Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1976.
Kjarnorkusprenging utan
ór geimnum í Síberíu 1908?
— það er álit sovézks jarðfrœðings, sem varið hefur 17 árum
Dularfull sprenging, sem
tætti í sundur hluta af frosnu
skógarbelti í Síberíu fyrir
nærri s.jötiu árum, var líklega
k.jarnorkusprenging og kann aó
hafa verið af völdum geimfars
utan úr heimi, aö því er sovézk-
ur jaröfræðingur sagði í viðtali
við sovézku fréttastofuna Tass
fyrir helgina.
Dr. Alexei Zolotov, sem
varið hefur sautján árum til að
rannsaka sprenginguna í skógi
í vesturhluta Síberíu, er nýlega
kominn úr siðustu för sinni til
þessa svæðis.
„Rannsóknir okkar á undan-
förnum sautján árum virðast
staðfesta þann grun okkar að
það sem hafi gerzt hafi verið
kjarnorkusprenging. Enn sem
komið er er ekki ein einasta
staðre.vnd, sem mælir gegn
k.jarnorkukenningu okkar,"
sagði hann í viðtali við frétta-
stofuna.
Önnur kenning er sú, að
griðarstór loftsteinn hafi skoll-
ið þar á jörðinni. Engin merki
hafa fundizt um loftsteininn,
hvað þá leifar af honum, en
ýmsir vísindantenn eru þeirrar
skoðunar að hann hafi brunnið
upp um leið og hann skall í
jörðina.
Áður en sprengingin varð, að
morgni 30. júní 1908. að sögn
sjónarvotta, birtist blindandi
skært ljós sem sást í 800 km
fjarlægð.
Samkvæmt sovézkum
alfræðibókum tætti sprenging-
in upp tré og þeytti þeim allt að
þrjátíu kílómetra umhverfis
gíginn sem myndaðist. Mikið
rykský hékk yfir staðnum í
nokkrar klukkustundir á eftir.
Fréttamaður Tass spurði dr
Zolotov hvort kjarnorkuknúic
geimfar kunni að hafa veric
valdið að sprengingunni. Hanr
svaraói því til að sá möguleiki
að skynsemi gæddar verur utan
úr geimi hefðu komið ii 1 jarðav
væri „ekki með öllu ólíklegur.
í síðustu ferð sinni til
svæðisinstók dr. Zolotov sýni af
sífrosnum jarðvegi allt frá
árinu 1908 og leifar af trjám,
sem stóðust sprenginguna.
Hann gerir sér vonir um að
þessi sýni renni frekari stoðum
undir kenningu hans um kjarn-
orkusprengingu á þessum tima.
Trjásýni frá sprengistaðnum
sýna einnig að eftir 1908 varð
geislavirkni í trjánum meiri en
eðlilegt getur talizt, að sögn dr.
Zolotovs.
til rannsókna á dularfullu fyrirbœri
Óhætt er að fullyrða að hver svo sem var valdur að meintri
kjarnorkusprengingu í Síberíu fyrir nærri 70 árum, þá var hann
ekki frá Mars.
““ LANDSFEDURNIR FJÁRHAGSLEGA BÁGSTADDIR?
Franska fréttatímaritið Le
Nouvel Observateur, sem talið
er heldur vinstrisinnað, birti á
sunnudaginn könnun á auði og
eignum franskra stjórnmála-
leiðtoga.
Athugun sem ritið hefur gert
hefur leitt í ljós að Valery
Giscard d’Estaing Frakklands-
forseti keypti ibúð sína í París.
með láni frá föður sínum árið
1953 og að Georges Marchais,
leiðtogi kommúnistaflokksins,
lifir á launum sem nema
125.800 íslenzkum krónum á
mánuði.
Sveitasetur forsetans í
vesturhluta Frakklands er í
raun eign konu hans og aðrar
eignir, sem almenningur telur
persónulega eign forsetans, eru
enn í eigu foreldra hans, að
sögn blaðsins.
Marchais hefur ekki greint
frá því hversu mikið hann
borgaði fyrir það eina hús sem
hann á suður af París.
Francois Mitterand, leiðtogi
franskra sósíalista, á landar-
eign í Suðvestur-Frakklandi og
hefur byggt þar hús sem metið
er á 80 þúsund franka, eða tæp-
lega þrjár milljónir ísl. kr.
Michel Poniatowski innan-
ríkisráðherra, keypti íbúð sína í
París fyrir tveimur árum á 1.2.
milljónir franka (44 millj. kr.)
en auk þess á hann hús í suður-
hluta landsins sem metið er á
600 þúsund franka, eða 22
milljónir.
Blaðið dró í efa að allir
stjórnmálaleiðtogarnir hefðu
sagt allan sannleikann um
eignir þeirra og auð. „Töluvert
nlýtur að hafa verið dregið
undan," sagði í grein Le Nouvel
Observateur.
ÞÓRHAUUR Ö G
UMBOÐSVERSLUN REYKJAVÍK
óskar eftir
góðri söluvöru
Umboðsverzlunin hefur mjög góð viðskipta-
sambönd um land allt. Til greina kemur að
kaupa vörurnar.
Innflytjendur
og framleiðendur
Et' þiö eruð ekki ánægöir meö dreif-
ingu á vörum ykkar þá er rétta skrefið
til okkar. Það sem viö höfum upp á aó
b.jóóa er fullkomið dreifingarkerfi og
góöir sölumenn og frábær þ.jónusta.
Sendið upplýsingar um vörur ykkar,
nafn á fyrirtæki og síma fyrir 22-
10-76, eöa hafió samband í síma 85090
frá kl. 1—4 í dag og á morgun.
Meö öll tilboð veróur farið sem
trúnaðarmál.
Athafnamenn, hér er um gott tœkifœri að
rœða.
ÞÓRHALLUR Ö.G.
umboðs-og heildverziun.
—
FRANSKA LÖGREGLAN
K0MIN Á HÆLA
„SKOLPRÆSAÞJÓFANNA "
Franska rannsóknarlögrcglan I þckkti, hafa bcðið sig aö koma I andinn, som aldrci hefur komizt í
telur sig nú vera komna fast þeim í verð. tæri við lögregiuna áður, muni
á hæla „skolpræsaþjófanna" Lögreglan gerir sér nú góðar vísa henni á þá menn sem tóku
svonefndu, sem stálu verðmætum | vonir um að bílageymslueig- | þátt í ráninu.
að andvirði 3.7 milljarða íslenskra
króna úr tveimur Societe
Generale bönkum í sumar.
Bílageymslueigandi nokkur
hefur verið handtekinn eftir að
hann seldi verðbréf sem stolið var
úr bankahólfi útibús Societe Gen-
erale á St. Louis-eyju í París í
ágúst sl. innan mánaðar eftir að
útibú bankans í Nissa var rænt.
Um tveir milljarðar króna voru
teknir úr bankanum í Nissa.
Bankinn hefur hins vegar ekki
staðfest að um svipaða upphæð
hafi verið að ræða í Parísar-
ráninu. Lögreglan telur vist að
tengsl séuá milli ránanna tveggja
Ræningjarnlr komust í báðum
tilfellum inn 1 Dankageymslurnar
í gegnum skolpræsakerfi.
Fyrir sl. helgi var sjcýrt frá þvi í
Paris að lögreglan þar hefði hand-
tekið fertugan mann, Raymond
Brisacier að nafni, eftir að hafa
f.vlgzt með honum um nokkurra
daga skeið. Það sem kom
lögreglunni á spor Brisaciers var
að hann seldi áðurnefnd verðbréf
í París. Gjaldkerinn sá að þarna
var um að ræða verðmæti úr
Parísarútibúi Societe Generale.
Lögreglan fann síðar töluvert af
slíkum verðbréfum í ibúð hans.
Brisacier, sem nú situr í
gæzluvarðhaldi. sagði lögreglunni
upphaflega að hann hefði fundið
verðbréfin á götunni en síðar
kvað hann ntann, sem hann ekki
Franskir lögreglumenn og
sprengjusérfræðingar ná gas-
lækjunum, sem ra>ningjarnir not-
uðii í Nissa, upp úr skolp-
leiðslunum.