Dagblaðið - 27.01.1977, Side 5

Dagblaðið - 27.01.1977, Side 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 1977 '5 Ríkisendurskoðun um bókhald ÁTVR: DAGLEG ENDURSKOÐUN VEGNA SÉRSTÖÐUNNAR —óskýrð rýrnun vel viðunandi Vegna greinar Halldórs Halldórssonar í blaðinu sl. mánu- dag undir fyrirsögninni „Ekkert eftirlit með innflutningi og sölu tóbaks" hefur embætti Ríkisend- urskoðunar sent blaðinu eftirfar- andi bréf: undum). Um hver mánaðamót eru birgðir taldar og auk þess fer talning fram þegar um verðbreyt- ingar er að ræða. Birgðatalning- arnar eru síðan bornar saman við birgðabókhaldið og kemur þá þeg- ar fram ef um misræmi er að ræða. Það er þvi algerlega út í hött, þegar greinarhöfundur segir að „Þess vegna hefði hverjum sem væri verið í lófa lagið að stinga undan þessi ellefu ár nokkrum tonnum árlega án þess að nokkur tæki eftir“. Hjá ÁTVR, eins og hjá öðrum verslunarfyrirtækjum, á sér stað vörurýrnun, sem á sér ýmsar orsakir. Undanfarin ár hefur óskýrð rýrnun á tóbaksvörum ver- ið á bilinu frá 0,0037% til 0,0145% miðað við söluverð. — [Ekkert eftiriit með innflutningi og sölu tóbaks ‘"""•rtntaívog sí luskýrslum berekkiv Að áliti ríkisendurskoðunarinnar er hér um vel viðunandi ástand að ræða. Bréf þetta óskast birt i blaði yðar. Ríkisendurskoðun, 26. janúar 1977. F.h.r. Halldór V. Sigurðsson sign. Guðm. Magnússon sígn. I blaði yðar þann 24. janúar sl. birtist grein eftir Halldór Halldórsson sem bar yfirskriftina „Ekkert eftirlit með innflutningi og sölu tóbaks“. Eins og yfirskriftin ber með sér, þá er í greininni fjallað um innflutning og sölu Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins á tóbaki. Ríkisendurskoðunin hefur með hendi endurskoðun hjá ÁTVR, eins og öðrum ríkisstofnunum. Þess vegna hlýtur gagnrýni á eft- irlit eða eftirlitsleysi hjá þessari ríkisstofnun að beinast að veru- legu leyti að henni. Nokkrar setn- ingar í greininni, er fjalla um bókhald ATVR og eftirlit, gefa tilefni til að taka fram eftirfar- andi: Vegna sérstöðu ÁTVR innan ríkiskerfisins hefur þar verið lögð sérstök áhersla á endurskoðunina og er því um daglega endurskoð- un að ræða. Endurskoðun hjá stofnuninni hefur ávallt verið fal- in mjög hæfum starfsmönnum. Fjárhagsbókhald ÁTVR er vel og reglulega fært, þannig að á hverjum degi eru færðar þær fjármunahreyfingar, sem fram fóru næsta vinnudag á undan. Reikningsskil eru gerð mánaðar- lega. Venjulega eru þau tilbúin 6-7 dögum eftir hver mánaðamót, nema um áramót, þá tekur lengri tíma að ganga frá ársreikningi, en venjulega er ÁTVR með f.vrstu ríkisstofnunum að skila ársreikn- ingi. Birgðabókhald ÁTVR, en nefnd grein snertir aðallega birgðahaldið, er einnig vel og reglulega fært. Birgðabókhaldið er tvöfalt, fært bæði i fjárhæðum og magni (einingafjölda eftir teg- Nú verður Alþingis- húsið vaktað „Enga samninga um veiðiheimildir” Landhelgissamtökin hafa til- kynnt fjölmiðlum að þau muni hefja mótmælastöðu við Alþingis- húsið vegna fyrirhugaðra samn- inga milli Efnahagsbandalagsins og íslenzku ríkisstjórnarinnar. Segja samtökin að félagar úr samtökunum muni skiptast á um mótmælastöðuna föstudaginn 28. janúar frá 1-7 síðdegis og mánu- daginn 31. janúar frá 3-8 síðdegis. A sama tíma munu liggja frammi undirskriftalistar þar sem andstæðingar samninga við erlenda aðila um veiðiheimildir innan 200 mílna lögsögunnar geta ritað nöfn sín. Undirskriftasöfn- uninni verður að öllum likindum haldið áfram i febrú^r. Yfirskrift listanna er: „Enga samninga um veiðiheimildir inn- an fiskveiðilögsögunnar.-Til baráttu gegn allri ránvrkju." -ASt. MWBIAÐ/Ð er óhóð og frjálst Hin öra eftirspurn eftir innréttingum okkar hefur gert okkur kleift að bjóða nú ódýrustu eldhúsinnréttingarnar á markaðnum. í Haga eldhúsum er hver hlutur á sínum stað í léttu samræmi lita og forma. Enda um 283 mismunandi einingar að velja og fjórar gerðir - fjórar blómalínur, sem bjóða upp á marga valkosti um verð, efni og sam- setningu. Þannig er afar auðvelt að uppfylla óskir kaupandans, hvort sem hann er að endurnýja gamla innrétt- ingu eða flytja inn í nýja íbúð. Spyrjið, hringið eða skrifið og , biðjið um litmyndabækling. Við ✓ ^ tökum mál, skipuleggjum og / teiknum - ykkur að kostn- //' // aðarlausu og gerum tilboð $ án skuldbindinga af ykkar hálfu. HAGIr Suðurlaridsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. /iW /// 4V Verslunin Glerárgötu Akureyri. Sími: (96) 21507. 26,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.