Dagblaðið - 18.10.1976, Side 17
íi VCBI.AÐH). MANUDACl'K 1« OKTOBKK 107«
i:
iTOStr^iÉliÉilÉKIi^ ■ -- ■ —i--1 JI1 "■ w
;vip Ólafs H. Jónssonar, sem fvlgist með viðureign markvarðarins við
— og það vita fáir betur en Ólafur — og l.vfti knettinum skemmtilega
DB-m.vnd Bjarnleifur.
i hélt heim
r ó bakinu!
r sá sigur sízt of stór
mörk — næst raðieysislegar
sóknarlotur þar og sem leikmenn
vissu vart í þennan heim né
annan. Og einnig var áberandi að
leikmenn virtust alls ekki vita
hvaða stöðu þeir áttu að leika og
voru þannig spilaðir út úr þeim
stöðum er þeir venjuleika leika
með liðum sínuri), greinilega án
þess að vera æfðir í hina nýju
stöðu Já, vissulega er enn margt
ógert en landsliðsnefnd HSÍ er
greinilega á réttri braut — þó,
eins og áður hefur verið sagt,
langt sé í land.
Því verður úrvalslið HSÍ vart
dæmt svo rnjög af leik sínum gegn
Dankersen — en þó var það
greinilegt oghver maður í Laugar
dalshöllinni gal séð það á laugar-
dag að þeir Axel Axelsson og
Ólafur H. Jónsson eru leikmenn
sem islenzka landsliðið beinlinis
getur ekki verið án. Sérstaklega
hefur verið ánægjulegt að sjá að
Axel Axelsson hefur nú náð sér
að fullu hefir langvarandi meiðsli
og hefur aldrei verið jafnsterkur
líkamlega og einmitt nú.
Axel hefur næmt auga fyrir spili
og fái hann minnsta tækifæri er
knötturinn í marki andstæðing-
anna. Ólafur H. Jónsson er leik-
maður á heimsmælikvarða — þó
get ég ekki varizt þeirri hugsun
að hann sé alls ekki nýttur á
réttan hátt hjá Dankersen. Hvort
Jauzz Czerwinsky notar þá félaga
Axel og Ólaf á eftir að koma á
daginn— og vissulega er slæmt að
þeir skuli vera jafn langt i burtu
og raun ber vitni. Kn þeir félagar
eiga fyllilega erindi i landslið
okkar og myndu styrkja það
verulega léku þeir með því í þeim
erfiðu leikjum. sem nú eru
frantundan hjá landsliðinu og
hápunkturinn verður í Auslurríki
i febrúar næstkomandi, b-
kennnin svokallaða.
En snúuni okkur að leiknum á
laugardag — Dankersen byrjaði
fyrri hálfleik, vel, komst i 3-1
en úrvalsliðið náði að jafna og
síðan síga framúr. Þannig komst
úrvalsliðið í 9-6. en staðan í
hálfleik var 9-7.
Rétt eins og í fyrri hálfleik
byrjaði Dankersen síðari hálf-
leik vel — náði forystu 10-9 og
síðan 11-10 en síðan seig úrvals-
liðið framúr og raunar fór aldrei
á milli mála að sigurinn yrði þess.
Hefði í raun getað orðið stærri en
20-15.
Markhæsti leikmaður úrvals-
liðs IíSÍ var Geir Hailsteinsson
með 5 mörk — en hann mis-
notaði 2 vítaköst. Árni
Indriðason skoraði 4 mörk — þar
af 3 úr vítaköstum og sýndi Arni
öruggi í vítaköstum sínum —
eftir að Island hafði misnotað
þrjú. Björgvin Björgvinsson
skoraði þrjú mörk — en var auk
þess iðinn við að fiska vítaköst.
Ungu mennirnir, þeir Þorbergur
Aðalsteinsson og Bjarni
Guðmundsson skoruðu 2 mörk
hvor — vissulega menn fram-
tíðarinnar.
Wallke var markhæstur í liði
Dankersen með 5 mörk en þeir
Axel og Busch skoruðu 3 mörk
hvor, Ólafur, Van Oepen. Karmer
og Me.ver skoruðu sitt markið
hver.
Leikinn dæmdu þeir Hannes Þ.
Sigurðsson og Karl Jóhannsson.
Það er ekki ofmælt að segja, að
þeir hafi verið úrvalsliðinu
hliðhollir. Það sést ef til vill bezt
á því að þeir dæmdu 6 vítaköst á
Dankersen — eitt á úrvalsliðið.
Tvívegis voru leikmenn Danker-
sen reknir af velli — aldrei
íslenzkir, sem þó var ekki síður
ástæða til. En þrátt fyrir að sagt
var að þeir hefðu verið heima-
dömarar dæmdu þeir félagar alls
ekki illa. voru einfaldlega
hliðhollir sínum mönnum.h. halls.
„Við óttum
oð sigra"
— sagði Ásgeir Sigurvinsson. Union sigraði
og er komið í annað sœti í 2. deild
— Þetta var góður leikur — einn
albezti leikurinn hjá okkur í
Standard. En mörkin létu á sér
standa í Antwerpen og okkur
tókst því ekki að ná báðum
stigunum. Úrslit 0-0, sem segja
má, að sé gott gegn Antwerpen,
sem var í öðru sæti fyrir leikinn.
Og þó. Þetta hefði getað verið
betra með úrslitin. Við áttum að
sigra. sagði Ásgeir Sigurvinsson,
þegar Dagblaðið ræddi við hann í
morgun.
Standard Liege lék í gær á
útivelli og að sögn Ásgeirs sótti
liðið nær stöðugt gegn Antwerpen
siðari hálfleik eftir jafnan fyrri
hálfleik. En mörkin kornu ekki
jafntefli varð Ö-0. FC Brugge
gerði einnig jafntefli og er nú efst
með 14 stig. Síðan koma
Anderlecht og Antwerpen með 12
stig. Standard er í f.jórða sæti með
11 stig.
Charleroi náði ágætum árangri
á útivelli, gerði jafntefli við
Courtrai. Þar var heldur ekki
skorað.
í 2. deild er Union komið í
annað sæti. Þeir Marteinn
Geirsson og Stefán Halldórsson
léku báðir með liðinu gegn Gent
— og Royale Union sigraði 1-0 þó
svo leikið væri á útivelli. Ekki
skoruðu tslendingarnir í leiknum
— en stóðu vel f.vrir sínu.
Urslit í 1. deildinni urðu þessi:
Malinois—Anderlecht 1-1
Molenbeek—Waregem 3-0
CS Brugge—FC Brugge 2-2
Winterslag—Lokeren 2-1
Antwerpen— Standard 0-0
Courtrai—Charleroi 0-0
Ostende—Beringen 1-1
FC Liege—Lierse 0-2
Beveren—Beerschot 2-1
HM-sigur ítaliu i Luxemborg
— en ekki sú stórsigur, sem reiknað hafði
verið með. Aðeins 1-4.
ftalía sigraði Luxemborg auð-
veldlega í 2. riðli Evrópu í for-
keppninni fyrir heimsmeistara-
keppnina 1978. Leikið var í
Luxemborg og iokatölur 1—4,
sem þó var miklu minni munur
en reiknað hafði verið með —
einkum eftir stórsigur Finna þar
á dögunum. Finnar og Englend-
ingar eru einnig í riðlinum.
Finnar sigruðu í Luxemborg
1—7.
Lið Luxemborg kom mjög á
óvart framan af leiknum, sem
háður var á laugardaginn, og
ítalir áttu í vök að verjast. En á 28
mín. tókst Francesco Graziana að
skora fyrir italíu og þá snerist
leikurinn við. Taugar ítölsku
leikmannanna komust í - lag.
Fimmtán mín. síðar skoraði
Roberto Bettega annað mark
italíu — en Lttxemborgarmenn
voru óheppnir að skora ekki í lok
hálfleiksins, þegar Braun átti
hörkuskot í þverslá af löngu færi.
Sex mín. eftir leikhléið skoraði
italía þriðja mark sitt, sem
miklar deilur urðu um. Mark-
vörður Luxemborg sló þá knött-
inn frá marki sínu. beint til
Antognoni, sem tók knöttinn
niður á brjóstinu og spyrnti síðan
í mark. Leikmenn Luxemborgar
mótmæltu ákaft — álitu að ítal-
inn hefði handleikið knöttinn.
Mark Luxemborgar slapp oft á
furðulegan hátt áóur en Bettega
skoraði fjórða markið — en
fjórum mín. fyrir leikslok varð
misskilningur í vörn ítala. Braun
náði knettinu og skoraði, án
þess að markvörðurinn frægi,
Dino Zoff, kæmi við nokkrum
vörnum.
Eftir þennan leik er staða
þannig í riðlinum.
England 2 2 0 0 6-2 4
Ítalía 1100 4-1 2
Finnland 3 1 0 2 9-7 2
Luxemborg 2 0 0 2 2-11 0
Loto hetja Pól-
verja í Portúgal
— Skoroði tvívegis í HM-leiknum og
Pólland stendur nú vel að vígi
í 1. riðli Evrópu
Pólland. sem hlaut þriója sa'tið
í heimsmeistarakeppninni í
knattsp.vrnu 1974, vann ákafiega
þýðingarmikinn sigur í 1. riðli
forkeppni HM á laugardag. Það
var gegn Portúgal í Oporto. 0-2 á
útivelli er mikill sigur. Lato
skoraði bæði mörk Póllands í
síðari hálfleik — á 49. og 76, mín.
Pólland byrjaði strax mikinn
sóknarleik. Ahorfendur voru 30
þúsund og þeir voru á nálum.
þegar sóknarloturnar buldu á
marki Portúgal. Aðeins frábær
markvarzla nýliðans Bento kom
i veg fyrir mörk í f.vrri hálfleik.
En i byrjun þess síðari slapp
Lato frá varnarmanni og Bento
réð ekki við skot hans af stuttu
færi. Síðara markið skoraði liann
eftir innkast. þar sem Portúgalar
misstu knöttinn. Portúgaiar
re.vndu í lokin að sækja. en án
árangurs og rnikil þre.vta var ein-
kennandi hjá leikmönnum liðs-
ins. Oliveira fékk þó gott tæki-
færi. en sp.vrnti framhjá markinu
þegar markvörðurinn gat ekki
komið við vörnum. Franski dóm-
arinn Michel Kitabdjian bókaði
tvo pólska leikmenn, Kasperczac
og Maculewicz.
Völlurinn í Oporto var þungur
vegna rigningar. Pólverjar
notuðu mest langsendingar. sem
oft komu Portúgölum í hina
mestu erfiðleika. Allt bendir nú
til þess, að Pólverjar sigri í þess-
um 1. riðli Evrópu. Hin tvö löndin
í riðlinum eru Danmörk og
Kýpur. Danir eiga góðu liði á að
skipa og eru bjartsýnir á árangur
— en þessi sigur Pölverja á úti-
velli kemur til að vera þungur á
metunum í lokin.
RITSTJORN:
HALLUR
SIMONARSON
Brezk-írska
sveitin vann
— í Eisenhower-golf-
keppninni i Portúgal
Brezk-írsKa sveitin sigraði í
heimsmeistarakeppni áhuga-
manna í golfi — Eisenhower-
keppninni — sem lauk í Penina í
Portúgal í gær. Sveitin lék á 892
höggum og var aðeins tveimur
höggum á undan Japan, sem var
með 894 högg. I þriðja sæti var
sveit Ástraliu með 897 högg.
Brezk-írska sveitin hafði forustu
alla keppnina — keppnisdagar
fjórir — en spenna var mikil
iokadaginn, þar sem japanska
sveitin sótti mjög á um tíma.
Bandaríska sveitin, sem sigraði í
Ikeppninni í fyrra, var einnig í
sviðsljósinu, en féll svo niður i
fimmta sæti.
Þetta er í annað sinn, sem sam-
einuð sveit Bretlands og Íriands
sigrar í tíu ára sögu Eisenhower-
keppninnar, í sveitinni voru
Ian Hutcheon, sem lagði grunn
að sigrinum með jöfnum og
góðum árangri og lék síðustu 18
holurnar á 71 höggi. Tveimur
undir pari, — M. Kelly, S. Martin
og J. Davies.
Sveit Taiwan varð í fjórða sæti
með 898 högg. Þá sveit USA með
901 og Kanada varð í sjötta sæti
með 906 og Svíþjóð í sjöunda sæti
með 911 högg. Af öðrum árangri
má nefna Suöur-Afríku (912),
Sviss og Rhodesia (914), Dan-
mörk — Danir voru þá með eftir
allt — með 946 högg, Finnland
964 og Holland 966 högg. Sveit
Puerto Rico rak lestina á 1079
höggum.
Þrír lyftingq-
menn sviptir
01-verðlaunum
Killanin lávarður, formaður
alþjóðaolympiunefndarinnar,
skýrði frá því eftir 'fund
nefndarinnar í Barcelona í gær,
að þrír lyftingamenn hefðu verið
sviptir verðlaunum þeim, sem
þeir hlutu á Olýmpíuleikunum í
Montreal í sumar. Það sannaðist á
þá, að þeir höföu notað örvandi
lyf.
Þessir þrír lyftingamenn eru
Valentine Khristov, Búlgaríu,
sem sigraði í þungavigt, Zbigniew
Kaczmarck, Póllandi, sem sigraði
í léttvigt, og Blagoi Blagoev,
Búlgaríu, sem hlaut silfur-
verðlaun í léttþungavigt.
Endanleg ákvörðun hefur ekki
verið tekin hvort keppendur, sem
voru í næstu sætum í léttvigtinni
og þungavigtinni hljóti
verðlaunin þar, svo og silfrið í
léttþungavigt. Prófanir fara enn
fram í sambandi við þá
keppendur, sem þar koma til
greina. Þó eru líkur á, að Piotr
Korol, Sovétríkjunum, hljóti
gulliö í léttvigt, Frakkinn Daniel
Senet silfur, en ekki eins víst, að
Pólverjinn Czarnecki, sem varð
fjórði. hljóti bronzið. Þá eru
einnig líkur á. að Juri Zaitsev.
Sovétríkjunum, og Semerdjiev,
Búlgaríu, hijóti gull- og silfur í
þungavigtinni — en rannsókn fer
frain í sambandi við Pólverjann
Rutkowski, sem þar varð fjórði i
Montreal.
Ársþing Fimleika-
sambandsins
Arsþing Fimleikasambands ís-
lands verður haldið laugardag-
inn 20. nóvember n.k. í Félags-
heimili Rafmagnsveitu Reykja-
vikur við EUiðaár. Gögn til sam-
bandsaðila verða send á næst-
unni.