Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977. Bréfritari gaf upp rangt heimilisfang kannski var nafnið einnig falsað? Eins og margsinnis hefur verið tekið fram hér á síðunni eru þeir lesendur, sem vilja koma einhverju á framfæri, beðnir um að senda nafn og heimilisfang með bréfum sínum. Það hefur stundum viljað brenna við að við höfum fengið nafnlaus bréf og þau birtum við ekki. Á lesendasiðunni á mánudag- inn birtist lesendabréf frá Baldvin Eyjólfssyni, Kársnes- braut 87 Kópavogi, þar sem hann skorar á þingmenn að samþykkja alvörubjórfrum- varp. Nú hefur hins vegar komið í ljós að þessi bréfritari hefur sent okkur falsað heimilisfang því eigandi hússins Kársnes- brautar 87, Þórður Guðmundur Guðlaugsson, hringdi og tjáði okkur að Baldvin þessi ætti ekki þar heima og hefði aldrei átt. Hann vísar þessu lesenda- bréfi frá sér og allri ábyrgð á því. Er Þórður beðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum, sem erfitt var að sjá við. Við viljum enn einu sinni hvetja fólk til þess að senda rétt nöfn og heimilisföng með lesendabréf- um sínum. A.Bj. Verðbólgan étur upp skaðabætur —vegna seinagangs ídómskefinu B.B. skrifar eftirfarandi: Hvers vegna hefur löggjaf- inn ekki komið fram með neinar raunhæfar og árangurs- ríkar tillögur til að minnka álagið á dómstólunum? Ég hef nú ekki mikið vit á dómsmálum en þykist samt sjá a.m.k. eina einfalda leið. Hún er fólgin 1 því að verðtryggja allar skaðabætur og sektir, svo og aðrar tengdar greiðslur. Astæðan fyrir því að mörg mál eru flækt svo að undirréttur er nokkur ár að fjalla um þau er einmitt sú að verðbólgan étur upp bótaféð. Hér á landi er flestum málum skotið til Hæstaréttar. Af hverju? Jú, því þar geta þau legið enn í nokkur ár. Og hvað er þá verðbólgan búin að gera við bæturnar sem undirréttur dæmdi tiltekinni persónu sam- kvæmt þvi verðlagi sem þá gilti? Upphæðin rýrnar um 25—35% á ári og verður því harla lítið eftir þegar loksins kemur að greiðslu. Jafnvel opinberar stofnanir nota þessi óheppilegu vinnubrögð. Fyrir mörgum árum var t.d. farið í skaðabótamál við SVR vegna farþega, ungrar stúlku, sem varð fyrir því slysi að brjóta í sér framtennurnar þegar stræt- isvagninn hemlaði snögglega. Undirréttur dæmdi stúlkunni tiltekna fjárhæð f skaðabætur en við það vildi SVR ekki una og vísaði málinu til hæsta- réttar. Hæstiréttur staðfesti að mestu dóm undirréttar og þegar að því kom að skaðabæt- urnar voru greiddar hafði verð- bólgan minnkað verðgildi upp- hæðarinnar svo að hún dugði ekki einu sinni til þess að greiða tannlæknakostnaðinn, hvað þá meira. Af hverju vfsaði SVR málinu til Hæstaréttar? Jú, vegna þess að þar með var fengin sjálf- krafa lækkun á skaðabóta- greiðslunni. Ef flett er skýrslum um öll þau mál sem vfsað er til Hæstaréttar kemur f ljós að stór hluti þeirra fær þá meðferð aðeins vegna verðbólg- unnar og greiðslufrestsins sem fæst með flækjum málsins, seinagangi og ofhleðslu dóm- stólanna. Almenningur á kröfu á þvf að eitthvað verði gert til þess að sporna við þessari óheillaþró- un þar sem alvörumál tefjast fyrir dómstólunum, vegna þess að þeir eru svo önnum kafnir við þann aragrúa af málum sem ættu að geta fengið skjóta afgreiðslu f undirrétti og ekk- ert erindi eiga til Hæstaréttar. Almenningur á einnig kröfu á þvf að skaðabætur, hverju nafni sem þær nefnast, verði verðtryggðar. Þá geta óprúttnir fésýslumenn, fyrirtæki og opin- berar stofnanir ekki notað þennan gálgafrest sem fæst sjálfkrafa þegar dómskerfið er svifaseint og verðbólgan um- talsverð. Eg vona að Dagblaðið taki upp þráðinn í þessu máli og hefji sterkan áróður fyrir máli þessu. Ég er þess fullviss að ofangreind breyting frá núver- andi fyrirkomulagi mun mæta harðri mótspyrnu af hálfu lög- fræðinga, svo og ýmissa emb- ættismanna, þar sem atvinna þeirra og umsvif mundu stór- minnka, svo og þeirra sem til þessa hafa hagnazt á þessu úr- elta og viðbjóðslega fyrirkomu- lagi. Eitt sann- leikskorn Lesandi skrifar: Einu sinni var Iftil hæna sem vappaði um og rótaði í moldinni umhverfis bændabýlið. Þarna fann hún fáein korn af hveiti. Og nú kallaði hún til granna sinna og sagði: „Ef við sáum þessu hveiti þá getum við búið okkur til brauð til matar. Hver vill hjálpa mér að sá því?“ „Ekki ég,“ sagði kýrin.. „Ekki ég,“ sagði öndin. „Ekki ég,“ sagði svínið. „Ekki ég,“ sagði gæsin. „Þá geri ég það sjálf,“ sagði litla hænan. Og það gerði hún líka og svo óx hveitið og þroskaðist þar til það varð að fullvaxta, gullnum hveitiöxum. „Hver vill hjálpa mér við að þreskja hveitið?" spurði litla hænan. „Ekki ég,“ sagði öndin. „Ekki mitt verk,“ sagði svínið. „Eg myndi missa eftirlauna- réttinn," sagði kýrin. „Ég myndi tapa atvinnuleys- isstyrknum rnfnurn," sagði gæsin. „Þá geri ég það sjálf,“ sagði litla hænan. Að lokum kom sá tími að baka skyldi brauðið. „Hver vill hjálpa mér við að baka brauðið?" spurði litla hænan. „Ég verð að fá greitt yfir- vinnukaup," sagði kýrin. „Ég myndi missa framfærslu- styrkinn minn,“ sagði öndin. „Ég er samfélagslegur lítil- magni og hefi aldrei lært hvernig þetta er gert,“ sagði svínið. „Ef ég á að vera látin hjálpa einsömul, þá er slfkt misrétti og mismunun," sagði gæsin. „Þá ætla ég að gera þetta sjálf,“ sagði litla hænan. Síðan bakaði hún fimm brauð og iiafði þau til sýnis, svo öll hin gætu séð þau. Þau vildu öll saman mjög gjarnan fá eitthvað af brauði og heimtuðu að þau fengju hvert sinn skerf. En litla hænan sagði: „Nei, ég get auðveldlega sjálf borðað þessi fimm brauð". W „Arðrán,“ hrópaði kýrin. „Auðvaldssníkjudýr," skrækti öndin. „Sama rétt fyrir alla,“ orgaði gæsin. Svínið gerði ekkert nema hrína. Og svo málaði það kröfu- spjöld með slagorðunum: Við krefjumst réttar okkar. Svo fóru þau f kröfugöngu f kring- um litlu hænuna um leið og þau æptu ókvæðisorð. Þegar svo embættismaður hins opinbera kom á vettvang, sagði hann við litlu hænuná : „Þú mátt ekki vera svona gráðug.“ „Já, en það er ég sem hefi bakað brauðin sjálf,“ sagði litla hænan. „Já, einmitt,“ sagði embættismaðurinn, „svona er þetta undursamlega frjálsa framtak. Allir hér á býlinu mega afla eins mikils og þeir vilja. En í okkar jafnréttis- þjóðfélagi verða hinir fengsælu og afkastamiklu að deila kjörum sínum og framleiðslu með slæpingjunum.“ Og þau Iifðu f vellystingum upp frá því, einnig litla hænan sem brosti og kvakaði: „En hvað ég er heppin og farsæl, já, hvað ég er ánægð og gæfusöm." En hin dýrin gátu með engu mótj skilið af hverju hún aldrei bakaði brauð upp frá þessu. Við viljum karlmenn í sjónvarpið —segja nokkrar í saumaklubb Nokkrar stelpur í saumaklúbb skrifa: Við vorum í saumaklúbb um daginn og fórum að tala um sjónvarpið. Nú eru, eins og flestir vita, komnir nokkrir nýir þulir. Það er ágætt að fá ný andlit en hvers vegna þarf þetta allt að vera kvenfólk. Við viljum sjá ný andlit, en það verða líka að vera karlmenn. Hvernig væri nú að sjónvarpið réði til sin einhvern karlmann, sem væri gaman að fá í heimsókn heim til sín á kvöldin, en ekki allar þessar stelpur. Það eru auðvitað eintómir karlmenn sem ráða fólk til starfa hjá sjónvarpinu. Þess vegna vilja þeir bara ráða kven- fólk. Það væn gaman að fá ann- an Gfsla Baldur, hann var alveg ágætur svo ekki þurfa þeir að gera þetta vegna þess að karl- menn hafi reynzt svo illa, eða hvað? Fyrir utan allt annað, þá eru karlmenn miklu áheyrilegri í sjónvarpi og útvarpi líka. Við viljum því skora á þá sem ráða fólk til starfa hjá sjónvarpinu, að hætta að ráða allt þetta kvenfólk. Við kvenfólkið vilj- um sjá karlmenn á skjánum og þeir verða að vera myndarlegir. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.