Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 6
6 r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRUAR 1977 Oscarsverð- launa„kandi- datar” útnefndir Peter Finch hlaut útnefningu mánuði eftir andiát sitt Kvikmyndirnar Network og Rocky fengu flestar útnefning- ar til Oscarsverðlauna í Holly- wood í gær — tíu hvor mynd. Peter Finch, sem lézt fyrr á þessu ári, hlaut útnefningu fyrir bezta aðalhlutverk í Net- work. Uetta mun vera í þriðja skipti sem látinn leikari hlýtur útnefningu. Hinir tveir voru Spencer Tracy og James Dean. Hvorugur hlaut þó Oscars- verðlaunin. Auk Peters Finch hlutu eftir- taldir útnefningu sem beztu leikarar í aðalhlutverki: Robert DeNiro (Taxi Driver), Gianearlo Giannini (Seven Beauties), William Holden (Network) og Sylvester Stall- one (Rocky). Stallone hlaut einnig útnefningu fyrir hand- ritið að Rocky. Það er í þriðja skiptið, sem leikari hlýtur þennan tvöfalda heiður. Hinir voru Charlie Chaplin fyrir Einræðisherrann árið 1940 og Orson Welles fyrir Citizen Kane árið eftir. Eftirtaldar kvikmyndir hlutu útnefningu til Oscars- verðlauna: All The Presidents’s Men, , Bound For Glory, Network, Rocky og Taxi Driver. Oscarsverðlaunin verða af- hent í Los Angeles við hátíðlega athöfn 28. marz næst- komandi. Concorde flýgur í Bandaríkjunum —en rýfur þó ekkl hljóömúrinn Fulltrúar flugfélaganna British Airways, Air France og Braniff undirrituðu í gær samning í Forth Worth í Dallas. Þar segir að Braniff muni frá og með júní næstkomandi. nota Concorde- þotur til fólksflutninga á milli Washington og Dallas. Concorde þoturnar eru hljóðfráar eins og kunnugt er. Bandaríkjamenn fá þó aldrei að heyra. þegar þær rjúfa hljóðmúr- inn því að Braniff skuldbindur sig til að fara ekki gegnum hann. Braniff er fyrsta flugfélagið í Bandaríkjunum, sem tekur Concordeþotur í notkun og það þriðja í heiminum. Ekkert er því nú til fyrirstöðu að Concorde verði notaðar á fluglciðinni milli Dallas í Texas og Washington — ef þær fljúga undir hraða hljóðsins. Erlendar fréttir ÁSGEIFf TÓMASSON REUTER D París: Kveiktiísér á skrifstofu Aeroflot Skrifstofumaður á þrí- tugsaldri kveikti í sér á skrifstofu sovézka flug- félagsins Aeroflot í mið- hluta Parisar í gær. Hann var þegar í stað fluttur á sjúkrahús og vart hugað líf. Að sögn skrifstofufólks Aeroflot snaraði maðurinn sér inn í skrifstofuna, hellti tveimur dósum af steinolíu yfir sig og bar síðan eld að. Lögreglan hefur enga hug- mynd um hvers vegna maðurinn gerði þetta. Oft kemur fyrir að skrif- stofur Aeroflot hafa orðið fyrir átroðningi mótmæla- fólks sem þarf að lýsa and- stöðu sinni við stefnu Sovét- stjórnarinnar í málefnum Gyðinga. Opið til kl. 7 á föstudögum. Lokað á laugardögum. Hringbraut 121 Og enn lœkkum við verðið. í samrœmi við tollalœkkun frá 1. janúar sl. lœkkum við teppabirgðir okkar þannig að þér getið strax í dag valið teppi á hinu nýja útsöluverði. Og við bjóðum eftir sem áður mesta teppaúrval borgarinnar á einum stað. Þér getið valið úr um 70 stórum tepparúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsœlu dönsku Weston teppum. Sfmar: 10600 — 28603 Jón Loftsson hf. ÁKERRÉN-FERÐASTYRKURINN 1977 Dr. Bo Akerrón, lœknir í Svíþjóð, og kona hans tilkynntu íslenskum stjómvöldum ó sínum tíma, afl þau heföu í hyggju aö bjoöa arlega fram nokkra fjárhœö sem feröastyrk handa íslendingi er óskaöi aö fara til náms á Noröurföndum. Hefur styrkurínn veríö veittur fimmtán sinnum, i fyrsta skipti voríö 1962. Akerrón-feröastyrkurinn nemur aÖ þessu sinni 1.690 sœnskum krónum. Um- sóknum um styrkinn, ósamt upplysingum um náms- og starfsferíl, svo og staöfestum afrítum prófskírteina og meömnla, skal komiÖ til menntamálaráöu- noytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. mars nk. i umsókn skal'einnig greina, hvaöa nóm umsnkjandi hyggst stunda og hvar á Noröuiiöndum. — Umsóknareyöublöö fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið 9. fobruar 1977. STYRKVEITINGAR TIL NORRÆNNA GESTALEIKJA Af fá þvi sem Ráöherranefnd Noröurianda hefur til ráöstöfunar til norrnns samstarfs á sviöi menningarmála er á árínu 1977 ráögert aö verja um 1.145.000 dönskum krónum til gestasýninga á sviöi leiklistar, óperu og danslistar. Umsóknir um styrki til slíkra gestasýninga eru teknar til meöferöar þrísvar á árí og lýkur öörum umsóknarfresti vegna fjárveitingar 1977 hinn 1. mars nk. Skulu umsóknir sendar Norrnnu monningarmalaskrifstofunni i Kaupmannahöfn á tilskildum eyöublööum, sem fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið 9. fobruar 1977. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess að frelsi geti vióhaldist í samfélagi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.