Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1977. li Utvarp 23 Sjónvarp Útvarpiö íkvöld kl. 22.45: Áfangar FRÁBÆRT SAMSPIL JASS- Því hefur verið haldið fram að hasssaia fari fram i öllum framhalds- skólum Reykjavikur. Margir vilja hins vegar ekki kannast við það. Fróðlegt verður að heyra hvað lagt verður til málanna i Kastljósi í kvöld en hér er verið að reykja hass úr pípu. Sjónvarpiö íkvöld kl. 21.00: Kastljós Kynferðisfræðsla Eg tek tvö mál fyrir, bæði tengd unglingum, annars vegar kynfræðslu, sem virðist almennt mikið í molum, og hins vegar hasssölu í skólum sem mikið hefur verið rætt um,“ sagði Sigrún Stefánsdóttir, umsjónar- maður Kastljóss. Sigrún lagði leið sína á kyn- fræðsludeildina á Heilsuverndar- stöðinni og ræddi þar við lækni og starfsfólk. Þá tekur hún krakka úr Hagaskóla tali og spyr þá um málið og hvernig þeir vilji að þessari fræðslu verði hagað al- mennt. Talað verður og við land- lækni sem annast lagalegu hliðina á kynferðisfræðslunni. Út af hasssölunni í skólum fær Sigrún í sjónvarpssal nokkra unglinga, Guðna Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík og fleiri. Fléttað verður inn í um- ræðurnar viðtali við Ásgeir Frið- jónsson fíkniefnadómara. EVI unglinga Þarna eru hinar heppnu ásamt formanni sjóðstjórnar, eftir að hafa fengið kvartmilljón krónur i verðlaun úr minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur, Þóra Friðriksdóttir, Þorsteínn ö. Stephensen for- maður sjóðstjórnarinnar og Anna Kristín Arngrímsdóttir. DB-mynd Bjarnleifur. Utvarpið íkvöld kl. 20.45: Leiklistarþátturinn: Um verðlauna- veitingar og verðlaunaskáld TROMPET- 0G TENÓR- SAXÓFÓNLEIKARA a „Ég mun taka fyrir eitt verk með Miles Davis jasstrompet- leikara. Lagið er My Funny Valentine og er hljóðritað í Jap- an árið 1964,“ sagði Ásmundur Jónsson sem sér um Áfanga, ásamt Guðna Rúnari Agnars- syni. Þetta lag er sérstakt fyrir það, að mér vitanlega er þetta eina upptakan sem tenórsaxó- fónleikarinn Sam Rivers og Miles hafa leikið saman. Nokkru eftir upptökuna rak Miles Sam. Hljóðupptaka af þessu fór aðeins fram í Japan ekki í Bandaríkjunum og hefur ekki heyrzt mikið. Hún er mjög góð. Sjaidan hef ég heyrt Miles Davis spila af jafnmik- illi tilfinningu.“ Síðan verður framhald af fyrra þætti þar sem kynntur var Bandaríkjamaðurinn Sandy Bull. Hann ferðaðist um Evrópu og kynntist þá m.a. Hanza Eldin ,,oud“leikara (oud=arabísk lúta). Hann er ættaður frá Núbíu sem er hérað í norður-Súdan. Músíkin sem hann flytur byggist á gamalli hefðbundinni tónlist Núbíu- manna. Þá verða kynnt eitt, eða tvö lög af hljómplötu Streetwalk- ers, sennilega lagið Vicious but fair. Hljómsveitina Streetwalk- ers stofnuðu tveir fyrrverandi aðalmeðlimir hljómsveitarinn- ar Family, þeir Rodger Chapman og Charley Whitney. Þeir stofnuðu þessa hljómsveit þegar Family leystist upp. EVI Það eru þeir Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson sem sjá um Áfanga. Útvarp Föstudagur 11.febrúar 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „MóAir og sonur" eftir Heinz G. Konsalik. Bergur Björns- son þýddi. Steinunn Bjarman les (3). 15.00 MiAdegistónleikar. Placido Domingo syngur aríur úr ðperum eftir Puccini, Bizet, Verdi o.fl. Nýja fílhar- moníusveitin leikur með; Nello Santi stjórnar. Ríkishljómsveitin í Bérlín leikiir Ballettsvítu op. 130 eftif Max Reger; Otmar Suitner stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá neostu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphom. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Borgin viA sundiA" eftir Jón Sveinsson (Nonna). Freysteinn Gunnarsson íslenzkaði. Hjalti Rögnvaldsson les siðari hluta sögunnar (11). 17.50 Tónleikar. Til_kynningar. ,18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frettir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar is- lands í Háskólabíói kvöldið áður; fyrri hluti. Hljómsveitarstjórí: Karsten Andersen. Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 36 eftir Ludwig van Beethoven. — Jón Múli Árnason kynnir tónleikana. 20.45 Leiklistarþáttur í umsjá Sigurðar Pálssonar. 21.15 „La valse" eftir Mauríce Ravel. Gisli Magnússon og Halldór Haraldsson leika á tvö píanó. 21.30 Útvarpssagan: „Lausnin" eftir Áma Jónsson. Gunnar Stefánsson les sögu- lok (17). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (5). 22.25 LjóAaþáttur. . Umsjónarmaður: Óskár Halldórsson. 22.45 Áfangar. Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 12.febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbnn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson heldur áfram sögunni af „Briggskip- inu Blálilju" eftir Olle Mattson (4). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatími kl. 11.10: Kaupstaðir á Is- landi: Seyðisfjörður. Stjórnandi: Ágústa Björnsdóttir. Efni til þáttarins leggja m.a. Björn Jónsson, Valgeir Sigurðsson og Vilborg Dagbjarts- dóttir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Véðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Á seyAi. Einar örn Stefánsson stjórnar þættinum. 15.00 I tónsmiAjunni. Atli Heimir Sveins- son sér um þáttinn (14). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Islenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag talar. 16.35 Létt tónlist. 17.30 Framhaldsleikrít barna og unglinga: „Kötturínn Kolfinnur" eftir Barböru Sleigh (Aður útv. 1957-58). Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Helga Valtýsdóttir. Persóriur og leikendur í öðrum þætti: Silfri/Jðhann Pálsson, Frú Elín/Guðrún Þ. Stephensen, Juiini/Baldvin Ilalldúr.vson, Rósa María/Kristín Anna Þórarinsdóttir, Kolfinnur/ Helgi Skúlason, Sigríður Péturs/ Helga Valtýsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Gemingar. Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.10 Frá tónlistarhátíAinni í Helsinki i sumar er leiA. Andreas Schiff leikur Píanósónötu nr. 12 í As-dúr op. 20 eftir Beethoven og Impromptu op. 90 eftir Schubert. Föstudagur 11.febrúar 20.00 Fréttir og veAur. 20.30 Auglýsingar og dagekrá. 20.35 Kötturínn úr sekknum. Bresk heim-' ildamynd um blettatígurinn í Afríku. Hann er bændum enginn .aufúsu- gestur, því að hann gerir mikinn usla í búsmala þeirra hvenær sem færi gefst. Einn bóndi hefur þó tekið að sér blettatígra, sem bæklast hafa af völdum dýraboga og skotmanna. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- b^gason. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Sigrún Stefáns- dóttir. 22.00 Ég elska þig, Rósa. (Ani ohev otah, Rosa). ísraelsk bíómynd frá árinu 1972. Aðalhlutverk Michal Bat-Adam og Gabi Otterman. Myndin gerist í Jerúsalem um síðustu aldamót. Rósa er ung kona, sem nýlega er orðin ekkja. Hún tekur að sér mág sinn, sem er enn á barnsaldri, og elur hann upp, og samkvæmt ævafornri hefð eiga þau að giftast, þegar hann er fulltíða karlmaður. Þýðendur Elías Davíðsson og Jón O. Edwald. 23.15 Oagskráríok. Leiklistarþáttur Sigurðar on kusu leikrit hans, The Fool, Pálssonar er á dagskrá bezta leikrit ársins 1976. útvarpsins í kvöld kl. 20.45, en Leikrit eftir Bond var sýnt í ekki myndlistarþáttur Hrafnhild- Iðnó fyrir nokkrum árum og hét ar Schram eins og auglýst var í það í ísl. þýð. Hjálp (Save). prentaðri dagskrá útvarpsins. DB Síðan mun ég spjalla um önnur hringdi í Sigurð og spurði um efni . brezk leikritaskáld og síðan þáttarins. Ionesco sem var rúmenskur að „Ég mun fjalla um verðlauna- uppruna en skrifaði leikrit sín á veitingar úr sjóði Stefaníu Guð- frönsku. Einnig mun verða drepið mundsdóttur en þær leik- á fleiri góða menn,“ sagði konurnar Þóra Friðriksdóttir og ÍSigurður Pálsson. Anna Kristín Arngrímsdóttir Leiklistarþátturinn er á dag- fengu 250 þús. kr. hvor. ískrá á föstudagskvöidum ’háifs- Ot frá því mun ég fjalla um mánaðarlega og er hann þrjátíu .verðlaunaleikrit Edwards Bond mínútur í senn. en leiklistargagnrýnendur í Lond- -A.Bj. Til Ieigul50m2 hæð í miibænum (salur + 2 herb.) tflvalið fyrir skrif stof ur, teiknistofur og fleira Upplýsingar í sfma 25252 íbúð til leigu 6 til 7 herb. íbúð til leigu á Neskaup- stað. Til greina koma skipti á íbúð á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Uppl. í síma 97-7496. mmiAMÐ Umboðsmann vantará Blönduós. Upplýsingar hjó Sœvari Snorrasyni, Hlíðurbraut 1 Blönduósi, sími 95-4122 og afgreiðslunni í Reykjavík, sími 22078.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.