Dagblaðið - 22.10.1976, Síða 11

Dagblaðið - 22.10.1976, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976. samsuða margskonar hug- myndaefnis sem þá var á döfinni, meir og minna innblás in af og full af skeytum gegn breskum móralisma viktoríu- tímans. 1 munn Don Juans leggur Shaw lofgerð um andleg- an mátt og vitsmuni mannsins en hafnar holdsins l.vstisemd- um, ástum og listum, sem heldur en ekki prestlegur Satan heldur uppi þeirra málstað í staðinn. Þetta er víst voða voða sniðug hlutverka- skipan hjá Shaw. Hinni lífspekilegu umræðu lýkur samt með eða endar í vegsömun lífskraftsins sjálfs. þeim sem geta ntun af sér ofur- mennið áður en lýkur, og móðir þess, kvenmynd eilífðarinnar, á síðasta orðið í leiknum. Það leið nú ekki á löngu eftir að Shaw lauk leiknum að ofurmenni færu að birtast á leiksviði heimsins. En þau gáfust vist nokkuð misjafnlega. Leikararnir fjórir fóru einkar áheyrilega með linnu- lausan orðaflaum Shaws, aukinn allskonar gamallegu skensi og afdankaðri fyndni. Einkum hafði ég gaman af Lúsifer sem naut mikillar alúðar og atorku í upplestri Erlings Gíslasonar.En fjarska var fámennt í Leikhús- kjallaranum, og fæstir sem þar voru held ég hafi keypt sig inn á sýninguna. Það er samt vonandi að þessi eða þvílík nýbreytni verði ekki látin niður falla við svo búið. að selja mjólkurvörur. (Er kvöldsölum nú heimilt að selja mjólkurvörur?) IV I þingnefnd var veigamikil breytingartillagafelld inn ílaga- frumvarp ríkisstjörnarinnar um breytingar á Framleiðslu- ráðslögunum: „Verðjöfnunar- gjald skal teljast til dreifingar- kostnaðar.“ (Hækkar nú inn- leggsverð mjólkur í mjólkurbú. eins og verðjöfnunargjaldinu nemur, og jafnframt smásölu- verð mjólkur?) Fyrir kurteisi sakir leitaði viðkomandi þingnefnd álits heilbrigðisyfirvalda á frum- varpinu. I umsögn borgar- læknis Reykjavíkur sagði: „Fram til þessa dags hefur mjólkurdreifing úr verslunum kaupmanna verið leyfð á all- mörgum stöðum í borginni. Aðstaða til mjólkursölu í þess- um verslunum er mjög misjöfn og víða ófullnægjandi, en þar hefur heilbrigðiseftirlitið orðið að láta undan kröfum um leyfi- til mjólkursölu vegna skorts á mjólkurbúðum í viðkomandi hverfum. Síðari ár hafa ein- göngu stærstu verslanir fengið leyfi til mjólkursölu og þá gerðar strangar kröfur til aðstöðu og alls útbúnaðar, sem ekki hefur verið hægt að full- nægja í minni verslunum." „Er það því eindregin ósk mín, að háttvirtir alþingismenn afgreiði ekki fyrirliggjandi frumvarp án þess að tryggt verði með einhverjum hætti, að sem flestir núverandi mjólkur- útsölustaðir Mjólkursamsöl- unnar verði reknir áfram sem slíkir, því að ella væri þætta á, að notaður yrði sá þrýstingur sem áður getur af hálfu kaup- manna og Ieiddi til þess, að veruleg afturför ætti sér stað í sambandi við þær miklu úrbætur, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum varðandi geymslu og hreinlætisaðstöðu á útsölustöðum þeirrar viðkvæmu vöru sem mjólk og mjólkurafurðir eru.“ Þá mun afgreiðsla og sain- þykkt frumvarpsins á Alþingi í maí i vor hafa verið flausturs- leg, enda var Iiðið undir lok þingsetunnar. 1 aðalumræðun- um um málið hóf Eðvarð Sigurðsson mál sitt á þessum orðum: „Hæstvirtur forseti, ég verð að finna að því með hvaða hætti umræða þessa máls er látin bera að. Hér er um mjög þýðingarmikið mál (að ræða) að mínum dómi og það er nú tckið fyrir hér á kvöldfundi, þegar háttvirtir þingmenn eru búnir að vera á löngum fundum." Ilaraldur Jóhannsson hagfræðingur. huasjón eða rökleysa? Orðin hægri og vinstri hafa, s'íðan fyrir kreppu, sett svip á umræðu um ísl. þjóðmál. Því miður hefur þó svo farið, að orðin hafa orðið meira eða minna merkingarlaus, hafa orðið eftir á vörum manna, sem fyrst og fremst nota þau í skrumskyni, þegar þeir hafa ekkert annað að segja. Og það er oft. Einkum, því miður, hefur þetta átt við um orðið vinstri. En þessi orð eru samt að verulegu leyti orðin ónot- hæf, þau gera iðulega meira ógagn en gagn, þau jafnvel tefja fyrir æskilegum framför- um, sem annars gætu átt sér stað. Söguþankar Saga svokallaðrar vinstri hreyfingar á íslandi er harm- saga klofnings og hvers konar upphlaupa.Tveir og þrír stjórn- málaflokkar hafa lengst af kennt sig við vinstri, sumir að vísu hikandi, sumir gírugir. Forustumenn þeirra koma sjaldan á mannfundi að þeir séu ekki farnir að kýtaum 1938, Jón Baldvinsson, 1956, Hanni- bal, Héðin og kommana. Þessar umræður eru fyrir langa löngu orðnar ófrjóar og helduf broslegar. Á sama tíma eru stjórnmálaflokkarnir sem telja sig til vinstri á hátfða- stundum, heldur þröngsýnir i félagslegu tilliti, stundum nánast eingöngu hagsmuna- hópar örfárra manna, sem um valdatauma halda og vilja fyrir engan mun missa þá. Og kýta um Héðin og Hannibal. Víst er það svo að örfáir eru kommar en allur þorrinn ekki. Víst er það líka svo að þessir örfáu kommar hafa allt of lengi látið skugga ofstækis síns hvíla yfir allri þessari umræðu, og með þvl staðið í vegi fyrir vexti og viðgangi oft göfugra sjónar- miða. Það er og aðalatriði að að baki þessara hugmynda liggja breiðir skarar launafólks, hug- myndir þeirra um betra og feg- urra mannlíf. Svo var það að minnsta kosti á kreppuárunum. En vandi samtímans er allur annar. Launþegasamtökin eru ekki lengur, að öllu leyti, sam- tök fólks sem berst fyrir því að geta brauðfætt börnin sín. Stórir hópar samfélagsins eru auvitað utanveltu, þeir sem lægst hafa launin og ekki hafa möguleika á því að drýgja tekjur sínar, stór hluti ellilíf- eyrisþega, öryrkjar. En það er ekki lengur verið að berjast við kreppudrauginn. Hann hefur fyrir löngu verið kveðinn niður. Launþegasamtökin eru ekki lengur hugsjónasamtök á þann hátt sem áður var. Það er heldur ekki lengur þörf fyrir sömu hugsjónir á sama máta. Launþegasamtökin hafa ekki Iengur markmið sem tekur til allra umbjóðenda þeirra, þeir hafa ekki samstæðar hug- myndir um breytingar sem gera skal. Fjölmargir umbjóð- endur þeirra þurfa bætta réttarstöðu. Á því má vitaskuld ekki missa sjónar. Launþegasamtökin berjast í frumskógi íslenzkra kjara- mála. Þau eru hætt að vilja höggva skóginn og rækta nýjan Þeim virðist líka vel í skógin- um. Frumskógur kjaramála er að auki allflestum hulinn heimur. Launamál eru orðin svo flókin, með aukagreiðslum og hvers konar hliðarráðstöfunum, að enginn veit um annan. Og fjöl- margir hafa bókstaflega hag af þvi að náunginn hreinlega viti sem minnst. Hvert er raunveru- legt launabil í landinu? Hver veit það? Hversu mikill er raunverulegur aðstöðumunur? Nei, þetta virðist frumskógur hugsjónaleysis. Og stórir hópar verða raunverulega undir — frumskógarfyrirkomulagið hefur fætt af sér raunverulegt láglaur.afólk. Launþegasamtökin verða að viðurkenna opinberlega innri deilumál sín. Þar eru skiptar skoðanir til að mynda um launabil. Þar inni eru hópar, sem raunverulega eiga enga aðra samleið en þá, að geta kall- azt launþegar. Og á hátiða- stundum skreyta þeir sig með vinstra-hugtakinu. Hálaunaðir iðnaðarmenn eiga i raun oft litla eða enga samleið með fólki í Iðju — samleið þeirra einasta skekkir myndina og villir um fyrir hinum, sem fyrir utan standa. Efnahagur — ógóði Svo margt af því sem sagt er og gert í nafni vinstri verkalýðs og væntumþykju, virðist allt of oft einasta vera valdabrölt manna og kvenna i valdáleik. íslenzk staðreynd er og sú, að þeir sem ekki kalla sig vinstri, hafa gert minna af því að skreyta sig með nafngiftum af þessu tagi, og enda oft sýnzt heilbrigðari að þessu leyti; og raunar hagnazt á þessum hé- gómlegu orðaleikjum, svo sem íslenzkar kosningatölur leiða ít- rekað í ljós. En vandi íslenzkrar vinstri hreyfingar er ekki einasta valdabröltsins vegna, heldur virðist hann og vera fræðilegs eðlis. Þeir sem kalla sig til vinstri án þess ’að skilgreina nánar hvað við er átt, reynast oft í reynd vera ihaldssamir í málefnum samfélagsins, í þeim skilningi að standa gegn breyt- ingum, sem þó væru sjálfsagðar og horfðu til framfara í Ijósi breyttra aðstæðna og nýrrar vitneskju, Þetta er kannske ekki sérís- lenzkt fyrirbrigði, og reyndar alls • ekki. Brezka verkalýðs- hreyfingin hefur á allra síðystu árum legið undir vaxandi gagn- rýni vegna innbyggðrar íhalds- semi. Þeir hafa iðulega verið á móti tækniframförum, vegna þess að það fækkaði starfsliði, kippti grundvelli undan tiltek- inni forustu í tilteknu verka- lýðsfélagi. Á móti hraðskreiðari járnbrautarlestum, af þessum ástæðum. Á móti því að nota' gáma við uppskipun. Vissulega er vandinn sá að sjá til þess að fólk fái nýja vinnu og sérhæf- ingu eða nám, án þess að það skaði . efnahagsstöðu þess. Hagurinn verður samfélagsins alls. En þarna er verkalýðs- hreyfing iðulega á villigötum. Það er, hér heima og vfða, ógerlegt að átta sig á því, hvaða hugmyndir þeir, sem mest flfka orðinu vinstri, hafa um ágóða. Ef menn til að mynda lesa forustugreinar Þjóðviljans um þessi efni, þá gengur þar á yfir- lýsingum þvers og kruss. Al- mennt virðast þeir viðurkenna ágóðahugtakið, en hins vegar er óskipulegur skætingur um verzlun og svokallaða milliliði. Þetta er vissulega ekkert sér- einkenni Þjóðviljans, þetta er vandi allrar „vinstri" hug- m.vndafræði. Sú hreyfing hug- mynda, sem á ensku hefur verið kölluð „New left". hin nýja vinstri hreyfing, á við ná- kvæmlega þennan vanda rök- leysunnar að glíma. Á rithöf- undur að njóta góðs af því, ef bækur hans seljast vel? Á smáverzlunarmaður, kaup- maðurinn á horninu að njóta góðs af því, ef margir vilja verzla hjá honum? Og ef við viðurkennum þessi sjónarmið, getum við þá meinað stórverzl- unarmanninum að græða mikið, forlegg.iaranum að græða mikið? Þetta er vissulega mikill vandi. En hann verður ekkir leystur á þann máta, sem því miður er spyrtur við hugtakið vinstri, að lýsa yfir sitt á hvað og vitna síðan í eitthvert holta- þokuvæl frá I9du öld. Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason Við búum við skipulag frjálsrar verzlunar, frjáls ágóða, og smárekstur er bezt kominn í einkaeign. En gróði getur verið tvenns konar: Sið- legur og ósiðlegur. Samfélagið er upplýst, eða getur verið það. Upplýsing þegnanna, þar á meðal sterk neytendasamtök, er vörnin sem menn hafa gegn ósiðlegum gróða. Til þess að neyzluvara seljist þarf einhver að kaupa hana og neyta hennar. Þar liggur vörnin, sem getur hvort tveggja, verið óspillt og horft til heilla. Þjóðleg þröngsýni Tvískinnungsháttur og oft ruglandi gagnvart ágóðahug- takinu hefur gert hugmynda- fræði til vinstri sjálfri sér ósamkvæma. Svo hafa einnig gert blæbrigði þjóðlegrar þröngsýni. Það gefur auga leið að lftil þjóð, nýlega tvö hundruð þúsund manns, hlýtur að vera í varnarstöðu, íhaldssöm, þegar sótt er að þjóðlegum eða menn- ingarlegum verðmætum hennar. Þetta er ofur eðlilegt en þá er líka að viðurkenna að þetta er ihaldssamt sjónarmið, til orðið af nauðsyn og viljanum til að lifa af I grimmum heimi sem sjálfstæð þjóð og menn- ingarlee heild. Það, að kalla þá þjóðhyggju, þann nasjónalisma, sem sjálf- skipaðir vinstri menn hafa löngum gert að sínum, „róttæk- an". og tengja það sjálfvirkt við „vinstri" hugmyndafræði, er rökle.vsa sem fær ekki staðizt í sjálfu sér. Þjóðh.vggja er íhalds- söm í sjálfu sér og hefur venju- legast I sögunni tengzt íhalds- samri almennri hugmynda- fræði. Hitt er svo annað mál, að aðstæður geta verið breyti- legar, þarna eins og annars staðar. Verra er hitt, að náskyld þessari þjóðhyggju er þjóðleg þröngsýni hvers konar, út*- lendingatortryggni, hræðsla við erlend áhrif, sem almenningi geti verið hættuleg (Þá er átt við almenn mál, og ekki einstök mál eins og hersjón- varpsmálið),' og sefasjúk við- brögð gegn samvinnu við út- lendinga. Öllu hefur þessu verið moðað saman. Skylt er að geta þess að auðvitað hefur loft verið lævi blandið vegna veru i NATO og varnarliðs, sem hér hefur verið síðan 1951. Andstaðan við það hefur oft verið undarlega blönduð. Gamaldags kommún- istar, talsmenn þjóðlegrar og menningarlegrar reisnar í sjálfu sér, talsmenn þjóðlegrar þröngsýni, talsmenn hlutleysis hafa allir staðið undir sama merki. En hinu má ekki gleyma að sömu öfl hafa við aðrar kringumstæður arkað af stað. Gegn álveri í Straumsvík, af því að þá tæki útlent auðvald þjóð- ina kverkataki. Það muna menn helzt ekki lengur. Gegn þátttöku f fríverzlunarbanda- lagi. Það muna menn heldur helzt ekki lengur. Og svona mætti lengi telja. Vissulega ber að vera á verði, en þjóðleg þröngsýni af þessu tagi gerir engum gagn, og sízt vinstri hugmyndafræði. Hugmyndalegur lamasess Islenzk vinstri hreyfing hefur um langt skeið verið I hugmyndalegum lamasessi. Það þarf ekki annað en lesa forustugreinar Þjóðviljans um nokkurt skeið til þess að full- vissa sig um það. Þar vaða uppi ruglandi og rökleysur þannig að oft stendur ekki steinn yfir steini. Hugsjónir kreppuáranna duga launþegasamtökunum ekki lengur, duga ekki fjörutíu og fimm árum eftir heims- kreppu, nema 4 hátíðaræðum á hátfðastundum, f mannllfsins afmælisblöðum. Hugmyndir um ágóða, undirstöðu efnahags- mála og launabil þegnanna «vffa í lausu lofti. Oskil- greindar þjóðernishugmyndir duga lfka skammt, enda óvíst hvorum megin á skalanum þær ber að flokka. En á sama tfma morar allt f raunverulegum verkefnum. Kjaramál og kröfur um hrein- legri skiptingu kökunnar. Skattamál, kröfur um nýtt kerfi og baráttu gegn skattsvik- um. Dómsmál og kröfur um réttarrfki sem hlffi saklausum en refsi sekum. Og er þá aðeins fátt eitt talið. A bak við allt þetta hggur samt hugmyndin um þjóðlega og mannlega reisn, heiðarlegt stjórnkerfi, óspillt umhverfi. Samfélag þar sem þegnarnir geta búið börnum sfnun nýtt og geðfelldara umhverfi. Það er kallað á rómantík, það er hafður fmugustur á bröskurum sem spilla valdinu og eitra niður eftir öllum samfélagsstig- anum. Við þurfum rómantfk, hún er aldrei rökræn i sjálfri sér, en hún getur verið skemmtileg og til að byrja með getur hún verið óspillt y

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.