Dagblaðið - 22.10.1976, Síða 6

Dagblaðið - 22.10.1976, Síða 6
l)A<;W,At>If). KOSTUDACUR 22. OKTOBKR 1976. <> Sendiráðsstarfsmennirnir hafa tekið Ijósmyndir af ölium dönsku og skandinavfsku blaða- mönnunum sem staðið hafa fyrir utan sendiráðið i von um viðtal eða mynd. Báðir mennirnir á myndinni áttu sinn þátt í hasssmyglinu. Seljið hass fyrír matnum ykkar, var skipun Kim II Sung Seldu hass og brennivín að skipan stjórnarinnar Enginn vafi leikur á því að norður-kóreönsku sendiráðs- starfsmennirnir í Kaupmanna- höfn hafa unnið eftir bein- um tilskipunum frá stjórn Alþýðulýðveldisins Norður- Kóreu í höfuðborginni Pyongyang, segir í danska blaðinu BT í fyrradag. Sama dag skýrir Politiken frá því að í orðsendingu norður- kóreönsku ríkisstjórnarinnar til þeirrar dönsku hafi því verið hótað að yrði gengið hart eftir því að allir starfsmenn sendiráðs N-Kóreu í Kaupmannahöfn færu úr landi, gæti farið svo að stjórnmála- sambandi yrði slitið. Danska stjórnin svaraði með annarri nótu, þar sem krafan var ítrekuð. Sendiráðsstarfsmennirnir eru sekir um tugmilljónasölu á hassi, tóbaki og áfengi til danskra borgara. I síðustu viku, þegar málið komst upp fyrir klaufaskap sendiráðsstarfs- mannanna, funduzt 147 kg af hassi í fórum þeirra. K,B. Andersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, vildi ekki svara spurningu fréttamanna í Kaupmannahöfn um hvort vitað væri að sendiráðsmenn- irnir hafi starfað eftir skipun að heiman. „Ekki einu sinni þótt við vissum að svo væri,“ sagði Andersen. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvers vegna norður- kóreönsku sendiráðsstarfs- mennirnir hafi tekið þátt í þessari verzlun en sagðist jafn- framt ekki hafa ástæðu til að ætla að þeim yrði refsað við heimkomuna, eins og fyrst hefði verið álit Anker Jörgen- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, sagði til áréttingar: „Ég hef sterklega á tilfinning- unni að þeir hafi ekkert sérstak að óttast heima.“ Hér eru þau 147 kg af hassi sem norður-kóreönsku sendiráðsstarfs- mennirnir reyndu að koma í hendur danskra dreifingaraðila á miðvikudaginn í fyrri viku. Þegar danska öryggislögreglan lagði myndir af þeim fundi fyrir dönsku ríkisstjórnina var aðeins eitt að gera: vísa mönnunum úr landi. Eina tréð í Vestur-Þýzkalandi, sem hefur opinbert póstnúmer, er nærri Eutin. Þar setur ógift fólk, karlar jafnt og konur, _____mmrnmiii hjónabandsti.'boð sín. Þau bíða nanUnOIU Síðan svars einhvers — hvers 91 sem er. f leit að Trudeau segir af sér eftir áramót — er hald manna í Kanada Hneykslismál í uppsiglingu í ísrael: Háttsettur ísraelskur embœttismaður í haldi grunaður um mútuþœgni Háttsettur embættismaður í ísrael var handtekinn fyrir tveimur dögum og settur í fimm- tán daga gæzluvarðhald grunaður um að hafa þegið mútur i hneykslismáli. „Það er ómögulegt að spá pokkru um hvort stjórnin verður fær um að standa af sér þetta stórkostlega flóð,“ sagði í rit- stjórnargrein í einu útbreiddasta blaði Tel Aviv, Yedioth Ahronoth. Þrír menn voru teknir til yfir- heyrslu daginn sem Ashed Yadlin, yfirmaður ísraelska sjúkrasamlagsins, var handtek- inn. Sjúkrasamlagið er að veru- legu leyti undir stjórn Verka- mannaflokksins. Yadlin, sem er 53 ára, hafði verið tilnefndur til að vera banka- stjóri Seðlabanka ísraels. Hann var handtekinn eftir mánaðar- Ianga rannsókn lögreglunnar á að minnsta kosti sex fasteignakaup- um með fé sjúkrasamlagsins, Kupat Holim. Yadlin hefur visað ásökunurp á bur og skellt skuldinni á fyrrum hjákonu sína og „illan og spillt - an“ blaðamann sem hann sakar um að vera með ráðabrugg um að koma sér á kné. Yadlin er mikill áhrifamaður iVerkamannaflokkn- um og efnahagslifi tsraels. Hann héfur árlega velt um tveimur milljörðum króna í fjárfestingum fyrir samlagið. Handtaka hans kom æðstu mönnum flokksins í opna skjöldu og haft er eftir pólitískum heim- ildum í Tel Aviv að Yitzhak Rabin forsætisráðherra fylgist vel með framvindu mála. Fyrir rétti, áður en gæzluvarð- haldsúrskurðurinn var kveðinn upp, skýrði lögreglustjórinn í Tel Aviv frá því að Yadlin væri sak- aður um að hafa þegið sem svarar Asher Yadlin brosir til lögregluþjóns sem getti hans áður en hann var úrskurðaður í gæzluvarðhald. Hann er sakaður um mútuþægni og skattsvik. 1 milljón króna í mútur. Jafnframt er hann sakaður um að hafa gert samsæri um að svíkja undan skatti af jarðeigna- viðskiptum sínum. Tveir aðrir menn eru í haldi vegna þessa máls og leikur sterkur grunur á að múturnar og skattsvikin — og jafnvel fjár- dráttur — séu miklu meiri en þegar er vitað með vissu. Lögreglan hóf rannsókn á fjár- málum Yadlins skömmu eftir að ísraelska ríkisstjórnin hafði til- nefnt hann til að taka við stöðu bankastjóra ísraelska seðlabank- ans. Hann átti að hefja starf þar 1. nóvember. Búizt er við að Pierre T'rudeau, forsætisráðherra Kanada, sem skauzt til valda fyrir átta árum á loforðum um réttlátt þjóðfélag og endalok smásmugulegra stjórn- mála, segi af sér á næsta ári vegna þeirra sömu mála og hann vann sigur sinn á 1968. Þá virtist Trudeau helzta vomn til þess að halda Quebec innan kanadíska sambandsríkisins að leggja jafna áherzlu á bæði tungu- málin í landinu. frönsku og ensku. Nú virðist sem einn nagl- anna í pólitískri líkkistu bans sé óánægja enskumælandi manna með ofurvald franskra Kanada- manna. Loforðið um réttlátara þjóðfélag virðist i'nnantómt, glæpaalda er vaxandi og ýrnis skandalmáldregin uppá yfirborðió Skoðanakannanir benda til þess að aðeins þriðjungur þjóðar- innar styðji Trudeau.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.