Dagblaðið - 23.11.1976, Page 14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976.
Tveggja tíma
hljómleikar
með Peter
Frampton
— Ragnar Th.
skrifar frá
Gautaborg
Ragnar Th. Sigurðsson,
poppfréttamaður DB í Svíþjóð,
brá sér á tónleika með Gary
Wright og Peter Frampton 30.
október síðastliðinn. Frásögn
hans af iónleikunum fer hér á
eftir:
Einungis hálfur hljómleika-
salurinn i Scandinavium í
Gautaborg var notaður, er
hljómleikar Peter Frampton
og Gary Wright voru haldnir.
Þó að hér væri um heims-
þekkta menn að ræða var hálfi
salurinn samt ekki hálfur. Það
var EMA TELSTAR, sem hélt
hljómleikana og frétti ég eftir
á að fyrirtækið hefði tapað um
10.000 dollurum fyrir vikið
(um 1,9 millj. ísl. króna).
En snúum okkur nú að
hljómleikunum sjálfum. Gary
Wright kom fyrstur fram og
lék í rúman klukkutíma. Þrátt
fyrir heimsfrægð sína með lag-
inu Dream Weaver, virtist svo
sem hann væri litt þekktur
meðal áheyrenda í Scandinavi-
um, því að lítið var klappað í
salnum í byrjun.
Wright birtist á sviðinu
klæddur hvítir silki frá toppi
til táar og vakti mikla athygli
fyrir að heilsa á sænsku og
kynna lög sin á sama máli. I
lok hljómleikanna gaf hann þá
skýringu á þessari málakunn-
áttu sinni, að konan sín væri
sænsk og þess vegna væri
hann svona vel að sér.
Það var mjög nýstárlegt að
sjá Gary Wr-ight og hljómsveit
hans á. sviði, því að einungis
voru notuð fjögur hljómborð
og trommur við flutninginn.
Þar af lék Gary sjálfur á eitt
slikt sem hann hengdi um háls-
inn. Auk alls þessa stóðu tvær
stelpur uppi á litlum palli og
skóku sig í takt við tónlistina.
Væntanlega hafa þær gegnt
því hlutverki að skemmta
þeim, sem leiddist tónlistin, en
vildu ekki fara fyrr en Framp-
ton væri búinn að skemmta.
Um tónlist Gary Wright og
félaga hans er fremur lítið að
segja. Mér fannst þó tónlistin
vera allt of hávær miðað við,
hve rödd Garys var veik. Eg
var þó fræddur um það eftir á
af vitrum manni, að þetta ætti
að vera svona, því að þetta
væri stíll hans.
Þá tóku áhorfendur
við sér
Eftir að Gary Wright hafði
lokið sér af, kom 20-30 mín-
útna hlé. Loks kom hljóðstjóri
Abba, Ciaes af Geijerstam,
fram á sviðið og kynnti Peter
Frampton. Þá tóku áhorfendur
loksins við sér. Allir stóðu á
fætur og æptu, veinuðu og
klöppuðu fyrir honum. Að því
loknu settist hetjan niður og
söng eitt rólegt lag við kassa-
gítarundirleik. Þá skipti hann
um gítar og tók þrælgott leikið
lag, og síðan komu þau hvert
af öðru.
Þegar á tónleikana leið tók
PETER FRAMPTON. Tónlist hans á tveggja tíma hijómleikum í Gautaborg varð nokkuð
„seig“ í lokin. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson.
Frampton að ofnota Wah wah-
ið og tók hann til dæmis eitt
sóló með þvi, sem varð um það
bil 20 mínútur. Vegna þessarar
lengdar voru áhorfendur
orðnir hundleiðir í lokin. Ég
ræddi við Claes af Geijerstam
eftir hljómleikana og sagði
hann að honum hefði fundizt
Eftir áralanga baráttu fyrir frægð og frama náði Peter Frampton
ioksins takmarkinu með plötunni „Frampton Comes Alive.“
PLATA HANDA
PABBA 0G MÖMMU
Guðmundur Guðjonsson syngur lög eftir
Sigfús Halldórsson viA undirleik höfundar.
Útgefandi: Judas hf. (Jud. 005)
Upptökustjóri: Magnús Kjartansson
Upptökumaður: BöAvar GuAmundsson.
Prentun. pressun og skurAur: Soundtek inc.
New York.
A þessari plötu syrigur Guð-
mundur Guðjónsson 17 lög Sig-
fúsar Halldórssonar við ljóð
eftir ýmis ljóðskáld. Sum
þessara laga hef ég aldrei
heyrt áður, en önnur eru
gamlir kunningjar og flokk-
uðust til dægurlaga á sínum
tima. Þar á ég við lög eins og
Dagnýju, Tondeleyo og 1
grænum mó.
I sjálfu sér er ógjörningur
fyrir mig að fara að gagnrýna
siing lærðs óperusöngvara og
píanóleik tónskáldsins, — lil
|iess skortir mig alla þekkingu
á þessari tegund tónlistar.
Iiins vegar játa ég að mér
leiddist ekki á meðan ég
renndi yfir plötuna. En ég er
viss um að pabbi og mamma
hefðu haft helmingi meira
gaman af þessari tónlist.
Eitt eða öllu heldur tvö at-
riði stungu mig þó í eyrað. Það
var í laginu Dagný, þar sem
Sigfús gaf Guðmundi tóninn á
milli forspilsins og söngsins.
Aðrar kvartanir hef ég ekki
varðandi þá félaga. Hins vegar
kom það fyrir í byrjun þriggja
laga, að fyrsti pianótónninn
var bjagaður. Þennan galla
held ég að verði að skrifa á
reikning upptökumannsins,
sem hefur ekki sett upptöku-
bandið nógu fljótt í gang,
þegar upptakan hófst. Ef þessi
galli er einhverju öðru að
kenna þá væru upplýsingar
um það þakksamlega þegnar.
Þar með eru aðfinnslur
tónlistin verða of „seig“ í lok-
in.
Þáttur Peters Framptons í
þessum hljómleikum varð
rúmlega tveggja klukkustunda
langur. Það varð því um
þriggja og hálfs klukkutíma
dvöl hjá þeim, sem mættu tím-
anlega í Scandinavium.
Náði fyrst varanlegri
heimsfrœgð á þessu ári
Peter Frampton mun vera
orðinn 26 ára gamall. Hann
varð fyrst þekktur, er hann lék
með hljómsveitinni Herd og
síðar Humble Pie. Varanlega
heimsfrægð hlaut hann þó
ekki fyrr en plata hans,
Frampton Comes Alive, kom
út á þessu ári. Hún var í marga
mánuði í efsta sæti bandaríska
vinsældalistans og einnig náðu
tvö lög með honum mjög
miklum vinsældum. Þau eru
Show Me The Way og Baby I
Love Your Way. Allar hafa
þessar plötur selzt í milljónum
upplaga. .
í sænskum blöðum var skýrt
frá því eftir hljómleikana, að
Peter Frampton hafi grætt um
250 milljónir sænskra króna á
þessu ári og því síðasta (ca 11
milljarða ísl. kr.). Er hann
kom fram í Madison Square
Garden í New York fyrir
nokkru sló hann fyrri met
þeirra Eltons John og Elvis
Presley. Þá var einnig sagt, að
hann ætti aðsóknarmetið i
Madison, þó að ég selji það
ekki dýrara en ég keypti.
-RThS/ÁT-
GARY WRIGHT. Mesta
athygli vakti að hijóðfæri i
hljómsveit hans voru aðeins
fjögur hljómborð og trommur.
Gary lék sjálfur á eitt
borðanna, sem hékk framan á
honum.
mínar um plötu Guðmundar og
Sigfúsar upp taldar. Ég spái
því, að þessi plata eigi eftir að
seljast hægt og jafnt en þó vel í
framtíðinni. Ég yrði illa svik-
inn ef ég sæi ekki einhvern
kaupa plötuna að tíu árum
liðnum, — og er það ekki þá,
sem það kemur til álita hvort
tónlistin á henni sé sígild.
-ÁT-