Dagblaðið - 29.01.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. JANUAR 1977.
■9
Bent Larsen veitti
Karpov harða keppni
enda eini skákmaðurinn í heiminum sem sigrað hef ur á þremur svæðamótum
Hcimsmeistarinn Anatoly
Karpov, Sovétríkjunum, var
valinn skákmaður ársins 1976
af 82 skákblaþamönnum frá 28
löndum. Það val kemur fáum á
óvart og útslagið gerði sigur
hans á sovézka .meistaramótinu
í desember. Ef Karpov hefði
ekki sigrað á því móti er iíklegt
að Bent Larsen hefði hiotið út-
nefninguna sem skákmaður
ársins. Hann náði afburða-
góðum árangri á síðasta ári —
jafnvel ekki síðri en sjáifur
heimsmeistarinn, Karpov. En
heimsmeistari stendur alltaf
vel að vígi á þessu sviði. Til
dæmis má benda á að Boris
Spassky var skákmaður ársins
1968 og 1969. Þó er það ekki
einhlítt. Bobby Fischer hlaut
titilinn 1970 — einnig 1971 og
1972. Síðan hefur hann ekki
teflt — eða eftir að hann vann
heimsmeistaratitilinn af
Spassky.
En röð efstu tíu hjá skák-
blaðamönnunum var þannig:
1. Karpov, Sovétríkjunum.
2. Bent Larsen, Danmörku.
3. Mecking, Brasilíu.
4. Hort, Tékkóslóvakiu.
5. Petrosjan, Sovétríkjunum.
6. Polugajewski, Sovét.
7. Portisch, Ungverjalandi.
8. Kortsnoj, landflótta.
9. Mikhael Tal, Sovét.
10. Tjeskovsky, Sovétríkjunum.
Sjö af þeim átta skák-
mönnum sem tefla í heims-
meistarakeppninni í næsta
mánuði, eru á listanum.
Spassky, fyrrum heimsmeist-
ari, er þar ekki og komst í HM í
stað Bobby Fischer. En við
skulum rifja upp einvígin
fjögur í næsta mánuði.
Larsen og Portisch tefla í
Rotterdam og hefst keppni
þeirra 26. febrúar.
Petrosjan og Kortsnoj tefla í
Ciocca á Ítalíu og einvigi þeirra
hefst sama dag, 26. febrúar.
Mecking og Polugajewski
tefla í Luzern í Sviss. Fyrsta
skák þeirra verður 27. febrúar.
Hort og Spassky tefla i
Reykjavík. Það einvígi hefst á
undan hinum eða 24. febrúar.
Til gamans má geta þess, að
verðlaun í einvígi Larsens og
Portisch eru helmingi lægri,
um 1200 þúsund krónur, en hjá
Hort og Spassky í Reykjavík.
Ef farið er eftir röð einvígis-
kappanna í vali biaða-
mannanna ætti Larsen að sigra
Portisch, Hort að vinna
Spassky, Mecking að sigra
PolUgajewsky og Petrosjan að
vinna Kertsnoj.
Larsen sá fyrsti
Það var árió 1967 sem AIPE,
alþjóðasamtök skákblaðamanna
hófu að velja skákmann ársins
— eða The World Chess Oscar.
Bent Larsen varð hinn fyrsti til
að hljóta titilinn. Val blaða-
mannanna í desember síðast-
liðnum — milli jóla og nýárs —
stóð nú eingöngu miili Karpovs
og Larsens. Þar var mjótt á
munum, en sigur Karpovs á
sovézka meistaramótinu var þá
afar ferskur.
Árangur Larsens á árinu var
glæsilegur. Þar er efst á blaði
sigur hans á svæðamótinu í
Biel. Þar með varð hann fyrsti
skákmaður í heimi til að sigra á
þremur svæðamótum. Hann
sigraði áður 1964 og 1967, varð í
öðru sæti 1970 en fimmti á hinu
furðulega Leningrad-móti 1973.
Þetta sýnir vel, hve geysilega
sterkur skákmaður Bent
Larsen er. — Baráttumaður í
sérflokki eins og Bobby
Fischer. En Larsen gerði meira
en að sigra í Biei á síðasta ári.
Hann sigraði á mótum í
Lanzarote og Costa Brava og
varð annar í Las Palmas, eftir
að hafa haft forustu fram að
síðustu umferð. Þá tapaði hann
fyrir Hílbner. t 54 kappskákum
á árinu hlaut Larsen 38 vinn-
inga. En þessi árangur nægði
ekki til að ná efsta sætinu frá
Karpov. Mörg töp Larsens voru
gegn slökum skákmönnum!!
Heimsmeistarinn náði einnig
frábærum árangri á árinu —
hlaut 38 vinninga af 48
möguiegum. Hann sigraði á
sterku móti í Skopje með 12.5
vinninga af 15 og varð efstur á
afmælismóti dr. Euwe í Amst-
erdam þar sem Friðrik Ölafs-
son var meðal þátttakenda.
Anatoly Karpov
Keppendur voru fjórir — en á
öðru fjögurra-manna-móti í
' Manila brást Karpov. Hann
náði 50% árangri — hlaut 3
vinninga af sex mögulegum. Á'
móti í Montila varð hann síðan
efstur með sjö vinninga af níu
og kórónaði árangur sinn á
árinu með því að verða í fyrsta
sinn sovézkur meistari, tapaði
tveimur skákum á árinu. fvrir
■S
Mr. Nm y i 2 a 4 ■ é 1 • » ié II ia II 14 II M M- PI*M. H«t /s:
1 We.bí m O -7 zr 77 "77 -7 T 0 77 —
a ktULátt ± m ± l__ 0 ± T — ± — ± — —
a káLúx+v — o M — — — o 0 — —'' — — mm
4 j 77 — — ■ ± 0 — 0 — 0 — 0 0 — — £ ,sá
i /2u+rtA*tS — 0 — 0 n ± — ± — 0 0 0 0 — — 3
é — — 1 0 m — — — 0 — — — o — k %
? — 0 ± — — — m 0 o ± ± — 0 cí
• 77 0. T ~ö — X 18 o 0 ± ± — ±. 7Í X
t fldorjii+i. X — 77 — — — — 1 A — — — — — — i/s
M ff-urr w... ' 2 ±L ± 1 T T ± BjH 11 ± — ± — ± f/ji
H — — — 0 — ■0 m 0 — 1 0 5?* 4
a )/u./cc.e.\rkc, — T — T ± — o O 77 ± m 0 —
ts Sséoi/ — — — ± ± — — — 0 — — n ± — Vo
M fATAAO 0 — — — —1 ± — O — — 0 ± x ■j 0 %
H V TArjjMir ± ± — — — X — 0 ± — 1 □ 1* 3.
Bent Larsen
Torre, Filippseyjum, og Geller.
Danski skákblaðamaðurinn,
Svend Novrup, telur að sigur
Larsens í Biel ' hefði átt að
fleyta honum í efsta sæti á list-
anum og listi hans um beztu
skákmenn ársins er þannig:
1. Bent Larsen, Danmörku.
2. Anatoly Karpov, Sovét.
3. Hort, Tékkóslóvakíu.
4. Petrosjan, Sovét.
5. Mecking, Brasilíu.
6. Uhlman, A-Þýzkalandi.
7. Polugajewsky, Sovét.
8. Mikhael Tal, Sovét.
9. Tony Miles, Englandi.
10. Friðrik Ölafsson, tslandi
11. Tjeskovsky, Sovét.
12. Balasjov, Sovét.
Til áréttingar bendir hann á
árangur nokkurra skák-
mannanna á listanum. — Aður
hefur verið minnzt á Karpov og
Larsen. Hort deildi fyrsta sæti í
Hastings og Vinkovci, öðru sæU
í Manila. Petrosjan vann í Lone
Pine, varð annar í Biel eftir
aukakeppni og þriðji á sovézka
meistaramótinu. Mecking sigr-
aði á svæðamótinu í Manila.
Miles hlaut stórmeistar.atitil
þegar hann varð i fjórða sæti í
Dubna. Hann varð annar i Lone
Pine og deildi fyrsta s?eti með
Kortsnoj á IBM-mótinu í Amst-
erdam. Sovézku skákmennirnir
í 11. og 12. sæti tefldu báðir vel
á Manila-mótinu. Tjeskovsky
sigraói á skákmótum í Dubna
og Leipzig. Hann náði einnig
stórgóðum árangri í Las Palmas
og Sotchi. Balasjov varð í öðru
sæti á sovézka meistaramótinu.
, En látum þetta nægja. Á
Hastings-mótinu vann hinn,
24ra ára sovézki stórmeistari,
Romansjin, frábært afrek, vann
tíu skákir á mótinú og hlaut
tveimur vinningúm meira en sá
sem varð í öðru sæti. Mesti yfir-
burðasigur, sem um getur í
langri sögu Hastings-mótsins.
Það er því ekki úrvegiað líta á
lokastöðuna f Hastings — og
hvernig innbvrðisvinningar
féllu.
Kinar Aníason
Kinar Valiir.Krisljánsson.
Bridgefélag
Hornaf jaröar
Jón (iiinnar (iunnarsson
Bridgefélag
Selfoss
Halldór Majjnússon
Siyfús l>óróarson
Vilhiálmur l>. Pálsson
Bridgefélag
Hafnarf jarðar
Björn Kysiuinsson
l>oreeir Ky jólfsson
Bridgefélag
Suðurnesja
Lom Ponnóósson
Bridgefélagið
Asarnir, Kópavogi
Haukur Hannesson
Jón Páll SÍKurjónsson
Lárus Hermannsson
Ólafur Lárusson
Kaenar Björnsson
Fró Bridgesambandi
Vesturlands
Sunnudaginn 16. janúar sl.
var haldinn stofnfundur
Bridgesambands Vesturlands i
Borgarnesi. Sambandið nær
yfir Vesturlandskjördæmi og
eru aðildarfélög þess bridge-
félögin á Akranesi. Borgqrnesi.
ölafsvík og Stykkishólmi.
A fundinum var samþykkt að
Vesturlandsmót. sem jafnframt
eru undanrásir fvrir tslands-
mót. verði haldin sem hér segir:
Sveitakeppni í Borgarnesi 19.-
20. febrúar. Þátt taki 8 sveitir.
sem spili innbyrðis 20 spila
leiki. Skipting milli félaga
verður þessi: Borgarnes 2
sveitir. Akranes 3 sveitir og
Stykkishóimur og Ölafsvík
sameiginlega 3 sveitir. Tví-
menningskeppni á Akranesi 5,-
6. marz. Þátt taki 20 pör og
spili hvert par 4 spil við hvert
hinna. eða alls 76 spil. Skipting
milli félaga verður þessi:
Borgarnes 5 pör. Akranes 9 pör.
St.vkkishólmur 3 pör og Ölafs-
vík 3 pör.
Samþ.vkkt var á fundinunt að
kostnaði við þátttöku i þessum
mótum verði jafnað niður milli
allra þátttakenda. þannig að
þeir sent búa á mótsstað taka
þátt i kostnaði hinna sem þurfa
að sækja mótin um langan veg.
Töldu fundarmenn að þetta
fyrirkomulag þ.vrfti einnig að
laka upp i undanúrslitum og
úrslitum Islandsmóta.
A fundinum kom fram al-
menn óánægja með samþykkt
síðasta bridgeþings um
skiptingu sæta í undanúrslitum
íslandsmóta milli svæðasam-
banda. Þótti mönnum þessar
nýju reglur rýra hlut lands-
býggðarinnar um of. Sem dæmi
má nefna að á sl. Islands-
móti átti Vesturland rétt á því
að senda 6 sveitir í undanúrslit
en nú aðeins tvær.
Kosin var stjórn fyrir sam-
bandið. sem er þannig skipuð:
Formaður er Halldór S Magnús-
son Stykkishólmi, ritari er
Þröstur Sveinsson Ólafsvík,
gjaldkeri er Valur Sigurðsson
Akranesi og meðstjórnandi
Unnsteinn Arason Borgarnesi.
Einnig var kosin dómnefnd
sem skipuð er: Inga Steinari
Gunnlaugssyni Akranesi, Jóni
Guðmundssyni Borgarnesi og
Jónasi Gestssvni Ólafsvík.
Frá Bridgesambandi
Suðurlands
Fyrsta keppni á vegum
nýstofnaðs Bridgesambands
Suðurlands fór fram í Vest-
mannaeyjum dagana 14. og 15.
janúar sl.
Hér er um að ræða tví-
mcnningskeppni sem jafnframt
var undanúrslit fyrir íslands-
mót og öðluðust 5 efstu pörin
þátttökurétt.
16 pör tóku þátt í úrslitunum
og voru spiluð 90 spil af hverju
pari. Sigurvegarar urðu Sigfús
Þórðarson og Vilhjálmur Páls-
son frá Selfossi og öðlust þeir
þannig titilinn tvímennings-
meistarar Bridgesambands
Suðurlands fyrir árið 1977.
Röð 8 efstu manna varð sem
hér segir:
stig
1. Sigfus Þorðars og Vilhj. Palsson
B.fel. Self. 787
2. Halldor Magnuss. og Haraldur Gestss.
B.fel. Self. 701
3..Joii Hauksson og Palmi Lorenz
B.fél.Vm. 696
4 Sigurður Sighvatsson og Þorður Sig.
B.fel. Self 688
SiMON
SIMONARSON
5. Birgir Palsson og Kjartan Kjartanss.
B.fél. Hverag. 660'
6. Friðþj. Mósson og Sveinbj. Jónss.
B.fel. Vm. 659
7. Gissur Jonasson og Þorleifur Sigurlass.
B.fel. Vm. 656
8. Helgi Bergvinsson og Hjalmar Þorleifss.
B.fél. Vm. 622
Meðalskor var 630 stig.
Keppnisstjóri var Tryggvi
Gíslason úr Reykjavík.
Sveitakeppni sambandsins
verður haldin á Selfossi í
febrúarmánuði nk.
3. SendibílastöA Selfoss
4. Rakarastofa Leifs Österby
Sigurður Sighvatsson
5. Selfossbió
Garðar Gestsson
6. Trésm. Guðm. Sveinss.
Bjarni Sigurgeirss.
7. Einarshöfn h/f
Guðmundur G. Ólafss.
8. Trésm. Þorsteins & Árna
Þorvarður Hjaltason
9. Friðrik Sœmundsson
SigurAur S. SigurAsson
10. GuAnabakari
Ólafur AuAunsson
Bridgef élag
Selfoss
107
105
104
102
102
100
9»
99
Staðan í firmakeppninni.
sem jafnframt er einmennin^s-
keppni. eftir 1. umferð 20.
janúar 1977:-
stig.
1. Lindin
Hannes Ingvarsson 116
2. Magnus Magnusson h/f
FriArik Sæmundsson 107
Bridgemenn
Suðurlandi
Meistaramót Suðurlands f
sveitakeppni, sern jafnframt
veitir rétt til þátttöku i íslands-
móti, fer fram á Selfossi dagana
4. til 6. febrúar nk.
Þátttökutilkvnningar berist
f.vrir 1. febr. til Vilhjálms í
síma 1562 eða Halldórs í síma
1481.