Dagblaðið - 18.10.1976, Síða 25
OACHl.AÐH). MANUDACUK 1S. OKTOBKI!
25.
Gisli Ragnar Gislason vaktstjóri á
Eyrarbakka sem lézt 10. október í
Borgarspítalanum var fæddur 31.
janúar 1922. Hann var sonur
hjónanna Ragnhildar Ólafsdóttur
og Gísla Pálssonar formanns í
Nesi, en hann lézt aðeins þrem
dögum eftir fæöingu sonar síns.
Gísli ólst upp hjá móður sinni á
Evrarbakka og býr hún þar enn á
84. aldursári. Árið 1943 kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni
Margréti Kristjánsdóttur og
eignuðust þau þrjú börn: Þórhildi
sem er gift kona í Reykjavík,
Kristján kvæntur maður á Eyrar-
bakka og Hrafnhildi sem er ógift í
heimahúsum. Einnig ólu þau
hjónin upp dótturdóttur sína
Margréti Bragadóttur og er hún
einnig í heimahúsum. Gísli
Ragnar vann ýmsa vinnu en var
lengst af fangavörður á vinnuhæl-
inu að Litla-Hrauni, nú síðustu
árin vaktstjóri.
Camilla Friðborg Kristjánsdóttir,
f. 18. september 1908,er látin.Hún
var dóttir Kristjáns Jónassonar,
kaupmanns og Friðborgar
Friðriksdóttur, fæddist i Búðar-
dal en ólst upp í Borgarnesi. Hún
stundaði nám við Flensborgar-
skólann 1925— 26 en árið 1928
giftist hún Ölafi Halldórssyni frá
Varmá. Þau eignuðust eina
dóttur, Gunnfríði, en slitu sam-
vistum eftir stutta sambúð. Síðar
giftist Camilla frænda sínum, Sig-
valda Indriðasyni frá Skarði og
bjuggu þau alla sína tíð í Stykkis-
hólmi. Varð þeim fjögurra barna
auðið. Sigvaldi lézt árið 1961.
Unnur Helgadóttir, f. á Flateyri
við Önundarfjörð 20. febrúar
1903 er látin. Hún var dóttir
Helga Andréssonar skipstjóra og
Helgu Björnsdóttur, og ólst,upp í
stórum systkinahópi. Snemma
fluttist fjölskyldan til Hafnar-
fjarðar og síðan til Reykjavíkur.
Árið 1927 giftist Unnur Kristjáni
Kristjánssyni og áttu þau fjögur
börn en áður átti hún þrjú börn
með Lárusi Lárussyni, verzlunar-
manni. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju i dag kl. 3 e.h.
Einar B. Waage hljómlistarmaður
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni þriðjudaginn 19. október kl.
13.30.
Magnús Helgason verður
jarðsunginn frá Aðventkirkjunni
þriðjudaginn 19. október kl.
10.30.
•Þorsteinn Jónsson, fyrrv. kaup-
félagsstjóri frá Reyðarfirði,
verður jarðsunginn frá Egils-
staðakirkju föstudaginn 22. októ-
ber kl. 2 e.h.
Kristinn Níelsson, bifreiðastjóri,
verður jarðsunginn frá Aðvent-
kirkjunni þriðjudaginn 19.
október kl. 15.
Jónas Þorvaldsson, Birkihvammi
17, Kópavogi er látinn.
Anna Helgadóttir, Selvogsgrunni
31 er látin.
Ingibjörg Sigurðardóttir, frá
Vegamótum, Stokkseyri, er látin.
Ölafur Ingimundarson, fyrrum
bóndi að Nýjabæ í Meðallandi er
látinn.
Einar Marel Erlendsson, bifreiða-
stjóri, er látinn.
Fundir
Fíladelfía í Reykjavík
Svstrafundur verður mánudasinn 18. þ.m. kl.
8.30. Mætið vel og munið breyttan fundardag.
Kvennadeild
Slysavarnafélagsins
í Reykjavík
heldur fund miðvikudaííinn 20. okt. kl. 8 i
Sl.vsavarnahúsinu við C.randaKarð. Hannes
Hafstein kemur á fundinn. FélaKskonur fjöl-
mennið.
Húsmœðrafélag
Reykjavíkur
Funaur verður mánudaginn 18. okt. kl. 8.30 I
félagsheimilinu Baldursgötu 9. Allar
húsmæður velkomnar.
Fyrirlestrar um þróun nú-
tímalistar ó Kjarvalsstöð-
um.
A fimmtudögum i vetur mun forstöðumað-
ur Kjarvalsstaða. Aðalsteinn Ingólfsson.
flytja fyrirlestra um nútimastefnur i m.vnd-
list. Fram að jölum verða eftirtaldir tólf
fvrirlestrar haldnir:
Forverar: V'an (logh. C.augin & Cezanne.
Fauvismi: Matisse. Derain o.fl. Expressjón-
ismi I In/.kalandi. Kúbismi: Pikassö. Braque.
(Iris o.fl. Fútúrismi og Vortex. Dada. Súrreal-
ismi. Ný-plastik i Hollandi: Mondrian. van
Doesburg o.fl. Amerískur afstrakt-
expressjónismi. Ameri.sk list 1950—1965.
Minimal og eoneept. Skúlptúr á 20. öld.
Kvenfélag Óhúða
safnaðarins.
Unnið verður alla laugardaga frá 1—5 e.h. í!
Kirkjubæ að basar félagsins sem verður
laugardaginn 4. desember nk.
Æskulýðsstarf Neskirkju,
vetrarstarí hefst i kvöld fyrir unglinga
13—17 ára. Opið hús frá kl. 19.30. Prestarnir.
Pennavinir
Dagblafiinu barst eftirfarandi fró Luxembourg:
„Ég fékk heimilisfangið ykkar á Dag-
blaðinu hjá Islendingum sem eiga heima i
sama bæ og ég hér f Luxembourg. Mig langar
mikið til þess að komast í bréfasamband við
ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Eg er nemi
og er 20 ára. Ég hef áhuga á bókum, tónlist,
kvikmyndum og ferðalögum. Heimilisfangið
er: Guy Anen. 29 Route De Luxembourg,
Bridel, Luxembourg.
Bókabíl!
Viðkomustaðir
bókabílanna
Árbœjartiverfi:
Verzl. Rofabæ 39 þriðjud. kl. 1.30—3.00.
Verzl. Hraunbæ 102 þriðjud. kl. 7.00—9.00.
Verzl. Rofabæ 7—9 þriðjud. kl. 3.30—6.00.
Breiftholt
Breiðholtsskóli mánud. kl. 7.00—9.00, mið-
vikud. kl. 4.00—6.00, föstud. kl. 3.30—5.00.
Hólagarður, Hólahverfi mánud. kl.
1.30— 3.00, fimmtud. kl. 4.00—6.00.
Verzl. Iðufell fimmtud. kl. 1.30—3.30.
Verzl. Kjöt og fiskur við Seljabraut föstud
kl. 1.30—3.00.
Verzl. Straumnes fimmtud. kl. 7.00—9.00.
Verzl. við Völvufell mánud. kl. 3.30—6.00,
miðvikud. kl. 1.30—3.30, föstud. kl.
5.30— 7.00.
Háaleitishverfi
Álftamýrarskóli miðvikud. kl. 1.30—3.30.
Austurver, Háaleitisbraut mánud. kl.
1.30— 2.30.
Miðbær, Háaleitisbraut mánud. kl.
4.30— 6.00, miðvikud. kl. 7.00—9.00, föstud.
kl. 1.30—2.30.
Holt — Hlífiar
Háteigsvegur 2 þriðjud. kl. 1.30—2.30.
Stakkahlíð 17 mánud. kl. 3.00—4.00,
miðvikud. kl. 7.00—9.00.
Æfingaskóli Kennaraháskólans miðvikud. kl.
4.00—6.00
Laugarás.
Verzl. við Norðurbrún þriðjud. kl. 4.30—6.00
Laugameshverfi
Dalbraut/KIeppsvegur þriðjud. kl.
7.00—9.00
Laugalækur/Hrísateigur föstud. kl.
3.00—5.00.
Sund
iKleppsvegur 152 við Holtaveg föstud. kl.
5.30— 7.00.
Tún
Hátún 10 þriðjud. kl. 3.00—4.00.
Vesturbær
Verzl. við Dunhaga 20 fimmtud. kl
4.30— 6.00.
KR-heimilið fimmtud. kl. 7.00—9.00.
Skerjafjörður — Einarsnes fimmtud. kl.
3.00—4.00.
Verzlanir við Hjarðarhaga 47 mánud. kl.
7.00—9.00, fimmtud. kl. 1.30—2,30.
ljója;koðun
LÝKUR 31. OKTÓDER
UMFERÐARRÁÐ
DAGBLADIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ
SÍMI27022
ÞVERHOLTI 2
Til sölu
Hewlett Packard 25
(Pocket) til sölu, einn
fullkomnasti vísindarafreiknir á
heimsmarkaðnum. Hægt er að
„prógramera" vélina auk
innbyggðra prógrammkerfa sem
eru 72. Nýjung í þessari vél er
svokölluð „Engineering
Notation“ sem auðveldar mjög af-
lestur stórra og smárra talna.
Vélin er ný og henni fylgja'
hleðslutæki, formúlubækur auk
hins háa gæðamats frá Hewlett
Packard. Uppl. í síma 43122 nú og,
næstu daga. Gott verð.
Til sölu ullargólfteppi,
innihurð með karmi og
Telefunken útvarp. Uppl. í síma
93-2040 Akranesi eftir kl. 7.
Lítið, snoturt hjólhýsi
til sölu, fæst á hagstæðum kjörum
ef samið er strax. Uppl. í síma
85028 milli kl. 7 og 10.
Til sölu 8 hansahilur
barglerskápur og skápur. Uppl. í
síma 71389.
Til sölu.Tan Sad
kerruvagn, einlitur, brúnn og
litið notuð smökingföt á háan og
grannan mann og Roventa grill-
ofn til sölu. Uppl. í sínia 27376.
Rennihekkur til sölu.
Notaður Universal rennibekkur
með hefli, fræsivél og sög er tiI
sölu í Vélskóla íslands,
Sjómannaskólanum. Tilboð í
lokuðu umslagi, merktu
„Rennibekkur" sendist í pósthólf
5134 fyrir 1. nóv. '76 og verða þau
opnuð mánudaginn i. növ. '76 kl.
14. Uppl. í síma 19755.
Til sölu góður
söluturn í miðbænum. Tilboð
sendist DB fyrir fimmtudag
merkt ...Söluturn 31399."
Miðstöðvarketill,
kynditæki og fylgihlutir til sölu.
Uppl. í síma 42488.
I
Óskast keypt
i)
Óska eftir notaðri
IBM kúluritvél. Uppl. í síma
28833 eftir kl. 7 í kvöld og næstu
kvöld.
Hvaðfæst í Kirkjufelli?
Vinsælu hollenzku steinstytt-
úrnar komnar aftur. Skírnar-,
fermingar-, brúðkaupsvörur og
^gjafir. Kerti, servíetturi. kort og
gjafapappir. Kristilegar hljóm-
plötur, kassettur og bækur. Margt
fleira forvitnilegt. Verið vel-
■komin í Kirkjufell í Ingólfsstræti
6.
Harðfiskur.
Seljum brotafisk, saltfisk og mari-
neraða síld. Opið alla daga til kl.
18. Hjallfiskur hf., Hafnarbraut 6,
Kópavogi.
Stór páfagaukur óskast.
Uppl. í síma 91-1024 á kvöídin.
Óska eftir vegghillukæli,
frystivélapressu og mótor. Uppl. í
síma 53312.
Hef áhuga á að kaupa málverk,
landslagsmynd eftir Jón Stefáns-
son. Verð til viðtals á Hótel Loft-
leiðum. miðvikudag kl. 10-12 eða
skv. nánari upplýsingum í gesta-
móttöku á Hótel Loftleiðum.
Erling Blöndal Bengtsson.
Kópavogsbúar.
Mánaðarbollarnir komnir. Hraun-
búð, Hrauntungu 34.
Körfuhúsgögn
Reyrstólar með púðum,
léttir og þægilegir, kringlótt reyr-
borð og hin vinsælu teborð á hjól-
um fyrirliggjandi. Þá eru
komnir aftur hinir gömlu og góðu
bólstruðu körfustólar.
Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, sími
12165.
Kaupum brotajárn
(pott). Uppl. í síma 24407. Járn-
steypan hf.
Verzlun
Alls konar skofatnaður.
Kaupum af lager alls konar
sköfatnað, svo sem karlmannaskó,
barnaskó og kvenskó. Uppl. í síma
51744.
Kaninupelsar.
loðsjöl (capes) og treflar. Skinna-
salan Laufásvegi 19, 2. hæð tii
hægri, sími 15644.
Margar gerðir stcreohljómtækja.
Verð með hátölurum frá kr.
33.630. Urval ferðaviðtækja, verð
frá kr. 4.895. Bílasegulbönd fyrir
kassettur og átta rása spólur, verð
frá kr. 13.875. Úrval bílahátalara,’
ódýr bílaloftnet, Músíkkassettur.
og átta rása spólur og hljóm-
plötur. Sumt á góðu verði. F.
Björnsson, Radíóverzlun, Berg-
þórugötu 2, sími 23889.
Nýsviðnar lappir.
Sviðalappir til sölu á Klapparstíg
8 (;i horninu á Klapparstig og'
Sölvhólsgötu) alla virka daga l'rá
19-22 og helgidaga frá kl, 14-22.
Fyrir ungbörn
Tan Sad kerruvagn,
einlitur, brúnn, lítið notuð
smókingföt á háan og grannan
mann og Roventa grillofn til sölu.
Uppl. í síma 27376.
Til sölu 3ja hcllna
Rafha eldavél.Uppl.. í síma 86945
eftir klukkan 6 í dag.
Til sölu 3ja ára Caraveile
frystikista,
350 lítra. Verð 60.000 kr. Uppl. í
síiíia 34687 eftir kl. 18.
Sænsk skermkerra
sem ný og barnaleikgrind til sölu
Uppl. í síma 23497 eftir klukkan 7
á kvöldin.
Fallegur vel með farinn
barnavagn til sölu. Uppl. í síma
72715.
Til sölu barnarimlarúm
með dýnu og færanlegum botni,
vel með farið. Uppl. í síma 41121.
Til sölu barnavagn,
Tan Sad Allwin og bílstóll. Uppl. í
síma 37448.
Óska eftir notaðri
frystikistu og ísskáp. Sími 40322.
Til sölu gamall fr.vstiskápur
Uppl. í síma 41321 í dag milli kl. 7
og 10.
Til sölu nýleg
eldavél. Uppl. i síma 26787.
Húsgögn
Fatnaður
Arsgamall mokkajakki
frá Gráfeldi til sölu á hálfvirði.
Uppl. í síma 26916.
Halló dömur!
Stórglæsileg nýtízku pils til sölu í
öllum stærðum úr terylene,
flaueli, denim og moskrep. Mikið
litaúrval, mörg snið, sérstakt
tækifærisverð. Uppl. í síma
23662.
Nýr fatahengisskápur
til að setja saman (matt-
hvítlakkaður) og ullarrýjateppi
1,5x2 m til sölu. Uppl. í síma
23497 eftir klukkan 7 á kvöldin.
Sófasett:
Til sölu vönduð sófasett,
miíliliðalaust. í sýningarsal okkar
að Grensásvegi 50. Sími 85815,
Z-húsgögn.
Til sölu vel með farið
antik borðstofusett. Uppl. í síma
41321 i dag á milli kl. 7 og 10.
Sérlega glæsilegur
hvítur brúðarkjóll með síðu slöri
lil sölu. Uppl. i sírna 75839.
I
Heimilistæki
Litili isskápur óskast
til kaups. Uppl. i síma 34078.
Til sölu útskorið sófaborð,
eikarteborð, tvær eikarborðstofu-
stólar. eins manns rúm og
klæðaskápur úr birki. Uppl. í.
síma 21634.