Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 2
2
r
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1977.
UNDIRBALLANS
Þegar dæmið er gert upp og borið saman við hækkandi kostnað og viðurlög
borgar sigalls ekki að hafa ávísanareikning
Einhvern veginn hefur sá
misskilningur komist á, að
bankar væru fyrir almenning.
Menn hafa haldið, eða að
minnsta kosti hafa þeir látið
telja sér trú um, að bankar
væru til þess að geyma aurana
þeirra og ávaxta þá, og til þess
að greiða fyrir þeim með
lánum, þegar óvænt útgjöld
verða á vegi þeirra um tiltölu-
lega skamman tíma, svo sem
eitt eða tvö ár.
í krafti þessa tiltrúnaðar al-
mennings hafa bankar orðið til,
vaxið og dafnað að búnaði og
húsakynnum og orðið eitt
helsta og sterkasta aflið í land-
inu, eins og alþjóð er kunnugt.
Ofan á þeim er svo bankabank-
inn, Seðlabankinn, sem svo er
kallaður, sem er raunverulega
það afl, sem stjórnar efnahag
landsins, eins og í umboði allra
þeirra, sem hafa glæpst til þess
að nota sér þjónustu bankanna,
sér til ávinnings.
Mest notaða form bankavið-
skipta í þessu landi er það sem
kallað er ávísanareikningur.
Hann er skráður á fínar töflur i
bönkunum og sagt að vextir af
inneign á ávísanareikningi séu
svo og svo miklir. Fleiri og
.fleiri neyðast til þess, beint og
óbeint, að eiga ávísanareikn-
inga, til þess að taka á móti
kaupinu sínu, sem þykir við
hæfi að borga inn á ávísana-
reikninga beint, því víða eru
orðin dálítið teygð tengslin
milli peningavalds atvinnu-
fyrirtækjanna og launalýðsins.
Stundum hefur mönnum líka
verið gert að opna ávísana-
reikninga í viðkomandi banka,
ef þeir hafa fyrir náð og misk-
unn fengið lúsarvíxil þar til
þriggja mánaða.
Jæja þá, gott og vel, maður er
þá kominn með ávísanareikn-
ing. Það uppgötvast fljótlega,
að hann getur verið býsna
þægilegur. Það er óæskilegt i
gjörspilltu þjóðfélagi sem
okkar að gangameð peninga á
sér, því eins og stendur í kvæði
Jóns Helgasonar: „Að geyma
gull er valt/ þú gætir misst það
allt/ til eignar einum þjófi/
með angur þúsundfalt." Sama
er að segja um að geyma pen-
inga heima hjá sér — það er
margur náttfarinn, sumir koma
jafnvel í björtu. Hins vegar eru
tiltölulega færri sem leggja í
það dirfskuspil að stela ávís-
anaheftum sér til fjárhagslegs
ávinnings, þó að það sé raunar
alveg ótrúlegt, eins og einn
kunningi minn sagði, um leið
og hann hampaði nýju ávísaria-
hefti, hvað hægt er að fá mikla
peninga út úr svona litlu kveri.
Það kemur líka fljótt i ljós,
að það getur verið þægilegt að
geta skrifað sér út dálítið af
aurum ef mann vantar þá af
skyndingu að kvöldi eða um
helgi, sem sagt þegar ekki
verður komist í bankann til
þess að taka út úr bankabók-
inni, sem vonandi er þar til taks
með bærilegum varasjóð. Það
ætti ekki að koma að sök, ef
maður er mættur snemma strax
þegar opnað er næst og gætir
þess að hafa nægilegan stabba á
ávísanareikningnum þegar
ávisunin eða ávísanirnar frá
kvöldinu taka að skila sér. Nú,
eða þá að maður er staddur
lengst úti á landi þegar launin
koma til skila — þá getur
maður strax farið að eyða fúlg-
unni, án þess að skreppa fyrst
heim til sín að sækja hana.
En þetta er nú raunar ekki
svona einfalt, og nú er enn
verið að herða þetta. Setjum nú
svo, að farið sé að lækka á
reikningnum þínum, hann jafn-
vel tómur. Þú ert á leiðinni að
sækja kvartmilljón, sem þú átt
vísa hjá kaupanaut þínum út í
bæ. Um leið og þú ert að fara,
klukkan um þrjú, kemur tré-
smiðurinn þinn og vill nú fá
hundrað og fimmtíu þúsundin.
sem hann á hjá þér. Þú skrifar
ávísun, sækir kvartmilljónina,
ferð með hana og leggur hana
inn á ávísanareikninginn þinn
um sexleytið. Síðan hvílist þú
sæll og glaður að góðu dags-
verki loknu og heldur nú að allt
sé í lagi.
Nei, væni minn, ekki er það.
Því deginum í dag lýkur í bönk-
unum klukkan hálffjögur og
dagurinn á morgun hefst
klukkan hálfsex — í dag!
Þannig hefur þú gerst ávísana-
svindlari, visað á innstæðu sem
ekki er til, og skalt nú greiða
refsivexti og gott ef ekki dúsa í
tugthúsi í þrjá mánuði! Og ég,
sem hélt, að ekki væri nú á
tugthúsin okkar bætandi!
En þetta er kannski hægt að
varast og hafa vaðið fyrir neðan
sig. Það borgar sig tvímæla-
laust að hafa ávísanareikning
til þess að fá vexti af fénu sínu,
meðan maður þarf ekki endi-
lega að vera að eyða því. En
hvaða vexti erum við að tala
um?
Ég þekki mann, sem fær öll
launin sín inn á ávísanareikn-
ing. Þau eru að vísu enginn
höfðingskapur, rúm milljón á
síðasta ári. En hann vinnur
fleira en fastavinnuna, og
hefur jafnaðarlega lagt alla
sína aura inn á ávisanareikn-
ing. Samtals hefur hann velt
um 2,2 milljónum á síðasta ári
gegnum ávísanareikning, sumt
hefur staðið þar stutta hríð sem
gefur að skilja, annað lengur,
en sé augum rennt yfir banka-
yfirlitin hans, sem til eru mán-
uð fyrir mánuð allt árið, má
sjá að hann hefur oftast verið-
þetta tíu til áttatíu þúsund yfir,
stundum meira, stundum
minna, en lagt inn nokkuð
reglulega á viku til tíu daga
fresti þetta 40—60 þúsund.
Tvisvar hefur hann farið niður
fyrir i annað skiptið um tvö
þúsund, hitt skiptið um átta
þúsund. Hefti hefur hann
notað allmörg, nánar tiltekið
fjórtán, sem gerir 350 ávísana-
blöð. Ef við deilum þeirri tölu á
2,2 milljónir, verður ekki betur'
séð en að meðalupphæð á ávís-
un sé um 6.285 krónur. Ef
heftið hefur kostað 150 krónur
allt árið, hefur hann borgað
2100 krónur fyrir heftin. A
núverandi verði, kr. 375, hefði
hann borgað 5.250 krónur fyrir
heftin.
Nú, en hvað fékk svo manni í
vexti fyrir síðasta ár? Tæpar
eitt þúsund krónur. Hann
vantaði meira en þúsundkall
upp á að fá vexti fyrir heftun-
um. Borgaði sig að hafa ávís-
anaheftið?
Ekki veit ég. En miðað við
mína reynslu og þessa kunn-
ingja míns fer ekki hjá því, að
það renni á mann tvær grímur
um ágæti téðrar þjónustu. Nú
bíð ég þess með óþreyju að
tíuþúsundkallinn komi fram,
svo maður þurfi þó altént ekki
að sofa með hátt undir höfði, ef
maður skyldi einhvern tíma
ramma á að fá þann stóra í
happdrættinu.
Var Kristur mesti syndarinn?
A tímum bókstafstrúar og
rétttrúnaðar gátu komið upp
næsta einkennileg þrætumál og
er eftirfarandi frásögn gott
dæmi slíks, en hún er tekin
eftir Húnvetningasögu Gísla
Konráðssonar, — og gerðist í
kringum 1720.
— Halldór prestur Hallsson
hélt nú Breiðabólstaó í Vestur-
hópi. Ilann var mikilhæfur
maður og vel á sig kominn, frið-
ur sýnum og sterkur vel, en lítt
féll á með þeim Páli lögmanni
Vídalín í Víðidalstungu. Þótti
prestur og stór í broti, en Páll
glettyrðinn og vitur. Komu þeir
litt skapi saman. Það var uin
veturinn að síra Halldór hafði
spurt í fjölmenni: Hver hefur
verið mesti syndarinn? Varð
því eigi skjótt svarað, til þess
einn maður mælti, að það hefði
verið Kristur sjálfur — en það
orðtak stendur í bók þeirri er
kallast „Spegill eilífslf fs“.
Prestur kvað vel svarað, kvað
svo eiga aó skiljast, að Kristur
hefði borið allra manna syndir,
og hefði það tileinkað sér, þó ei
væri hann syndugur sjálfur.—
Þessu sama hre.vfði prestur í
Víðidalstungu skömmu síðar
við Jón, son Páls Vídalíns lög-
manns, og fleiri menn, en þeir
mæltu nokkuð svo í móti hon-
um, en hann fastheldinn og
stórlátur — og kom Páll að. Jón
spurði föður sinn hvort prestur
hefði rétt að mæla. Páll mælti,
að svo mætti eigi að orði kveða,
því að ritningin kalli Krist frá-
skilinn syndurum og þvi mæli
prestur eigi rétt, þó meining
hans sé lítt eða eigi saknæm.
Prestur hélt fast á svari sínu,
varð þeim að orðum, en jafnan
grunnt á vináttu þeirra. Tók
Páll vitni upp á hann og ritaði
Steini biskupi á Hólum um mál-
ið. Þetta var í janúar. Var þá
kallað margt undarlega við
bera um háskasemdir, er að
presti komu. Kölluðu þá vinir
prests og hann sjálfur, að lög-
maður glettist við sig með fjöl-'
kyngi, því æriri var þá enn til
galdratrú, og það þó lengra liði,
og voru ýmsar sagnir um það
hafðar. En síðar varð það, að
nokkrar bréfagerðir prests
féllu í hendur lögmanni, — og
voru ærið berorðar. Varð
prestur þá mjög af að brjóta og
heita lögmanni góðu — og var
svo sætt gjör með þeim. —
Hélst víst vandræðalítið með
þeim presti og lögmanni eftir
þetta, enda leið nú að lokum
fyrir Páli Vídalín. Hann
andaðist á Alþingi 1727, farinn
að líkamskröftum, eftir storma-
samt líf og erfiðan embættis-
feril, en síra Halldór sat Breiða-
bólstað allt til 1770 eða í 53 ár.
Látið fjúka
Arni Magnússon prófessor
ljóðaði svo á Pál lögmann Vida-
lín. er þeir sátu að drykkju:
Sk.vlt er víst, að skýri ég
skötnum satt frá Páli.
sá hefur orðið margri mjeg
meyjunni að táli.
(Mjeg=mjög)
Slagur við danska
á Akureyri
Arið 1682: „Skorinn Magnús
Benediktsson, stjúpsonur Jóns
Eggertssonar á Akureyri, af
dönskum höfuðbátsmanni, úr
munnvikinu og upp undir eyr-
að, hvar af kom mikið slark og
bardagi milli danskra og
íslenskra, og báru danskir
lægri hlut og voru illa barðir,
svo undirkaupmaður og annar
til voru veikir fram fluttir (í
skip). Var Jón Eggertsson,
foringi f.vrir þessum bardaga."
— Eyrarannáll.—
Jón þessi Eggertsson var
klausturhaldari á Möðruvöllum
og kemur mjög við sögu þeirra
tíma fyrir málaþras og margs-
kyns uppátæki.
Missti fingurna fyrir
ástarbréf frá
heilagri þrenningu
Ekki mun það algengt að
fólk fái sendibréf frá heilagri
þrenningu. Þetta henti þó
stúlku eina, Bóthildi Halldórs-
dóttur, fyrir vestan, anno 1684.
t bréfi þessu var henni gert
skyldugt að eiga mann nokk-
urn, sem hún þekkti, en vildi
ekki ganga í sæng með, Bjarna
Árnason. Líklega hefur fröken
Bóthildi þótt undirskriftir
bréfs þessa eitthvað dularfull-
ar, því hún sneri sér til við-
komandi yfirvalds. Við réttar-
höld var heilög þrenning frí-
kennd í málinu og Bjarni játaði
að hafa skrifað bréfið sjálfur og
gripið nöfn Föðurins, Sonarins
og hins Heilaga anda ófrjálsri
hendi. Fyrir tiltækið þótti rétt
að hegna honum með því að
höggva af honum nokkra
fingur. — Eftir Grímsstaðaann-
ál.—