Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGIJR 29 .IANUAR 1977. ( Bíóauglýsingar eru á bls. 20 ] Útvarpið ídag kl. 13.30: Hvað er á seyði? Að þreyja þorrann Það verður Guðmundur Sæmundsson, formaður Sam- bands íslenzkra námsmanna er- lendis, sem flytur pistilinn að þessu sinni. Jú, það mætti segja mér að hann ræddi eitthvað um námslánin, en orðið er vitan- lega frjálst,'1 sagði Einar Örn Stefánsson, umsjónarmaður þáttarins A seyði. Þar sem þorrinn-er nú geng- inn í garð með öllu því sem honum tilheyrir, en okkur nú- tímafólki er sennilega efst í huga þorramatur, fær Einar Árna Björnsson þjóðhátta- fræðing til þess að segja okkur frá þorranum. Vafalaust fáum við því ýmsa fróðleiksmola um hvernig var farið að því að þreyja þorrann hér áður. Fastir liðir verða eins og venjulega, með kynningu á dag skrá útvarps og sjónvarþs, fréttum af veðri, færð, íþrótt- um og létt lög verða leikin inn á milli. EVI Sjónvarpið íkvöld kl. 21.40:4stjörnu mynd frá 1952 Afríkudrottningin 20.10 Frá tonlistarhátíö í Holsinki í sumar. 20.40 „Þekktu sjálfan þig". Jon K. Hjaim- arsson fræöslustjóri ræðir við Ingimar Jóhannesson, fyrruin skóla- stjóra. 21.10 Svissneskar lúörasveitir leika. Fridolin Biinter stjórnar. — Frá út- varpinu í Zúrich. 21.35 Bjarmalandsför. Steingrimur Sig urðsson listmálari segir frá ferð um Norðurlönd. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 30. janúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Útdráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Létt morgunlög. Tónlist frá Noregi i og Svíþjóð. 9.00 Fréttir. Hver er í símanum? 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Ilana Vered leikur tónverk eftir Chopin, Píanósónötu nr. 3 í h-moll op. 58 og Noktúrnu i f-moll op. 55 nj. 1 11.00 Guðsþjónusta í kirkju Fíladelfiu- safnaöarins í Reykjavík. Einar J. Gisla- son forstöðumaður safnaðarins predikar. Guðmundur Markússon les ritningarorð og bæn. Kór safnaðarins syngur. Einsöng með kórnum syngur Agústa Ingimarsdóttir. Orgelleikari og söngstjóri: Árni Arinbjarnarson. Daniel Jónasson o. fl. hljóðfæraleikar- ar aðstoða. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Samanburður á afbrotahneigð karla og kvenna. Jónatan Þórmundsson prófessor flytur erindi. 14.00 Sigfús Einarsson: 100 ára minning. Dr. Hallgrímur Helgason tekur saman tónlistardagskrá og flytur erindi um Sigfús. 15.00 Spu.t og spjellaö. Umsjón: Sig- urður Magnússon. Þátttakendur: Jenna Jensdottir rithöfundur, Kristján Friðriksson iðnrekandi, Kristján Gunnarsson fræðslustjóri og dr. Wolfgang Edelstein. 16.00 íslenzk einsöngslög. Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur; Guðmundur Jónsson leikur á píanó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Staldrað við á Snœfellsnesi. Jónas Jónasson ræðir við fólk á Gufuskálum óg lýkur hljóðritun að sinni á flug- vellinum á Rifi í októbersl. 17.20 Tónleikar. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Borgin við sundið" eftir Jón Svoinsson (Nonna). Freysteinn Gunnarsson ísl. Hjalti Rögnvaldsson les (5). 17.50 Miöaftanstónleikar. Pierre Fournier og Fílharmoníusveit Vínar- borgar leika Sellókonsert í h-moll op. 104 eftir Dvorák; Rafael Kubelik stjórnar. Tilkynningar. 18J5 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Maðurinn, sem borinn var til konungs" framhaldsleikrit eftir Dorothy L. Sayers. Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir. Leikstjóri: Benedikt ^rnason. Fyrsti þáttur: Konungar í Júdeu. Helztu leikendur: Gísli Hall- dórsson, Þorsteinn ö. Stephensen, Pétur Einarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Klemenz Jónsson, Randver Þorláksson, Jón Hjartarson og Valdemar Helgason. 20.10 Kammerkórinn í Stokkhólmi syngur lög eftir Gesualdo, Gastoldi Monte- verdi og Rossini; Eric Ericson stjórn- ar. 20.30 Að vera þegn. Hjórtur Pálsson Ies erindi eftir Hannes J. Magnússon. 21.05 Tónleikar. 21.35 „Landlausir menn", smásaga eftir Kristján Jóhann Jónsson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ást valdsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Hún fær fjórar stjörnur, ameríska myndin Afríkudrottn- ingin (The African Queen), í kvikmyndahandbók okkar. Hún gerist árið 1915 i Mið- Afríku þar sem systkinin Samuel og Rose starfrækja trú- boðsstöð. Trúboðsstöðin er lögð i rúst og Samuel deyr. Það er ekkert annað fyrir Rose (Katherine Hepburn) að gera en að fara. burtu. Hún fær far með skipinu Afríkudrottning- unni. Skipinu stjórnar drykk- felldur skipstjóri (Humphrey Bogart) og hann kallar ekki allt ömmu sína. Þrátt fyrir hina hrjúfu skel er Bogart hinn bezti náungi inn við beinið og Hepburn, hinn siðavandi trú- boði, verður hrifin af honum. Það þarf ekki að spyrja um leik í þessari mynd, hann er frábær hjá báðum leikurum. Ekki er síðri leikstjórnin hjá John Huston. FVI Það eru fern hjón, ein úr hverjum hinna fjögurra fvrri þátta, sem koma fram í kvöld. Spennandi verður að vita hver vinnur þetta Hjónaspil. en það eru, eins og allir vita, þau sem vita hug hins, hvað hann eða hún mundi gera undir hinum ýmsu kringumstæðum. Sjónvarpið íkvöld kl. 20.55: Lokaþáttur Hjónaspils Hvert hjónanna veit bezt um hug hins? „Það er bezt að hætta hverjum leik þá hæst stendur,“ sagði Jón Þórarinsson, deildarstjóri lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, um þáttinn Hjónaspil. Urslita- þátturinn er í kvöld og munu ekki verða fleiri þættir í þessu formi. Jón sagði að þetta yrði einhæft til lengdar, rétt væri að breyta til. Líklega yrði hleypt af stokkunum öðrum spurningaþætti í marz. „Nei, það verða ekki sömu spyrjendur og i Hjónaspili,“ sagði Jón. Sem fyrr segir er þetta úrslita- þátturinn í kvöld. Þátttakendur eru fern hjón, ein úr hverjum hinna fjögurra þátta sem fluttir hafa verið. Þau eru Ingimar Haukur Ingimarsson og Kristín Mjöll Kristinsdóttir, Valdimar Ásmundsson og Edda Sigurðar- dóttir, Burkni Dómaldsson og Ólína Sveinsdóttir og Sigurður Jónsson og Helga Leifsdóttir. Milli þess sem spurt er og spjallað skemmta Jakob Magnús- son og söngflokkurinn Randver. Spyrjendur er víst óþarft að kynna, þeir hafa aflað sér vin- sælda um allt land fyrir skemmti- lega framkomu og létt fas. Það eru þau Edda Andrésdóttir og Helgi Pétursson. EVI Uppboðið heitir þátturinn í dag um Emil í Kattholti. Ungir sem aldnir hafa haft gaman ' af að horfa á þennan sænska mynda- flokk sem byggður er á sögu eftir Astrid Lindgren, þá sömu og samdi Línu langsokk. Það eru bæði vel þekktir og góðir ieikarar. sem fara með aðalhlutverkin í mynd kvöldsins, Afríkudrottningunni. Það eru þau Humphrev Bogart og Katherine Hepburn. Sjónvarpið íkvöld kl. 18.35: Emil í Kattholti Uppboðið 20.30 Hmmsókn. Fyrir 40 árum hófu systur úr St. Fransiskusarreglunni rekstur sjúkrahúss í Stykkishólmi og hafa rekið það síðan. Auk sjúkrahúss- ins starfrækja þær einnig prent- smiðju og barnaheimili. Sjónvarps- menn heimsóttu reglusysturnar um miðjan þennan mánuð og kynntu sér starfsemi þeirra og lífsviðhorf. Um sjón Magnús Bjarnfreðsson. Kvik- myndun Sigurliði Guðmundsson. Hljóð Jón Arason. Klipping Ragn- heiður Valdimarsdóttir. 2Í.25 Allir eru að gera það gott. Síðari skemmtiþáttur með Ríó. 21.45 Saga Adams-fjölskyldunnar. Banda- riskur framhaldsmyndaflokkur. Loka- þáttur. Charies Francis Adams II. iðju- höldur. 22.45 Að kvöldi dags. Séra Grímur Grims- son sóknarprestur i. Asprestakalli í Reykjavík flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok. Utvarp Laugardagur 29. ianúar 13.30 A seyði. Einar Orn Stefánssor stjórnar þættinum. 15.00 í tónsmiðjunni. Atli Heimir Sveins son sér um þáttinn (12). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. íslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson talar. 16.35 Létt tónlist. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga:.,Bræðúrnir frá Brekku'1 eftir Kristian Elster. Reidar Anthon- sen færði í leikbúning. Þýðandi: Sig- urður Gunnarsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson (Aður útv. 1965). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Gerningar. Hannes Gissurarson sér um þáttinn. ^ Sjónvarp Laugardagur 29. janúar 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Emil í Kattholti. Sænskur mynda- flokkur byggður á sögum eftir Astrid Lindgren. Uppboðið. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóltir. Sögujnaður Ragnheið- ur Sleindór.sdöttir. 19.00 íþróttir. Hló. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Fleksnes. Norskur gamanmynda- flokkur. gerður i samvinnu við >.unska sjónvarpið. Heimboðið. Þýðandi Jön Thor Haraldsson. (Nordvis- ion—Norska sjónvarpið) 20.55 Hjónaspil. Spurningaleikur. Loka- þáttur. 21.40 Afrikudrottningin (The African Queen) Bartdari.sk bíómynd frá árinu 1952. Leikstjóri John Huston. Aðal- hlutverk Humphrey Bogart og Kulh- erine Hepburn. Sagan gerist í Mið- Atríku ariö 1915. Systkinin Samuel og Rose starfrækja trúboðsstöð. Oðru hverju kemur til þeirra dr.vkkfelldur skipstjóri. Þýskt herlið leggur trúboðsstöðina i rust með þeim af- leiðingum, að Samuel andast skömmu seinna. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. janúar 16.00 Húsbnndur og hjú. Breskur mynda- flokkur. Ástarinnar vogna. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Mannlifið. Unglingsárin. Tímabiliö frá 13 til 18 ára aldurs hefur oft verið talið mesta umbrotaskeiðið á ævi mannsins. I myndinni er lýst viðhorf- um unglinga til umhverfisips, þar á meðal heimilis og skóla. Rætt er við unglinga, sem hafa lent á „villigöt- um“, eins og það er nefnt, og foreldrar segja frá reynslu sinni í uppeldismál- um. Þýðandi og þulur Óskar Ingimars- son. 18.00 Stundin okkar. 19.00 Enska knattspyman. Kynnir Bjarni Felixson. Hló. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglysingar og dagskrá.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.