Dagblaðið - 23.11.1976, Page 15

Dagblaðið - 23.11.1976, Page 15
U.BLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23JVOVEMBKR 1976. 15 Hárið er mesta prýði konunnar eff það er vel snyrt Nokkur góð ráð ef þú vilt spreyta þig á heimahár- greiðslu Sagt er að hárið sé mesta prýði konunnar, en það er lítil prýði að illa hirtu hári og því ber öllum, bæði konum og körl- um að kappkosta að hafa hárið sem snyrtilegast. Það er auð- vitað bæði heilmikill kostnaður því samfara og heilmikil fyrir- höfn. Auðvitað misjafnlega mikill, því sumir hafa „gott“ hár, sem auðvelt er að eiga við. Aðrir eiga í sífelldu striði við hár sitt, það getur verið bæði fíngert og „liflaust" Fyrsta skilyrðið fyrir þvi að hárið líti vel út er að það sé vel klippt og hreint. Þannig hár er líka hægt að leggja sjálfur heima fyrir með betri árangri en það sem er illa klippt. Til þess að geta lagað sjálfur hár sitt þarf 6- neitanlega að eiga ákveðna hluti. Góða hárbursta og hár- þurrkur. Nú eru til í verzlunum hér handhárþurrkur sem eru notaðar til þess að blása hárið með, og þá ber að athuga að slíkar þurrkur þurfa að vera kraftmiklar til þess að þær komi að einhverju gagni. Að sjálfsögðu er einnig nauðsyn- legt að kunna ákveðin hand- tök. Ráðlegt er að láta setja svokallað slétt permanent í hár- ið, sérstaklega ef hárið er alveg rennislétt og lint. Permanentið gefur hárinu ,,lyftingu“. Þegar hárið hefur verið þvegið á að byrja á því að greiða það með grófri greiðu eins og það á að leggjast og þurrka það næstum þvi alveg. Síðan er byrjað á blæstrinumog allt hárið blásið í öfuga átt til að byrja með, það gefur því meira líf. Það á aðeins að blása lítinn hluta af hárinu í einu og gott er að skipta hárinu og halda því i skefjum með klipsum. Byrjið alltaf að blása upp við hárrótina og neðst í hnakkanum. Gætið þess að hárendarnir liggi í sömu átt og hárið á að liggia. Ef notaðir eru hringburstar gætið þá vel að því að vefja hárinu vandlega utan um burst- ann. Þegar blása á stutt hár er bezt að þurrka niðri við rótina fyrst og að höfðinu, en gætið þess að endarnir visl í þá átt sem hárið á að liggja. Skiptið hárinu og blásið aðeins lítinn hluta af hárinu í einu, byrjið neðst i hnakkanum. Til þess að „lyfta“ hárinu frá hvirflinum, þá notið hring- bursta í sömu átt og örin vísar, þétt að hársverðinum. Það kostar peninga að vera vel greidd — en það þarf líka leikni til að geta lagað hárið heima fyrir C Árlegur kostnaður við vikulega lagningu og það sem með þarf: Rúmlega áttatíu þúsund kr. Það kostar auðvitað heil- mikið í dýrtíðinni hjá okkur að eignast þau tæki sem nauðsynleg eru til þess að geta lagað hárið heima fyrir, þurrku bursta og jafnvel hitarúllur. En það kostar einnig fé að fara á hárgreiðslustofu og lík- lega fljótt að borga sig að kaupa eigin tól. En ákveðna hluti er ekki hægt að gera í heima- húsum, eins og t.d. að klippa hárið og setja í það permanent. Það er alltaf varhugavert að gera tilraunir með heimaper- manent, nema hafa sér- fræðilega aðstoð að einhverju leyti. Til gamans höfðum við samband við verðlagsstjóra og hann gaf okkur upp verð á þeirri þjónustu sem látin er í té á hárgreiðslustofnunum: Klipping: Hárið sært: 320 kr., sérstök klipping: 490 kr„ form- klipping með skærum . 715 kr. Lagning: Daggreiðsla (ótúperuð): 550 kr., samkvæmislagning: 720 kr„ millisítt hár:840 kr.. sítt hár: 920 kr. Greiðsla eftir lagningu: Stutt hár: 190 kr., sítt hár: 275 kr. Þvottur: 300 kr. Sérstök hórþurrkun: 70 kr. Lakk: 50 kr. Blóstur: Sítt hár: 1050 kr., stutt hár: 840 kr. Permanent: Kalt olíupermanent í sítt hár án lagningar 2350 kr; stutt hár: 1885 kr. Kostnaður á ári: Samkvæmt upplýsingum hár- greiðslukonu er nauðsynlegt að láta klippa hárið ekki sjaldnar en á tveggja mánaða fresti. Permanent er nauðsynlegt að fá ekki sjaldnar en á þriggja til f jögurra mánaða fresti. Ef við tökum dæmi um konu sem er með stutt hár og fer í lagningu einu sinni í viku kost- ar lagningin: þvottur (300), lagning (840), greiðsla (190) og lakk (50), samtals kr. 1380. Það gerir 71.760 kr. yfir árið. Nauðsynlegt er að fara í klippingu á tveggja mánaða fresti og kostar formklipping með skærum (sem er líklega sú algengasta ) kr. 715, það gerir 4290 á ári. Permanent i stutt hár kostar 1885 og er æskileg- ast að fá það þrisvar sinnum á ári, samtals 5655 kr. Þetta gerir 81.705 kr. Ef hins vegar er fenginn blástur í stað lagningarinnar breytist dæmið örlítið, því blástur á stuttu hári kostar 840 kr. Klipping, permanent. þvott- ur og lakk-kostnaðurinn er sá sami og verður því kostnaðurinn yfir árið 71.825 kr. Tœkin kosta einnig peninga Til þess að geta blásið hárið heima fyrir þarf að eiga góða handþurrku. Til eru þurrkur sem eru 500 vött og þær kosta 4650 kr. — Einnig eru til hjálmar sem eru hentugir ef venjulegar hárrúllur eru notaðar í blautt hárið. Þeir kosta um 11-12 þúsund kr. Auðvitað er ekki nóg að kaupa sér þurrku, því nokkur fingrafimi er einnig nauðsynleg Þá er líka nauðsynlegt að fara í klippinguna, sem kostar 4290 kr. á ári og permanentið sem kostar 5655 á ári, sem gerir sajptals 9945 kr. Ef við bætum svo handþurrkunni við gerir það 14.595 kr. Næsta ár á eftir verður mun ódýrara eða sem svarar þurrkuverðinu, því gera má ráð fyrir að þurrkan sé nothæf í nokkur ár. — Hins vegar breytist þessi tala ef hjálmþurrkan er keypt og verður rúmlega tuttugu þúsund. -A.Bj. S| Gætið þess vandlega að láta þurrkuna ekki blása of nærri hársverðinum. Sýnið einnig sérstaka varúð ef hárið er litað eða ef það hefur verið sléttað. Ef þér gengur illa að hand- fjatla þurrkuna og burstann samtímis reyndu þá að snúa þér frá speglinum og athugaðu hvort þú finnur ekki betur á þér hvernig á að gera þetta án þess að horfa á það í speglinum. Láttu ekki hugfallast þótt blásturinn takist ekki mjög vel í fyrstu. Þú getur reynt að spyrja hárgreiðslukonuna þina hvernig þú átt að fara að og reyna .slðan að fara nákvæm- lega eftir því sem hún segir. En hafðu hugfast að þegar hárið er blásið og lagt með bursta er það heilmikill vandi og það sem tekur hárgreiðslu- konuna þína ekki nema 45 mínútur getur tekið þig 90 mínútur eða meira. Ef hárið er rétt klippt, ættirðu að geta blásið það þannig að einhver mynd verði á því. Bezta klippingin eroftastsú sem er sem næst því að hárið falli sem eðlilegast. Það getur verið mjög erfitt að fá hárið til þess að sitja fallega í „öfuga“ átt við það sem því er eðlileg- ast. Þegar lokið er við blásturinn og hárið situr I réttum skorðum, er nauðsynlegt að sprauta lakki yfir meistara- verkið. ■A.Bj. Ef þú ætlar að halda hárinu í góðu formi ’ er nauðsynlegt að eignast a.m.k. þrjár stærðir af hringburstum. 50-100 kr. Allt b.vggist á þvi að hárið sé vel klippt. Það er nauðs.vnlegt að eiga grófa greiðu til þess að greiða niður úr blautu hárinu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.