Dagblaðið - 12.11.1976, Síða 6
Stjórnmálasamband
USA og Víetnam?
Fulltrúar Bandarikjanna og
Vietnams hefja í dag viðræöur í
París sem ef til vill gætu leitt
til þess að ríkin taki upp stjórn-
málasambandensamt er þess að
geta að svo er að sjá setn hvor-
ugt ríkið sé sérlega áfram um
að svo verði.
Veröur þetta í fyrsta sinn
sem fulltrúar ríkjanna hittast
siðan friðarviðræðurnar í París
voru haldnar árið 1973.
Ekki bætir þar úr skák, að
urn leið og halda á fundina í
París, berast þær fréttir frá
Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, að þar séu Banda-
ríkjamenn reiðubúnir til að
beita neitunarvaldi gegn
inngöngubeiðni Víetnama í
þriðja sinni.
Norsk gæöavara
AKARN
185-345 cm a hœð
f yrirligg jandi
Símj 51103.
Helmasími 52784
Hafnarfirði
Hinn árlegi haustfagnaður VFFI
(flugdýrafagnaður)
verður haldinn í félagsheimilinu* á
Seltjarnarnesi 13. nóv. kl. 20.30.
Ömar Ragnarsson skemmtir.
Mætið öll.
Skóbúðin Snorrabraut 38
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976.
Egyptaland:
Sadat leyfir
myndun þriggja
stjórnmálaflokka
— ræðir nú vopnakaup við Frakka
Anwar Sadat Egyptalands-
forseti sagði í gær, að hann
myndi nú leyfa myndun þriggja
nýrra stjórnmálaflokka þar í
landi og binda þar með enda á
23 ára valdatímabil eina löglega
stjórnmálaflokksins, Arabísku
sósialistasamtakanna, ASU.
Munu nýju flokkarnir, sem enn
hafa ekki verið auðkenndir
meira en sem flokkar mið-,
hægri- og vinstrimanna eiga að
starfa áfram með ASU og sagði
forsetinn ennfremur, að ASU
myndi hafa að öllu leyti umsjón
með fjármálastjórn flokkanna
og sjá til þess, að stefnuskrár
þeirra röskuðu ekki einingu
þjóðarinnar.
Þá sagði hann i ræðu sinni í
þingi landsins, að ASU myndi
áfram bera ábyrgð á störfum
æsku- og kvennahreyfinga
sinna og að flokkurinn myndi
Sadat lætur loks undan eftir
tuttugu og fjögurra ára eins
flokks kerfi í Egyptalandi.
halda áfram þáttöku sinni í
blaðaútgáfu þar í landi
. Þær fréttir berast einnig frá
Egyptalandi, að forsætisráð-
herra Frakka, Raymond Barre,
muni koma þangað í dag til
viðræðna við forsetann og aðra
ráðamenn um möguleikana á
því að styrkja þeirra eigin
vopnaframleiðslu.
Eftir að hafa selt Egyptum
Mirage-þoturnar og eldflaugar
af ýmsum gerðum, vonast
Frakkar til þess, þrátt fyrir
mikla samkeppni frá Bretum,
að þeim takist að selja þeim
kafbáta, sérstaklega eftir að til
greina kemur, að reisa flugvéla-
verksmiðju í Egyptalandi með
fjárhagsaðstoð og eignaraðild
Saudi Arabíu og annarra ollu-
framleiðsluríkja.
Mannrán í Kaliforníu:
Póstsendum
Skóbúðin Snorrabraut 38
I Slmi 14190
Skólabíllinn, sem börnunum var rænt úr. eftir að hann fannst yfirgefinn í skógi. Þá vissi enginn
J hvað hafði orðið um börnin.
HÚSGÖGN
HALLVEIGARSTÍG 1
Glæsilegt úrval af sófasettum,
vegghúsgögnum og ótal
öðrum tegundum
húsgagna.
RAFTÆKI
SÍMI10520
HVERFISGATA
C'.AMLA bÍo~| jjj r
BANKASTRÆfí LAl’GAVECtliR
Rafmagns- og gjafavörur
í miklu úrvali. Verzlið í hjarta
borgarinnar. Nœg bílastœði, opið
til kl. 7 í kvöld og 12 ó laugar-
dag.
Litur: Brúnt.
Stærðir 41—45.
Verð kr. 3.200/-
Karlmannamokkasíur
úr mjúku leöri
Leöurstígvél
Litur: Brúnt.
Stærðir 35—40
Verð kr. 3800/-
Leöurstígvél
Litur: Svart.
Stærðir 34—38.
Verðkr. 3.550/-
RÉTTARHÖLDIN FLUTT TIL
Dómari í borginni Madera í
Kaliforníu hefur ákveðið að
réttarhöld yfir þrem auðmanns-
sonum er ákærðir eru fyrir rán á
bíl sem fullur var af skólabörn-
um, verði flutt vegna þess að
verjendur hafa fært sönnur á það
að réttarhöldin geti ekki orðið
hlutlaus.
Ekki hefur verið gefin út um
það tilkynning hvenær réttar-
höldin eigi að fara fram, en
dómarinn, Jack Hammerberg,
sagði við fréttamenn, að þau
myndu verða haldin í Alameda-
héraði.
26 skólabörn á ýmsum aldri
ásamt bílstjóra voru í skóla-
bílnum er honum var rænt, 15.
júlí sl. í nánd við landbúnaðar-
þorpið Chowchilla. Var þeim
skipað inn í vöruflutningabíla og
þeim síðan ekið alllanga leið til
klettagljúfurs, þar sem þau voru
látin faran ofan í flutningabíl,
sem grafinn hafði verið niður í
gljúfrið.
Þar urðu þau að dúsa þar til
þeim tóks að komast út 16
klukkustundum siðar.
Þrír ungir menn frá San
Francisco, James Schoenfeld og
bróðir hans Richard auk
Frederick Woods, voru
handteknir skömmu síðar og
sakaðir um mannrán þessi.