Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976. CHíuverð hækkar um 15% til 1. júlí 1977 — Sádi-Arabía og Sameinuöu Arabalýðveldin hækka um aöeins 5% Myndin er frá flugvellinum í Doha i Qatar. þar sem OPEC-fundi er að l.júka. Arabinn á myndinni telur öruggara að vera með sínar eigin olíubirgðir og treysta ekki um of á vísar niðurstöður leiðtoganna. Ellefu af þrettán aðildar- rikjum OPEC, samtaka olíuút- flutningsríkja munu hækka olíuverð sitt um 10% frá og með 1. janúar og aftur um 5% frá 1. júií á næsta ári. Valentin Hernandez, olíu- málaráðherra Venezuela, staðfesti í morgun að samkomu- lag hefði orðið um síðari hækkunina jafnframt þeirri fyrri. Ráðherrann sagði þó að Sádi-Arabar — mestu olíuút- flytjendur heims, er barizt hafa fyrir sex mánaða veróstöðvun á olíu — og Sameinuðu Arabalýð- veldin myndu aðeins hækka sína vöru um 5%. Ekki er ljóst til hvaða ráða þessi tvö ríki grípa þegar bilið á milli þeirra og annarra aðildar ríkja OPEC breikkar enn í júlí á næsta ári. I fréttum frá Brussel segir að Efnahagsbandalag Evrópu muni verða mun verr úti en Bandaríkin vegna þessarar tvi- skiptu hækkunar. Claude Cheysson, sem sæti á í framkvæmdanefnd EBE, sagði á fundi með fréttamönn- um í Brussel í morgun, að Bandaríkjamenn hefðu að undanförnu aukið mjög á inn- flutning olíu frá Sádi-Arabíu og Sameinuðu Araba- lýðveldunum. Aftur á móti hefði olíu- innflutningur aðildarríkja Efnahagsbandalagsins frá þess- um tveimur ríkjum dregizt mik- ið saman og væri bandalagið mjög upp á önnur OPEC-ríki komin, sagði Cheyssoh. Þau ætluðu öll að hækka um tíu af hundraði um áramót og síðan önnur fimm í júlí , eins og áður segir. Spánn: Veröur föngunum 15 sleppt fyrir kl. 24? Spánska ríkisstjórnin, sem enn er í sigurvimu vegna úrslita þjóð- aratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrárumbætur, þarf í dag að taka afstöðu til krafna mann- ræningja, sem hótað hafa að taka einn af hæstsettu embættismönn- um stjórnarinnar af lífi. Vinstrisinnaðir ræningjar Antonio Maria de Oriol y Urquijo, forseta ráðgjafanefndar stjórnar- innar, hafa hótað að myrða hann láti stjórnin ekki fimmtán póli- tíska fanga iausa fyrir miðnætti. Ræningjarnir hafa krafizt þess að fangarnir verði fluttir flugleið- is til Alsír. Sendiherra Alsír á Spáni átti í gær fund með utan- ríkisráðherra Spánar. Marcelino Oreja. Talið er að þeir hafi rætt möguleikana á því að senda fang- ana fimmtán úr landi. Antonio Maria de Oriol yUrquijo. forseti ráðgjafanefndar spánsku st.jórnarinnar. Gilmore er að komast til meðvitundará ný Gar.v Mark Gilmore fa-r ekki að deyja. Gary Gilmore, dauðadæmi morðinginn í Utah. var enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í morgun eftir að hafa gert aðra tilraun i gær til aö svipta sig 1-ífi. í gær var liðinn mánuður síðan Gilmore revndi fyrst að stytta sér aldur. Talsmenn sjúkrahússins segja þó að búizt sé við að Gil- moré fái fneðv, uud á ný áður en lungt um líour og uð heilsa hans sé eins góð og hægt sé að búas við. Gilmore, sem er 36 ára, tók stóran skammt af svefnlyfjum i fangaklefa sinum í gær, daginn eftir að sýsludómari ákvað að aftakan sk.vldi fara fram 17. janúar á næsta ári. Hinn dauðadæmdi kvað ástæðulaust að fresta aftökunni rétt einu sinni. og sakaði dómarann um að sýna „siðferðislegt hugleysi". Vinstúlka Gilmores. sem reyndi að fremja sjálfsntorð um leið og hann fyrir mánuði síðan, er undir strangri öryggis- gæzlu á geösjúkrahúsi. Ekki er' talið að þau fái að hittast í bráð — og er þá miöaö við að Gilmore endurheimti heilsu sina. Rannsókn fer nú l'rain á þvi hvernig Gilmore hel'ur komizt yfir svefnlyfin. sem hann tók inn i gær. Erlendar fréttir ÓMAR VALDIMARSSON [ REUTER j Miki hættir á aöfanga- dag Takeo Miki ræðir við frétta- menn eftir tapið í kosningun- um á dögunum. Takeo Miki, forsætisráð^ herra Japans, tilkynnti form-‘ lega í morgun að hann hygð- ist segja af sér og láta af störf- um sem leiðtogi hins niðurlægða Frjálslynda Iýðt ræðisflokks, sem nú situr við stjórn í landinu. Talsmaður Mikis sagði í morgun að hann hefði sent for- ystumönnum flokksins bréf, þar sem hann segðist segja af sér og taka á sig ábyrgðina af tapi flokksins í kosningunum 5. desember sl. Talið er að Miki láti form- lega af störfum á aðfangadag, þegar aukaþing kemur samani til að velja eftirmann hans.1 Líklegt þykir að það verði fyrr- um aðstoðarforsætisráðherra landsins, Takeo Fukuda, sem er 71 árs, tveimur árum eldrí en Miki. 230 særðust i spreng- ingunni á Bagdað- fíugvelli Yfir 230 manns slösuðust í sprengingunni á flugvellinum í Bagdað á þriðjudaginn, að því er frá hefur verið skýrt af opinberri hálfu í trak. í opinberri tilk.vnningu sagði að fjöldi kvenna og barna hefði blindazt í spreng- ingunni, sent kostaði þrjá lífið. Meðal hinna særðu eru Egyptar. Sýrlendingar. Liban- ir. Saudi-Arabar. Japanir og Vestur-Þjóðverjar. sagði i til- kynningunni. Flugmaður egypzku vélar-, innar. sem sögð er hafa flult sprengjuna til Bagdað, sagði i Kairó í gær að hefði flugvélin ekki verið hálftíma á undan áætlun hefði hún sprungið i loft upp á miöri leið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.