Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977 íþróttir iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Geir Hallsteinsson hefur snúið á pólsku vörnina og skorar. Björgvin Björgvinsson fylgist með — DB-mynd Bjarnielfur. Slæm byrjun Islands og baráttuna vantaði —íslenzka landsliðið tapaði 23-26 f yrir Slask eftir hroðalega byrjun íslenzka landsliðið varð að sætta sig við ósigur gegn pólska meistaraliðinu Slask sem hafði 5 pólska landsliðsmenn innanborðs — ósigur 23-26. Það var fyrst og fremst mjög slæm byrjun íslenzka liðsins sem varð því að falli en einnig var vörnin ákaflega glopp- ótt og ófáar sóknarlotur runnu út í sandinn vegna slæmra mistaka leikmanna. Já, mistök islenzka liðsins voru allsráðandi í byrjun leiksins. Vörnin opnaðist hvað eftir annað mjög illa — já, nánast ótrúlegt hvað vörnin var veik eftir sterkan varnarleik uppá síðkastió. Að sjálfsögðu bVr þess að geta að Ölafur H. Jónsson lék ekki með en hann hefur verið akkeri í varnarleik íslenzka liðsins í undanförnum landsleikjum. Pólverjarnir gengu á lagið — en fleira kom til. Sókn íslenzka liðsins var í molum í upphafi leiksins og slæmar sendingar voru margar. Sérstaklega átti Þor- björn Guðmundsson slæma byrjun í leiknum — skot úr von- lausum færum og eins rangar sendingar. Sannarlega slæmt en Þorbjörn sótti sig mjög er á leik- inn leið en verður að gæta sín að verða ekki of bráður — ekki of fljótfær. Pólverjarnir brunuðu hvað eftir annað upp í hraðaupp- hlaupum og eins í gegn um vörn- ina sem var gatasigti líkust og fyrr en varði var staðan orðin 7-1 Slask í-vil. Þá fór íslenzka liðið að rétta úr kútnum — náði smám saman að minnka muninn en staðan í leikhléi var 15-11. Klempel skoraði síðasta mark hálfleiks úr aukakasti að loknum venjulegum leiktíma — á meðan íslenzka liðið svaf. Islenzka liðið byrjaði mjög vel í upphafi síðari hálfleiks og fyrr en varði var staðan orðin 15-15 en Klempel svaraði með tveimur mörkum og náði íslenzka liðið ekki að vinna forskot Pólverjanna upp — mest vegna slæms varnar- leiks og eins komu inn i sóknina slæmar villur sem Pólverjar náðu að nýta sér — pólskur sigur 26-23. Það verður því að segjast að hin slæma byrjun varð íslenzka liðinu að falli. Engu líkara var en leik- menn kæmu kaldir og áhuga- lausir til leiks — neistann úr undanförnum leikjum vantaði — baráttuna vantaði. Áhorfendur voru um 500 — og því stemmning ekki sem skyldi. Menn hafa velt því talsvert fyrir sér hvort liðið nái að sýna sömu takta og i undanförnum landsleikjum er til Austurríkis kemur — þá verða ekki 3000 áhorfendur til að hvetja liðið dyggilega áfram. Eftir leikn- um í gærkvöld að dæma er vissu- lega ástæða til að taka varnaðar- orðin alvarlega — leikmenn mega ekki verða of kærulausir, eða ef til vill er værukærir rétta orðið. Ekki má slá slöku við — aldrei. Þrátt fyrir að vörnin hafi oft opnazt illilega og knettinum oft verið klúðrað klaufalega þá var þó alltént einn ljós punktur sem ekki hefur komið fyrr fram í leik liðsins. Það var einmitt frammi- staða Viggós Sigurðssonar — hann spilaði úti í hægra horninu og þrátt fyrir að honum tækist ekki að skora var talsverð ógnun af honum þar. Tvívegis átti hann að fá viti — og eins átti hann góðar sendingar — og góða sam- vinnu við Björgvin Björgvinsson. Það kom áþreifanlega fram að liðið vantaði Ölaf H. Jónsson illi- lega í vörnina til að binda hana saman og eins er það áþreifanlegt að breidd vantar í sóknarleikinn — og var fjarvera Axels Axels- sonar ekki til að bæta hlutina. Annars er það eftirtektarvert að íslenzka liðið hefur ekki á að skipa nándar nærri eins sterkum langskyttum og þau þrjú landslið er heimsótt hafa okkur undanfar- ið. Við höfum jú haft Geir Hall- steinsson til að stjórna spili liðsins og hann hefur vissulega skorað falleg mörk — en leik- mann sem lyftir sér upp fyrir framan varnarvegg og skorar með þrumuskoti vantar í liðið. Það er af sem áður var, þetta hefur í gegnuni' árin verið eitt sterkasta vopn íslenzks landsliðs. Þorbjörn hefur jú verið drjúgur við aðskora— en hann skorar flest mörk sín með gegnumbrotum — með hörkunni einni. Axel Axelsson hefur ekki skorað með þeim þrumuskotum sem íslenzkir áhorfendur hafa lært að þekkja i gegnum árin — hann hefur verið nokkuð óheppinn með skot sem hafa smollið i stöngum. Nú — Þorbjörn Guðmundsson var markahæstur leikmanna is- lenzka liðsins með 7 mörk Björgvin Björgvinsson skoraði 5 mörk — Geir og Viðar 4 mörk hvor — Viðar úr 3 vítum. Þórar- inn Ragnarsson skoraði 2 mörk — og Jón Karlsson 1 mark — úr víti. Klempel skoraði flest mörk Slask — 7. Falenta 5, Antczak 4 — en hann er geypisterkur horna- maður. Moczuisky skoraði einnig fjögur mörk — Sokotowski 3 og Burzynski 2 mörk. h halls. Þjálfari óskast Knattspyrnudeild U.F.H.Ö. Hverageröi óskar eftir þjálfara ísumar. Uppl. í síma 99-4157 Menn biða áhyggjufuilir eftir læknaskýrslunni. y- að \ _____ Vil ekki vera í þínum sporum ef hann getur .ekki leikið framar. Talaðu ekki V þannig, ' \ Pepe. ) iÞú hefur ergt hann^ £g viðurkenni það síðan hann kom l og mun aldrei hingað. Nú hefur )gefa - þetta komið fyrir. 'ef þetta er Ármann < ruddu ( hindrunu Bikarmeistarar Armanns og Njarðvík — liðið er Armann sigraði í úrslitum í vor — ruddu erfiðum hindrunum úr vegi á leið sinni í úrslit í ga'rkvöld. Armann sigraði stúdenta og Njarðvík lagði ÍR. Bikarmeistarar Armanns áttu i mestu erfiðleikum með stúdenta en sigruðu þó 80-74. Stúdentar léku ágætlega í f.vrri hálfleik og léiddu í leikhléi — niu stig skildu. 44-35. En reynsla Ármenninga svo og störleikur Símonar Olafssonar sáu til þess að Ármann sigraði — en stúdentar gáfu hins vegar eftir og sigurinn því Armanns — 80-74. Símon Olafsson bar höfuð og herðar yfir aðra Ármenninga hvað stigaskorun snerti — 28 stig en Jón’ Sigurðsson var drjúgur og maðurinn á bak við spil liðsins. Viðhöfui langta Við verðum a<f viðurkenna að við erum langt á eftir i knattspvrnunni — við höfum dregizt aftur úr, sagði Don Revie, framkvæmdastjóri enska landsliðsins, eftir landsleik Englend- inga og Hollendinga á Wembley á miðvikudag. — Við höfum hingað til byggt upp á miklutn hraða, leikskipulagi og mikilli baráttu. Við verðum að bre.vta þessum grundvallarhugmyndum okkar um hvernig eigi að leika knatt- spvrnu. Hollendingar sýndu okkur sannarlega hvernig knattspyrna skal leikin. við verðum að senda menn út af örkinni til að læra af öðrum þjóðum, síðan verðum við að endur- skoða deildaskiptingu okkar — og hreyta í samræmi við það, sagði Don Revie ennfremur. Já. Englendingar eru mjög miður sín. Þrátt fvrir að þeir hafi áður orðið fyrir áföllum á undanförnum árum. þá hefur þeini tekizt að telja sér trú um að lukkan hafi ekki verið á þeirra bandi. Englendingar vfirspil- uðu Pólverja á Wembley en upp- skáru aðeins jafntefli og Pólland hélt áfram í heimsmeistarakeppnina ’74. Naskir fai Fangaverðirnir á Litla-Hrauni duttu heldur en ckki í lukkupottinn um síðustu helgi i getraununum. Þeir vísu menn tóku að spá f.vrir um úrslit leikja um siðustu helgi. Al'ls bárust inn 9 raðir með 10 leikjum réttum — og þar af reyndust 2 tilheyra fanga- vörðunum! Um miðja síðustu viku hringdi einn fangavarðanna til getrauna og Landsl viðFa Landsleikur við Færeyjar verður háður í Laugardalshöllinni föstudag- inn 11. febrúar og hefst klukkan 20.00. Færeyska landsliðið kom til landsins í gær og heldur heim 13. feb. í landskeppninni verður keppt í þremur flokkum, karla, unglinga 15- 17 ára og 13-15 ára. íslenzka liðið er þannig skipað: Karlar ‘ Ragnar Ragnarsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.