íissur Sigurðsson. Hallur Hallsson. HelgÍ Pétursson. Jóhannp Birgis-
d<)ttir. Katrin Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson, Ömar Valdimarsson. Ljósmyndir:
Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifssóh. Sveinn Þormóðsson.
Gjpldkeri: Þráinn Þoiieifsson. Drcifingprstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Askriftargjald 1100 kr. á inánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12. slmi 83322. auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverhoiti 2, sími 27022.
Setning og unihrot: Daghlaðiðhf. og Steindórsprent hf.. Armúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir hf.. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf.. Skeifunni 19.
Níu milljarða gamansemi
Kjósendur geta fengið ýmsar
fróðlegar upplýsingar í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar til fjárlaga
ríkisins á næsta ári. Þar kemur
meðal annars fram misjafnt mat
ráðamanna þjóðarinnar á gildi
einstakra atvinnugreina.
Gildi landbúnaðar virðist samkvæmt frum-
varpinu hafa aukizt atvinnuvega mest milli ára.
Gert er ráð fyrir að útgjöld á vegum land-
búnaóarráóuneytisins aukizt um 65%. Ekki rt
annað ráðunevti nær slíkri aukningu.
Samtals eiga útgjöld landbúnaðarráðuneytis-
ins og niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum að
nema tæpum tíuþúsundmilljón krónum eða tíu
milljörðum á næsta ári.
Sumir segja, að mðurgreiðslur séu að
minnsta kosti jafn mikið f.vrir neytendur og
bændur. En það er orðið erfitt að halda slíku
fram. þegar 312 milljón króna framlag til
lífeyrissjóós bænda er talið með niðurgreiðsl-
um í fjárlagafrumvarpinu.
Ef niðurgreiðslur væru almennt á neyzlu-
vörum. án tillits til þess, hvort þær eru land-
búnaðarafurðir eöa ekki, mætti tala um þær
sem stuðning við neytendur fremur en
bændur. Hið sama væri uppi á teningnum, ef
niðurgreiðslum væri breytt í fjölsk.vldubætur
eða lækkaður söluskattur á lífsnauðsynjum.
En auðvitað eru niðurgreiðslurnar einmitt
hafðar eins og þær eru til að hjálpa landbúnað-
inum til að losna við afurðir sínar.
Sumir segja, að ekki sé sanngjarnt að telja
framlög til skógræktar, landgræðslu, veiöimála
og búnaðarskóla meó framlögum til landbún-
aðar. Ef við tökum tillit til þessa og drögum
liöina frá. á kostnaður ríkisins af landbúnaði aö
nema rúmlega 9.000 milljón krónum á næsta
ári, níu milljörðum króna.
Með sams konar útreikningi verður
kostnaður ríkisins af sjávarútvegi 1.730 milljón
krónur á næsta ári. Er þá búið að draga frá
sjávarútvegsráðuneytinu kostnað við sam-
eiginlega skrifstofu rannsóknastofnana at-
vinnuveganna.
Kostnaður ríkisins af iðnaði verður 536
milljón krónur á næsta ári samkvæmt frum-
varpinu. Er þá búið að draga frá iðnaðarráðu-
neytinu kostnað við Orkustofnun, Orkusjóð og
Rafmagnseftirlit ríkisins.
Og loks verður kostnaður ríkisins af verzlun
97 inilljón krónur. Þá er búið að draga frá
viðskiptaráðuneytinu kostnað við uiður-
greiðslur og ólíustvrki.
Meðan landlmnaðurinn fær 9.000 milljónir,
fær sjávarútvegurinn 1.730 milljónir, iðnaður-
inn 536 milljónir og verzlunin 97 milljónir.
Ráðamenn þjóðarinnar telja landbúnaðinn
því fimm sinnum mikilvægari en sjávarútveg,
saut ján sinnum mikilvægari en iðnað og níutíu
og þrisvar sinnum mikilvægari en verzlun.
Segið svo. að Matthías Á. Mathiesen og félag-
ar hans í ríkisstjórninni séu ekki húmoristar.
Það er óneitanga meira en lítið fyndið, að
kostnaður við landbúnað skuli vi‘ra kominn
yfir 10% af útgjöldum ríkisins.
Meðan slík gamansemi ræður fjármálum
|)jóðarinnar. þarf enginn að furða sig á. að
ísland skuli vera láglaunaland. þar sem at-
vinnurekstur berst i biikkum.
f
Friðarhreyfing kvenna
ó Norður-írlandi
fœr misjafnar viðtðkur
Konurnar sem veita
friðarhre.vfiníju kvenna á
írlandi forystu eiga yfir höfði
sér skjótan dauðdaga. Þær hafa
meira að segja íhugað sinar
eigin jarðarfarir.
„Ef við verum að deyja
fyrir málstaðinn þá verður svo
að vera,“ segir önnur þeirra.
Betty Williams. 33ja ára gift
fjögurra barna móðir. „En ef
eitthvað gerist þá viljum við
enga píslarvættisjarðarför ^
útför i kyrrþey, takk fyrir."
Frú Williams og félagi henn-
ar við stofnun friðarhre.vfing-
arínnar, Mairead Corrigan,
hafa þegar orðið f.vrir barðinu á
æstum múg. Þær voru klóraðar.
barðar og sættu hártogunum og
spörkum kaþólskra kvenna,
organdi af heift, sem telja
hreyfinguna setta upp til
stuðnings brezka hernum á
Norður-írlandi.
Mœta andstöðu
öfgasinna
Cirimmd árásarinnar kom
báðum konunum mjög á óvart.
i þær níu vikur, sem barátta
þeirra fyrir friði hefur verið í
gangi, hafa þær forðazt mjög öll
pólitisk afskipti. Barátta þeirra
beinist eingöngu að því að allir
hætti að skjóta og myrða
nágranna sína.
Þessi fróma ósk hefur valdið
reiði herskárra beggja vegna
þess trúar- og stéttarlega bils
sem klýfur Norður-írland.
Friðarhre.vfingin er litin
sérstaklega illum augum af
leiðtogum ,.Provisional“-arms
írska lýðveldishersins (IRA)
enda líta þeir á hana sem áras á
skæruhernað þeirra gegn
áframhaldandi yfirráðunt
Breta í landinu.
Baróttuför til
Bandaríkjanna
Provisionalarnir urðu þó
fvrst verulega reiðir þegar þær
V
Er blendun ein
frú Williams og ungfrú
Corrigagn fóru til Banda-
ríkjanna til að hvetja lands-
menn þar til að hætta að leggja
fram fé sem hægt væri að nota
til vopnakaupa.
Eftir þessa heimsókn hóf
Sinn Fein, stjórnmálaarmur
írska lýðveldishersins, herferð
til að gera lítið úr konttnum
tveimur og hreyfingu þeirra.
En þrátt f.vrir allt þetta láta
þær Williams og Corrigan
engan bilbug á sér finna. Frú
Williams.sem er 4 barna móðir
eins og áður segir, ákvað að
hrinda þcssu baráttumáli af
stað eftir að hún varð vitni að
þvi að þrjú börn voru skotin til
bana af IRA-skæruliða í
Andersonstown, kaþólsku
hverfi í Belfast. Maðurinn flúði
i bíl og hefur ekki náðst.
Ungfrú Corrigan. sem er
hressileg 23 ára einkaritari, var
frænka barnanna sem myrt
voru. Hún hætti í vinnunni og
helgar sig nú friðarhreyfing-
unni.
„Sér sýnir oftar en hún
borðar hódegismat"
Það veldur IRA einnig
Leiðtogar Friðarhreyfingar
kvenna á Norður-írlandi, þær
Betty Williams (til hægri) og
Mairead Corrigan. fóru til
Bandaríkjanna í hyrjun þessa
mánaðar. Þar var þeim hótað
lífiáti skömmu áður en þær
komu fram í sjónvarpsþætti.
M.vndin var tekin skömmu áður
en upptaka þáttarins hófst.
Nú um þessar mundir
stendur yfir mikil herferð lög-
reglu gegn lögbrjótum i um-
ferðinni. F.vrir það á lögreglan
þakkir skilið. Þá er það til
mikiila bóta að stunda löggæzlu
á ómerktum bílum þannig. að
ökumenn geti ekki bre.vtt
hátterni sínu einungis vegna
nærveru lögregjumanna.
Það er sannarlega fagnaðar-
efni. þegar lögreglu tekst að
hafa liendur i hári ökuníðinga.
En hverjir eru ökuníðmgar? Er
sá maður ökuniðingur, sem
lætur sig berast með umferðar-
straumnum á 60 km hraða á
Hringbrautinni milli Sóle.vjar-
götu og Suðurgötu eða á Skúla-
götu svo einhver dæmi séu
nelnd. Nei. þessi maður er ekki
ökuníðingur. Hann á tveggja
kosta völ á þessum götum.
Attnar kosturinn er að halda
sér innan löglegs hámarks-
Itraða. tefja eðlilega umferð og
skapa siendurtekinn franutr-
akstur með þeirri hættu. sem
þvi er samfara. llinn kosturinn
er að l'ylgja eðlilegum aksturs-
Itraða og falla þannig inn í um-
ferðarmyndina og brjóta lögin
eins og allir hinir. Að mínu
mati er seinni kosturinn hættu-
minni, þótt erfitt sé að mæla
með honum. a.m.k. opinber-
lega. enda mundi ökumaðurinn
fá átta þúsund króna sekt. ef
hann væri svo óheppinn að eiga
leið um. þegar lögreglan er við
hraðamælingar.
Margsinnis hefi ég orðið þess
áskvnja. að einkennisklæddir
lögreglumenn á merktum lög-
reglubilum láta'sig berast tneð
umferðarstraumnum, þótt all-
verulega sé kontið upp f.vrir lög-
legan hámarkshraða. Þetta er
ekki nefnt til að ásaka löglegan
hámarkshraða. Þelta er ekki
nefnt til að ásaka lögregluna
heldur til þess að benda á. að
lögreglan sjálf virðist ekki telja
fært að virða hin oraunhæfu
hraðamörk ett ekur i þess stað á
eðlilegum utnlerðarhraða
miðað við aðstæður.
Fyrir nokkrutn árum
stöðvaði lögreglan ökumann
einn og ánunnti hann fyrir að
;tk;t ol' h;egt. Honttin var tjáð.
að hann ;etti að fylgja eðlileg-
um umferðarhraða. Maðurinn
tók þessari þörfu ábendingu vel
og hét þvi að láta þetta ekki
endurtaka sig. Fyrir nokkru
siðan. þegar hver billinn eftir
annan þeyttist fram úr þessunt
manni á Kringlumýrarbraut-
inni. minntist hann f.vrri orða
lögreglunnar og jók hraðann.
en var rétt á eftir stöðvaður og
kærður fyrir of hraðan akstur.
Allir þeir sent fram úr fóru
sluppu hins vegar. Þessi litla
saga vekur mann m.a. til um-
hugsunar um það. hvort tækja-
búnaður og mælingarfyrir-
komulag lögreglunnar sé ófull-
nægjandi við að ná hinum
raittiverulegu ökuniðingum.
Það ber að setja raunhæf
hraðamörk og fylgja þeim siðan
strangt eftir. Núverandi fyrir-
komulag við hraðamælingar er
það áberandi. að niðurstöður
nuelinga eru enginn nueli-
kvarði á lúnn almenna öku-
hraða. Það vteri hins vegar
mjög æskilegt. að lögreglan
k;emi sér-upp búnaði til þess að
imela iikuhraða án vitundar
ökumanua i þeitn tilgangi að fá