Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 15
DAtíBI.AÐIÐ. FÖSTUDAtiUH 17. DKSKMBKK 1976. 15 \ r Jámblendiverksmiðja upp i 18,5 milljarða Hoildarf.járfestinnin í .járn- blcndiverksmiAjunni á llrund- artan.oa er talin munu veröa uni 18.5 milljarðar króna. Samning- ar við norska f.vrirtækið Rlkem Spigerverkel voru undirritaðir fyrir viku en ekki birtir f.vrr en i gær. Byggja á verksmiðju með tveimur 30 megavatta bræðslu- ofnum. Sá f.vrri verður tekinn í notkun í ársbyrjun 1979 en hinn síðari einu og hálfu ári síðar. Verksmiöjan á að fram- leiða árlega 50 þúsund tonn af fullunnu 75% kísil.járni sem notað er til framleiðslu á stáli og járnste.vpu. (’.ert er ráð f.vrir að um 150 menn starfi við verksmiðjuna. Hráefni til framleiðslunnar eru kvarsmulningur, kol. koks, unnið járngrýti og rafskauts- deig. og verða þau öll flutt inn. Af hálfu Járnblendifélagsins segir að fyrirhugað sé að verk- smiðjan verði búiti öllum þeim beztu mengunarvörnum sem völ sé á. Reyk frá ofninum, sem -er langmesta r.vkuppspretta verksmiðjunnar. verður safnað saman og hann hreinsaður, svo og þeim reyk sem myndast við töppun bráðins málms af ofn- unum. eftir því sem frekast er unnt. Lán fjárfestingar- bankans endurgreidd 1981-1994 Verksmiðjuna á að fjár- magna þannig að tæplega 40 af hundraði verði stofnlán til langs tíma. Þeirrar f.járhæðar verður aflað h.já Norræna fjár- féstingarbankanum sem greiðir þau út sem þrjú sjálfstæð lán á byggingartímanum. Þau verða endurgreidd á árunum 1981 til 1994. Kinnig hefur verið sótt um lán h.já Kksportfinans í Noregi lil að i'jármagna vörukaup þar. Umsóknin hefur fengið mjög jákvæðar uiulirtektir og er gert ráð f.vrir að unnl sé að ganga frá lánssamningi innan tíðar. Það lán verður væntanlega end- urgreitl á árununt 1980 til 1987. Kinnig er gert ráð fyrir ein- hverjum vörukaupalánum frá iiðrum löndum. Tæplega fjórðungur f.jár- mögnunar verksmiðjunnar verður hlutafé og svipuð upp- hæð lán frá framleiðendum. Af- gangurinn á að koma inn sem hluthafalán og rekstrarlán. Meðalarðsemi fjárfestingar- innar fyrir skatta er talin verða 18,4 prósent og er þar átt við meðaltal hagnaðar fyrir' tekjuskatt og vexti sem hlutfall af fastafjármunum og rekstrar- fjármagni. Afkastavextir svonefndir sýna þá vexti sem fást af fjár- festingunni og eru þeir taldir munu verða 12,4 prósent. Ríkissjóður íslands á að eiga 55 af hundraði í verksmiðjunni. -HH Tónleikar í Fossvogskapellu HORNSTRENDINGABÓK ER EITT AF MERKILEGUSTU ÁTTHAGARITUM Á ÍSLENSKRI TUNGU OG FRÁBÆRT RIT VEGNA FRÓÐLEIKS OG RITSNILLI ÞÓRLEIFS BJARNASONAR. Gód bók er gulli betri W ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, Sími: 25722 Söngskólinn i Reyk.javík heldur sina árlegu tónleika í Fossvogs- kapellu sunnudaginn 19. desemb- er, ásamt Sinfóníuhljómsveitinni í Reykjavík, en þessar tvær stofn- anir eiga nú þegar stóran þátt í tónlistarlífi borgarinnar. Eins og áður getur verða tónleikarnir haldnir í Fossvogskapellu og mu:. það vera i fyrsta sinni sem tón- leikar eru haldnir þar. Aðspurður sagðist Garðar Cortes, stjórnandi tónleikanna. furða sig á að þessi kirkja hefði ekki fyrr verið nýtt til tónleikahalds. þar væri m.jög góður hljómburður. aðstaða öll hin bezta bæði fyrir áhe.vrendur sem fl.vtjendur. Efnisskrá tónleik- anna verður fjölbreytt. kór Söng- skólans og hljómsveitin koma fram ýmist saman eða sín í hvoru lagi. Kórinn fl.vtur fyrst 3 helgi- söngva fyrir blandaðan kór og kvennakór eftir Verdi. þá litt þekkt íslenzkt þjóðlag. Gloría tibi. í útsetningu Jóns Asgeirssonar. Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson við 12. aldar texta Kolbeins Tumasonar og svo Faðir vor við lag eftir Malotte. með und- irleik Martins Hunger organleik- ara. Sinfóníuhljómsveitin í Reykjavík flytur Finlandiu. Valse Triste og Rómönsu fvrir strengi eftir Jean Sibelius og að lokunt flyt.ja kórinn og hl.jómsveitin hið stórbrotna verk Sigfúsar Einar- sonar. Island. en |>að var síðast flutt við opnun Listahátiðar 74 af kór Félags íslenzkra einsöngvara og ' Sinfóníuhljómsveit íslands. undir stjórn Garðars Cortes. Tón- leikarnir hefjast kl. 17.00 á sunnudaginn og stjórnandi þeirra er Garðar Cortes. skólast.jóri Söngskólans í Reykjavik. HANN BREGÐUR STERKU LJÓSI Á LIÐNAR ALDIR. BÓKIN ER PRÝDD80 HEILSÍÐUMYNDUM, SUMUM MJÖG FÁGÆTUM. ISADORA Hvers vegna er Vegna þess að hún á engan keppinaut. Vegna þess að hún hefur hvarvetna hlotið frábært lof gagnrýnenda og lesenda og aflað höfundinum Erica Jong “ viðf ræg bok? ERICU J0NG heimsfrægðar hefur Vegna þess að hun hvarvetna hlotið frabært gagnrýnenda og lesenda lof og aflað höfundmum ERICU J0NG heimsfrægðar. Ægisútgáfaii (FEAR 0F FLYING) Ægisútgáfan íslenzka upplagiö er takmarkaö og þaö getur oröiö hver dagur sá síöasti, aö ná i þessa sérstæöu bók

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.