Dagblaðið - 22.10.1976, Síða 14

Dagblaðið - 22.10.1976, Síða 14
.14 DACW.AOm. I-’ÓSTI DACI K 22. OKTOBKK 1‘lTlv ibróttir þróttir þróttir Eþróttir Valur í annað sinn í Evrópukeppninni — Volur leikur nú um helgina við Réd Boys Differdonge í Evrópukeppni bikorhofa Valsmenn leika tvo leiki i Evrópukeppni bikarhafa nú um helgina og fara báðir leikir iiðsins í 1. umferð fram í Laugar- dalshöllinni. Andstæðingar Vals i 1. umferð eru Red Boys Differ- dange frá Luxemburg og væntan- lega reynast þeir Valsmönnum ekki þungir i skauti ef að líkum lætur. Félögin sömdu um að báðir leikirnir færu fram hér á landi en þetta er í annað sinn sem Valur tekur þátt í Evrópukeppni. Árið 1973 tók Valur þátt í Evrópu- keppni meistaraliða og mætti þá ekki ófrægari köppum en þáver- Tudor hjó Stoke City John Tudor, miðhcrjinn kunni hjá Newcastle — áður Coventry — undirritaði í gær samning við Stoke. Kaupverð 25 þúsund sterl- ingspund, sem greiðist með 500 pundum fyrir hvern leik Tudor hjá Stoke, þar til 25 þúsundunum er ’náð. Tudor hefur leikið með Stoke sem lánsmaður og skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum. Hins vegar iék hann ekki með Stoke á laugardag gegn Arsenal, þar sem samningar höfðu ekki náðst um greiðslu milli Newcastle og Stoke. Newcastle vildi fá greitt út í hönd — en gaf síðan eftir. andi Evrópumeisturum Gummersbach frá V-Þýzkalandi — mótherjum Víkings í fyrra. Valur tapaði báðum leikjun- um — hinum fyrri hér heima 11-12 og var það mjög slyslalegt og raunar klaufalegt af Vals- mönnum að tapa. Þeir fengu slæma útreið í síðari leiknum — töpuðu þá 8-16. Nú mæta Valsmenn aftur í Evrópukeppni fullir sjálfstrausts enda liðið nú í efsta sæti 1.' deildar með 6 stig að loknum 3 leikjum. Nú eru þeir staðráðnir í að komast áfram í 2. umferð sem sést af því að þeir hafa ákveðið að leika báða leikina hér á landi. Red Boys Differdange kemur frá suðurhluta Luxemborg. Félagið var stofnað árið 1938 og í lok fimmta áratugsins var félagið ósigrandi i Luxemburg en í kjölfarið fylgdi timabil lítillar velgengni. Enduruppbygging liðsins hófst fyrir 5 árum, þegar félagið réð nýjan þjálfara — Antonie Haldsdorf. Halsdorf er margreyndur landsliðsmaður — hefur leikið um 70 landsleiki fyrir Luxemburg. Félagið var í þriðja sæti í 1. deildinni ’74 og ’75. t úrslitum bikarkeppninnar var liðið árið ’74, ’75 og ’7é er því loks tókst að sigra í keppninni. Liðið tók á síðasta ári þátt í Evrópukeppni bikarhafa —en var slegið út af AHC Amsterdam. Red Boys hefur lengst af haft forustu í 1. deildinni en í siðustu umferð tapaði liðið fyrir Dudelange, sem skauzt þar með upp í efsta sætið. Með Red Boys leika 8 landsliðs- menn með samtals 108 landsleiki að baki svo sjá má að liðið er skipað leikreyndum mönnum. Leikurinn á morgun hefst kl. 15 — en á sunnudag kl. 20.30. Fyrsti HM-leikurinn innonhúss — og USA sigraði Mexikó 2-0 Ný saga var skráð i HM- keppninni í knattspyrnu i gær. Bandaríkin léku þá við Mexikó í Seattle — og leikið var innan húss. í fyrsta skipti, sem slíkt á sér stað í HM. Bandaríkin sigruðu með 2-0. Þeir Reese og Ree skoruðu mörk USA. Staðan i riðl- inum er sú, að Bandarikin hafa 4 stig, Mexikó og Kanada 3 stig. Einn leikur er eftir — leikur Mexikó og Kanada, sem háðut verður i Mexikó. Tvö lönd komast áfram í keppninni og standa Kanadamenn þar höllum fæti. r pt- pqr ; SmIÍ: ''ii-ífi 1 PA* *W Ked Boys Differdange — bikarmeistarar Luxemburg 1976. N-írland í erfiðleikum vegna óbilgirni Arsenal Norður-írar, sem eru með tslandi, Hollandi og Belgiu í riðli í HM-keppninni í knattspyrnu, eiga nú í erfiðleikum með liðs- skipan sína vegna óbilgirni ensku Iiðanna. írar eiga að ieika við Belga 10. nóvember í Liege og verða sennilega að leika án tveggja sinna sterkustu manna — bakvarðanna kunnu Pat Rice og Sammy Nelsoii hjá Arsenal. Þrátt fyrir tilraunir fram- kvæmdastjóra liðsins, Terry Neil, sem sjálfur lék lengi með Norður- Irlandi og var framkvæmdastjóri þar á undan Danny Blancflower, hefur stjórn Arsenal ekki vilja gefa þessum leikmönnum frí í deildaleiknum við Derb.v. Hins vegar hafa bæði liðin, Derb.v og Arsenal,1. lýst því yfir, að þau séu reiðubúin að fresta leiknum. A það hefur stjórn deildakcppninnar ekki fallizt. Hefur sagt, að lcikurinn verði að fara fram á tilsettum tíma. Þess má geta að fjórir Ieikmenn Manch. Utd. eru í norður-irska Jandsliðinu — fimm frá félaginu í landsliðshópnum — en fram- kvæmdastjóri Manch. Utd. hefur lýst því yfir. að þeir fái að leika með Norður-írlandi Belgíu. þó svo Manch. Utd. eigi leik við Sunderland í 1. deild. írar náðu jafntefli viö Hollendinga í fyrsta leik sínum í 1. riðli og það væri blóðugt fyrirþá að geta ekkijitillt upp sínu sterkasta liði gegn Belgum. HOPflBöÍRl édaméÉÍm I Yt*2LT? £2^3? !■ f. '^4 j i ■ ii mmmWWKWWB 1 1 STEMMM 1 M| Guthrie Wilson skorar sigurkörfu Skotanna í Evrópuleiknum í gærkvöld. Skotarnir sk körfuna á lol — Sigruðu UMF Njarðvík í Evrópuke 78-77, i mjög spennandi lei Njarðvikingar misnotuðu vitakas Ahorfendur að leik UMFN og Skotanna, Boroughmuir Barr, fengu sannarlega eitthvað fyrimurana sína í íþróttahúsinu i Njarðvík i gærkvöld. Leikur liðanna sem var liður í Evrópukeppninni og var hinn fyrri þeirra á milli, stóð í járnum svo til allan tímann og það var ekki fyrr en á seinustu sekúndunum að Skotunum tókst að tryggja sér sigur. Naumur sigur, aðeins eitt stig skildu liðin að, 78-77. Nokkrum sekúndum áður en tíminn var að renna út, fengu Njarðvíkingar tvö vitaskot. Brotið var á Gunnari Þorvarðarsyjii sem var þeirra stigahæstur með 19 stig og staðan jöfn, 76-76. Gunnar skoraði örugglega úr fyrra skotinu en mis- tókst í því seinna. Skotanir náðu frákaslinu og brunuðu fram völlinn og Guthrie Wilson skoraði örugglega, 78-77. Af öllum knattleiksíþróttum, finnst mörgum að hvað flest geti hent á skemmstum tíma í körfuknattleik og áhorfendurnir, sem troðfvlltu húsið, vonuðu sannarlega að UMFN tækist að jafna metin, sem tryggði fram- lengingu cða jafnvel ná ,körfu“ á þeim fáu sek. sem eftir voru en þeim varð ekki að ósk sinni.Flautan gall við. Tapið var staðreynd en seinni leikur- inn er eftir á útivelli og hætt er við að skotarnir verði ekki auðunnir þar. Annars var dálítið klautalegt hjá UMFN að tapa leiknum. Þeir leiddu yfirleitt — náðu' til dæmis átta stiga forskoti um miðjan fyrri hálfleik, 22-14, þó svo að byrjunin hefði ekki verið góð, hittnin undir meðallagi og fráköstin flest glötuð. Strax og taugaóstyrkurinn hvarf fóru þeir að skora, en misstu svo leikinn niður af og til með mis- heppnuðum sendingum. Skotunum tókst aðjafnametin fyrir hlé, 36-36, en í upphafi seinni hálfleiks tóku Njarðvikingar aftur forustuna. Þegar 13 mín. voru eftir var staðan 59:52 en Evrópuleikir i kðrfunni Nokkrir leikir voru háðir í Evrópukcppninni í körfubolta í gær. Helztu úrslit urðu þessi: Meistarakeppnin: — Cinzano, Crvstal Palace, Englandi — Real Madrid. Spáni. 75-121 (40-57). Leikið í Lundúnum. Í Tours: — Aspo Tours, Frakk- landi, — Maes Pils, Belgiu, 81-83 (53-48). 1 Stokkhólmi: — Alvik Stokk- bólmi, Svíþjóð, — Gts Wisla, Pól- landi, 94-90. (51-42). Í Dudelange — Sanichaufer Dudelange. Luxemborg, — Lever- knsen, Vestur-Þvzkalandi, 61-85 (24-41). Í Espoo: — Plavhonka, Finn- landi,— TSKA Mskvu, Sovétríkj- unum, 78-110 (44-53). í Sofíu: — Akademik Sofia, Búlgariu. — Partizan Belgrad Júgóslaviu. 113-98 (53-43).

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.