Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 15
15
í/ACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBRR 1976.
Þaö þýðir ckkcrt art vera hra‘ddur vid art h«‘ita sdcinni i-nda »*r
Revnir þad «‘kki «‘ins o« sjá má.
ástæða væri nú til þess að
klippa til ofí latía birkitré sent
stundum vilja verða dálítið
óreylulep í vextinum. Einnifj
er hentugt að sat;a af
greinar sem ekki auka á fegurð
trésins. Til þessa verks má nota
venjulega bogasög sem kostar
aðeins um eitt þúsund kr.. en
klippur eru mun dýrari. í sárið
þarf að bera tjöru eða feita
málningu. Einnig er til sérstök
málning til þessara hluta hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna.
Reyniviður á það til að koma
með rótarskot sem keppinaut
aðaltrésins og getur það verið
enn fallegra en stofn trésins.
Þá þarf að saga stofninn af til
þess að fá rótarskotið til þess að
ná sér vel á strik, en að þessu
þarf að fara með fyllstu gát.
Birkikvistur er einn af þeim
runnum sem þarf að klippa til.
Sérstaklega er hann þynntur út
í miðjunni því þar hættir
honum til þess að visna og
deyja og þá koma í hann ljótar
skellur. Það þarf líka að grisja
hann en það er mjög auðvelt,
nánast eins og að kljúfa rabar-
barahnausa.
Það gegnir öðru máli með
mistilinn. Ef á að koma
honum til verður að gera það
með sveiggræðslu, það er að
segja að þá er grein af trénu
sveigð niður að jörðinni þar
sem hún skýtur rótum.
„Vel þarf að vanda sem vel
á að standa," sagði Vilhjálmur
þegar Reynir sýndi nemendum
hvernig gróðursetja ættigreni-
tré en það má líka gera að
hausti til. Búin er til hola, svo
sem 50x50 sm í þvermál, og
grafið niður á 30—40 sm dýpi.
Siðan er settur húsdýraáburður
i botninn og mold yfir og
blandað svo til helminga mold
og áburði. Tréð er sett niður og
þjappað vel að svo ekki myndist
liolrúm og tréð geti skotið
rótum i hinum nýja jarðvegi.
Indíánatjald
eða grind skýlir
Þá er komið að þvi að skýla
þarf trénu fyrir veturinn, er
það t.d. gert með grind eða búið
er til eins konar indíánat.jald
utan um það. Strigi er þá festur
á þrjár spýtur. Til þess má nota
heftibyssu eða bara negla hann
á með saumi sem hendi er næst.
Varast skal að loka þessu alveg
í toppinn þvi að loft þarf að
komast að, annars er hætta á
myglu. Agætt er lika að útbúa
grindur sem settar eru þar sem
skýla þarf mest í garðinum.
Vilhjálmur benti á að mikið
væri hægt að flýta fyrir sér á
fögrum haustdögum meó því að
undirbúa jarðveginn f.vrir trjá-
gróðursetningu næsta vor, til
dæmis með því að grafa holur
eins og við lýstum hér á undan
fyrir einstök tré eða jafnvel
skurði fyrir limgirðingu. Þó má
ekki þjappa moldinni og
áburðinum mjög mikið því að
þá fæst ekki eins góð gerjun.
Einnig var vikið að rósum.
Til dæmis er heppilegt að
klippa lengstu sprota á rósun-
um sem svarar til 'A aí ársvext-
inum, síðan er mosi settur yfir
og hris í kring sem bundið er
saman með vir.
Varla er nokkurn tíma talan
svo um gróðursetningu að ekki
sé rætt unt illgresi. Nú erein
mitt tíminn til þess að eyða þvt
I stígum og þvi sem vex á milli
hellna. Það má einfaldlega gera
með því að sprauta á það
terpentínu eða „white sprit".
Þeir sem rækta alparósir eru
oft í vandræðum vegna þess að
jarðvegurinn er ekki nógu súr.
Efni sem heitir ferrosupat fæst
I apótekum. Það sýrir jarðveg-
inn en gæta verður þess vand-
lega að fára eftir leiðbeiningum
þeim sem fylgja efninu.
Það voru alls konar spurn-
Allur úrgangur
er áburður
Einn spurði hvort það væri
rétt að kaffikorgur væri góður
áburður. Reynir var fljótur til
svars og sagði að bókstaflega
allur úrgangur væri góður
áburður. Fiskbein, soð og fleira
ætti því alls ekki að láta fara til
spillis, heldur láta þetta rotna
og nota sem áburð, ekki veitti
jörðinni okkar af.
Að lokum voru menn hvattir
til þess að ganga í Skógræktar-
félag Reykjavíkur. Argjaldið
er aðeins 6 hundruð kr. Inni-
falið er ársrit félagsins og
bæklingar sem koma út 3—4
sinnum á ári.
EVI
Brekkuvíðir móðins
en það á að
klippa hann
Þá er það annað sem flestir
eru ákaflega tregir til að gera
og það er aó klippa til trjá-
gróður, ekki sizt limgerði, sem
margur b.vrjar á að gróðursetja
til skjóls í görðum sínum. Það
er svo sem ekki að furða, þetta
éru oft ofurlágar plöntur, oftast
brekkuvíðir, „sem er búinn að
vera móðins planta núna í 6 ár
eða svo“ eins og hann Reynir
Sveinsson eftirlitsmaður Skóg-
ræktarfélagsins í Heiðmörk
orðaði það. Svo er farið út i
garð og víðirinn þýtur upp og
þá segja skógræktarmenn að
það eigibaraað klippa sem mest
til þess að fá hann sem þéttast-
an og fallegastan. Það er þó bót
í máli að fyrir hvern einn
sprota, sem klipptur er, koma í
staðinn tveir, þótt litlir séu í
byrjun.
Enn er ekki of seint að klippa
brekkuvíðinn og er betra
að gera það núna fyrir veturinn
áður en snjór fer að sliga hann
niður. Græðlinga má taka af
honum nú og af fleiri trjáplönt-
um, svo sem ösp, en græðlinga
má hreinlega geyma í frysti-
kistunni þar tii í vor að þeim
verður plantað út þegar frost
fer úr jörð. Græðlinga má líka
taka í vetur, t.d. i marz, og
geyma þá úti í kassa og hylja
með mosa
Fleiri en mannfólkið
stríða við línurnar
Vilhjálmur sagði að fyllsta
Svona kassl er afar hentugt
skýli fyrir grenitrén.
Eins konar indíánatjald er líka hentugt skýli og grindin sem við
s.jáum hak viö Reyni þjónar sania tilgangi.
Vilhjálmur Sigtr.vggsson framkvæmdastjóri. Ólafur Sæmundsen
yfirverkstjóri og Reynir Sveinsson eflirlitsmaöur eru lieil gull-
náma upplýsinga um skógrækt.
sem vel á að standa
„Það er gaman að sjá svona
mikinn fjölda hér. Þetta er í
þriðja skipti sem við höldum
svona útifræðslufund en þeir
verða áreiðanlega fleiri ef við
fáum svona þátttöku áfram."
Þannig fórust Vilhjálmi Sig-
tr.vggssyni framkvæmdastjóra
Skógræktarfélags Reykjavíkur
orð á sýnikennslu sem félagið
efndi til í skógræktarstöðinni í
Fossvogi um helgina. Hann
hafði líka svo sannarlega
fyllstu ástæðu til þess að vera
ánægður hvað snerti nemendur
og ekki spillti það að veður-
guðirnir voru í essinu sínu.
Það sem verið var að fræða
fólk á var vetrarskýling og
klipping á trjáplöntum en svo
sem menn vita er ekki nóg að
setja bara niöur vökva og gefa
plöntum hrossatað eftir
kúnstarinnar reglum, það þarf
meira til.
•( Sýnikennsla í skégrœkt )—
Vel þarf að vanda
ingar sem skögræktarmenn
voru spurðir, eins og hver væri
munur á stafafuru og bergfuru.
Bergfuran er mun hægvaxnari
og lægri og það er stafafuran er
við kaupum sem jólatré hjá
Skógræktinni. Hún er afar
fljótvaxin og getur orðið mjög
há. Mikið af þeim jólatrjám
sem koma okkur í jólaskapið
kemur úr Skorradalnum.
[
DB-myndir:
Bjarnleifur
y