Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.10.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1976. 1 Hundrað manna Loftleiðalið og tvœr vélar í pílagrímaflutningum — fluttir verða 10 þúsund pílagrímar á tveimur mónuðum til og fró Jedda ,.Um þetta le.vti árs er farið að halla undan á hefðbundnum fluKleiðum svo þetta er nokkurs konar framlenging á sumarönnum," sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða er DB ræddi við hann um pílagrímaflutninga í Afrlku sem fyrirtækið hefur fengið samninga um. ,,Pílagrímarnir sem flytja á eru um tíu þúsund talsins en þetta eru múhameðstrúar- menn. Flogið verður frá Pano í Nígeríu til Jedda i Saudi Arabíu, sem er um fjögurra klukkustunda flug. Fiogið verður dag og nótt. Til þessara miklu mann- flutninga verða notaðar tvær DC 8-63 flugvélar Loftleiða sem taka 250 manns hvor. Flug- fólkið er allt starfsfólk Loft- leiða og eru það alls tólf áhafnir. Flugstjórarnir eru 12, aðstoðarflugmenn 13, flug- vélstjórarnir 13 og flugfreyjur og flugþjónar verða 54. A jörðu niðri verða um tíu manns, þar af sjö flugvirkjar, og yfir- umsjón á jörðu verður í hönd- um Þórarins Jónssonar, yfir- manns flugrekstrardeildar- innar, Alfreðs Elíassonar for- stjóra Flugleiða, sem hefur tekið mikinn þátt í skipulagningu þessara flutninga, og Baldurs Marías- sonar. Flutningarnir hefjast í. nóvember og þeim á að vera lokið seint í desember. Sex af áhöfnunum tólf, sem annast munu þetta flug, verða þarna í nóvember og hinar sex í desember. — Verður ekki framreiddur matur f.vrir farþegana? ,,Eins og jafnan verður gert vel við farþegana, sumt af þessu fólki hefur aldrei út fyrir sína heimabyggð komið og hefur kannski verið að safna til ferðarinnar alla sína ævi. Annars voru það opinberir aðilar sem sömdu um þetta fiug en mér skilst að farþegarnir greiði sjálfir a.m.k. einhvern hluta fargjaldsins." — Eru þetta ábatasamir mannflutningar? „Það er ekki svo gott að segja um það fyrirfram. Auðvitað er það álitsauki að vera treyst fyrir að flytja pílagrímana. Kostnaðurinn er gífurlega mikill á jörðu niðri, má nefna að hótelherbergið kostar um 130 dali á dag (nálægt 25 þús. ísl. kr.) og annar kostnaður ei eftir þvi.“ — Hvernig verður háttað flugi á ykkar hefðbundnu flug- leiðum á meðan á þessu stendur? „Við höfum tekið á leigu flugvélar til þess að annast það þannig að engin breyting verður á því,“ sagðj- Sveinn Sæmundsson. -A.BJ. FJÖREGG HÓTELREKSTRAR W W •• IEYJUMI HONDUM „Við fengum greinargóðar upplýsingar um reksturinn" sagði bœjarstjórinn BÆIARSTJÓRNARINNAR „Við fengum greinargóðar upplýsingar um rekstur hótelsins hér á þeim fundi sem bæjar- ráðsmenn áttu með for- ráðamönnum hótelsins í Eyjum á mánudaginn,“ sagði Páll Zóphaníasson bæjarstjóri í viðtali við DB. „Bæjarráðið gerði hins vegar enga ályktun í málinu en það verður lagt fyrir bæjarstjórnarfund í næstu viku og þar verður væntanlega tekin endanleg ákvörðun um vín- veitingarhál hússins." Eitt hótel er starfandi í Eyjum. Hefur það tvívegis verið svipt vín- veitingale.vfi, f.vrst vegna brota á reglugerð og öðru sinni um síðustu mánaðamót er staðfesting á endurútgefnu vínveitingaieyfi til hótelsins féll á jöfnum at- kvæðum í bæjarstjórn. „Við munum loka í vetur fáist ekki leyfið,” sagði Birgir V. Halldórsson, einn af forráða- mönnum hótelsins, við DB. „Þannig munum við láta hart mæta vanefndum loforðum bæjaryfirvalda hér sem hétu okkur margs konar stuðningi er við hófum reksturinn.“ Birgir sagði að þeir hótelmenn hefðu orðið við óskum bæjarráðs um að fresta lokun fram yfir fund bæjarstjórnar en lokunin hefði verið ákveðin á mánudaginn. Birgir sagði að iraunværi alls ekki grundvöllur fvrir hótelrekstrinum frá októbermánuði til miðs febrúar, jafnvel þótt vínveitingaleyfi væri fyrir hendi. A þessu tímabili í fyrra hefði hótelið verið rekið með 3 milljón kr. tapi og sú upphæð yrði hærri nú vegna verðbólgu. Hótelinu hefðu verið veitt vínveitingaleyfi til stutts tíma í senn og á slíku væri ekki byggjandi. Það væri sama og byggja rekstur á stjörnuspám. Páll Zóphaníasson bæjarstjóri sagði að það kæmi upp erfið staða í Eyjum ef hótelinu yrði lokað. Spurningin væri hvernig mætti leysa málið á þann veg að flestir gætu við unað. Málið blður því enn í viku. -ASt. Kaupið tízku- fatnaðinn SNIÐINN Sendiö gegn póstkröfu _ Setjið merki við j X stærð og lit: ” «n Nr.: AAitti: Mj.: PILS Stcrðir 34 46. BI4. hvlt, rauð. Varð kr. 23M. BUXUR: Stvrðlr 34-«. Ftaual: Brúnt. beige. grátt. gráblitt. Tarylana: Hvltl. blátt. rautt. grcnt. svari. brúnt. Varð kr. tm-24M. Buxur & Pils VEL SKREYTTUR BILL! Stöðumælavörðurinn á myndinni vinnur sitt verk af kostgæfni. Það þýðir ekkert fyrir menn að leggja bílnum sinum og ætlast til að fá ltara , skre.vttu jólatré undir kvöiatð. eina stöðumælasekt allan mvndin var tekin fyrir hádegi i daginn. Líklega hefur þessi bíll gær og þá var eigandinn að verið orðinn likastur vandlega vinna ser fyrir þriðju sektinni þánn daginn (DB-mvnd Arni Páll).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.