Dagblaðið - 22.10.1976, Qupperneq 7
DACiBLAÐIÐ. F()STUDA(;UR 22. OKTOBKR 197«.
7
Bandaríkjamenn
fengu öll
nóbelsverðlaunin:
Rithöfundurinn
Saul Bellow
fékk bók-
mennta-
verðlaunin
Saul Bellow rithöfundur.
Tilkynnt var í gær í
Stokkhólmi aö nóbelsverðlaunin
fyrir bókmenntir hefðu fallið í
skaut Bandaríkjamanninum Saul
Bellow. Var það i fyrsta skipti í
sögu stofnunarinnar að öll verð-
launin fara til sömu þjóðar á sama
ári.
Bellow er af gyðingaættum,
fæddur árið 1915 í franska
héraðinu Quebec í Kanada, sonur
innflytjenda frá Rússlandi.
Síðar fluttist hann til Chicago
þar sem hann lagði stund á
þjóðháttafræði við háskólann en
„ég varð að hætta námi vegna
þess að í hvert sinn er ég vann að
kenningum mínum í faginu urðu
þær að skáldsögu."
Bellow er löngu heimskunnur
fyrir ritstörf sín, en þekktustu
verk hans eru „Herzog“ „The
Adventures of Augie March“ og
„Henderson the Rain King“.
Meginvettyangur Beílows, er að
mati bókmenntafræðinga skáld-
sagan, full af hugmyndum. Sjálf
ur er Bellow sú persóna er menn
leita hvað mest eftir í banda-
rískum bókmenntum, hinn sanni
gáfumaður, og allir segja um
bækur hans að þær veki fr.ekar
umhugsun hjá lesandanum, en að
þær séu samfelldur söguþráður.
Sjálfur er hann sagður hrifinn
af hugsjónum, sem er fátítt í
bandarískum skáldskap, og fer
meistaralega með þær líkt og
þekkist í evrópskum skáldskap.
Sagt hefur verið að gáfumennið
hafi komið skýrt í ljós í fyrstu bók
hans „The Dangling Man“ en
hann hafi fyrst og fremst unnið
sér fastan sess með skáldsögunni
„Herzog".
Ford/Carter:
Þríðja
einvígið
háð í kvöld
Foiu forseti Band-
ríkjanna og frambjóðandi
demókrata Jimmy Carter
heyja þriðja og síðasta
einvígi sitt í kvöld og talið er
að nú muni milljónir
kjósenda um Bandaríkin
gera það upp við sig hvorn
mannanna þeir muni kjósa.
Munu frambjóðendurnir
fjalla um öll helztu málefni
þjóðarinnar.
I fyrsta einvíginu, sem
fjallaði um innanríkismál,
var talið að um jafntefli
hefði verið að ræða en i ein-
víginu sem fjallaði um utan-
ríkismál var Carter talinn
hafa haft betur.
Opinber tilkynning unt kjör Hua
Fjölmiðlar í Kína lýstu ekkju
Maós, Chiang Ching, og þrem
samstarfsmönnum hennar sem
samsærismönnum er hefðu
verið „látnir hverfa“ úr
kínverska kommúnista-
flokknum og í fyrsta skipti var
því lýst yfir að Hua Kuo Feng,
forsætisráðherra hefði verið
skipaður formaður kommún-
istaflokksins i stað Maos.
Hvellhettur voru sprengdar á
götum úti er tilkynningin var
endurtekin í útvarpinu og
glaðvær mannfjöldinn kom
saman á götum úti í Peking til
þess að fagna sigrinum yfir
hinum svonefndu „fjór-
menningum“.
Var þetta í fyrsta skipti sem
það var opinberlega tilkynnt að
Feng hefði tekið við embætti
Mao formanns, sem lézt 9.
september sl„ enda þótt til þess
hefði verið höfðað á vegg-
spjöldum víða um landið fyrr í
þessum mánuði.
Þá var tilkynnt að Hua Kno
Feng hefði verið skipaður for-
maður hernaðarnefnarinnar en
sú staðar færir honum mikil
völd innan ríkisins, flokksins
og herja landsins.
Talið er að
„fjórmenninganir" sitji allir í
fangelsi sakaðir um landráð, en
ennþá er ekki vitað hvort
dómur muni ganga í máli
þeirra.
— „fjórmenningarnir" eru sagðir sigraðir
Veggspjöld í Kina hafa undanfarið harðlega fordæmt Chiang Ching, ekkju Maos og þrjá heiztu
stuðningsmenn hennar. Þar hefur ennfremur verið látið að þvi liggja að Hua Kuo Feng hafi verið
kjörinn arftaki Maos en opinber staðfesting á því var birt í gærkvöld.
VOPNAHLÉÐ
í LÍBANON
ER VIRT
— úrhellisrigning á stœrstan þátt í því
Vopnahléð, sem komið var á í
Líbanon í gærmorgun, hefur
verið vel haldið, aldrei þessu
vant. Þó var smávegis um að
skipzt væri á skotum og efnt til
uppþota.
Fréttaskýrendur í Líbanon
telja að veðrið hafi allt eins
mikil áhrif á að vopnahléð sé
haldið eins og hvað annað.
Úrhellisrigning hefur steypzt
úr loftinu og menn kosið að
halda sig innan dyra.
Ekkert bendir til þess að
vopnahléð verði rofið. Ef til
þess kemur er talið að því verði
alla vega aftur komið á fyrir
mánudag. Þetta er 55. vopna-
hléð sem komið er á á þeim 18
mánuðum sem borgarastyrjöld
in milli kristinna -manna og
múhameðstrúar hefur staðið.
Það eina, sem varð til að raska
friðnum voru smá sprengingar
á einskismannslandinu, sem
skiptir Beirút í tvennt, og þá
sprakk sprengja í þorpi vinstri-
manna nálægt landamærum
Israels og Líbanons.
Á mánudaginn munu nefndir
stríðandi aðila hittast í Kaíró í
Egyptalandi til að athuga með
friðarhorfur og jafnvel reyna
að gera einhvern friðar-
samning.
Enn eitt mengunar-
slysið á Ítalíu
Þúsundum verkamanna og
skólabarna í bænum Cro-
tone á Suður-ltalíu, var fyrir-
skipað að halda sig innan dyra í
gær eftir að mikil sprenging
varð í áburðarverksmiðju
skammt frá bænum. Er þetta i
þriðja sinn sem slík mengunar-
slys verða á Italíu á nokkrum
mánuðum.
1 eldsvoðanum steig mikið
gult ský til himins mettað eitur-
efnum og, að því er talið er,
miklu af fosfór . Síðar í gær var
tilkynnt að skýið hefði liðið frá
bænum og engin hætta væri
lengur á ferðum.
Nokkur hundruð manna eru
enn heimilislaus eftir svipaða
sprengingu í þorpinu Seveso og
í fyrri mánuði varð mikil eitur-
mengun á strandlengju við
Adríahaf vegna arsenik leka.
ÁSGEIR
TÓMASSON
Ký sending
Loðfóðraðir kuldaskór
fyrir alla fjölskylduna.
Hlvaldir skór fyrir islenzka
veðróttu, þola frost og
bleytu. Mjög slitsterkir.
Litur:
Dökkbrúnt
Stœrðir
24 - 46
SERTILBOÐ
Teg. 1623
Brúnt leður
Kr. 2.860.-
Aðems til nr. 38 og 39
Teg. 1633
^rúnt leður Kr. 2.860.-
Aðeins nr. 39
og 40
• «
OPIÐ TIL KL. 7 I KVOLD
HÁDEGIS Á LAUGARDAG
Skóverzlun I PóstsewdMm I
Þórðar Péturssonar
Kirkjustrœti 8 v/Austurvóll. Simi 14181