Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1976.
.7
Hneykslið í og við Aðalvík á Ströndum:
Vitamálastjóm hirti ekki um
flotbryggju sem hún fékk að gjöf
og tankar flotbryggjunnar eru nú uppistaða
ruslsins í Aðalvík. Þar er mikið verðmæti í brotajárni,
að dómi kunnugra
,,Þaö er mikið verk að hreinsa
til í Aðalvík og ekki á færi nokk-
urs eins raanns," sagði Vilhjálm-
ur Vilhjálmsson stórkaupmaður.
en hann annaðist tilraun til
hreinsunar þar, líklega þá einu
sem fram hefur farið. Kostnað af
því sem Vilhjálmur og menn hans
gerðu í Aðalvík greiddi Sala varn-
arliðseigna eftir reikningi. Taldi
Vilhjálmur að það hefðu verið
7-800 þúsund krónur. Meginhluti
upphæðarinnar var laun og flutn-
ingskostnaður logsuðumanna og
tækja þeirra.
Vilhjálmur sagði að hreinsa
þ.vrfti fleira en aðeins það ógnar-
magn af drasli sem eftir hefði
orðið er Bandaríkjamenn fóru.
Bretar voru með einhverjar bæki-
stöðvar vestanvert við víkina og
þar eru einnig leifar sem þyrftu
að hverfa.
Aðalvík varð að friðlýstu landi
fyrir tilstilli Náttúruverndarráðs
og formaður þess, Eysteinn Jóns-
son, mun hafa þrýst á ríkisstjórn-
iria um að þarna yrði hreinsað til
og landið yrði aftur eins og það
var áður en ríkið gerði samning
við landeigendur vegna bygging-
ar radarstöðvarinnar. Vegna
þessa þrýstings frá Náttúruvernd-
arráði fól ríkisstjórnin Sölu-
nefndinni að sjá um hreinsunina,
að. áliti Vilhjálms.
„Við fórum vestur í hittiðfyrra
en ekkert var unnið að hreinsun i
ár. Voru þarna nokkrir logsuðu-
menn með tæki sín. Var gengið á
tanka. sem liggja þarna um allar
Önnur hús standa sig enn vel. Af
byggingarlagi má ráða að ekkert
var til sparað að byggja vel.
(Ljósm. Skúli Ingim.)
fjörur, og þeir skornir sundur
þannig að stykkin væru viðráðan-
leg fyrir 2-3 menn. Tankar þessir
eru úr flotbryggju sem þarna var
gerð. Var hún borin uppi af tug-
um tanka. Hver tankur er á að
gizka 1,5x4 metrar að stærð. Flot-
bryggjan var sterk og mikil og bar
80 tonna þunga eða þyngstu
vinnuvélar. Ég held að Vitamála-
stjórn hafi verið gefin bryggjan
en ekki var um gjöfina hirt. Svo
fór að bryggjan slitnaði sundur og
tankarnir liggja eins og hráviði
um allar fjörur,“ sagði Vilhjálm-
ur.
Vilhjálmur kvaðst hafa verið
bjartsýnn á hreinsunarmálin.
Ætlun hans hefði verið að ná sam-
vinnu við fólk sem ættað er af
þessum slóðym og fer þangað í
skoðunarferðir hvort sem er.
Taldi hann að slíkt fólk hefði átt
að hafa ánægju af að taka þátt í
hreinsun staðarins. í þessum efn-
um kvað hann sér hafa orðið lítið
ágengt.
„Ef nægileg áhöld og vinnuvél
eða vélar væru á staðnum er
hreinsunin auðvelt verk. En eins
og aðstæður eru nú er vandinn
meiri. í járnaruslinu tel ég felast
verðmæti sem ætti að borga sig að
bjarga og selja í bræðslu. En
hvernig á að koma járnaruslinu í
skip er annað mál. Að kasta rusl-
inu í víkina er óhæfa því á botni
hennar eru auðug kúfiskimið.
Væri vélum komið á land mætti
og grafa draslið og ganga snyrti-
lega frá en flutningur véla á stað-
inn er nokkurt mál.“
Vilhjálmur sagði frá því að lík-
lega um 1908 hefði strandað tog-
ari í vikinni. Þar var kviksyndi
undir og hvarf togarinn með öllu
á nokkrum árum. Vilhjálmur
kvaðst hafa hent nokkrum plötum
sundurskorinnp tanka á þeim stað
er togarinn strandaði í því skyni
að kanna hvort stykkin kæmu
upp á ný. Það hefði hann kannað
sumarið eftir og ekkert séð af
sundttrskornu stykkjunum. Þau
hefðu horfið eins og togarinn.
„Náttúruverndarráð þyrfti að
knýja aftur á um hreinsun svæð-
isins við Aðalvík. Það var fyrir
tilstilli ráðsins að ég fór í hreins-
unarferð til Aðalvíkur með log-
suðumennina. Það er vart hægt að
kalla okkar aðgerðir annað en
byrjunar- eða könnunaraðgerðir.
Meira þarf að gera því það er
agalegt að sjá hvernig Banda-
ríkjamenn skildu þarna við,“
sagði ViJhjálmur.
En gleymum því ekki að Banda-
ríkjamenn skildu þarna eftir
mikil verðmæti sem greiðslu fyrir
að eftir þá yrði hreinsað. Þessi
verðmæti sköpuðu uppgrip hjá
Sölu varnarliðseigna og hjá mörg-
um einstaklingi. Verðmætin voru
sem sé nýtt en það gleymdist að
borga gjaldið — hreinsunina á
staðnum.
Rannsókn antíkmáls-
ins enn á byrjunar-
stigi í sakadómi
Rannsókn antík-málsins hef-
ur enn ekki hafizt fyrir alvöru í
Sakadómi Reykjavíkur. Þórir
Oddsson aðalfulltrúi, sem ann-
ast rannsókn málsins þar, hefur
verið fjarverandi að undan-
förnu vegna veikinda og auk
þess hafa önnur forgangsmál
legið fyrir.
Mál það, sem um ræðir, fjall-
ar um meint bókhalds- og
skattalagabrot í sambandi við
innflutning og sölu á antík-
húsgögnum. Að innflutningi
þessum og sölu stóð opinber
embættismaður sem vikið hef-
ur úr starfi á meðan rannsókn
málsins fer fram.
Þórir Oddsson sagði í samtali
við fréttamann blaðsins I gær
að hann gæti ekki sagt um hve-
nær kraftur yrði settur i rann-
sókn málsins.
-ÓV
Er þetta er ritað hefur Helgi
Eyjólfsson framkvæmdastjóri
Sölu varnarliðseigna boðið DB á
sinn fund og verður fjallað um
sjónarmið Söluvarnarliðseigna I
sérstökum þætti. -ASt.
Draugaborgin á Straumsnesfjalli.
Sum húsin eru tekin að brotna
eftir 17 ára vanhirðu í óbyggðum
og þau húsbrot auka ekki á
..snyrtilegheitin".
Úrval jólagj afa
Walt Disney kvikmyndir
Kvikmyndatökuvélar,
margar gerðir
Sýningartjöld, blá,
þau bestu í bænum
Skuggamyndaskoðarar
Kvikmyndasýningavélar
Sjónaukar í úrvali
Leifturljós í úrvali
Töskur undir myndavélar,
mikið úrval
c*
Konica myndavélar
4 tegundir
Borð fyrir sýningarvélar
WWW? Xusturstrœti 6 &nu »955