Dagblaðið - 18.10.1976, Page 19

Dagblaðið - 18.10.1976, Page 19
i»A<;m,Ai)H). MANUDACUK 1K. OKTOKKK 197«. I gþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Odýr, sameiginleg líftrygging fyrirhjón LEITIÐ NANARI UPPLYSINGA UFTRA'GGII\G.AFÉL.AGIÐ IíHSM ANDYAKA Gagnkvæmt vátryggingafélag Liftryggingar. sjukra - og slysatryggingar Ármúla 3 Reykjavik Simi 38500 ^<Vdv Fejenoord skoraði sjö Úrslit i 1. deild hollenzku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: VVV Venlo — Breda 1-1 Twente — A.iax 1-2 Utrecht — Sparta 1-0 Telstar—Haag 3-1 Go Ahead — PSV 2-5 Fejenoord — Haarlem 7-0 Amsterdam — Az ’67 2-B Roda — Graafschap 3-0 Eindhoven — Nijmegen 3-1 Staðan eftir 10 umferðir er þessi hjá efstu iiðum. Fejenoord og Roda 17 stig, Ajax 16 stig, PSV Eindhoven, Utrecht og Haariem 12 stig. Það urðu mikil vonbrigði vestur í Hagaskóla á laugardag er ÍR og KR — erkifjendurnir í körfubolta — áttu að leiða saman hesta sína. Vonbrigði — bæði áhorfendum og leikmönnum því aldrei varð neitt af ieiknum. Reykjavikurmeistarar ÍR ncituðu að spila leikinn nema þjálfari þeirra og íeikmaður, Þorsteinn Hallgrímsson fengi að leika með. Og af hverju íekk hann ekki að leika? Jú, hann var í keppnis- banni en tilkynning um það barst Þorsteini ekki fyrr en rétt áður en Icikurinn áti að hefjast. Það gátu Þorsteinn og félagar hans í ÍR ekki sa-tt sig við — þeir neituðu að ganga lil leiks nema Þorsleinn léki með. Þorsteinn Ilallgrímsson var settur í keppnisbann á linuntudag og álti tilkynning um það að berast honuin strax. Kn hún kom ekki f.vrr en rétt áður en leikurinri átti að hefjast Þor- steinn neitaði — taldi fyrirvarann allt of stuttan. sern eðlilegt var. KR-ingar vildu hins vegar g.jarnan spila við ÍR-inga og voru reiðubúnir að leika. jafnvel þó Þorsteinn léki með — og ætluðu alls ekki að kæra enda líta þeir á leikinn sem góðan undirbúning fvrir Íslandsmótið. Dómari leiksins. Kristhjörn Albertsson. neitaði Itins vegar að flauta á leikinn á.ef Þorsteinn jéki með — menn neituðu alveg að gela nokkuð efltr. Kristbjörn flautaði því leikinn af og KR var dæmdur sigurvegari — án þess nokkurn tíma að leika við Reykja- víkurmeistara ÍR. KR er því aðeins feti frá sigri í mótinu — hefur b'.eði sigrað ’ Armann og Kram og nú IK. Kn einn leikur fór þó alllént Yfirburða- sigur fram á laugardag. Valur og Fram leiddu sarnan hesta sina, Valur fór með sigur af hólmi í leik serit gat farið á hvorn veginn sem var. Sjö stig skildu i lokin — 89-82 fyrir Val. Staðan í leikhléi var 39-33 fyrir Val og þeim tókst að halda sínu út leikinn. Þórir Magnússon var stigahæstur Valsara með 27 stig — Torfi Magnússon skoraði 21 og Ríkharður Hrafnkelsson skoraði 16. Nýliðinn þeirra Valsmanna, Kristján Ágústsson frá Snæfelli hefur ekki skorað mikið með liði sínu en hann virkar greinilega sterkur og verður vafalítið Val mikill stvrkur (íuðmundur Biiðvarsson var stigahæstur Framara med 29 stig — þar af skoraði Guðmundur 23 í siðari hálfleik. Þorvaldur Geirs- son skoraði 16 og Helgi Valdi- marsson 15. -h. halls. Keppni í fullum gangi á úrtökumótinu í badminton í gær í nýja TBR-húsinu. DB-mynd B.iarnleifur Ungir menn tryggðu sér sœtí í Norðurlondamót — Jóhann Kjartansson sigurvegari í úrtökumótinu i badminton í gœr Það eru að verða kynslóðaskipti í badminton hér á iandi — ungir menn að taka við af gömlu meist- urunum. A úrtökumóti Badmin- tonsambands íslands í gær f.vrir NM, sem háð var í nýja TBR- húsinu, varð Jóhann Kjartansson sigurvegari og hann lék til úrslita við annan ungan mann, Sigfús Ægi Arnason. Jóhann sigraði með 15-9 og 15-13. Keppt var í einliðaleik karla og kvenna — 16 keppendur í karla- flokki, þrír í kvennaflokki. Urslit urðu fljött heldur óvænt. Hörður Ragnarsson, Akranesi, sigraði Harald Kornelíusson 15-12 og 15- 4. Jóhann Kjartansson sigraði Friðleik Stefánsson 15-8 og 15-9 Friðleifur er nýbyrjaður að æfa á ný eftir lasieika. í undanúrslitum gerði Sigfús Ægir sér lítið fyrir og sigraði íslandsmeistarann Sig- urð Haraldsson 15-8, 13-15 og 15-7. í hinum leiknum í undanúrslitum vann Jóhann Kjartansson Hörð Ragnarsson 15-9 og 17-16, og vann svo Sigfús Ægi örugglega í úrslit- um. í einliðaleik kvenna vann Svan- björg Pálsdóttir Hönnu Láru Pálsdóttur 2-11, 11-6 og 11-2, og lék síðan til úrslita við Lovísu Sigurðardóttur. Þar hafði Lovísa yfirburði sem áður. Sigraði með 11-4 og 11-1. Sérstök keppni var fyrir þá, sem töpuðu fyrsta leik sínum í einliðaleik karla — alls átta kepp- endur. Þar varð sigurvegari Ottó Guð.jónsson, sem sigraði Eystein Björnsson í úrslitum 8-15, 15-11. og 15-10. Um næstu helgi verður keppt í tvíliðaleik og tvenndar- keppni og íslenzka liðið, sem keppir á Norðurlandamótinu svo fljótlega valið eftir þá keppni. Stjörnunnar gegn ÍBK Stjarnan sigraði ÍBK í Njarðvík í gærdag með miklum yfirburðum, 24-13. Stjörnupiítarnir náðu forskotinu í fyrri hálfleik, eftir að hafa „keyrt“ vel upp og ÍBK átti aldrei neina mögulcika tii að minnka muninn. Ekki verður þó af leiknum ráðið hvað Stjarn- an kemst langt með að vinna II. deildina, en þeir hafa stæðiiegum piltum á að skipa og hafa fengið liðs- auka frá því í fyrra. Hitt er Ijóst að ÍBK liðið verður að bæta sig mjög ef það á ekki að fara hraðbyri í III. deildina. Hvernig það mætti gerast er hins vegar óljóst, þar sem liðið ‘ énen æfingaaðstö'-. hefur t -i IR neitaði að leika Andvöku nema Þorsteinn lékil Hjónatrysging — Það sœtti dómarinn, Kristbjörn Albertsson sig ekki við þar sem Þorsteinn var í leikbanni — en Þorsteinn fékk tilkynninguna rétt óður en leikurinn ótti að hefjast. KR hlaut þvi tvö stig — ón þess að leika við Reykjavikurmeistara ÍR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.