Dagblaðið - 15.02.1977, Side 1

Dagblaðið - 15.02.1977, Side 1
RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SIMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Pröfmál höfðað út af orlofsgreiðslum: Hundruð milljóna greiðslur velta á úrslitum málsins Starfsmaður í Lóranstöðinni á Gufuskálum höfðaði nýlega mál gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til greiðslu á orlofsfé af yfirvinnukaupi. Taka úrslit ntálsins fyrir dómi til flestra rikisstarfsmanna undanfarin f.jögur ár. Er talið að hér sé um að tefla fjárhæðir, sem eru ekki undir 200 milljónum króna. Upphaflega ritaði lögmaður 18 starfsmanna við Lóran- stöðina fjármálaráðherra og krafðist greiðslu á orlofi af yfir- vinnu þeira og álagi. Var síðan höfðað mál gegn fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs, sem fyrr segir. vegna eins manns. Er hér því um prófmál að ræða sem varðandi þennan eina mann tekur til kröfu, sem nemur um 200 þúsundum króna. Er krafan gerð um orlof á yfirvinnu og vaktaálag f síðastliðin fjögur ár. Fjögurra ára fyrning er á orlofi. Verkfræðingur i Bandalagi Háskólamanna gerði að mörgu leyti hliðstæða kröfu um orlofs- greiðsíur fyrir um það bil tveim árum. Var gerð dómssátt í því máli eftir að sýnt var að dómur yrði að öðrum kosti knúinn fram. Hafði verkfræðingurinn stefnt í dómsmáli og málið verið þingfest. Féllst fjármála- ráðuneytið á kröfur stefnanda í. aðalatriðum. Lögmaður stefnanda í máli þessu er Ragnar Aðalsteinsson hrl., en lögmaður fjármála- ráöherra er Gunnlaugur Claes- sen hdl., fulltrúi í fjármála- ráðuneytinu. Mál þetta var þingfest í bæjarþingi Reykja- víkur nýlega. Greinargerð frá lögmanni fjármálaráðhera er væntanleg innan tíðar. Tvisvar sinnum komu upp sinueldar í nágrenni Reykjavíkurflugvallar í gærdag en að sögn slökkviliðsstjórans þar truflaðist flug þó ekki af völdum reyks svo honum væri kunnugt. í öðru tilvikinu, þegar kveikt var i nálægt brautarenda 20, hjálpuðust bæði slökkviliðin að við að slökkva. 1 gærkvöld var svo kveikt í Öskjuhlíðinni, en það var þó hugsanlega óviljaverk. Slökkviliðsstjóri sagði að trjágróðri þar stafaði mikil hætta af íkveikju. G.S./DB-mynd Sv. Þorm. Orkuver sprottið upp úrjörðinniá skömmum tíma í umræðunni um Svartsengi og hitaveitu Suðurnesja hefur lítið farið fyrir frásögnum af raunverulegum framkvæmdum en þær eru vel á veg komnar. Verður væntanlega búið að leiða heitt vatn um öll Suðurnes fyrir árslok en þá er byggðin á Keflavíicur- flugvelli undanskilin. M.vndina tók Hörður Vilhjálmsson af fyrsta byggingaráfanga verksins í gær, en þetta hús, sem Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall teiknuðu, var reist fyrir skömmu á örfáum dögum. Fer það nokkuð í eyðilegu umhverfinu. -G.S. Sjó bls. Slæmt heimsmet eigum við! Fleiri verkfalls- dagarhér ení öðrum löndum — bls.8 Ríkisstjórnin gefurgrænt Ijós á jarðstöð: Heimilar 900 miHjön kröna útboð - bls. 8 EGG — góður matur og f jörefnaríkur: Seld undir kostnaðarverði íbúðum hér - bls. 9 Sovézkir karlar latirvið heimilisstörfin Sjá kjallaragrein Kostikovs 10-11 -

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.