Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1977.
7
„Hasslögreglan” í skólana:
SKÓLASTJÓRAR
KANNAST EKKIVIÐ
HASSNEYZLUNA
—áf engi er aftur á móti „löngu orðið voðalegt vandamál
og hindrar eðlilegt f élagsstarf ”
„Mér finnst eðlilegt, og raunar
kjörið tilefni, að lögreglueftir-
grennslan — ég vil ekki nota
orðið rannsókn — fylgi í kjölfar
þessara fullyrðinga,“ sagði Ásgeir
Friðjónsson, sakadómari í ávana-
og fíkniefnamálum, í samtali við
fréttamann DB í gær.
Stefán Jóhannsson, félagsráðu-
nautur á Vífilsstöðum, fullyrti
á fundi með fréttamönnum í fyrra-
dág að hass væri selt í öllum fram-
haldsskólum Reykjavíkur og
flestum unglingaskólum.
Asgeir, Friðjónsson dómari
sagðist hafa hrokkið við þegar
hann heyrði greint frá ummælum
Stefáns í útvarpi. „Hins vegar vil
ég ekki síður taka mark á hug-
myndum og fullyrðingum Stefáns
en annarra manna,“ sagði Ásgeir,
„einkum og sér í iagi ef hann
rennir einhverjum stoðum undir
þessar fullyrðingar. Þetta er
miklu alvarlegri ásökun en svo að
rnaður vilji ekki notfæra sér þaö
tilefni sem gefizt hefur til að
heyra álit skólamanna á þessu.“
„Öruqglega ekkl“
Dagblaðið heyrði álit forráða-
manna nokkurra skóla í Reykja-
vík og nágrenni í gær. Enginn
þeirra taldi minnsta grun um
neyzlu eða aðra meðferð hass 1
sínum menntastofnunum.
„Ég yrði nú líklega seinasti
maðurinn til að heyra um það ef
verið væri að selja hass hér,“
sagði Magnús Jónsson, skólastjóri
Ármúlaskóla. „Við höfum ekki
orðið varir við nokkuð slíkt hér
en það útilokar náttúrlega ekki að
einhver brögð geti verið að þessu.
Satt að segja finnst mér það frem-
ur trúlegt. Vandamálið er að per-
sónusamband í svo fjölmennum
skóla sem hér er verður aldrei
náið. Aftur á móti vitum við vel af
áfengisvandanum sem löngu er
orðinn voðalegt vandamál á þessu
aldursstigi og hindrar að eðlilegt
félagsstarf geti farið fram. Það
segir sig náttúrlega sjálft að
neyzla hass hlýtur að vera tölu-
vert útbreidd hér ef maður miðar
við það sem lögreglan nær í, og
það er aldrei nema lítið brot af
heildarmagninu."
Björn Jónsson, skólastjóri
Hagaskóla, sagði forráðamenn
þar alls engan grun hafa um að
nemendur þar væru með hass.
„Ég verð að játa að mér finnst
ekkert benda til þess,“ sagði
Björn. „Það er hins vegar rétt að
áfengi er vandamál í öllum
skólum og hefur verið það lengi.“
„Örugglega ekki,“ svaraði Gylfi
Guðmundsson, yfirkennari Gagn-
fræðaskóla Keflavíkur, spurn-
ingu DB um hvort brögð væru þar
að hassneyzlu nemenda. „Við
höfum rætt þetta nokkuð, til
dæmis ítarlega í fyrra, og ég er
sannfærður um að hér er ekkert
slíkt.“
Jón Gíslason, skólastjóri Verzl-
unarskólans, tók mjög í sama
streng. „Það er 'ekki minnsti
grunur um þetta hér,“ sagði hann
og kvaðst ekki hafa trú á að upp-
lýsingar um slíkt myndu ekki ná
sínum eyrum.
Engar tölur til um
fjölda neytenda
Engar tölur eru til um fjölda
þeirra íslendinga sem neyta
kannabis-efna (hass, marijuana)
að staðaldri eða hafa fiktað við
það. Ásgeir Friðjónsson telur eng-
an veginn hægt að segja til um
fjölda þeirra út frá þeim tölum
sem hann hefur um þá er fíkni-
efnadómstóllinn hefur haft af-
skipti af.
Kannanir hafa verið gerðar a
þessum málum í útlöndum og
telja Bandaríkjamenn til dæmis
að 10% þjóðarinnar ne.vti kanna-
bis-efna eða hafi nevtt þeirra.
-ÖV.
BYRJENDANÁMSKEIÐ
Getum bætt við
stúlkum i
byrjendaflokka
Japanski þjálfarinn Naoki Murata 4 DAN
þjálfar i öllum flokkum. Innritun og upplýsingar
í síma 83295 alla virka daga frá kl. 1 3—22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
ÁRMÚLA32.
HUSGAGNASÝNING
Sýnum nýjar gerðir húsgagna í sýningarsal okkar að
Síðumúla 30
í dag og á morgun—Opið kl. 10 - 6
A A liÚ&CiOCiW
* SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822