Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 24
r # ............
Hvað fó þeir fyrir nefndastörfin?
Guðmundur Skaftason
f ékk 1,3 milljónir
Guömundur Skaftason lög-
fræðingur hefur fengið allra
manna mest greitt sem þóknun
og laun fyrir störf í nefndum,
st.iórnun og ráðum ríkisins.
Hann fékk á síðasta ári
1.303.822 krónur fyrir þetta,
þar af meginhlutann. 810.019
krðnur, fyrir formennsku i
ríkisskattanefnd.
Jóhannes Nordal Seðla-
bankastjóri fékk þá 880.844
krónur og var í öðru sæti.
Þessir tveir menn voru ekki í;
mörgunt nefndum miðað við
suma aðra, eins og fram kom í
blaðinu í gær. Sá, sem í flestum
nefndum er, Már Elísson fiski-
málastjóri fékk til dæmis
„aðeins“ 495.820 krónur greidd-
ar fyrir vikið.
Af öðrum, sem ntikið fengu
greitt, má nefna Egil Sigur-
geirsson hæstaréttarlögmann,
sem fékk 837.073 fyrir for-
mennsku í matsnefnd eignar-
námsbóta.
Sigurður R. Símonarson
kennari fékk 755.998 fyrir
formennsku í prófanefnd og
Lík íslendings
fannst í Slésvík
— fór utcm i ágúst og hafði ekki verið saknað
Lík af fullorðnum Islendingi
fannst um helgina i Flensborg-
arhöfn í Slésvík í norðurhluta
Þýzkalands. Mannsins hafði
ekki verið saknað hér heima,
enda einstæðingur og engum
háður.
Skilríki sem fundust á líkinu
bentu til þess að um íslending
væri að ræða og var send
fyrirspurn til Islands um það
hvort þessa tiltekna manns
væri saknað.
Að sögn Hauks Bjarnasonar
rannsóknarlögreglumanns kom
kom í ljós við athugun igærað
rnaður með þessu nafni fór úr
landi í águst sl. og ætlaði að
ferðast um Danmörku, Svíþjóð
og Vestur-Þýzkaland. Hefur
nú verið staðfest að líkið sem
fannst er af honum.
Maðurinn var 57 ára gamall
og starfaði sem timburaf-
greiðslumaður í Reykjavík.
Rannsókninni verður haldið
áfram ytra og hér heima.
-ÖV.
Á móti ólveri við Eyjafjörð:
— segir Jón Sólnes
„Það er skoðun mín að álver
rísi ekki í Eyjafirði,“ sagði Jón
Sólnes, alþingismaður og
bæjarfulltrúi á Akureyri í við-
tali við Dagblaðið í morgun.
Hann bætti því við að hann
hefði enn sem komið væri ekki
kynnt sér kosti þess né galla.
enda væri málið enn á algjöru
umræðustigi, en ntiðað við
undirtektir almennings væri
Karvel sparkað
Alþýðubandalagið ýtti Kar-
vel Pálmasyni.Samtökunum.út
úr fjárveitinganefnd Alþingis i
gær. Karvel var í fyrra á lista
með Alþýðubandalagsmönnum
við kosningar í nefndina, en nú
voru kosnir tveir Alþýðubanda-
lagsmenn í stað eins. Lúðvík
Jósepsson (AB) sagðist ekki
vilja styrkja Karvel, sem væri
„Ég er enginn stóriðjumaður"
þetta sitt mat. Það væri margt
sem mælti gegn því. „Ég er
enginn stóriðjumaðúr en hef
alls ekkert á móti því að fá
erlenda aðila og þá peninga til
uppbyggingar hér á landi,"
sagði Jón Sólnes og vildi þá
leggja áherzlu á gæðaiðnað og
hagkvæma nýtingu í eðlilegri
bvggðaþróun.
-EVI.
kominn hálfur í Alþýðuflokk-
inn.
Karvel sakaði Alþýðubanda-
lagsmenn um að hafa brotið
munnlegt samkomulag þing-
flokka frá árinu 1974, þegar
fjölgað var i nefndinni, þess
efnis að allir þingflokkar
skyldu eiga menn í nefndinni.
— HH
lenzkt séi
Það er sannarlega skoplegt að
hluti verzlunar í Reykjavík
skuli fara fram á þann hátt er
myndin sýnir. Árni Páll tók
þessa mynd við gat í Þingholts-
stræti en svona eöt eru um all-
ritari þeirrar nefndar, Ingunn
Tryggvadóttir, laut 747.287
krónur.
Torfi Asgeirsson, deildar-
stjóri í mennta-
málaráðuneytinu, hlaut alls
748.069 kr. fyrir störf í þeim
mörgu nefndum, sem hann á
sæti í.
Guðlaugur Þorvaldsson
Háskólarektor fékk 727.073
krónur fyrir sínar nefndir og
Ölafur Björnsson prófessor
717.085 krónur.
-HH.
an bæ. Það merkilegasta er að
þau eru tilkomin vegna
ákvörðunar borgarstjórnar. Is-
lendingar eru fyrir margra
hluta sakir sérstæðir meðal
þjóða. DB-mynd Arni Páll.
frýálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 20. OKT. 1976
Brúargerðar-
maður drukknaði
i Borgarfirði
Gúmbát með tveimur
mönnum innanborðs hvolfdi
við brúarsmíðina á Borgar-
firði um ntiðjan dag í gær
með þeim afleiðingum að
annar þeirra, liðlega tvítug-
ur Akurnesingur, drukkn-
aði. Hinum var bjargað og
var hann mjög þrekaður og
kaldur er hann náðist á land.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Borgarnesi
var hann ekki talinn í lífs-
hættu.
Víðtæk leit var hafin að
Akurnesingnum strax í gær
en þarna á firðinum er mjög
straumhart. Strax í birtingu
í morgun var hafin leit að
nýju. Eru það björgunar-
sveitirnar úr Borgarfirði og
frá Akranesi, auk starfs-
manna vegargerðarinnar
sem taka þátt i leitinni. A.Bj.
Þyrstir þjóf-
ar ó Vellinum
Fingralangir og þyrstir
náungar brutust inn í vöru-
skemmu fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli aðfara-
nótt sunnudags og nældu sér
í þrjátíu og sjö viskíflöskur.
Brotizt var inn i kyndi-
klefa með þeim hætti að vír-
net sem var fyrir loftinntaki
var rifið frá að utanverðu.
Inni i kyndiklefanum er
annað loftop einnig með vír
neti. Það net hafði verið
tekið frá að nokkru leyti, þó
ekki meira en svo að rétt
mátti teygja hendi inn fyrir
og næla í flöskurnar sem
stóðu þar skammt fyrir
innan.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Keflavíkur-
flugvelli hafa nú þegar
nokkrir menn verið yfir-
heyrðir í sambandi við þetta
mál en ekki lágu játningar
f.vrir i morgun. —A.Bj.
Ökumaðurinn
slapp — í bili
I gærkvöld um hálf ellefu
leytið ætlaði lögreglan að
hafa tal af ökumanni Mosk-
vitchbifreiðar í miðbænum,
en ökumaður sinnti ekki
stöðvunarskyldu. Leikurinn
barst um miðbæinn og í
Þingholtunum bilaði lög-
reglubíllinn, þannig að
Moskvitchinn hvarf út i nátt-
rnvrkrið.
Lögreglan hefur númerið
á honum. -A.Bj.
LÝST EFTIR GUNNARI ELÍSSYNI
UM ALLT ÞÝZKALAND sambandi við lögregluna
„Myndir af Gunnari Elissym
birtust í Frankfurtblöðunum í
Vestur-Þýzkalandi í gær og
hefur nú verið lýst eftir honum
um allt Þýzkaland,“ sagði Nils
P. Sigurðsson ambassador i við-
tali við Dagblaðið i morgun.
Hann kvaðst vera í stöðugu
sambandi við lögregluna út af
þessú mannshvarfi og hefði
enn ekkert komið fram sem
varpaði nýju ljósi á það. Til
Gunnars Elíssonar hefur
ekkert spurzt siðan um hádegi
á priðjudag i sioustu viku, hinn
12. október.
Samkæmt frásögnum þýzkra
blaða er talið að Gunnar hafi
leitað fyrir sér um kaup á ein-
hvers konar byggingarkrana í
Diisseldorf og að hann hafi
verið með talsverða peninga
meðferðis vegna þeirra kaupa.
Hafa verið nefnd 20 þúsund
þýzk mörk í því sambandi.
„Það má telja til undantekn-
inga ef gjaldeyris.vfirfærslur til
tækjakaupa eru veittar á þann
hátt sem hér virðist um að
ræða, ef rétt er frá skýrt," sagði
Sigurður Jóhannesson, for-
stöðumaður gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans, í viðtali við
fréttamann DB í gær. Sérstök
nefnd fjallar um slík undan-
tekningartilvik og á Sigurður
sæti í henni. Kveðst hann ekki
kannast við neina afgreiðslu
þeirrar nefndar sem geti gefið
bendingu um þau kaup sem að
var vikið. Er nú rannsakað
hvort yfirleitt nokkurs konar
yfirfærsla á gjalde.vri nafi farið
fram til véla- eða tækjakaupa
Gunnars EHssonar.
Faðir Gunnars Elíssonar
hefur með höndum verk f.vrir
Byggung, Byggingarfélag
ungra sjálfstæðismanna, í
Kópavogi. Hefur Gunnar
starfað hjá föður sínum en á
alls enga aðild að verktaka-
fyrirtæki hans eða starfsemi.
Dagblaðið hefur áreiðanlegar
heimildir f.vrir því að umrædd
hugsanleg kaup Gunnars á
byggingarkrana í Þýzkalandi
voru ekki á vegurn föður hans
eða þess aðila sem hann vinnur
fyrir. Hvorki föður hans né
talsmönnum Byggung er kunn-
ugt um nein tækja- eða krana-
kaup Gunnars.
Rannsóknarlögreglan i
Revkjavík hefur ekki haft
rannsókn þessa mannshvarfs
með höndum.
BS.