Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 3
DACBl.AÐH). KOSTUDACUK 17. DKSKMBKK 197(>.
3
MALA GULL
um nefndum on fá þannifj
kaup, frádrátt til skatts og
önnur hlunnindi.
•Taliö er að meiripartur
þjóðarinnar muni vera þessu
málí samþykkur. Samstaða um
þetta mál þarf að vera algjör
fyrir næstu kosningar, þetta er
lífshaRsmunamál lands-
bygg'ðarinnar. betri samgöngur.
Við reyndum það í þorska-
stríðinu að Nató vill ekkert
fyrir okkur gera og vörn af
þeirra hendi er ekki til. þar
sem þeir komast ekkert um
landiö vegna samgönguerfið-
leika og ástands flugvalla sem
áður var minnzt á.
SkoðanaKónnun sem gerö var
í Húnavatnssýslu, sýndi að 185
manns af 200 voru meðmæltir
því aö Nató greiddi fyrir
aðstiiðu sína. Þið getið gert hjá
ykkur kannanir. Við þurfum að
sýna hvítflibbaforingjunum í
Reykjavík það, að það erum við
sem getum sagt þeim fyrir
verkum, en ekki öfugt.
Raddir
lesenda
Hringið
i síma
83322
milli
kl. 13-15
eða skrifið
Að vinna eins
og skepna
til þess að tóra
Kristín Ó. skrifar:
í Þjóðviljanum fyrir nokkru
mátti lesa þessa klausu: („Lítið
fer fyrir verðskyni almenn-
ings“ var fyrirsögnin). „Ólafur
Jóhannesson viðskiptaráðherra
tók næstur til máls og sagði aó
það væri vissulega ekki ofmælt
að hér væri um málefni að ræða
sem varðaði alian almenning.
Þess vegna væri ástæða til að
hann f.vlgdist betur með og
hefði meira’ verðsk.vn. En því
miöur hefur í reynd farið lítið
fyrir því, sagði ráðherrann."
Eg get ekki orða bundizt þeg-
ar ég les svona yfirlýsingar frá
ráðamönnum þjóðarinnar. Vel
á minnst, hvað er almenning-
ur? Eg held að það sé fólk sem
þárf að kaupa vörur. Eg vildi
nú bara kalla það fólkið í land-
„Lítið fer fvrir verðskyni almennings" var fyrirsogn grem-
arinnar sem Kristín vitnar i.
jpjpjj M,|Mn ulWmk % if far^ v
3. . .... jJ!-, . ÆmjiÆ nm
Er eitthvað betra
að horfa á dráps-
myndir í bíó?
Undrandi sonur skrifar:
Fimmtudaginn 9. des. birtist
lesendabréf eftir undrandi
föður. Þessi gamaldags undr-
andi faðir var að hneykslast á
leikritinu Sólarferð sem er
verið að sýna í Þjóðleikhúsinu.
í grein sinni segir hann:
.Heldur urðum við hjónin fyrir
vonbrigðum með það, að sjálft
Þjóðieikhúsið skuli nú vera
komið á það lága stig, að byggja
afkomu sina á lélegu kiámi og
útþynntum bröndurum." Og
seinna í greininni segir: „Það
sem mér ofbýður mest, er það
að nú er búið að bjóða þessa
sýningu fram sem skóla-
sýningu. Til hvers eiga börnin
að sitja yfir einhverju klám-
þrugli í Þjóðleikhúsinu?"
Já, ég er aldeilis hissa sonur
á þessum „föður". Þetta klám
eða réttara sagt voðalega
klám, sem maðurinn er að tala
um, sá ég ekki í þessu leikriti.
Það kom að vísu fram nakinn
kvenmaður, en varla hefur liðið
yfir blessuð börnin við að sjá
hana-og er það ekkert klám. Áð
mínum dómi er þetta leikrit
bráðfvndið og upplífgandi í
skammdeginú.
Maðurinn (faðirinn)
hne.vkslast ekkert á þvi þótt
krakkarnir, já jafnvel
krakkarnir hans fari í bíó
tvisvar tii þrisvar í viku og sjái
eitt til tvö þúsund morð framin
á ýmsa vegu.
Clóðar og fræðandi klárn-
myndir eiga meira erindi í sam-
komuhús okkar en allar þessar
viðbjóðslegu dráps- og
hryllingsm.vndir.
Vinsamleg tilmæli:
ÁVÍSANAHEFTI í
ÖLLUM BÖNKUM!
Anna skrifar:
„Það væri fróðlegt að vita
hve mafgir bankar, útibú og
sparisjóðir eru orðnir í Reykja-
vík. Það er örugglega há tala.
Þjónusta þessara stofnana er
líka alveg ágæt. a.m.k. í flestum
tilvikum.
Þó væri mjög til bóta ef þeir
vildu breyta einu til batnaðar.
Ef maður á ávísanareikning í
einhverjum banka eða útibúi,
ætti maður að geta fengið
ávísanahefti í hvaða banka
Dg/eða útibúi (sömu stofnunar,
vitaskuld). Ef maður skiptir
t.d við I.andsbankann á Lauga-
vegi 7, ætti ekki að vera
nauðsynlegt að fara þangað til
þess að ná sér í nýtt hefti.
Það er hægi ao leggja ínn á
ávísanareikning sinn í hvaða
banka sem er, sem er ekki
ósvipaðs/eðlis.
Vonandi sjá rorraoamenn
bankanna þessi tilmæli og taka
upp þessa þjónustu. Það er
einn banki sem veitir hana
a.m.k. að nokkru leyti. Ef þú átt
ávisanareikning I aðalbanka
Verzlunarbankans, er hægt að
kaupa ávísanahefti I útibúinu i
Umferðarmiðstöðinni."
inu. En það er ekki hægt að
flagga því framan i fólk að það
hafi ekkert verðskyn og það sé
þess vegna, þvi miður. að hlut-
irnir kosti það sent þeir kosta.
Eg held að innkaupaferðir
fólks til Olasgow og London
beri nú vitni um annað. Eg tel
það talsvert á sig lagt til að fá
ódýrari vöru. En hvað geta hin-
ir gert sem ekki geta farið? Jú,
þeir neyðast til að kaupa hérna
heima og verða því bara að láta
sér nægja minna. En við erum
haldin þeim metnaði að reyna
að verða okkur úti um hlutina,
hvað sem við verðum að leggja
á okkur, annað myndi sýnast
vesaldómur. Hversu mikið
verðskyn sem við höfum, þá
lækkar það ekki vöruverðið.
En hvernig væri að þessir
góðu menn sem við höfum haf-
ið upp í þann sess að stjórna
málum okkar sýni og sanni sitt
verðskyn. með því að hreyfa
svolítið við þessum málum? Þá
gæti verið að fólkið í landinu
hefði í sig og á án þess að vinna
eins og skepnur.
Gránufélagsgötu 4 ■ Ráðhústorgl 3
Spurning
dagsins
Nœgir ellistyrkurinn þér til
framfœris?
Bjartmar Guðmundsson. Nei, alls
ekki. Það lifir enginn af honum,
ég veit ekki hvernig þeir fara að
sem hafa ekki skjól hjá
ættingjum.
Soffía Sigurðardóttir. Ef ég spara
óskaplega mikið þá nægir hann
næstum fyrir nauðsynjum, en þá
reikna ég ekki með húsnæði og
öðrum föstum útgjöldum t.d.
síma.
Hallgrímur Ölafsson. Ég er mikið
hjá börnum mínum svo ég bý ekki
við skort, en það gera þeir
örugglega sem engan eiga að. Það
er langt í land með að þessi
upphæð dugi.
Sigríður Jóhannsdottir. Ég bý hjá
ættingja svo minn styrkur nægir
f.vrir það nauðsynlegasta. Annars
er allt orðið svo dýrt að maður er
alveg hættur að f.vlgjast með.
Elín Jóelsdóttir. Það er langt frá
því. ég fæ um 22 þúsund á mánuði
og það sér hver niaður að þao
nægir engan veginn til að fram-
i'æra einn niann á mánuði.
Iiolga Mgurðardóttir. Nei,
húsmeði er reiknað með. Það er
langt l'rá því að endar nái saman.
Fólk verður að fá aðstoð frá
:ettingjum.