Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 13
UAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1976. ___________wgrngKF. HHI xýliiM þróttir róttir Evrópukeppnin í knattspyrnu: Meistorar Boyern með erfiðan leik Það verður knattspyrna um alla Evrópu í dag og kvöld — leikið frá írlandi í vestri til Georgíu í Sovétríkjunum í austri. Önnur umferð í Evrópumótunum þrem- ur. I Evrópubikarnum — keppni meistaraliða — beinist athyglin einkum að þremur leikjum. Bayern Munchen, sem stefnir að sigri í keppninni fjórða árið í röð, fær erfiðan leik í Tékkóslóvakíu gegn Banik Ostrava. Eftir tapleikinn hroðalega gegn Schalke í Bundeslígunni á dögunum vann Bayern athyglis- verðan sigur í þýzku bikar- keppninni á laugardag. Sigraði þá Hamborg með 5-1. Svíinn Thorstensson var aðalmaður Bayern gegn Hamborg og skoraði tví vegis. Banik-liðið hefur mörg- um tékkneskum landsliðsmönn- um á að skipa. Liðin, sem léku saman í undan- úrslitum í vor, St. Etienne, Frakklandi, og PSV Eindhoven, Hollandi, mætast I kvöld I Frakk- landi. Hvorugt þeirra hefur staðið sig vel í deildakeppninni heimafyrir í haust. PSV vann þó stórsigur á sunnudag — en St. Etienne gerði aðeins jafntefli heima og verður án fyrirliða síns. Jafnvel tveggja annarra l.vkilmanna. Þá leika þýzku meistararnir Borussia gegn Torino og verður leikið á ttalíu. Það er athyglisverður leikur, svo og leikur Dynamo Dresden gegn Fcrensvaros. Ensku meistararnir, Liverpool, leika í Tyrklandi við mótherja Akurnesinga úr 1. umferðinni, Trabzonspor. Liverpool ætti auðveldlega að komast í 3. umferð. Real Madrid leikur á Spárii — ekki heimavelli vegna banns UEFA — gegn Brugge, Belgíu, og leikmenn Dynamo Kiev verða áreiðanlega fullir sjálfs- trausts gegn gríska liðinu PAOK frá Saloníka. í keppni bikarhafa verður aðal- leikurinn milli Atletico Madrid og Hadjuk Split, Júgóslavíu. Meistarar Anderlecht leika við Galatasarey, Tyrklandi. og það ætti að verða léttur leikur fyrir þá. í UEFA-keppninni verða margir stórleikir — en athyglin mun þó einkum beinast að viðureign Manch. Utd. og Juventus, Ítalíu. Í fyrstu umferðini sló Juventus Manch. City út. Lou Macari hefur náð sér eftir meiðslin, sem hann hlaut gegn WBA á laugardag og leikur með Manch. Utd. — en það verður ekki fyrr en rétt áður en leikur hefst að ákvörðun verður tekin hvort Martin Buchan leikur eða ekki. Buchan, fyrirliði Manch. Utd., gat ekki leikið gegn WBA á laugardag vegna meiðsla, sem hann hlaut i landsleik Skota við Tékka sl. miðvikudag og í fjar- veru hans var vörn United afar slök. Derby County, sem skoraði átta mörk gegn Tottenham á laugardag, leikur í Aþenu og þar tekur Bruce Rioch aftur stöðu sína I Derby-liðinu sem fram- vörður. Hann var framherji á laugardag og skoraði þá fjögur mörk — en greinilegt á liðsskipan Derby, að MacKay telur sig ekki geta án hans verið í vörninni, þegar leikið er á útivelli í Evrópu- keppni. Allt á af turf ót- unum hjá Holbœk Allt gengur nú á afturfótunum hjá sjálenzka liðinu Holbæk í 1. deildinni dönsku. Liðið hefur aðeins hlotið eitt stig af tíu mögu- legum i síðustu fimm leikjum sínum. Hrapað úr 1. sæti niður það fimmta og möguleikar á meistaratitlinum áreiðanlega úr sögunni. Atli Þór Héðinsson, miðherjinn kunni úr KR, sem lék í aðalliði Holbæk lengi vel í vor og framan af sumri, hefur ekkert leikið þar I haust, en þrálát meiðsli hjá honum settu þar strik í reikning- inn. a sunnudaginn tapaði Holbæk í Ve.jle 2—0. Keppnin um meistaratitilinn er mjög hörð. Þrjú Kaupmannahafnarlið eru í efstu sætunum. B1903 efst með 35 stig, aðeins stigi á undan Frem, og tveimur á undan KB — Köben- havn Boldklubb. Frem vann Vanlöse 3—0 á sunnudag, KB vann Kastrup 1—0. en B1903 gerði jafntefli á útivelli við Fremad Amager 2—2. Staðan er nú þannig eftir leikina á sunnudag: 1. deitd B1903 Frem KB /vaB Holbæk Vejle OB B1901 Köge Esbjerg B93 Kastrup Næstved 26 14 26 15 26 15 26 13 26 13 26 14 26 13 26 12 26 26 26 26 26 Fremad A. 26 R. Freja Vanlöse 26 26 47- 27 41-19 50-33 45-36 35-28 50-34 44-37 48- 44 32-34 25 32-40 22 32- 39 21 31-40 21 33- 44 20 29-46 18 33-48 17 41-72 16 35 34 33 32 32 31 31 28 Leiknar eru 30 umferðir. í 2. deild hefur Fredrikshavn svo gott sem tryggt sér sæti í 1. deild’ næsta leiktímabil. Hefur 34 stig eftir 26 leiki. AGF-Árósaliðið kunna hefur 30 stig, en síðan koma B1909, Óðinsvéum, og Herfölge með 29 stig. Frá Sill'urncsvclli i llornafirði deildinni í kvöld Tveir leikir í 1. Hátt er stokkið! — Hæsti maðurinn i Valsliðinu, Þorbjörn Guðmundsson, gnæfir yfir Árna Guðjónsson í leik FH og Vals i Hafnarfirði á mánudagskvöld. Valur vann öruggan sigur og mjög þýðingarniikinn á útivelli, 15—20. Þor- björn skoraði fjögur af mörkum Vals — og hefur skorað 15 mörk í þremur f.vrstu leikjum Vals í 1. dcildinni. Hann er þó ekki markhæstur leikmanna Vals. Jón Karlsson hefur skorað 16 mörk — fimm þeirra úr vítum. Þorbjörn hefur skorað tvö af sínum mörkum úr vítaköstum. Þriðji markhæsti leik- maður Vaisliðsins er Jón Pétur Jónsson, sem skorað hefur 12 mörk. Fjögur Reykjavíkurliðanna verða í sviðsljósinu í 1. deildarkeppninni í handknattieik i kvöld í Laugardals- höllinni og þar má búast við tvísýn- um leikjum. Fyrst leika Reykjavíkurmeistarar Þróttar við Fram og hefst leikurinn kl. 20.00. Bæði liðin leika skemmileg- an handknattleik — léttan og lipran — og þó kannski fleiri reikni með sigri Fram kæmi ekki á óvart þó Þróttur næði báðum stigunum í leiknum. Til þess þarf Þróttur að ná sínum bezta ieik — betri en i tveimur f.vrstu leikjum liðsins á mótinu. Lið Fram er líklegt til að blanda sér mjög í baráttuna um íslandsmeistaratitil- inn. Síðari leikurinn í kvöld verður milli IR og Víkings — af.ar opinn leikur, þar sem sigurinn fellur því liði í skaut, sem meiri bar- áttuvilja sýnir. I Reykjavíkurmótinu á dögunum vann ÍR Víking með litl- um mun, en Víkingsliðið með rnarga snjalla leikmenn er hættulegt hvaða liði sem er. Markvarzlan hefur verið aðalvandamál liðsins í haust. ÍR b.vrjaði mjög vel í f.vrsta leik sínum — sigraði þá islandsmeistara FH, en tapaði illa I næsta leik gegn Val. Víkingur hefur aðeins leikiðeinn leik. Tapaði gegn Haukum 1 Hafnar- firði. Þetta verður leikur stemmn- ingsliða, þar sem allt getur skeð — og spenna ætti að verða mikil fyrir áhorfendur. Lugi vann Guif Sænski iandsliðsmaðurinn Claes Ribendahl — vei studdur á þýðingariniklum augnabiikum af islenzku leikmonnunum Jóni Hjaltaiín Magnússyni og Guðjóni Magnússvni — var óstöðvandi, þegar Lugi sigraði Guif 22-16 í ÁUsvenskan á sunnudag. Skoraði 11 mörk, skrifar Dagens Nyheder. Staðan í hálfieik var 10-5 fyrir Lugi og áhorfendur í Lundi voru 1183. Heim er eina liðið, sem sigrað hefur í báðum leikjunum i tveimur fyrstu umferðunum. Er því með 4 stig. Lugi. Hellas, Ystad og Kristianstad hafa 3 stig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.