Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977 — 35. TBL. RÍTSTJÓRN SÍÐUMULA 12, SIMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Gjafarafmagnið til stóriðju verði bannað — leggja tveir Framsóknarmenn til Alþingi banni niðurgreiðslur á rafmagnsverði til orkufreks iðnaðar í framtíðinni. Þannig er tillaga tveggja þingmanna Framsóknarflokksins, þeirra Páls Péturssonar og Ingvars Gíslasonar, sem kom fram í gær. „Alþingi ályktar að eftir- leiðis sé óheimilt að gera samninga um raforkusölu til orkufreks iðnaðar, nema þeir séu þannig úr garði gerðir að tryggt sé að ætíð sé greitt meðalframleiðslukostnaðar- verð fyrir heildarframleiðslu raforku í landinu," segir í tillögunni, „þannig að öruggt sé að íslendingar þurfi aldrei að greiða niður orkuverð til orkufreks iðnaðar.“ Eins og kunnugt er, greindi Dagblaðið í siðustu viku frá geylsilegum niðurgreiðslum á raforkuverði til Alversins í Straumsvík. Þetta kom fram i kjallaragrein eftir Gísla Jóns- son prófessor. „Þetta var eins og i leikfimis- sal með byrjendum. Forseti bæjarstjórnar (þjálfarinn) sat fyrir miðju og bæjarstjórnar- fulltrúarnir til hliðar (nemendurnir).Síðan var hvert málið borið fram af öðru og rétt upp hendi til samþykkis. Þannig gekk þessi fjölmenni fjárhagsáætlunarfunduf frá kl. 4-7 en þá var matarhlé," sagði Regína Thorarensen' frétta- ritari DB á Eskifirði í morgun um fundinn í gær. „Nú, síðan kom matarhlé frá 7-8. Allir voru aftur mættir vel fyrir átta, þvi nú var von á sprengju. Guðmundtrr Auðbjörnsson (S), stóð upp og talaði fyrir kaupum á hinu um- deilda húsi hér fyrir elli- heimili. og skoraði á þingfull- trúa að samþykkja kaupin. Það fór svo að 4 þingfulltrúar af 7 lýstu samþykki sínu. Hins veg- ar ætlaði okkar ágæti bæjar- fulltrúi og tignarlegi maður, Kristmann Jónsson aldrei að geta fengið sig til þess að lesa upp tillöguna. Það var loks fyrir ítrekaða áeggjan að svo var gert og var honum þá svo mikið niðri fyrir að hann gleymdi að tilkynna hvernig atkvæði féllu. En húsakaupin voru samþykkt sem fyrr segir. Jóhann Klausen bæjarstjóri sat lengi á sér en að lokum spratt hann upp og sagðist ætla að láta Eskfirðinga vita að þetta hús yrði aldrei keypt. Nú bíðum við Eskfirðingar með enn meiri óþreyju eftir að sjá hvað verða vill. Húsið á að kosta 8-9 milljónir og þvkir gjafverð. Það er 140 fermetrar og á einni hæð og þykir mjög hentugt. Kvenfélagið Döggin lét safna undirskriftum um hvort bæjarbúar vildu kaupa húsið og 346 manns voru því eindregið fylgjandi. Þá er kven- félagið líka búið að lofa að setja uppgardínuroggefá allanrúm- fatnað. Jóhann bæjarstjóri hefur haldið því fram að nýtt elliheimili verði byggt þegar efnahagur leyfir. EVI/Regína A næturrölti með dipló- matapassa Hér er einn af nátthröfnum höfuðborgarinnar að koma heim til sín í gær í fylgd bros- andi lögreglukvenna. Þessi lit- fagri hundur er meðal íbúa í bústað norská sendiherrans. Hann slapp út klukkan 2 í fyrri- nótt og fór á rall. í gærdag kom tilkynning um hann frá Bústaðavegi og lögreglu- konurnar Lilja Björk Júlíus- dóttir og Katrín Þorkelsdóttir kipptu honum upp í bilinn til sín. Hvutti var orðinn skítugur og varð önnur lögreglukonan að fá hreinsun á fatnað sinn eftir samveruna með honum. Hvutti slapp með skrekkinn í þetta sinn enda hefur hann mikla sérstöðu meðal hunda að hafa diplómataskilriki frá norska sendiráðinu um hálsinn. ASt/DB-mynd Sveinn Þorm. Elliheimili á Eskifirði? BÆJARSTJÓRN: JÁ BÆJARSTJÓRI: NEI! Sjónvarpið: GLÆPIR AÐ NÝJU Eftir helgina lýkur hinu svokallaða sex vikna um- bótatímabili sjónvarpsins því á þriðjudag hefst nýr bandarískur myndaflokkur sem flokkast undir glæpa- þætti. Nefnist hann Colditz og gerist í hinum illræmdu fangabúðum sem Nazistar notuðu fyrir stríðsfanga sína sem reynt höfðu að flýjj» úr öðrum fangabúðum. Verður líklega margur maðurinn feginn að nú skuli aftur vera hægt að horfa á þriðjudagsdagskrána með spenningi. A.Bj. Ályktanir af Geirfinns- málinu og öðrum sakamálum Sjá kjallaragrein Vilmundar Gylfasonar ábls.ll Leiðari dagsins um handbolta: Standið við ykkar hlut, ráðherrar! — bls. 10

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.