Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.11.1976, Blaðsíða 10
10 frjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaöið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Aöstoöarfróttastjori: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson. Bragi Sigurösson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Johanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Krigtín Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síöumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Skynsemi úr óvæntrí átt Það, sem fyrir aðeins tveim- ur árum þótti jafngilda guð- lasti, er nú orðið húsum hæft. Kenningar ritstjóra Dagblaðs- ins um landbúnaðarmál hafa nú verið teknar upp sem ein leið af þremur í skýrslu, er starfs- menn og stjórnarmenn Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda hafa ásamt nokkrum öðrum mönnum samið fyrir Rann- sóknaráð ríkisins. Samkvæmt þessari þróunarleið yrði fram- leiðslumagn landbúnaðarins takmarkað við innanlandsþarfir og stefnt að lágmarksmann- afla við landbúnað. Útflutningi kjöts og mjólkurvara yrði hætt og í staðinn fluttar inn landbunaðarafurðir í slöku árferði. Þessari niðurstöðu mætti ná meðnokkrum skipulögð- um aðgerðum. Hætta yrði stuðningi við útflutning land- búnaðarafurða. Gera yrði strangar fram- leiðsluáætlanir fyrir einstakar greinar, lands- hluta, héruð og jarðir. Fjárfesting, sem stefndi að aukinni hagræðingu, yrði studd á þeim svæðum og þeim búum, sem bezt skilyrði teldust hafa með tilliti til markaðar og fram- leiðsluaðstöðu. Bændur á jörðum, sem ekki teldust full- nægja skilyrðum um möguleika tilhagkvæms reksturs, yrðu styrkir til að hætta búrekstri. Jafnframt yrði dregið úr umsvifum vinnslu- stöðva landbúnaðarins, ef ekki fyndust fyrir þær ný verkefni. Höfundar skýrslunnar telja þetta mundu leiða til aukinnar tækni í landbúnaði og stækk- unar búa. Áðeins þyrfti 2000 bú til að anna framleiöslunni og er þá miðað við 1000 fjárbú með 490 fjár og 1000 kúabú með 30 mjólkur- kúm að meðaltali. Þetta jafngildir helmings fækkun býla á aðlögunartíma, sem höfundarnir meta á tíu ár. Þeir telja, að þetta mundi í fyrstu leiða til rekstrarörðugleika í landbúnaði, en um síðir til lægri framleiðslukostnaðar og hlutfallslega hærri tekna bænda, auk þess sem aðstaða þeirra til að ná hagstæðum verðlagssamningum mundi batna. Þessi stefna mundi að mati höfunda leiða til 30-40% fækkunar sauðfjár og tilsvarandi minnkunar álags á afrétti. Heildarfækkun þeirra, sem við landbúnað og vinnslu land- búnaðarafurða starfa, mundi nema 4000 mann- árum. Fækkunin yrði 6-7% á ári og kæmi hart niður á svæðum, sem nú þegar standa höllum fæti. En framleiðslan færðist til samfelldari héraða með góð búskaparskilyrði. Það kemur ekki fram í skýrslunni að auðvelt ætti að vera að útvega ný atvinnutækifæri fyrir 4000 manns í átthögum þeirra, ef framkvæmd- ar yrðu hugmyndir Kristjáns Friðrikssonar iönrekanda um auðlindaskatt í sjávarútvegi og um nýiðnað í strjálbýlinu. Höfundarnir benda á, að ofangreindum sam- drætti megi einnig ná með sveltistefnu, tak- mörkun lánsfjár, afnámi styrkja og út- flutningsbóta. Slíkur sparnaður mundi að sjálf- sögðu veita aukið svigrúm til að kosta ýmsar aðgerðir, sem fylgja þessari stefnu, svo sem greiðslur til bænda fyrir að hætta búskap. Það má því segja, aö ritstjóri Dagblaðsins hafi fengið stuðningsmenn úr óvæntri ált. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976. Japan og Efnahagsbandalagið: Minnka Japanir stórlega viðskipti sín við bandalagið? Ráðamenn innan Efnahags- bandalagsins eru sérlega ánægðir með þau áhrif, sem al- varleg aðvörun, er þeir hafa gefið Japönum um að minnka útflutnings sinn til landa bandalagsins, hefur haft. Síðan Japönum var gefin þessi aðvörun 16. nóvember sl. hafa ráðamenn innan iðnaðar í Japan reynt með öllum tiltæk- um ráðum að koma í veg fyrir iðnaðarstyrjöld milli ríkjanna. Forsætisráðherra Japans, Takeo Miki, hvatti ráðherra sína á föstudaginn var til þess að reyna að finna ráð til þess að minnka hallann á viðskiptum bandalagsríkjanna við Japan, en nú er talið, að hann nemi um 4.2 billjónum dollara. Talið er, að meðal þeirra aðgerða sem gripið verði til, sé samdráttur í skipasmiðum fyrir bandalagið og útflutningi bifreiða til Bret lands og kaup á mun stærri hluta af matvælum frá banda- lagsríkjunum. Þessar kröfur, sem gerðar eru af hálfu bandalagsins í ljósi þess, sem nefnt hefur verið frekjulegur ágangur utanríkis- verzlunar Japana, voru lagðar fyrir aðstoðarutanríkisráðherra Japans, Bunroku Yoshino af fulltrúa Efnahagsbandalagsins um utanríkismál, Finn Olav Gundelach. Gundelach tjáði Yoshino að ef ekki yrðu gerðar verulegar breytingar á utanríkisverzlun Japans, myndi það þýða ein- Finti Olav Gundelach setti Japónum úrslitakosti. hliða mótaðgerðir af hálfu bandalagsríkjanna, sem myndu skaða Japan fyrst og fremst. Sagði hann að málið myndi verða rætt á fundi æðstu manna bandalagsins 29. nóvem- ber nk. og hvatti Japani til að bregðast þannig við, að til þess- ara ráðstafana þyrfti ekki að grípa. Yoshino sagði, að Japanir myndu svara kröfun- um fyrir fundinn. En enda þótt flestir telji, að Japanir séu tilbúnir til að draga úr viðskiptum sínum við bandalagsríkin, eru uppi vangaveltur um það, hversu langt þeir geta hörfað í raun og veru. Sumir sérfræðingar banda- lagsins telja að vegna þess að kosningar eru i Japan 5. desem- ber nk. megi lengi deila um það hvað stjórn Mikis og flokkur hans, Frjálslyndir demókratar, getur látiö undan kröfum bandalagsríkjanna. Þeir segja, að Japanir hafi þegar látið í ljós vilja sinn til þess að draga úr skipasmíðum sínum fyrir Efnahagsbanda- lagið, en segja samt að hlutur þeirra verði of stór. Ríkisstjórnin í Tokyo hefur sagt, að Japanir muni ekki smíða meira en sex og hálfa milljón tonna árið 1980 eða því sem nemur tæpum helmingi skipa í heiminum fyrir það ár- ið, en samt er það álitið of mik- ið. Þá hafa Japanir sagt, að krafa Efnahagsbandalagsins þess efnis, að þeir haldi út- flutningshlutfalli sínu á bif- reiðum til Bretlands undir tíu prósentum sé óréttlát. Það er nú um 9.7%. Talsmaður viðskipta- ráðune.vtisins brezka hefur sagt, að hann vonist til þess að Japanir verði við kröfum bandalagsins vegna þess hve viðkvæmt málið sé. Til viðbótar þessu eru japönsk yfirvöld að kanna leið- ir til aukinna kaupa á matvör- um frá Efnahagsbandalaginu, þá sennilega með því að lækka tolla og ennfremur ætti endur- skoðun þeirra á reglugerðum um innflutning á bifreiðum að auka sölu á bifreiðum Efna- hagsbandalagsríkjanna i Japan. En aukning á kaupum Japana á vörum frá Efnahags- bandalagsríkjunum verður ekki gerð á einni nóttu og mun ekki hafa áhrif á viðskiptahall- ann í fyrstunni. Aukið vörustreymi til Japans er einnig háð efnahagslegum bata þar í landi og þar hljóða spár ráðamanna upp á að hann verði ekki eins góður og búizt var við og þar- með geti við- skipahallinn við útlönd ekki batnað. Það er því eftir að sjá, hvort ríkisstjórninni tekst að berja saman áætlun um aukin kaup á vörum auk annars, sem gengur að einhverju leyti til móts við þær kröfur, er settar verða fram á fundinum í næstu viku. Ráðamenn innan Efnahags- bandalagsins segja, að Gunde- lach hafi sett fram kröfur sínar á hárréttum tíma. Japanir höfðu sagt, að það væri ekki þeim að kenna, að þeir væru duglegir í viðskiptum, og höfðu ekki látið kvartanir ríkisstjórna bandalagsríkjanna á sig fá. Nú á þeim hins vegar að vera þungi krafnanna fullljós. Aðgerðirnar, sem Gundelach kynnti Japönum, voru lagðar fram eftir fjögurra daga viö- skiptaumræður í Brussel. Þá hafði farið vel á með aðilunum, Japanir höfðu samþykkt, að Efnahagsbandalagið héldi áfram að banna útflutning á stáli. En ekkert gekk né rak á öðrum sviöum viðskipta. Frá því að samtökin voru stofnuð hafa efnahags- og viðskiptasambönd milli þeirra og Japans aldrei verið í góðu lagi. Síðan árið 1970 hefur ver- ið reynt að koma á viðskipta- sambandi við Japan, en það hefur ekki tekizt, aðallega vegna ótta bandalagsríkjanna við flóð af japönskum vörum inn á markaðina. Þrátt fyrir það hafa viðskipti Japana við bandalagsríkin verið mjög blómleg. Síðasta árið sem Japanir voru sjálfir í halla. var árið 1967. Síðan hefur hagnaður þeirra aukizt jafnt og þétt, var um l.2 billjón dollarar árið 1973 og verður sennilega 4.2 billjónir á þessu ári. Bilainnflutningui Japarstil Rretlands hefur verið þarlenduni lengi mikill |nrnir i auguni. Þeir verða nú að stórtu innka pann innflutning sinn. ef þeir vilja ekki sieta liörðuiu < aruaraðgt , iiiiiu bandalags- ríkjanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.