Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 14
14 OACBLAÐIt). MIÐVIKUDAíiUK 20. OKTÓBER 1976. Stuðmenn brugðust ekki bjðrtustu vonum fólks „Er ekki allt á sínum stað." gæti Tómas stuðkarl hafa sagt er hann skipti um föt i búningsherberginu eftir skemmtunina. DB-myndir Arni Páll. Visitasíu Stuðmanna um föðurlandið lauk síðasta laugar- dag í samkomuhúsinu Borg í (irimsnesi. A fimmtudaginn skemmti hl.jómsveitin á Hótel Sögu. Mikið f.jiilmenni var sam- an komið það kvöldið til að horfa ekki siður en að hlusta á hl.jómsveitina og tæplega hefur nokkur maður farið þaðan súr á svipinn. Auk Stuðmanna s.jálfra komu l'ram þeir Skafti og Jóhannes, eftirhermusöngkona sem gleymdist því miður að fá nafnið á og siðast en ekki sízt þau Sæmi rokk og Br.vn.ja Nord- quist. Auk þess var efnt til spurningakeppni og kosinn var herra Reykjavík. Stuðmennirnir s.jálfir voru ,,i fínu formi", eins og segir í einu laga þeirra. Þeir léku á als oddi og gerðu óspart grín að þjóð- félaginu eins og ven.julega. Eini galli kvöldsins var hljóm- burðurinn og mátti hann vart lélegri veraþvi að þá hefðu samkomugestirnir ekki greint orð á sviðinu. Orsök þessa er of lítið söngkerfi. sem bar ekki jafnstóran sal og Súlnasalinn. að þvi ógleymdu að þar var troðfullt. Öskandi væri að við Islend- ingar ættum fleiri hljómsveitir sem gætu virkilega skemmt okkur. Stuðmenn og Lónlí Blú Bojs eru ekki nóg. Þessar hljómsveitir koma aðeins fram einu sinni á ári og það er ekki nóg. — En samt; beztu þakkir, Stuðmenn og Lónlí Blú Bojs. Þið björguðuð stöðnuðu dægur- tónlistarlífi landsins þetta árið. Það leyndi sér ekki á útliti Ragnars Sigurjónssonar tronunara að hann hefur einhvern tiina leikið í hl.iómsveit sem hét Mexikó. ASGEIR TÓMASSON Verðum að loka á laugardags- kvökfum vegna ónógrar þátt- TCMCIf L Árnason formann ÍUT J „X'ið hófum diskótekstarf- semina h.já okkur í Templara- höllinni upp úr 20. september, — eins konar tilraunastarfsemi á föstudögum og laugardög- um,“ sagði Halldór Árnason formaður tsl. ungtemplara er Dagblaðið ræddi við hann fyrir stuttu. „Föstudagskvöldin eru fyrir unglinga, 13 ára og eldri. og þau hafa gengið mjög vel. Aldurstakmarkið á laugar- dagskvöldum hefur verið 15 ár en þau hafa ekki borið jafn- góðan árangur. Sannast að segja hofur vt-rið hálftóint h.já okkur. Ef við tökum sem dæmi síðustu helgi þá voru um 50 manns h.já okkur þegar mest var og um 200 í Tónabæ. A föstudagskvöldið var hins vegar fullt í Templarahöllinni." Hvað veldur? „Það er örugglega engin ein skýring til á því hvers vegna unglingarnir notfæra sér ekki þá staði sem eru opnir fyrir þá meir en raun ber vitni," svaraði Halldór spurningunni um hvers vegna unglingar væru sí- fellt að biðja um að eitthvað yrði gert fyrir sig en notfærðu sér síðan ekki þá aðstöðu sem í boði væri. „Eg held fyrir mína parta að inikill hluti þeirra safnist saman í heimahúsum og haldi partí. Talsverður hópur er sjálfsagt stilltur og prúður á heimilum sínum. Þú spyrð hvort nafn staðar- ins — Templarahöllin — fæli gesti frá. Eg get eiginlega ekkert sagt um það. Hjá okkur hefur að sjálfsögðu alltaf rikt strangt áfengisbann og ég er þess fullviss að því sé helzt að þakka að við höfum aldrei átt í neinum erfiðleikum hjá okkur, hvorki utan dyra né innan." Reykingar leyfðar „Við höfum hins vegar ekki farið út í að banna reykingar. Eldri aldurshópnum er leyft að reykja í danssalnum en yngri krakkarnir verða að fara úr salnum og upp á pall, vilji þeir fá sér að reykja. I vetur höfum við eingöngu starfrækt diskótek fyrir krakk- ana. í fyrra fengurn við öðru hvoru hljómsveitir til að leika hjá okkur en það gafst ekki nógu vel. Hins vegar höfum við farið út i nokkrar nýjungar til að laða að. Til dæmis höfðum við rokkkvöld á laugardags- kvöldið þar sem gestir áttu að koma í gömlu fötunum sínum og með tagl og briljantín í hár- inu. Árangurinn varð ekki betri en ég sagði áðan. Við verðum að taka um það ákvörðun mjög fljótlega hvort við verðum að leggja laugar- dagsdansleikina niður vegna ónógrar þátttöku. Húsið er nokkuð ásetið á laugardögum og margir sem vildu komast að í staðinn." Æskulýðsróð gegnir ekki sínu hlutverki „Það þarf áreiðanlega margt: að bæta til að einhver árangur náist í að fullnægja skemmt- anaþörf unglinganna," sagði Halldór Árnason að lokum. „Það skortir alla samstöðu hinna ólíku hópa sem fást við þetta hlutverk. Ég tel að þar eigi Æskulýðsráð Reykjavíkur að ganga fram fyrir skjöldu og hafi í raun og veru átt að gera fyrir löngu.“ _ At Það var heldur tómlegt um að litast i Templarahöllinni er Dagblaðsmenn litu þar inn skömmu eftir miðnætti á laugardagskvöldið. DB-mvnd Arni Páll. Ekkert var dansað á Stuð- mannaskemmtuninni á Sögu. Tvær ungar stúlkur stóðust þó ekki mátið og brugðu á leik innan um hljómsveitina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.