Dagblaðið - 18.10.1976, Síða 32

Dagblaðið - 18.10.1976, Síða 32
Óvenjulegt œvintýri i Borgartúni: Ökumaður og forþegi urðu oð flýja undan eigin bíl — Bensínið fast og bíllinn œddi mannlaus um slysstaðinn Ævintýraleg bílvelta varð í Borgartúni siðdegis í gær. Willys-jeppa með blæjum var ekið vestur Borgartúnið. Er komið var að eystri innkeyrslunni við vörubíla- stöðina Þrótt hugðist ökumaður jeppans fara hægra megin framúr bfl er á undan honum ók. En sú braut sem hann ætlaði sér við framúraksturinn var mjórri en vegur dyggðanna. Slapp hann naumlega við ljósastaur sem þarna er en komst síðan ekki hjá að aka upp á staur sem þarna liggur á götunni og skilur að götu og gangstétt. Við það missti hann alla stjórn á jeppanum. Jeppinn tók nú stóran boga út á götuna og valt. Við veltuna köstuðust farþegi og ökumaður út úr bilnum. Hann komst síðan á einhvern hátt aftur á hjólin og hélt áfram á nokkurri ferð mannlaus. Er ekki önnur skýring á því sú en að bensíngjöfin hafi á einhvern hátt festst niðri. Fór nú tryllitækið þarna vítt og breitt um sitt örlagasvæði og urðu bæði ökumaður og farþegi að hlaupa undan honum til að forða því að þeir lentu undir sínu eigin farartæki. Á þessari ferð án ökumanns lenti jeppinn á kyrrstæðum bíl (Volkswagen rúgbrauð) og stórskémmdi vinstri hlið hans. Loks stöðvaðist jeppinn á grindverki sunnan götunnar sem umlykur spennistöð. Þar lauk tilvist jeppans sem ökutækis því hann er talinn gjörónýtur eftir þessa óvenjulegu ökuferð á mal- bikuðu stræti. Farþeginn reyndist alveg ómeiddur en ökumaðurinn hlaut smáskrámur. Þykja þau litlu meiðsl eitt kraftaverkið í þessu ökuævintýri. -ASt. Hernómsandstœðing- ar syngja „nallann" Landsfundi Samtaka hernáms- andstæðinga lauk í Sigtúni um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Á laugardaginn var þingað í félags- heimilinu Stapa í Njarðvík en síðan var fundinum framhaldið í Sigtúni á sunnudagínn. Að sögn fráfarandi formanns Samtak- anna, Andra ísakssonar, sóttu á þriðja hundrað manna fundinn alls staðar að af landinu. Astæðan fyrir því að fundinum var skipt á milli Njarðvíkur og Reykjavíkur er sú að ekki tókst að finna neitt samkomuhús þar sem hægt væri að þinga tvo daga í röð. — Er DB leit inn á fundinn í gærkvöld var nýlokið við að kjósa i tólf manna miönefnd Samtak- anna. Nefndin kemur síðan sam- an næsta laugardag og skiptir með sér.verkum. Að lokum sungu allir viðstaddir Internat»onalinn og þá tók ljósmyndari Dagblaðs- ins meðfylgjandi mynd af nokkr- um fundargesta. —ÁT/DB-mynd: Arni Páll. EIN ÚR HERNUM Sýknt og heilagt er verið að klifa á því, bæði í lesendadálkum og víða annars staðar, hvað kven- fólkið sem vinnur eða er gest- komandi á Keflavíkurflugvelli eigi við miklar freistingar að stríða og séu umsetnar af her- mönnunum sem hafa sér fátt til afþreyingar á norðurhjaranum annað en klúbba og sjónvarp. Hitt virðist alveg gleymast að á Vellinum er einnig fjöldi bandarískra kvenna, fríðra og föngulegra, sem geta rumskað illa við Adam gamla. Reyndar er ekki vitað um margan land- ann sem fallið hefur í freistni, en tilefnin má víst finna hér og þar — eða hvað finnst ykkur góðir hálsar ef þið rennið aug- unum yfir myndina hér að ofan af henni Betty — meira gefum við ekki upp. —emm Hugðist flýja fró tjóni ölvaður Einn af þeim ökumönnum sem ók ölvaður um götur Reykjavíkur um helgina ætlaði að sleppa frá sínum ljóta leik Siðdegis á sunnudaginn. Lög- reglumenn, sem voru að koma frá bílveltuævintýrinu í Borgartúni, heyrðu undarlegan skell frá Samtúni. Veittu þeir þá athygli bil. sem ekið var öfugt um einstefnuakstursgötu. Var honum veitt eftirför og náðist í Brautarholti. Reyndist ökumaður ölvaður. En hann hafði á sinum öfuga einstefnuakstri lent á kyrrstæðum bil oe sióixkeinml hann. Við það högg vai skellurinn sen! Ii’;rei-.! i- mennirnir heyrðu. _______ FYRIRBYGGJA UNGUNGAYAND- RÆÐI í FÆÐINGU •• Olvuð ungmenni flutt heim eða snúið við til Reykjavíkur „Við viljum komast hjá unglingavandræöum áður en þau gerast,“ sagði Haukur Guð- mundsson rannsóknarlögreglu- maður í Keflavík um þær aðgerðir sem lögregla og barna- verndarnefnd þar syðra hafa haft i frammi um helgar og munu verða framkvæmdar. „Við viljum ekki áð Tónabæjarvandamálið verði flutt hingað." Yfirvöld þar syðra fóru í eftir- litsferð um Keflavík fyrir helgina og tóku 10 unglinga og fluttu heim til sín sakir ölvunar þeirra. Þá var áætlunarbíll í svonefnd am „sætaferðum" á dansleik í Festi í Grindavík stöðvaóur. í honum voru 45 unglingar. 13 þeirra reyndust ýmist áberandi ölvaðir eða gátu ekki sýnt skilríki. Var bíllinn sendur með þá til Reykjavíkur aftur. Þetta kvöld var óvenjulítil aðsókn að Festi frá Reykjavík. Yfirvöld syðra munu halda áfram þessum aðgerðum. — ASt Ölvaður á jarðýtu — Ruddi niður brúarhandriði og hliðum sem kosta hundruð þúsunda Þó það gerist sorglega oft að menn aki ölvaðir eru þess sem betur fer fá dæmi að menn fari ölvaðir í ökuferð á jarðýtu. En þessi atburður átti sér nýlega stað skammt utan við Egils- staðakauptún, eða nánar til- tekið i Tungnahreppi. Jarðýtu- stjórinn hugðist fara á tæki sínu heim þó hann hefði neitt áfengis i miklum mæli. Reyndist áfengisneyzlan af- drifarík. Á brúnni yfir Rangá um 5—6 km frá Egilsstöðum svifti hann brúarhandriðinu öðru megin af með jarðýtutönn- inni og síðar á leiðinni ruddi hann niður tveimur hliðum ásamt steinstólpum er báru þau. Tjónið af þessari ökuferð er nú metið á nokkur hundruð þúsunda króna. Varð þvi öku- ferðin heim jarðýtustjóranum nokkuð dýr. — ASt. frjálst, úháð dagblað MANUDAGUR 18. OKT. 1976 Barði tvœr stúlkur í andlitið í nótt Ölvaður maður réðist að tveimur stúlkum í nótt um klukkan tvö er þær voru staddar í Nóatúni. Áður en stúlkunum var komið til hjálpar hafði náunginn veitt þeim báðum áverka á andlit. Lögreglan tók manninn í sína vörzlu í nótt og í morg- un átti hann að standa fyrir máli sínu. —ASt. Drengur fyrir bíl 6 Austurbrún Á fimmta tímanum í gær varð drengur fyrir bíl á Austurbrún. Hljóp hann fram undan bifreið og út á götuna í sama mund og bíl bar að. Hjá árekstri varð ekki komizt, en höggið sem drengurinn fékk var óveru- legt. Hann var þó fluttur í slysadeild, en meiðsl hans reyndust lítil. -ASt. Skvettu úfengi yfir bílstjórann — og brutu 2 rúður í vagninum Hópur æstra unglinga gerði aðsúg að strætisvagn- stjóra, sem var i eða við vagn sinn í Lækjargötu kl. 23.38 í gærkvöld. Var æsing ung- mennanna mikil og endaði með talsverðum ósköpum. Unglingarnir brutu tvær ruður í vagninum og skvettu áfengi yfir bílstjórann, áður en lögreglan kom á vettvang og skakkaði leikinn. —ASt Konurnar brugðust kynsystur sinni — atkvœði þeirra réðu úrslitum í Háteigssókn Við athugun sem Dagblaðið gerði á prestskosningunum i Háteigssókn sunnudaginn 10. október sl„ kom í ljós að þátttaka kvenna réði úrslitum um hvernig fór. Af 3327 kjósendum sem greiddu atkvæði voru aðeins um 1400 karlar en 1900 konur. Á kjör- skrá voru aftur á móti 5518, þannig að u.þ.b. 2200 kjósendur sátu heima, 1100 af hvoru kyni um sig. Karlmennirnir voru þó aðeins færri. Þetta sýnir að fimm hundruð fleiri konur en karlar kusu og réðu afkvæði þeirra því að þessu sinni aö f.vrsti kve'npresturinn á íslandi. séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, varð að lúta í lægra haldi í kosningunum. Það er og athyglisvert að meirihluti kjós- enda á aldrinum 20 til 30 ára notaði ekki kosningarétt sinn heldur sat heima. — JB

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.