Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976. Hjólhýsa- og vélbáta- eigendur Getum lekiö i geymslu til 1. mai nk. hjólhýsi, vélbáta og bií'reióar. Nýtt og gott hús i I-Iafnarfirði. Upplýsing- ar í sima 26113 og í sima 43317 milli kl. 5 og 7. Til sýnis og sölu á staðnum Fiat 124 Sport Coupé 1800 1973, ekinn 34 þús. km. Skipti koma til greina ó eldri bíl með milligjöf. ✓ Kópavogsbúar Leitið ekki langt yfir skammt. Allar nýlenduvörur með 10% lægri álagningu en heimilt er. Mjögódýregg, kr. 400,- kg Við erum í leiðinni að heiman og heim. VERZLUNIN KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640 Laust starf Staða forstöðumanns fjármáladeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Starfið felst í daglegri stjórn á fjármálum fyrirtækisins ásamt umsjón með viðskiptaskrif- stofu. Umsækjendur þurfa aö hafa starfs- reynslu og viðskiptafræðipróf eða hliðstæða menntun. Launakjör samkvæmt 24. launaflokki borgarstarfsmanna. Nánari upp- lýsingar um starfið gefur rafmagns- stjóri. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1976. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Blaöburðarbörn óskast á Akranesi GRUNDIR Uppl. í síma 2261 JwmBuuim Tillaga framsóknarmanna um sjónvarpið: TÍU PRÓSENT AF- NOT AGJALDS TIL DREIFIKERFIS „Nú hafa liðiö þrjú ár án þess að nokkuð hafi verið framkvæmt til að koma sjónvarpsefni til þeirra landsmanna sem hafa ekki aðstöðu til að veita þvi viðtöku og er það ekki vansalaust. Flutnings- menn telja að sú leið, sem hér er lagt til að farin verði, sé eðlilegri heldur en sú að sóa gjaldeyri með þvi að heimila innflutning litsjón- varpstækja i þvi trausti að toll- tekjur af þeim gætu staðið undir því að koma dreifikerfi um land allt.“ Svo segir i greinargerð fjögurra þingmanna Framsóknarflokksins sem leggja til að tiu af hundraði af afnotagjöldum sjónvarps verði varið til uppbyggingar á dreifi- kerfi sjónvarpsins. Skilyrði yrðu með þvi sköpuð til viðtöku sjón- varpsefnis á sem allra flestum heimilum á landinu og einnig á þeim fiskimiðum þar sem unnt er með viðráðanlegum kostnaði. Innheimt afnotagjöld sjónvarps i fyrra voru tæpar 400 milljónir. Flutningsmönnum hefði þótt rétt að verja af þeim 40 milljónum til uppbyggingar dreifikerfisins. Þeir telja að sjónvarpsgjöld þyrftu ekki að hækka verulega, þótt þessi ieið yrði farin, heldur mætti spara nokkuð á sumum lið- um i sjónvarpsrekstrinum. Fyrsti flutningsmaðíir er Páll Pétursson. HH Líknar- og menningarstarf aöventista er víðtækt: ^ ÞEIR STARFA NU í190 LÖNDUM og var á siðastliðnu ári varið um 3,700.000 dollurum (um 700 millj. isl. kr.) til þess starfs. „Við álitum það sk.vldu okkar sem kristinna manna að lina þjáningar þeirra sem eiga um sárt að binda i heim- inurn," sagði Pastor Wernick. Auk fyrrnefndrar aðstoðar veita hin ýmsu liknarfélög margs konar hjálp, svo sem með úthlutun fatn- aðar, matvæla og peninga til þeirra sem á þurfa að halda. Má nefna sem dæmi að á siðastiiönu ári úthlutuðu systrafélög safnað- arins hér á landi um 12.000 flik- um til um 2.400 einstaklinga og var það metið á um 1 milljón króna. Ennfremur var úthlutað matvælum og peningum fyrir um hálfa milljón króna. Til Græn- lands voru send á sl. ári um 2 tonn af fatnaði sem er útbýtt meðal innfæddra af starfsmönnum safn- aðarins þar. Sjöunda-dags aðventistar álita menntun einstaklingsins mjög mikilvæga. Þannig reka þeir um 50 æðri framhaidsskóla. 250 gagn- fræðaskóla og 3700 barnaskóla viðs vegar um heintinn. Bókaút- gáfa er einnig umfangsmikil og eru útgáfufyrirtækin alls um 50. Hér á landi eru aðventistar þekkt ir fyrir útgáfu sina á barnabókun- um, Sögurn Bibliunnar. sem nú eru komnar út i 5 bindum. og Rökkursögum sent út hafa verið gefnar um árabil. Má geta þess að 1. hefti af Siigum Bibliunnar eftir Arthur Maxwell hefur verið gefið út i um 9000 eintökum hér á landi sem sennilega er upplagsmet. llér á landi reka aðventistar 4 barnaskóla i Reykjavík, Keflavik, Vestmanne.vjum og Arnessýslu, auk gagnfræðaskóla að Hlíðardal i Ölfusi. Hefur hann starfað frá árinu 1950. Félagatalan hér á landi er, sam- kvæmt opinberum skýrslum, á sjöunda hundrað og eru alls sex söfnuðir starfandi í Reykjavik, Keflavík, Vestmannaeyjum, Arnessýslu, Skagaströnd og á Fáskrúðsfirði. Að sögn Pastor Wernick er það fólk af öllum kynþáttum og stéttum sem aðhyllist söfnuðinn. Milli 20 og 25 þúsund safnaðar- hópar eru i öllum heiminum og má finna fulltrúa i flestum lönd- um. Opinberlega starfar söfnuð- urinn i 190 löndum. Sums staðar er fremur erfitt um vik með út- breiðslustarf, svo sem i Sovétrikj- unum og öðrunt austantjaldslönd- um, og i Kina er kristin trú bönn- uð. Aðaláherzlan er lögð á boðun fagnaðarerindisins og trúin á Jesúm Krist sett efst á blað. Að- ventistar trúa, eins og nafnjð bendir til. á endurkomu Krists i eigin persónu og vænta hans skjótt. Lögmálið er talið sjálfsagð- ur hluti af boðskapnum og halda þeir' sjöunda daginn, laugardag- inn. sem hvildardag santkvæmt kertningum Bibliunnar Pastor Wernick var kjörinn varaforseti samtakanna árið 1975 á alheimsráðstefnu Sjöunda-dags aðventista i Vin. en áður hafði hann verið forstöðumaður safn- aða i fjórum fylkjum Bandarikj- anna. JB 1 söfnuði Sjöunda-dags aðvent- ista i heiminum eru nú 2,6 milljónir manna og hefur farið ört fjölgandi siðastliðin ár. Þrátt fyrir að starf safnaðarins hófst i Bandarikjunum árið 1863 eru að- eins um 20% þar i dag. Þetta kom fram á fundi sem Pastor Wernick. varaforseti Alheimssamtaka Sjö- unda-dags aðventista, hélt ásamt Sigurði Bjarnas.vni, forstöðu- manni safnaðarins hér á landi, f.vrir skömmu. Liknarstarí er stör þáttur i starfi safnaðarins.Rekur hann nú um 350 sjúkrahús og heilsugæzlu- stöðvar um allan heim. Sérstök áætlun er árlega ætluð þeim lönd- um sem hart verða úti vegna jarð- skjálfta, flóða eða hungursneyðar Flestir kannast vist við liarna- hókaflokkinn ..Sögur Bihliunn- ar“. sem Sjöunda-dags aðvenl- istar gefa út. en liklegl er að I. hindið hafiiui slegið upplagsniet. Það lieiu. icrið gefið ul i 9.000 eiulökuni hér a landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.