Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 24
Ovæntum dráttarvaxtakröfum rigndi yfir borgarstarfsmenn:
BORGARSTJÓRIÁKVAÐ
AÐ RÉTTA HLUTÞEIRRA
—skjót og rétt viðbrögð, segir Guðmundur J. Guðmundsson
„Borgarstjórinn brá skjótt og
réttilega við þegar hann ákvað í
morgun að starfsmenn borgar-
innar, sem reglulega er tekið af
upp í opinber gjöld, verði ekki
'látnir greiða dráttarvexti stun
Gjaldheimtan gerði kröfu um,"
sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Verka-
mannasambandsins, í viðtali
vifrDagblaðið.
Af launum borgarstarfs-
manna er ekki tekið upp i opin-
ber gjöld í júlimánuði. Sam-
kvæmt venju er ekki tekið af
launum manna þann mánuð
sem sumarleyfi eru tekin. Frá
og með ágústmánuði sl. gildir
sú regla hjá Gjaldheimtunni að
dráttarvextir eru reiknaðir og
krafðir af þeim fjárhæðum sem
regluleg skil eru ekki gerð á.
Þeir borgarstarfsmenn. sem
tóku sín sumarleyfi eftir júlí-
mánuð, fengu óvæntan reikn-
ing fyrir dráttarvöxtum végna
þess að þeirri fjárhæð. sem
ekki var tekin af launuin þeirra
þann mánuð, var dreift á þá
ntánuði ársins sem eftir voru.
Þetta á við um þá starfsmenn
borgarinnar sem orlofsfé er
tekið af launum hjá. Þeir taka
því ekki laun þann mánuð sem
þeir taka sumarleyfi sitt í og
því er ekki skatta af neinum
launum að taka sumarleyfis-
mánuóinn.
Dráttarvaxtakröfur Gjald-
heimtúnnar námu mjög al-
mennt frá 4—15 þúsund krón-
um.
„Öll regla á launagreiðslum
borgarinnar til verkamanna og
annarra, sem ég þekki til, er til
fyrirmyndar,“ sagði Guð-
mundur J. Guðmundsson, „og
viðbrögð borgarstjóra í góðu
samræmi við það í þessu saþn-
girnismáli fyrir launþega.” 7
Ákvöhðun borgarstjóra!
tekur til þeirra starfsmanna,
sem að öðru leyti stóðu f skilum
með greiðslu opinberra gjalda.
BS/GS.
OFT
VELTIR
LÍTIL ÞÚFA...
Landhelgissamtökín efndu
til mótmælastöðu við Alþingis-
húsið í gærdag til að mótmæla
öllum samningum við EBE og
ennfremur allri rányrkju á
íslandsmiðum. Efnt verður til
annarrar slíkrar mótmælastöðu
á mánudaginn kemur. Mót-
mælendur hafa meðferðis
undirskriftalista þar sem fólki
gefst kostur á að rita nöfn sín í
mótmælaskyni við samningana.
Er ljósmyndari DB átti leið
fram hjá laust fyrir kl. 14 í gær
voru tvær konur á „vaktinni",
svo ekki fór mikið fyrir
stöðunni, en allflestir vegfar-
endur lögðu málstað þeirra lið
með nöfnum sínum á mótmæla-
listann.
G.S./DB-mynd Arni Páll.
Albert um skattafrumvarpiö:
„Reyndi að hindra að
það yrði lagt fram”
—margir sjálf stæðismenn
andvígir f rumvarpinu
„Eg reyndi strax í upphafi að
koma í veg fyrir að frumvarpið
yrði lagt fram,“ sagði Albert
Guðmundsson alþingismaður
(S) í gær. Hann er einn nokkuð
margra þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins sem eru andvígir
skattafrumvarpinu nýja.
Gunnar Thoroddsem
ráðherra snérist í upphafi gegn
frumvarpinu og ennfremur
þingmennirnir Guðmundur H.
Garðarsson, Pálmi Jónsson,
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
og Ingólfur Jónsson. Þessir
þingmenn hafa i þingflokki
sjálfstæðismanna andmælt
ýmsum veigamestu atriðum
frumvarpsins.
„Ég var fyrsti þingmaður
Sjálfstæðisflokksins sem sýndi
andstöðu við frumvarpið,"
sagði Albert i viðtali við Dag-
blaðið.
„Eg tel að það hefði þurft að
athugast betur áður en það var
lagt fram.“
„Ég er ekkert hissa á þótt
fólk hafi ýmislegt við það að
athuga. bæði einstaklingar og
atvinnurekendur."
-HH.
Utvarpsráð með leiðaralestur í „nýrri athugun”
„VEIT EKKIHVAR
ÞETTA ENDAR”
— segir formaður ráðsins
„Utvarpsráð hefur tekið mál-
ið til nýrrar athugunar,“ sagði
Þórarínn Þóraririsson. for-
maður ráðsins að loknum fundi
þess í gær. Þar var fjallað um
upplestur úr leiðurum
blaðanna og hinar nýju reglur
um að ýmsar athugasemdir við
þá, verði lesnar með þeim.
Þórarinn sagði að nú væri
búið að brjóta ísinn, þannig að
sömu reglur giltu og um at-
hugasemdir við það sem fram
kæmi í Kastljósi í sjónvarpinu.
Éins og sjónvarpsáhorfendur
vita, hafa slíkar athugasemdir
oft verið lesnar á undan þátt-
um. „En þetla er þó varhuga-
vert og ég veit ekki, hvar þetta
endar.“sagði Þórarinn.
Hann sagði að aðgerðir út-
varpsráðs, ef einhverjar yrðu,
mundu ganga yfir öll blöðin
jafnt. Nú væri í nýrri athugun.
hvaða form skyldi hafa á
upplestri úr leiðurum. til
dæmis hvort leiðarahöfundar
yrðu beðnir að halda sig innan
einhvers ákveðins ramma, sem
hann skýrði þó ekki nánar.
Þá taldi Þórarinn, sem er rit-
stjóri Tímans, að stundum
viídu aðalatriði úr leiðurunum
tapast í þeim úrdráttum sem
lesnir væru í útvarp.
Utvarpsráð hefði i gær
fengið skýrslu frá lögfræðingi
útvarpsins unt það. hvort stefna
mætti útvarpinu. ef leiðara-
. höfundar skrifuðu eitthvað seht
ekki væri ..löglegt"
-HH.
Skýringar á hinni umdeildu gjöf opinbers fyrirtækis til starfsmanns síns:
Framkvæmdastjóri Landsvirkjunar
fékk silfurlíkan af Burfellsstöð
Landsvirkjun gaf Eiriki
Briem. framkvæmdastjóra
Fyrirtækisins. í tilefni sextugs-
afmælis hans. mjög vandað
silfurlikan af stöðvarhúsinu við
Búrfell. Þetta eru þær upplýs-
ingar sem Dagblaðið hefur
aflað um hina umdeildu gjöf
oþinbers fyrirtækis til starfs-
manns. en hún hefur verið
gagnrýnd á Alþingi.
Líkanið kostaði eitthvað yfir
hálfa milljón króna.
Leifur Kaldal, gullsmiður,
gerði þessa vönduðu gjöf. Hún
mun hafa orðið nokkru dýrari
en forvígismenn gjafarinnar
ætluðu í upphafi. en þarna var
um að ræða seinlega vinnu. Lik-
anið er ekki stórt. aðeins eitt-
hvað um tuttugu sentimetrar á
lengd.
Þá mun vera ætlunin að lík-
anið verði eign alþjóðar eftir
daga Eiríks.
Sighvatur Björgvinsson, al-
þingismaður (A), nefndi sem
dærni um umdeilanlegar gjafir
til embættismanna. að opinbert
fvrirtæki hefði gefið starfs-
manni sínum afmælisgjöf að
verðmæti yfir milljón. Dag-
blaðið fékk þær upplýsingar að
átt hefði verið við Landsvirkj-
un.
-HH
V
fijálst, óháð daghlnð
LAUGARDAGUR 29. JAIVýl977
STAÐHÆFING
GEGN STAÐ-
VELLINUM Á
JÓLANÓTT
Mikið ber á milli í
frásögnum 19 ára gamals
Islendings á Keflavikurflug-
velli og tveggja Bandaríkja-
manna. sem hann hefur
kært fvrir líkamsárás á vell-
inum á jólanótt.
Stendur staðhæfing gegn
staðhæfingu að sögn Þor-
geirs Þorsteinssonar lög-
reglustjóra á Keflavíkur-
flugvelli.
Það var um kl. 01 á jóla-
nótt að pilturinn lenti í á-
tökum við hermennina tvo
þegar hann var staddur í
íbúðaskála hermanna þar á
vellinum. Töldu Bandaríkja-
mennirnir piltinn ekkert er-
indi eiga þarna eftir kl. 22
og vildu þeir koma honum
út.
Pilturinn ber að þeir hafi
ráðizt á sig og barið og loks
hent sér niður stiga en her-
mennirnir segja piltinn hafa
dottið og dregið annan
þeirra með jér í fallinu.
Læknir skoðaði piltinn
morguninn eftir og voru á
honum töluverðir áverkar,
m.a. mar á handlegg og öxl.
A hermönnunum sást hins
vegar ekkert, að sögn Þor-
geirs lögreglustjóra.
Kvað hann málið verða sent
ríkissaksóknara til um-
f jöllunar á næstunni. -ÓV.
Átta bflar af
árgerð 77
á sýningu
Það verður glæsilegt um
að litast í sýningarsölum
Egils Vilhjálmssonar hf. í
dag og á morgun. Þar verða
til sýnis kl. 2—6 báða dag-
ana sýnishorn af átta bíla-
tegundum sem firmað hefur
umboð fyrir, allir af árgerð-
inni 1977.
Skoða tungl
og stjömur
Hið blíða og 'göða vetrar-
veður hefur átt mestan þátt i
að um það bil helmingi fleiri
þátttakendur eru nú i
gönguférðum Utivistar en
var í janúar i fvrra. Um
síðustu helgi var t.d. farin
giinguferð um Naustanes.
Alfsnes og Mosfell. Þátttak-
endur voru-51.
Forráðamenn Utivistíjr
segja að áberandi sé hversu
miklu fleiri unglingar taki
nú þátt í gönguferöunum og
telja þeir það mjög ánægju-
lega þróun.
Ferðir félagsins hafa líka
margar hverjar verið mjög
nýstárlegar. Má þar til nefna
tunglskinsgöngur og
stjörnuskoðun, en margir.
hafa áhuga á að þekkja
stjörnur og stjörnumerki.
Ein slík ferð verður farin
í kvöld (laugardag) frá BSl
en hún verður einnig blys-,
för' og skautaferð. Önnur
ferð verður farin á sunnu-
dag og þá gengið um Selfjall
og Lækjarbotna með við-
komu í útilegumannahelli.
-ASt.