Dagblaðið - 27.01.1977, Page 7

Dagblaðið - 27.01.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAC.UR 27. JANUAR 1977 7 RÁHAcíð1 RICHARD VILL HALDA ÁFRAM VIÐRÆÐUM - MIKLIR LIÐSFLUTN- INGAR TIL MOSAMBIQUE Sáttasemjari Breta i deilunni um Ródesíu, Ivor Richard, mun ætla að heimsækja ráðamenn í Botswana og Sambíu í dag til þess að reyna að finna leiðir til þess að endurvekja umræður milli hvítra manna og svartra um framtíð Ródesíu. Mun hann ætla aö kynna sér viðhorf allra fulltrúa svartra manna eftir að tilraunir hans til að koma á viðræðum urðu að engu sl. mánudag. Á blaðamannafundi, sem Richard hélt í Jóhannesarborg í gær, sagði hann að hann væri ekki úrkula vonar um að ein- hver árangur kynni að nást á næstu dögum. Sagði hann að allt myndi verða ,,mjög, mjög erfitt" ef Ian Smith, forsætisráðherra hvíta minnihlutans í Ródesíu, héldi fast við þá ákvörðun sína að semja aðeins eftir hinni svo- nefndu „Kissinger-áætlun", enda hefðu fulltrúar svartra manna algjörlega hafnað henni. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, úr röðum frelsis- baráttusveita svartra manna í Salisbury, segir að hermenn og vopn séu nú á leiðinni til Mosambique frá Sómalíu sem nýtur hernaðaraðstoðar Sovét- ríkjanna og að styrjöld gegn ráðamönnum í Ródesíu sé nú í nánd. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar, sem fréttir þessar eru hafðar eftir, vildu ekki segja hversu mikill mann- afli.væri þarna á ferðinni en talað var um að skriðdrekar myndu halda yfir landamærin þá og þegar. Ródesíuráðstefnan á meðan allt lék í lyndi á yfirborðinu, Richards fær sér vatnsglas. Allt stendur í járnum í Kairó — Kommúnistum kennt um óeirðir Egypzka ríkisstjórnin hefur bannað allar mótmælaaðgerðir og verkföll og hækkað laun ríkisstarfsmanna unt 10% eftir óeirðirnar miklu sem urðu vegna fyrirhugaðra verðhækk- ana á nauðsynjavörum nú um síðustu helgi. Að sögn talsmanna ríkis- stjórnarinnar munu aðgerðir þessar þó ekki hafa áhrif á til- raunir Sadats forseta til þess að forðast harkalegar aðgerðir gegn landslýð. Hefur rikisstjórnin sakað kommúnista um að hafa staðið að baki óeirðunum, sem kostuðu 79 manns lífið. 800 ntanns slösuðust og tjón var unnið á byggingum og öðrum mannvirkjum fyrir milljónir punda. Að áliti fréttaskýrenda er þessi kauphækkun, sem kemur eftir að verðstöðvun hafði verið fyrirskipuð, talin eiga að hjálpa meira en níu milljón verkamönnum landsins til þess að berjast við verðbólguna. Bannið við mótmælaað- gerðum kemur í kjölfar frétta um fjóra hópa kommúnista sem komið hafa fram í.dagsljósið í Kairó og talið er að hafi ætlað að kollvarpa ríkisstjórninni. Eldgosið íZaire: Fangarnir læstir í klefum sínum þegar fangelsið fóríkaf Goma-fangelsið og allir fangar þess í austurhluta Zaire grófust undir hraunstraumi úr eidfjall- inu Nyiragongo, sem nú gýs kröftuglega suður þar. Fangavörðunum tókst að komast undan hraunstraumn- um og á brott með flugvélunt en fangarnir voru lokaðir inni í klefum sínum og gátu enga björg sér veitt þegar hraunið vall fram. Tjön af völdurn eldgossins hefur orðið mikið í landinu og hafa margir bæir farið undir hraun og ösku. Talið er að allt að tvö þúsund manns hafi týnt lífinu í hraunstraumi og ösku. SÆNSKIR FANGAR SAM- EINAST í LANDSSAMBANDI Þrjátíu fangar úr fulltrúa- ráðum fanga í fimmtán fangels- um í Svíþjóð, stofnuðu í‘ fyrri viku Sameinaða fangasam- bandið (FFCO). Stofnfundur- inn var haldinn í Hall- fangelsinu skammt utan við Södertelje og að honum loknum var haldinn blaðamanna- fundur. Þar lögðu fangarnir fram kröfur sínar: ,,Nú verða fangelsisstjórnirnar að viður- kenna okkur sent samnings- aðila. Hættið vinnuþrælkun- inni í fangelsunum og leyfið okkur að skipuleggja félög okkar. Þetta eru helztu kröfur okkar." Fundurinn í Hall-fangelsinu er árangur fangaverkfallsins í lok fyrra árs sem lauk eftir að fangelsisstjórnin féllst á að leyfa föngum að safnast saman til fundahalda um hagsmuna- mál sín. Á dagskrá stofnfundarins var aðallega að skilgreina og fastmóta stefnumál Sameinaða fangasambandsins. Tilgangur þess er að sameina fanga í sænskum fangelsum í ópóli- tískri hreyfingu og áð vernda og fylgja eftir efnahagslegum, félagslegum og hugmynda- fræðilegum hagsmunum fang- anna, m.a. hvað viðvíkur laun- um, tryggingum og menntunar- möguleikum. Auk þess gera sambandsmenn sér vonir um að geta haft áhrif á lagasetningar um refsimál í Svíþjóð. Einn þeirra sem kjörinn var i stjórn (varaformaðurinn er kona) gat ekki setið stofnfund- inn, enda var hann í algjörri' einangrun i Hall-fangelsinu fyrir að eiga hlut að upptökum fangaverkfallsins í fyrra. Var það víðtækt og tóku þátt fangar í flestum stærstu fangelsum í Svíþjóð. ítalskir fangar hafa mikið haft sig í frammi að undanförnu og mótmælt harðlega aðbúnaði í fangelsum: Nú f.vlgja Svíar for- dæmi þeirra. TEXAS - skómir r r NU NYKOMNIR TILISLANDS Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 Allir þykkbólstraðir og skinnfóðraðir með mjög slitsterkum sólum. Litur: Ljósbrúnt leður Stærðir: 41-46 íhálfum númerum. Verðkr. 9.965.-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.