Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 22.10.1976, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. OKTÖBER 1976. Okkur vantar umboðsmenn ó AKUREYRI, NESKAUPSTAÐ, BORGARNESI Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn ó staðnum eða Dagblaðið simi 27022 Auglýsingastarf Óskum að róða starfskraft sem fyrst til I Dagblaðið sl. föstudag ritar Vilmundur Gylfason grein, sem hann nefnir: ,,Að hafa ekki riðið hrossum Sigur- b.jörns — eða harmsaga Lista- safnsins“. Raunar er ekki unnt að ráða af greininni, hvað Vilmundur á við með fyrri hluta fyrirsagnar- innar, en hins vegar skýrir hann þar það, sem hann nefnir „harmsögu Listasafnsins". Svo sem fram kemur í grein Vilmundar, er ég formaður byggingarnefndar Listasafns íslands. Sú byggingarnefnd var skipuð um síðustu áramót, og eru því þeir atburðir, sem Vil- mundur gerir að umræðuefni, fyrir hennar tíð. Engu að síður tel ég mér skylt að skýra hér nokkuð gang þessara mála og fjalla nokkrum orðum um „staðreyndir" Vilmundar. Þráðurinn rakinn í stuttu máli er megininntak þess hluta greinar Vilmundar. semfjallar umListasafniðþetta: Efiir að húseign Fram- sóknarflokksins að Fríkirkju- vegi 7 brann, fær ríkisvaldið (Framsóknarflokkurinn?) allt í einu köllun og er gripið mikl- um áhuga á framgangi lista í landinu. Þess er farið á leit við Lista- safnið, að það skipti á húseign sinni í Austurstræti og bruna- rústunum við Fríkirkjuveg og Laufásveg, og gefið í skyn, að þá muni ríkisvaldið ekki láta standa á fjárstyrkjum til safns- ins. Eftir athugun hafi Lista- safnið fallist á þetta, enda gert sér þá von um að húsamálum safnsins yrði endanlega borgið. Eftir að kaupin fóru fram hafi síðan allur áhugi ríkis- valdsins þorrið og um árabil ekkert fé fengist til þess að hefja byggingarframkvæmdir. Áhugi ríkisvaldsins á listum sé þannig háður sveiflum í við- skiptaheiminum, en auk þessa dregur Vilmundur í efa lög- mæti nokkurra aðgerða varð- andi málið. I lok þessa kafla greinarinnar segir Vilmundur síðan: „Þetta eru staðreyndir, staðfestar staðreyndir“. Ekki steinn yfir steini Ég hefi nú reynt að kanna þetta mál eftir aðgengilegum heimildum. Eftir þá athugun virðist mér ekki standa steinn yfir steini í „staðreyndum'* Vil- mundar, og mun nú freista þess að gera hér grein fyrir á hverju ég byggi þá skoðun mína. auglýsinga- og skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist afgreiðslu Dagblaðsins Þverholti 2 merkt „2222" .Smurbrauðstofan Njálsgatu 49 - Simi 15105 Frumkvœði Listasafns íslands Öllum hlýtur að vera ljóst, að hér er um mjög alvarlegar ásakanir í garð Framsóknar- flokksins og ríkisins að ræða. Meginatriði í þessu sambandi er, hver átti frumkvæðið að þessum viðskiptum. Öllum aðilum, sem ég hefi leitað til í sambandi við þetta mál ber saman um, að alll frumkvæði varðandi þessi viðskipti hafi komið frá Listasafni íslands. Listasafnið átti húseign í Austurstræti, sem ekki hentaði sem safn. Það hafði lengi verið áhugamál safnráðs að koma safninu fyrir i fram- tíðarhúsnæði. Safnráðið fékk síðan þá hugmynd að festa kaup á Glaumbæ fyrir safnið, en staðsetning hússins var talin mjög hentug við tjörnina og þá skrúðgarða, sem þarna eru. Raunar leitaði safnráðið fyrst til Reykjavíkurborgar, þar eð það taldi, að borgin ætti for- kaupsrétt á eigninni. Því til sönnunar fylgir hér með afrit af bréfi safnráðs til mennta- málaráðherra, og er það upphaf málsins. Síðar var leitað til Framsóknarflokksins, er ljóst varð, að fyrst og fremst var við hann að semja. iiunikvæði safnráðsins i málinu hafa meðlimu undir- húmngsnefndar að 'b.vggingu Listasafns islands staðfest með undirskrift sinni. en þessir aðilar voru jafnframt meðlimir safnráðs. Með grein sinni gerir Vilmundur ekkert úr frum- kvieði og vinnu þessa fólks við að tryggja framtíð safnsins, en segir beinlínis, að það, sem úrslitum hafi ráðið. hafi verið viðskiptabrögð Iramsóknar- manna. Nú skulum við athuga nánar „staðreyndir" Vilmund- ar. „Þess var farið 0 leit við Listasafnið...“ I grein sinni .segir Vil- murjdur orðrétt: „Þess var farið á leit við Listasafnið, að það hefði makaskipti á húseign, sem það hafði fengið í arf í Austurstræti og brunarúst- unum við Fríkirkjuveg og við Laufásveg.“ Nú liggur það ljóst fyrir, að safnráð Listasafns Islands fékk þá hugmynd að reyna að ná þessum eignum fyrir safnið. Hugmyndin kemur fram á fundi safnráðs, 16. febr. 1972 og er bókuð í fundargerðarbækur. Allir. sem ég hef náð til og þekkja til málsins, hafa stað- fest, að það var Listasafn íslands, sem óskaði eftir því, að þessi kaup gætu farið fram. I skjali, er fylgir með þessari grein, undirritar undirbúnings- nefnd að byggingu LiAasafns- ins yfirlýsingr þessu til stað- festingar. Sumir þeir aðilar, sem ég hef bvðið um upplýs- ingar um þetta mál, hafa bætt því við, að Framsóknar- flokkurinn hafi verið tregur til þessara viðskipta. Hvers vegna fer Vilmundur rangt með þetta mál? Hvers vegna leitar hann ekki upplýs- inga hjá þeim, er gerst þekkja til? Menn verða að gera sér ljóst, að í orðum Vilmundar „þess var farið á leit við Lista- safnið. . felst alvarleg aðdróttun. „Það fjármagn, sem þá vantaði, skyldi ríkis- valdið greiða “ Orðrétt orðar Vilmundur grein sína svo: „þess var farið á leit við Listasafnið, að það hefði makaskipti á húseign, sem það hafði fengið í arf í Austur- stræti, og brunarústunum við Fríkirkjuveg og við Laufásveg. Það fjármagn, sem þá vantaði, skyldi ríkisvaldið greiða." Sjá menn ekki hvað hér er verið að fara? Af yfirlýsing- unni, sem fylgir með þessari grein má ráða. að safnráð gekk á fund þriggja ráðherra í því skyni að fá fjárstyrk til handa safninu svo úu kaupum gæti orðið. Vilmundur segir hins vegar, að ríkisvaldið (Framsóknar- flokkurinn?) hafi látið það fylgja með, er það „leitaði til Listasafnsins um makaskipti", að þá skyldi ekki standa á fé. Hvers vegna segir Vilnundur ósatt frá þessu atriði? Vilja menn reyna að svara þeirri spurningu? Hér er um hrikalega aðdrótt- an hjá Vilmundi að ræða. Þeir aðilar, sem að þessu máli unnu fyrir safnráð Listasafnsins, staðfesta svo ekki vorður um villst með undirskrift sinni, hver sannleikurinn er í þessu máli. Vilmundur lætur í veðri vaka, að hann sé fyrst og fremst að berjast gegn spillingu í þjóð- félaginu. Eftir athugun þessarar greinar hans, verð ég að játa, að ég efast mjög um það sem megintilgang. Séu menn að leita sannleikans, trúi ég ekki að slík aðalatriði, sem hér greinir um, fari svo gjör- samlega framhjá mönnum. Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson V „Eftir athugun féllst Listasafnið á þetta...“ Orðrétt segir Vilmundur í grein sinni: „Eftir athugun féllst Listasafnið á þetta, og gengið var frá samningum." Eftir það, sem á undan er sagt, hljóta mönnum að vera ljós sannleiksgildi þessara orða. Hvað er hér að ske? I sjónvarpsþætti um helgina lýsti Jónas Kristjánsson rit- stjóri Dagblaðsins vinnu- brögðum Viltnundar sem rannsóknarblaðamennsku með túlkun ákveðinna atriða. Mér virðist hér um meira en túlkun að ræða og allar rann- sóknir vantar. Með þessum fullyrðingum sínum býr Vilmundur til at- burðarás, sem kemur ákaflega illa við Framsóknarflokkinn og gerir lítið úr starfi dr. Selmu og samstarfsfólks hennar við að tryggja framtíð Listasafnsins. Þetta þykir mér ekki heiðar- Af gefnu tilefni er rétt, að fram komi, að safnráð Listasafns íslands hafði allt frumkvaiði að kaupum safnsins á Fríkirkjuvegi 7 og Laufásvegi 16. Safnráðið leitaði eftir samningum við Framsóknarflokkinn og sótti fa-t að fá þessar eignir keyptar fyrir safnið. í þessu sambandi gekk safnráð á fund þriggja ráðherra: menntamálaráðherra, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og bað um fjárstyrk safninu til handa vegna kaupanna. árangur þess varð sá, að ríkissjóður gaf út skuldabréf og tryggði þannig að kaupin gætu farið fram. Reykjavík í október 1976 f.h. undirbuningsnefndar að byggingu Listasafns fsland3 <fa4f CUt+tU Jif .Tóhannes Jóhannesson i Sí^tlu' C<-.. . Steinpór Sigurðsson Þessi yfirlýsing sýnir svart á hvítu, að Vilmundur beinlinis býr til GRÓUSÖGU um alia atburóarásina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.