Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 24
.......... Deilt um ofnafyrirtæki meðan beðið er eftir skiptum bús: HJONIAUGLYSINGA- STRÍÐI í DAGBLABI Búskipti á búi hjóna, sem bæði voru stofnendur og eig- endur að þjóðkunnu ofnaframleiðslufyrirtæki, Runtal-ofnum hf., hafa nú tekið nokkuð á fjórða ár fyrir skipta- réttinum. Að undanförnu hafa biFzt auglýsingar frá hjónunum hvoru í sínu lagi, sem bera greinileg merki þeirra vand- kvæða sem risið hafa vegna þeirrar óljósu stöðu sem ólokin skipti skipa þeim í. Það skal tekið fram að um flesta hluti sem varða búskiptin hefur verið deilt. Hefur komið í hlut Hæstaréttar að taka afstöðu til sumra þeirra. Meðal annars reis deila umþað, hvort eiginmaðurinn ætti persónu- lega framleiðslurétt samkvæmt samningum við erlendan einka- leyfiseiganda. Hélt maðurinn því fram. Hæstiréttur dæmdi þannig, að sá réttur væri ekki einkaeign hans. Þá hefur það borið til tíðinda, að konan krafðist þess, að skiptaráðandi viki sæti. Með úrskurði var ekki orðið við þeirri kröfu. Var sá úrskurður kærður til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn og féllst þannig ekki á kröfuna um að skipta- ráðandi viki sæti. Nú hefur bóndinn í búinu auglýst að hann reki iðnfyrir- tæki í Reykjavík undir nafninu Runtal-ofnar. í framhaldi af því hefur konan, sem er fram- kvæmdastjóri dótturfyrir- tækisins, Ofnasmiðju Norður- lands hf., nú birt auglýsingu þar sem meðal annars segir: Um það er ekki að ræða að Ofnasmiðju Norðurlands hf. skorti réttindi til að framleiða þá ofna sem hún hefur á boð- stólum. Áðurnefnd tilkynning (þ.e. auglýsingin um einka- fyrirtæki bóndans) Birgis, er gefin í fullkomnu heimildar- leysi af minni hálfu og er byggð á algerum misskilningi og röng- um forsendum. BS. wÆ ■ f ’•*? dB &&&**> 4 m. Rabb í skamm- degi .Mér skilst, að nú séu þeir búnir að taka enn eirin fyrir Geirfinnsmál, þeir ætla að hækka rafmagnsverð um 25%, borhola nr. 5 við Kröflu er ónýt, þeir semja sennilega við Bretana um síðasta beinið hér við land, og ofan á allt bætist að það er ekki nema mánuður til jóla. Eigum við ekki að fá okkur aftur í bollann, ha?...“ Arni Páll tók þessa mynd á kaffihúsi í borginni nú fyrir skömmu. Féll útbyrðis af Karlsefni Er togarinnKarlsefm ar á. heimleið úr rannsóknar- leiðangri á vegum Hafrannsóknastofnunar- innar í síðustu viku varð það slys að Guðmundur Elí Guðmundsson, rúmlega þri- tugur maður frá Súganda- firði, féll útb.vrðis og drukknaði! Var skipinu snúið við er Guðmundur kom ekki á vakt kl. 4 um nóttina og leitað, en það bar engan árangur. Guðmundur var ókvænt- u r. -IIP. Húsnæði Bifreiðaeftirlitsins að Bflds- höfða 8 stendur ónotað frá því í fyrra „Það er verið að vinna í húsinu núna en ennþá vantar mikið á að við getum flutt,“ sagði Guðni Karlsson forstöðu- maður Bifreiðaeftirlits ríkisins í viðtali við Dagblaðið um hina nýju aðstöðu eftirlitsins við Bíldalshöfða 8. „Fjárveiting til okkar á fjárlögum fyrir þetta ár var 18-19 milljónir en það nægir ekki nema fyrir helmingi af því sem við þurfum að láta gera þarna.“ Bifreiðaeftirlitið tök húsnæði þetta á leigu fyrir rúmu ári og er ætlunin að þangað verði flutt öll starfsemi þess, nema skoðunina sjálf. Hefur húsið þvi staðið þarna í fullri leigu frá því í f.vrra en ennþá hefur því ekki verið komið í nothæft ástand. „Við erum að vísu ekki búnir að fá afhent nema skrifstofu- húsnæði sjálft en fdum af- ganginn af húsinu fljótlega," sagði Guðni ennfremur. „Von- umst við eðlilega eftir nægilegri fjárveitingu til fram- kvæmdanna á næsta ári, svo að við getum tekið húsið í fulla notkun." -HP. Hve hagstæður er SÍS-samningurinn? VERDIÐ TIL SOVÉTRÍKJANNA ÞRIÐJUNGILÆGRA Verð á fatnaðinum, sem Sam- bandið selur til Sovétríkjanna,, samkvæmt síðasta samningi, er þriðjungi lægra en verð sem fæst á vestrænum mörkuðum fyrir fatnað héðan. Sé reiknað í þunga, fer kílóið til Sovétríkjanna á 4000 krónur, en verðið á vestrænum mörkuðum er 6000 krónur. „Þetta er í rauninni allt önnur vara,“ sagði Andrés Þorvarðar- son, fulltrúi SlS, sem annast Austur-Evrópuviðskipti, í viðtali við blaðið í morgun. „Hærra verðið á við, þegar selt er í nokkrum hundruðum stykkja og mörgum gerðum, lítið magn. Okkar verð á við sölu á nokkrum gerðum í tugum þúsunda stykkja. Þetta eru yfirleitt peysur eða þannig flíkur. sem við seljum ófóðraðar. Þetta er allt vélprjónað og ekki mikil vinna. Verðið er ekki síðra en við faum á vest- rænum mörkuðum. miðað við þetta. Við fáum-enga styrki til þessa útflutnings." Andrés sagði að samningarnir við Sovétmenn væru upp á 1200 milljónir fyrir næsta ár. Þeir hefðu verið fyrir um 800 milljónir á þessu ári. -HH Talstöðvum stolið úr bflum í morgun klukkan rúmlega hálf álta var tilkynm til lögreglunnar i Arbæ að hrotizi tu-fði verið inn i tvo sementsflutnineabila þar sem þeir stóðu við afgreiðslu ! Sem- entsverksmiðjunnar á Sævar- höfða. Stolið hal'ði verið tal- stöðvum úr bílunum. Eitthvað hefur verið um að tal- stöðvum hafi verið stolið úr bílum undanfarið. Eru þessar talstöðvar dýr tæki sem erfitt getur verið að ná í, en þær eru allar skráðar hjá I.andssimanum, þannig að erfitt frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 23. NOy. 1976 Ók af slys- stað fram- rúðulaus — skildi fola eftir helsærðan eftir árekstur Ekið var á briggja vetra gamlan fola á veginum skammt utan við Búðareyrarkauptún við Reyðar- fjörð um kl. 2 aðfaranótt laugardags. Var komið að hrossinu helsærðu skömmu eftir þann tíma en sá er á hrossið ók hvarf af slysstað án þess að láta vita um slysið. Ekki var brotthlaup öku- mannsins af þeim sökum að hann hefði ekki orðið slyssins var, því á slysstað var framrúðan brotin og ýmislegt annað úr bílnum. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu- manns á Búðareyri þykir ljóst að hrossið hafi kastazt upp á bílinn og e.t.v. yfir hann, eða dregizt með honum um 20 metra leið. Dýralæknir var kvaddur til frá Egilsstöðum og taldi hann folann liryggbrotinn auk fleiri meiðsla vg var hrossið aflífað. Leit var síðan hafin að fram- rúðulausum bíl en hún bar ekki árangur. Á sunnudagsmorgun gaf ökumaður sig fram. Kvaðst hann hafa fengið taugaáfall. Ekki .vildi hann viðurkenna að um ölvun hefði verið að ræða við aksturinn, en blóðsýni var tekið og málið verður sent Boga Nílssyni sýslu- manni á Eskifirði. -ASt. Slysalaus umferð í fyrsta snjónum á Akureyri Þegar Akureyringar vöknuðu í morgun var þar snjór yfir öllu. Ekki var þó kalt heldur mjög milt veður. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var nokkur hálka á götunum en umferð hafði þó gengið slysalaust. Búizt var við að aftur yrði orðið autt á Akureyri þegar liði á daginn, því hiti yar vaxandi. -A.Bj. Háskóla- ráðskosn- ingar á morgun Tveir fulltrúar stúdenta verða kosnir í háskólaráð á morgun. Nú sitja tveir full- trúar stúdenta í ráðinu, en með kosningunum á morgun verður þeim fjölgað í fjóra. Þar með öðlast stúdentar lið- lega fjórðung atkvæða í há- skólaráði. I framboði eru tveir listar og eru þeir bornir fram í nafni Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og vinstri manna. Lítill áróður hefur verið rekinn innan skólans til þessa en það breytist væntanlega í dag eða á morgun. Kjörfundur verður haldinn í hátíðasal Háskól- ans. Kjörfundur er opinn frá klukkan 9 á miðvikudags- morgun 24. nóvember til klukkari 18 um kvöldið. ætti að vera um vtk að selja stolnar talstöðvar. Fólk ætti að vera á verði ef talstöðvar eru boðnár til kaups á „frjálsum" markaði. því sennilegt er að um stolna muni sé að ræða. A.Bj,

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.