Dagblaðið - 22.10.1976, Side 19

Dagblaðið - 22.10.1976, Side 19
DACBKAÐH). FÖSTUDACUR 22. OKTOBKK 1976. 19 leg blaðamennska. Hér er Vil- mundur beinlínis staðinn að því að búa til ítrðusöjíu. „En listaáhugi þeirra sem ríkissjóði ráða dvínaði jafnskyndilega og hann hafði vaknað“ I grein sinni segir Vilmund- ur raunverulega, að eftir að búið hafi verið að koma þessum viðskiptabrellum, sem kaupin eru að hans mati, í kring. hafi ekki fengist fé til þess að halda áfram með b.vgginguna og þvi ekkert gerst. Orðrétt segir hann: ,,En lista- hins vegar fyrst koma fram í fjárlögum árið 1975. Þær upplýsingar, sem mér hefur tekist að afla um þetta atriði frá embættismönnum, benda til þess að heimildar- ákvæðið hafi beinlínis fallið niður. Það eru mistök, að það kemur ekki fyrr inn í fjárlög. Slík mistök eru mannleg og geta alltaf skeð og ekki ástæða til að gera það atriði tortryggi- legt. Hitt er aðalatriði, að kaupin eru samþykkt í ríkis- stjórn og ekkert að fela í því sambandi. Rétt er að fram komi, að embættismaður úr mennta- málaráðuneytinu, sem að kaup- unum starfaði sem slíkur hefur staðfest, að Halldór E. Sigurðs- Listasafns annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar, og kaupin gerð á þvi mati. Greiddi Listasafnið því á milli mismun matanna. Fulltrúar Listasafns og. fulltrúar menntamálaráðu- neytis leituðu hvor um sig upp- lýsingá um eðlilegt verð þeirra eigna, sem keyptar voru af Framsóknarflokknum og kom- ust að þeirri niðurstöðu að verðið væri sanngjarnt. „Allt eru þetta staðreyndir, staðfestar staðreyndir" t lok þess kafla greinarinnar, sem fjallar um Listasafnið, þær eru rannsakaðar nánar stendur ekki steinn yfir steini. Eg er blátt áfram furðu lostinn yfir því, hvernig Vil- mundur meðhöndlar sannleik- ann. Eftir athugun málsins verkar þessi grein á mig nánast sem skáldsaga, þótt Vilmundur kalli hana staðfestar stað- reyndir. Þannig mega menn ekki vinna. Vilmundur hefur hér orðið sekur um alvarlegt athæfi. Þegar gerð er árás á aðila og honum borinn opinberlega á brýn óheiðarleiki, verða að liggja rök fyrir. Þar dugar ekkert cirka. Vilmundur, Listosafn íslands og Framsóknarflokkurinn áhugi þeirra, sem ríkissjóði ráða, dvínaði jafnskyndilega og hann hafði vaknað" og síðar „En áhugi ráðamanna ríkis- sjóðs á listum virðist heldur betur háður sviptingum í fjár- málaheiminum." Allt ber þetta að sama brunni. Vilmundur getur þess ekki, að þegar Listasafn íslands tekur við þessum eignum Framsóknarflokksins, fylgja með þeim rúmlega 14 milljónir króna brunabótafé í vörslu Húsatrygginga Re.vkjavíkur- borgar. Þetta fé er til reiðu til þess að hefja framkvæmdir, og auk þess er nokkurt fé í bygg- ingasjóði safnsins. Árið 1972 hefur safnið því rúmlega 20 milljónir króna til þess að láta vinna fyrir. Vilmundur segir sjálfur í grein sinni, að vegna verðbólgu megi þrefalda verðgildi fjár- muna frá 1972 til þess að fá fram núverandi gildi. — Ekki skal ég segja um það, en sé þessi reikningsregla hans notuð, hefur safnið haft í nú- gildi um 60 milljónir króna og því ekki vegna fjárskorts, sem framkvæmdir hefjast ekki. Svo sem Vilmundur segir í grein sinni, verða deilur um þakform hússins og tefja þær framkvæmdir. Þær deilur eru við byggingarnefnd Reykja- víkur vegna tillagna húsa- friðunarnefndar, en ekki við ríkisvaldið. Ríkisvaldið á því ekki sök á töfum byggingar- innar. Þessar upplýsingar lágu allar á lausu, ef Vilmundur hefði viljað kynna sér málið. Fjárlagahlið málsins Vilmundur segir, að útgáfa skuldabréfs að upph. 7.2 millj. kr., sem er milligjöf Listasafns- ins í kaupunum eða makaskipt- unum virðist hafa verið gerð í heimildarleysi. Þvi er til að svara, að kaup Listasafnsins á Glaumbæ og Laufásvegi 16 voru samþykkt í ríkisstjórn. Eg hygg að mörg fordæmi séu fyrir slíkum aðgerðum þó! ekki sé heimild á fjárlögum yfirstandandi árs, enda yrði öll stjórnsýsla ríkisins of þung í vöfum annars. Heimild til kaupanna virðist son, þáverandi fjármálaráð- herra, hafi ekki viljað taka þátt í samningaviðræðum um kaupin vegna þess að annar aðilinn í málinu var Fram- sóknarflokkurinn. Einnig part að koma fram, að kaupin fóru fram þannig að brunabótamat var lagt til grundvallar eignum USAFN ISLANDS segir Vilmundur um þær upp- lýsingar, sem hann leggur fyrir, orðrétt: „Allt eru þetta stað- reyndir, staðfestar stað- reyndir". En þetta eru ekki stað- reyndir. Það er ósatt. Eins og ég hefi sýnt hér að framan, er um getsakir að ræða, algjörlega úr lausu lofti gripnar, og þegar „Það er starf mitt að segja fró svona löguðu“ Vilmundur segir í lok greinar sinnar orðrétt: „Það er starf mitt að segja frá svona löguðu." 1 ljósi þess, er á undan er komið, líst mér ekki á það starf. Telji Vilmundur það st;arf sitt að koma upp um spillingu í þjóðfélaginu, hefur hann vanrækt það starf í þessari grein. Er trúi því ekki, að maður, sem tekur starf sitt alvarlega og segist leita sannleikans, geti misst svona gjörsamlega af aðalatriðunum í því máli, sem hann fæst við. Auðvitað hlýtur að vakna sú spurning, hvort menn séu að leita sannleikans eða hvort megintilgangurinn sé að koma höggi á einhvern. „Skítkast — skítkast“ Vilmundur hefur þessa grein sína á orðunum skítkast, skítkast. Hann kvartar undan því, að ýmsir aðilar og þar á meðal Mogginn, kalli greinar hans skítkast. Þessi grein hans er skrifuð til þess að finna stað orðum hans i inngangi greinar- innar, að skipulögð glæpastarf- semi sé daglegt brauð. En er það nokkuð að undra, þótt mér og öðrum komi í hug orðið skít- kast við lestur slíkrar greinar. Allt, sem ég gat fest hendur á í greininni, um það, sem Vil- mundur kallar harmsögu Lista- safnsins, er rakalaus heila- spuni. Auk þess koma inn ýmsar aðskotasetningar um hross og reiðmennsku, sem ógjörningur er að skilja. Eg er hræddur um, að Vil- mundur megi taka á honum stóra sínum til þess að sann- færa mig um að svona grein sé skrifuð með hreinu hugarfari. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Ásgarði, blaði BSRB, 2. tbl. 1976, er birt skýrsla stjórnar BSRB árin 1973— 76. Á bls. 40 segir orðrétt: Þá hefur sú regla gilt um (jJUfy ,/ 9e»LnJ IIVKiAVlK Safnróð Listasafns fslands leyfir sér hér meö aS fara þess a leit við hœstvirtan menntamalaréöherra, aö ríl<isstjérn fslands veiti safnréði heimild og umboö til aS semja við borgarstjérn Reykjavíkur um skipti é huseignunum Austurstrœti 127 sem er eign Listasafns fslands, og Fríkirkju^ vegi 7, f þvf skyni aö Listasafniö flytji starfeemi sfna ur nuverandi husakynnum aö Fríkirkjuvegi 7. Listasafn fslands var stofnaö ériö 1885 og hefur aldrei haft eigiö husnœöi til umréða, öhentugt husnœði hefur fré öndveröu haö eðlilegri starfsemi þess og þar meö framgangi fslenzkrar myndlistar, scm er meö raun réttri jafn- gömul listgrein með þjéöinni og békmenntirnar, en þœr hafa sem kunnugt er varpað Ijéma é nafn fslands. Auk þess býr Þjéöminjasafhið viö mikil þrengsli, sem mundu leysast, ef . Listasafniö flyttist burt ur husi þess. ^ Safnréð telur, að hér sé um að rœða einstakt tœkifœri til að leysa husnœðisvanda Listasafnsins meö skjétum og fjérhagslega viöréðanlegum hœtti. :',V: Yflrllt um fjarhagshliö mélsins fylgir hér meö. » Með sérstakri viröingu Reykjavík, 8. marz 1972 unniaugur Þorðorson Þctta bréf sýnir frumkvæði safnráðs að kaupunum og það jafnframt. að fyrst er leitað til Reykjavíkurborgar. Það er ekki fyrr en siðar, að safnráði verður ljóst, að við Framsóknarflokk- inn er að semja. áratuga skeið, að fjármálaráðherra ráðstafaði 20% af útlánafé Lífeyrissjóðs starfsmanna rikisins. Á árinu 1974 gengu 20% af útlánafé sjóðsins til húsnæðislánakerfisins og 5% að auki var ráðstafað af fjármálaráðherra. A árinu 1975 gengu 2Ö% af útlánafénu til húsnæðis- málastjórnar en 10% var ráðstafað af fjármálaráð- herra. Tilvitnun lýkur. Svo sem fram kemur hefur þessi heimild um ráðstöfun 20% af útlánafé sjóðsins við- gengist lengi. Einnig kemur fram, að í ráðherratíð Halldórs E. Sigurðssonar var þessi heimild lækkuð í 5% af útlána- fé, en er nú 10%. Mörg dæmi eru til, að þessi heimild hefur verið notuð þannig, að ráðherra hefur notað þetta fé til þess að auð- velda ríkisstofnunum að komast í eigið húsnæði. Á það bæði við um kaup ríkisstofnana af einstaklingum og stjórn- málaflokkum, og væri unnt að nefna þar nokkur dæmi. Þegar Listasafn íslands keypti umrædda eign af Framsóknarflokknum, mun Framsóknarflokknum hafa þótt útborgun lftil, eða aðeins kr. 5 milljónir, en með Glaumbæ fylgdi brunabótaféð, rúmlega 14 millj. króna í reiðufé, eins og áður er sagt. Þáverandi fjár- málaráðherra hefur tjáð mér, að samningar hafi náðst saman þannig, að hluti mismunar á mati eignanna var greiddur með skuldabréfi, en jafnframt gefið vilyrði fyrir því, að skuldabréfið yrði að hluta keypt fyrir þetta heimildarfé ráðherra, þegar seljandi byggði og þyrfti á fénu að halda. Ella hefðu orðið að koma til fjárveit- ingar úr ríkissjóði vegna kröfu seljanda um hærri útborgun. Ég hygg, að í þessu tilfelli hafi þessi heimild ráðherra komið Listasafni íslands til góða og tryggt stjórnendum þess möguleika á að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að leysa húsnæðisvanda safnsins eins og þeir sjálfir orða það í meðfylgjandi bréfi, dagsettu 8. marz 1972, þótt úrbætur yrðu ekki jafnskjótar og þeir höfðu vonað, vegna deilna við bygg- ingarnefnd Reykjavíkur. Tilboð — Klúbbmálið Eins og fram kemur í þessari grein, gengur meðhöndlun Vilmundar á sannleikanum gjörsamlega fram af mér. Eru fullyrðingar Vilmundar og staðreyndir hans i öðrum greinum hans jafnléttvægar og þær, sem hér hefur verið fjallað um? Ég hefi ástæðu til að ætla að fullyrðingar hans um óheiðar- leika og spillingu Framsóknar- flokksins séu af sama toga spunnar. Til dæmis um spillingu Framsóknarflokksins nefnir Vilmundur ævinlega Klúbb- málið svonefnda. Nú vil ég, að við tökum full- yrðingar Vilmundar um Fram- sóknarflokkinn og Klúbbinn til gagngerrar athugunar hér í Dagblaðinu. Vilmundur geri grein fyrir i þeim atriðum, sem hann telur helst ámælisverð i þessu sam- bandi, en ég svara með þeim rökum, sem ég veit sönnust og réttust. | Hér þarf ekki að vera um i neitt skítkast að ræða, heldur málefnalega athugun þeirra ásakana, sem Framsóknar- flokknum eru bornar á brýn. Fallist bæði Vilmundur og Dagblaðið á að taka drengilega 1 á þessum málum og meðhöndla staðreyndir í samræmi við raunveruleikann, með sann- ] leikann einan að leiðarljósi, j skal ég ekki síður gagnrýna . I Framsóknarflokkinn fyrir þau I atriði, sem gagnrýnisverð eru, ef þau finnast í málinu og , leitast við að skýra hvert atriði ( málsins þannig, að menn eigi j sem auðveldast með að átta sig 1 á þvi. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur. L

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.