Dagblaðið - 12.11.1976, Qupperneq 17
í öllu eru nú haldin heimsmeistaramót:
Gat tottað pípu
sína á þriðja
klukkutíma og varð
heimsmeistari
Um helgina fór fram heims-
meistárakeppni í pípu-
reykingum í Tokíó. Shogo
Suzuki hlaut heimsmeistara-
tignina í þessari ,,göfugu“
íþrótt, en honum tókst að halda
pípunni sinni lifandi í tvo
klukkutíma, þrettán mínútur
og tuttugu og níu sekúndur.
Japönsk kona, Rei Ieikawa,
fjörutíu og sex ára gömul
saumakona, varð hlutskörpust í
kvennaflokki. Hún hélt sinni
pípu gangandi í eina klukku-
stund, tuttugu og fimm
mínútur og þrjátíu og fimm
sekúndur.
Sviss vann sveitakeppni á
mótinu en í henni tóku þátt 218
pípureykingamenn frá Bret-
landi, Frakklandi, Japan, Sviss
og Vestur-Þýzkalandi.
Þátttakendur fengu allir eins
pípur, þrjú grömm af tóbaki og
tvær eldspýtur. Fimm mínútur
til að f.vlla pípuna og tvær
mínútur til þess að kveikja í, og
síðan urðu þeir að halda lifandi
í pípunum, án þess að kveikja í
þeim aftur, eins lengi og fterl
var. -A.Bj.
DAtiBLAÐItí. F’ÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976.
Gott að eiga góð-
an feld til að
halda á sér hita
bregða sér í. Minkakápur hafa
löngum þótt hentugar til þess
að halda hita á kvenfólki, sem
hefur ekkert á móti því að vera
vel tilhaft!
Það eru til ýmsar aðferðir til
þess að komast yfir þessar eftir-
sóttu skjólflíkur, sem kosta
yfirleitt meira en venjulegt
fólk hefur efni á að leggja í
slíkar skjólflíkur.
Rithöfundurinn Lillian
Hellman, sem er sextíu og níu
ára gömul hefur orðið sér úti
um svona skjólflík. Hún notaði
sömu aðerð og þær Barbra
Streisand, Raquel Welsh og
Melina Mercouri. Hún lét taka
af sér myndir í kápunni góðu,
— sem kostar hvorki meira né
minna en 7 þúsund dali, eða
sem svarar tæplega 1,4 millj.
ísl. kr.
En hver myndi ekki vilja láta
mynda sig nokkrum sinnum í
slíkum eðalfeldi og fá svo að
eiga hann fyrir vikið?
A.Bj. ^
PQÖ
borgar sig
að selja
Vikana
Ný sölukeppni Vikunnar.
Meö 45 tbl. hófst ný sölukeppni hjá Vikunni.
Keppnin stendur til 53. tbl. sem er síðasta
tölublað á þessu ári.
Söluverðlaun eru fimm Hanimax vasamyndavélar
frá Myndiðjunni Ástþóri. Með vélunum fylgja
intercolor film^og flasskuþþur.
Verið með frá upphafi, því þá eru möguleikarnir mestir.
Hringið í síma 35320 og fáið föst söluhverfi.
Þegar vetrar og veður gerast
köld og válynd getur verið gott
að eiga hlýja flík til þess að
Rithöfundurinn Lillian
Hellman eignaðist loðfeld sinn
á sama hátt og ýmsar aðrar
frægar stjörnur.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!
Andlegt heilbrigði '
betra en þyrnum stráð
Hollywoodfrægð
segir Ava Gardner
„Eitt af því sem mér fellur
svo vel við að búa hérna í
London,“ sagði hin 53 ára
gamla fyrrverandi kynbomba
og kvikmyndaleikkona Ava
Gardner, „er að maður getur
farið út að labba með hundinn
sinn og enginn veitir manni
eftirtekt.“
Enginn, — nema þá ljós-
myndarinn sem smellti með-
fylgjandi mynd af dísinni, —
fyrrverandi. Hann heitir Ron
Galella og náði myndinni
snemma morguns í Hyde Park.
Nú veit sem sé allur heimur-
inn hvernig Ava Gardner lítur
út þegar hún fer í gönguferð
árla morguns.
Það hefur vaknað sú spurn-
ing hvers vegna hún hafi tekið
Knitbridge íbúðarkytru fram
yfir Hollywood og stjörnu-
frægðina.
„Mér finnst andlegt heil-
brigði meira virði en þyrnum
stráð Hollywood dvöl,“ segir
Ava Gardner, sem stundum
hefur verið talin meðal
fegurstu kvenna heims.
A.Bj.
Það er gott að labba úti með
hundinn sinn án þess að þurfa
að vera uppdubbuð, segir
Ava Gardner, en vissi ekki af
ljósmyndaranum.