Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 17.12.1976, Blaðsíða 11
LEIGUBÍLSTJÓRI HANDTEKINN Kunningi, sem stundar minni háttar atvinnurekstur, sagði mér eftirfarandi: Hann þurfti á lítilli fyrirgreiðslu að halda í banka fyrir fyrirtæki sitt og hafði samband við viðskipta- banka sinn. Þetta var að morgni. Bankastjórinn kvað það mundu ganga, en sagði manninum að hafa samband síðar um daginn til þess að fá; staðfestingu. Um daginn hafði maðurinn aftur samband. Þá var komið annað hljóð í strokkinn. Banka- stjórinn kvaðst enga fyrir- greiðslu geta veitt og bar við almennu ástandi peningamála. Það fauk í manninn. — Hvað er þetta, sagði hann. —Þarf mað- ur að vera á sakaskrá til þess að fá lán? Bankastjórinn skellti á. Svona sögur eru sagðar manna í millum um apparatið, um lánakerfið og lögin í land- inu. Það ægilega er, ef hér er sízt ofsagt. Mál leigubílstjóra 1 fyrri viku var maður, sem titlaður er leigubílstjóri, Guð- bjartur Pálsson, handtekinn á Suðurnesjum. Talið var að leigubílstjórinn hefði smyglað- an varning í fórum sínum. Rannsóknarlögreglumenn á Suðurnesjum, Kristján Péturs- son og Haukur Guðmundsson. höfðu um nokkurt skeið rann- sakað fjármál í tengslum við þennan mann. Leigubílstjórinn var hnepptur í gæzluvarðhald, og hefur þetta mál síðan verið að hlaða utan á sig. Með heim- ild leigubílstjórans var lagt hald á ýmsa pappíra í sambandi við fjármál honum tengd. Hef- ur Kristján Pétursson sagt i blaðaviðtölum, að hér geti verið um að ræða stærstu og flókn- ustu fjársvikamál sinnar teg- undar á íslandi, óeðlileg banka- viðskipti, okurstarfsemi og fleira í þá áttina. Hefur hann einnig sagt að tímabært sé að athuga pólitísk tengsl meintra afbrotamanna, svo og tengsi þeirra inn í dómskerfið. Þetta eru stórar fullyrðingar — en af hverju eru þær fram settar? Svo undarlega bregður við. að umfang málsins er vart fyrr gert opinbert en bæjarfógetinn í Keflavík, Jón Eysteinsson, tekur þá ákvörðun að senda það til Sakadóms Reykjavíkur. Var flýtirinn svo mikili, að forms- atriðum var ekki fullnægt og hófust kynlegir flutningar með gæzlufangann fram og til baka frá Keflavík'til Reykjavikur. Hafði farið fram húsleit hjá leigubílstjóranum, með hans leyfi, og þar fundizt skjöl, sem benda til vafasamra viðskipta langt aftur í tímann. Hins vegar hafði ekki verið opnaður læstur skjalaskápur, þar sem lykillinn var týndur, en gera má ráð fyr- ir, að þar séu hin veigameiri skjöl geymd. Yfirsakadómarinn í Reykja- vík, Halldór Þorbjörnsson, lýsti því strax yfir að hans embætti vildi ekki málið. Það er öllum um það kunnugj að embætti hans telur sig yfirhlaðið störf- um. Auk þess hefur yfirsaka- dómarinn sagt að hann teldi eðlilegt að málið væri rannsak- að í Keflavík, þar sem það hófst. Frá leikmannssjónarmiði er það auðvitað eðlileg skoðun, vegna þess að lögreglumenn þar höfðu um nokkurt skeið rannsakað þessi mál. Yfirsaka- dómarinn hefur beinlínis sagt, að það að senda málið til Reykjavíkur tefði fyrir rann- sókn þess. Og hverjum skyldi það þjóna? Samfélaginu og vel- ferð þess? Varla. Meintum af- brotamönnum? Miklu fremur. Það er ríkissaksóknari, Þórð- ur Björnsson, sem tekur ákvörðun um það að flytja mál- ið frá Keflavík til Reykjavíkur. Honum er þó fullkunnugt um það, að lögreglumennirnir í Keflavík hafa unnið að frum- rannsókn þessa máls, svo hann beinlínis tekur málið af þeim. Hverjum eigum við að treysta? Til hvers er þessi skrípaleikur settur á svið? Jóni Eysteinssyni, bæjar- fógeta í Keflavík, var fullkunn- ugt um það, að lögreglumenn- irnir höfðu um nokkurra vikna skeið unnið að rannsókn þess- ara mála, þá væntanlega vegna ábendinga sem þeir hefðu feng- ið. Þannig vinna alvörulög- reglumenn. Hann háfði enga at- hugasemd gert við það. Það hlýtur því að teljast skrýtin og óskiljanleg ákvörðun að eiga þátt í því að senda málið inn til Reykjavíkur, sem að sögn yfir- sakádómara, Halldórs Þor- björnssonar, verður til þess að tefja það. Af hverju Sakadómur? Það hefur margoft komið fram, áreiðanlega með réttu, að Sakadómur Reykjavíkur er yf- irhlaðinn störfum. Þetta er ein af meinsemdum réttarkerfis- ins. Það vinnur hægt. Og hverj- um skyldi það þjóna? Þeim sem ekki brjóta lög? Nei, það þjónar lögbrjótum. Þetta kemur fram í starfi Sakadóms. Frumskógur saka- mála er óendanlegur, rann- sóknum virðist klúðrað eða þær bókstaflega gufa upp. Kjallari á föstudegi Vilmundur Gylfason Jörgensensmál, Armannsfells- mál, Klúbbmál, Pundsmál. Alþýðubankamál antík-mál, Grjótjötunsmál. Menn taki eftir að allt eru þetta mál af sama tagi, fjársvikamál eða dularfull fjármál, þar sem svokallað fínt fólk á í hlut. Menn vita aó mál af þessu tagi fara inn í myrkvið Sakadóms, geta verið að flækjast þar árum saman, og menn hafa ærna ástæðu til þess að vantreysta útkomunni. Þess vegna, þegar það gerist. að lögreglumenn ann- ars staðar brjóta upp nýtt mál. og ekki það fyrsta, og þegar það mál er þá umsvifalaust tekið af þeim og sent í þennan frum- skóg, þá er eðlilegt að menn staldri við. Hvað er að gerast? Kristjáni Péturssyni finnst þetta einkennilegt, og lái hon- um hver sem vill. Kristján hef- ur mátt þola meiri ofsóknir en títt er um embættismenn hér- lendis, einkum af hendi tiltek- ins dagblaðs í Reykjavík. Menn hafa áður haft rökstuddan grun um að aðilar í dómskerfinu séu valdhlýðnir í meira lagi, hlýðni við valdið er einhverjum þeirra ofar í huga en almennt réttlæti og opinbert velsæmi. Það er engin furða þótt menn leggi saman tvo og tvo. Um hvað snýst þetta mól? Tvær af þremur kærum á leigubílstjórann, sem fyrir lágu, komu frá Keflavík. Auk þess höfðu lögreglumenn þaðan rannsakað mál hans. Þess vegna var málið tekið fyrir þar. En dómskerfið virðist hafa meiri áhuga á öðru. A sama tirna og tekin er ákvörðun um að taka málið af Suðurnesja- mönnum, er skipaður sérstakur setudómari til þess að rannsaka hvernig handtökuna hafi borið að hönduni. og mun það mál hafa forgangshraða. Hér er ekki lagður á það dómur hvað sú rannsókn kann að leiða i Ijós. En á hinu er vert að vekja athygli: að það er heldur ein- kennileg afstaða að láta þessi mál fá forgang, meðan ekkert er aðhafzt í sjáfu málinu, en það tafið að sögn yfirsakadóm- ara. En af hverju er ekki skipað- ur sérstakur setudómari í mál leigubílstjórans og af hverju fá ekki þeir Kristján Pétursson og Haukur Guðmundsson að halda áfram rannsókn þess? Það virðist ljóst af þeim skjölum sem þegar eru fyrir hendi að þessi mál snúast um einkennilega starfsháttu banka, dularfull útlán, okur- lánastarfsemi. Þau ná mörg ár aftur í tímann. Þar koma fram nöfn bankamanna og annarra. Og er þó málið rétt hafið. En kjarni málsins er það, að þegar málið er rétt að byrja er það tekið úr höndum þeirra, sem gerzt þekkja það, og sett í hendur stofnunar sem °r svo drekkhlaðin verkefnum, aðekki sér út úr augum. Af hverju? Af hverju? Er réttarfarið fyrirlitlegt? Þegar hrikti í Weimar- lýðveldinu þýzka upp úr 1920, þá var ein meginástæðan sú að þar geisaði óðaverðbólga ægi- leg. Braskarar óðu uppi, oft i tengslum við valdið. Þeir riðu húsurn í lánastofnunum og svif- ust iðulega einskis. Stjórnkerf- ið var forspillt, og ekki var rétt- arkerfið skárra. Það var yfir- hylmandi, valdhlýðið. Þetta varð til þess að þegar tauga- veiklaður lýðskrumari, Adolf Hitler, gerði árið 1923 mis- heppnaða og heldur hallæris- lega byltingartilraun, sem raunar misheppnaðist alger- lega, þá var hann kallaður fyrir rétt. En dómskerfið hafði svo lítið álit, að réttarhöldin urðu engin réttarhöld — heldur sjó. Leiksýning, þar sem lýðskrum- arinn hélt ræður um sjálfan sig og Þýzkaland. Réttarkerfið var varnarlaust. Það hafði ekki staðið í stykkinu og allir vissu það. Hitler fékk lágmarksdóm og honum var síðan ekki fram- fylgt nema að hluta. Rotið réttarkerfi er eitthvað það ægilegasta sem getur hent þjóð. Þetta vita menn og konur og þorrinn vill ekki að þetta haldi áfram að þróast í þessa átt. Það getur enginn séð fyrir endann á þeirri þróun. Ef þessi þróun heldur svona áfram mik- ið lengur, ef dómskerfið heldur svona áfram að gera sjálft sig tortryggilegt, þá getur það orð- ið stjórnlaust. Menn fara að hlæja upp í opið geðið á því. Og af hverju? Til dæmis vegna þess að i haust skrifaði Halldór Halldórsson, frétta- rnaður, blaðagrein, þar sem hann rakti okurlánasögu, sem tengdust þessum margnefnda leigubílstjóra. Nú er það svo að samkvæmt íslenzkum lögum á ríkissaksóknari að hafa frum- kvæðisskyldu. Og skyldi hann hafa látið kánna þessa okur- lánastarfsemi? Önei, embættið hreyfði sig ekki. En þegar lög- reglumenn eiga frumkvæðið að því að svipta hulunni af nýjum málum í þessa veru, þá er málið umsvifalaust tekið af þeim. Svona réttarkerfi fær ekki stað- izt til mikillar lengdar. Það er sk.vlda blaða að fylgjast með örlögum þessa máls. Það er skylda þeirra að fylgjast með örlögum annarra mála af þessu tagi. Réttarrikið hefur síðustu misseri verið í vaxandi hættu. En valdið virð- ist ekki hafa áhuga á að bjarga þvi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.