Dagblaðið - 15.02.1977, Side 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977.
2
r
Veitir ekki af að skipta um
bekki / Þjóðleikhúsinu
Leikhúsgestur aumur í afturendanum eftir að hafa innbyrt menningu
musterisins
„Sár á sitjandanum" skrifar:
Nýverið brá ég mér í Þjóð-
leikhúsið til þess að reyna að
innbyrða ofurlitla menningu og
sá Gullna hliðið. Eg var prýði-'
lega ánægður með sýninguna
og þótti þessi nýja uppfærsla
ágæt og skemmtileg.
En eitt atriði kvaldi mig allan
tímann. Eg er í ,,venjulegum“
holdum og allt það, í nokkuð
góðri líkamsæfingu, en ég er
sannfærður um að ég hef
tapað nokkrum kílóum á þeim
æfingum sem ég þurfti að gera
allan tímann. Sannleikurinn er
nefnilega sá að manni er g.jör-
samlega ómögulegt að sitja
kyrr í sæti sínu í Þjóðleikhús-
inu. Það er langt síðan ég hef
setið á harðari bekkjum!
Eru þetta raunverulega sömu
stólarnir og voru settir í leik-
húsið í upphafi?
Ef svo er, þá eru þeir svo
sannarlega úr sér gengnir og
væri tímabært að skipta um.
Minnstu munaði að öll menn-
ingin færi forgörðum hjá mér
vegna óþæginda og ég vil hér
með koma á framfæri afsökun-
um til þeirra sem sátu við hlið
mér og fyrir aftan, ef þeir hafa
orðið fyrir einhverjum trufl-
unum.
í guðanna bænum, skiptið
um stóla!!
Hvað þarf maður að vera
til að tala um daginn og
veginn íRíkisútvarpið?
Mig langar að beina þeirri
spurningu til forráðamanna
ríkisútvarpsins hvað menn
þurfa að vera í þessu þjóðfélagi
til að fá að tala um daginn og
veginn. Ég vil gjarna komast
þar að, reyndi það satt að segja
fyrir rúmlega ári en fékk aldrei
svar.
Maður þarf kannski að vera
fínn embættismaður eða al-
þingismaður, hlaðinn orðum og
fínum titlum. Líklega dugar
ekki að vera bara verkamanns-
blók eins og ég er.
Og það er alveg áreiðanlegt
að ég hef ekki í hyggju að ausa
saur yfir menn og dýr í útvarps-
erindi mínu, heldur aðeins tala
um dagsins nauðþurftir. -P.M.A.
Forráðamenn útvarpsins
svöruðu svipaðri spurningu
ekki alls fyrir löngu og var svar
þeirra á þá lund að heidur væri
sótzt eftir þekktum mönnum.
Lesandi spyr hvort ekki sé ástæða til þess að lagfæra sætin í
Þjóðleikhúsinu. Hann var orðinn alvariega rasssár eftir að hafa
horft þar á leiksýningu. A myndinni er verið að lagfæra þak
Þjóðleikhússins.
JAFNVEL ÞVOTT ADUFTSVERKSMIÐ JUR HAFA
SÍNA EIGIN FÁNA
Þjóðsöngvar og
flögg úrelt?
Sport og kóka-kóla hafa eigin
tákn.
Höfðingi Zulu-svertingja í S-
Afríku sagði í ræðu að flagg og
þjóðsöngur hefði enga mein-
ingu, þótt Zulu heföi rétt til
hvors tveggja „Hver borg, sýsla
og jafnvel sportklúbbar hafa
eigið flagg og „söng“. Jafnvel
kóka-kóla og þvottaduftsverk-
smiðjur hafa eigin söng og
flögg til að hrella útvarps- og
sjónvarpsunnendur."
Þjóðernisrembingur
Allt þetta flaggafargan og
þjóðsöngvahaf síðustu ára er
fyrir löngu komið út í öfgar.
Þetta er forn aðferð til að auka
á sundrungu og þjóðernis-
rembing milli þjóða mann-
kynsins hvort sem við lifum
hinumegin við ána eða hinu-
megin á hnettinum. Övíða eru
ummæli höfðingja Zulusvert-
ingja eins sláandi og í S-Afríku
og í USA. t þessum heimshlut-
um eru íbúar landanna eins
og lítil grjón í stórum alheims
grautarpotti. í báðum löndum
er notaður sinn hvor þjóðsöng-
ur og flögg er eiga að nægja
þeim hundrað þjóðum sem
landið byggja. I S-Afríku er
þjóðsöngurinn ,,Die Stem“,
röddin, og söngurinn aðeins til
á Búamáli.
Stafsetningin
Ein ástríða öfgafullra
þjóðernissinna er hvernig skuli
skrifa, rita og bera fram móður-
málið. Fyrir mannsaldri var
Laxness (að sögn) settur á saka
skrá, af þvi hann skrifaði eins
og hann var vanur. Núna
virðist íslenzkan breytast með
hverri stjórn og hverjum
menntamálaráðherra. Fígúru-
skapur Nýyrðanefndar er að
eyðileggja það litla sem eftir er
af móðurmálinu og það á einum
áratug.
Takmark heimsbyggðar
Ef flögg, þjóðsöngvar,
auglýsingasöngvar og flögg frá
kóka-kóla gera fólk eitthvað
hamingjusamara, er það alveg
prýðilegt. Þetta er áhugamál,
múgsefjun. Sumir hafa áhuga
á gömlu postulíni og Sheffield-
plate, því það er hluti af tækni
og listþróun þjóðanna. Það sem
skiptir máli í heiminum er að
hafa næga atvinnu og eitthvað
að borða, húsaskjól eftir af-
komu og sæmilega þjónustu til
að lappa upp á heilsuna.
Þjóðernissöngvar, flögg og
söngvar eða rembingur milli
þjóða og litarhátta er óhóf sem
tekur á sig grímu. Hún birtist i
gervi stjórnmálamanna, sem
oftast valda þjóðum meiri
skaða en þgir geta bætt. Stjórn-
málamenn virðast ekki þurfa
neina menntun, bara að garga
sem hæst. Þeim henta flögg og
þjóðsöngvar þegar það eina
sem skiptir rnáli er fjölskylda
þjóðanna og framlag hvers
þjóðarbrots til heildarinnar.
Stolt Islands?
Nokkrum mánuðum eftir að
ísland færði út fiskveiðitak-
mörkin úr 3-6-12-50 og í 200
mílur, hafa Bretar og aðrarþjóð-
ir fetað í fótspor íslendinga.
En á alþjóðavettvangi er utan
ríkisstefna Framsóknar ekki
eins glæsileg. Vorster forsætis-
ráðherra S-Afríku orðaði þetta
svo: „Þeir skynja ekki lengur
hvað er rangt eða rétt, þeir
horfa í kring og gá að hvað
aðrir gera, til að vera í meiri-
hluta.“ ,,Það sem réttara
sýnist“ úr gullöld íslendinga,
er löngu gleymt. tsland hefur
engu að tapa, að vera útvörður
réttlætis og sjálfstæðra skoðana
á vettvangi S.Þ. og á öðrum
sviðum. Að vera þræll öfga-
fullra Svía er niðurlæging. Þótt
Svíar séu feitari en tslendingar
þýðir ekki að þeir eigi heiminn.
Tvö opinber mól
í sumum iöndum eru tvö eða
fleiri opinber mál. t S-Afríku
eru búamál og enska lagalega
jafngild en þegar heimalönd
svertingja hér öðlast sjálfstæði,
eitt eftir annað, verða enskan
og svertingjamálið opinber mál
(svertingjum er hálflítið um
Búana gefið). Ég tel það væri i
alllra þjóða hag að hafa tvö
tungumái jafn-rétthá: ensku og
heimamál þeirra landskika,
sem af fornum erfðum nota sín
sérkenni, má þar nefna smáríki
eins og Norðurlöndin, Holland,
Belgíu (með 3 málabrot) og um
50 svertingjaþjóðir í Afríku
sem samtals hafa yfir þúsund
tungumál.
Talaði á 5 tungumólum
Sem dæmi um það hraklega
ástand, sem íslenzkan er í, held
ég að ég eigi ennþá tímarit frá
Verkfræðingafélaginu, þar sem
einn maður sem ég var
kunnugur hélt ræðu. Til að
reyna að gera sig skiljanlegan
varð hann að nota 5 tungumál:
sennilega fleiri. Uppistaðan var
á íslenzku, talsvert á
nýyrðaíslenzku. Þar sem
orðaforða hans þraut neyddist
hann til að grípa til dönsku,
sænsku, þýzku og ensku: eða
samtals fimm og hálft mál. Það
er ekki nóg að vera svo
menntaður, að fólk þurfi að
kunna tylft tungumála til að
hlusta eða lesa verk eins
manns. Gallinn er sá að vís-
dómur þessa kunningja míns er
einskis virði fyrir alþjóðlega
vísindamenn, enda varla fleiri
en sem telja mætti á fingrum
annarrar handar er skiidu hvaö
hann var að fara. Hefði mann-
garmurinn haldið erindi sitt á
ensku, hefði allur heimurinn
getað notið góðs af þekkingu
þessa ágæta manns.
Minnimáttarkenndin
Búarnir í S-Afríku eru ennþá
að berjast við Breta þremur
kynslóðum eftir að þeir töpuðu
Búastríðinu. Þeir hata ensku og
Englendinga og virðast halda
að allir sem taii ensku hljóti að
vera Engiendingar og
útlendingar. Enskumælandi
landnemar eru undirstaða vel-
sældar og tæknimenntunar
landsins. Á íslandi er andstaða
gegn enskum áhrifum mótuð af
andúð á erlendri hersetu sem
ekki virðist vera neinum í hag
nema Bandaríkjunum (sbr.
þorskastríðin). Enskan er
óumdeilanlega alþjóðlegt
viðskipta- og vísindamál. Þess
vegna ætti það að vera þjóðar-
nauðsyn að kenna þetta
nytjamál, bæði á Islandi og í
öðrum löndum. Það er engin
minnkun af því að læra það
bezta sem aðrar þjóðir hafa að
bjóða. Þjóðernisflöggin eru
fyrir ólympíuleika og þess
konar fígúruskap og stjórn-
málamenn sem eru orsök allra
vandræða í heiminum.
Viggó Oddsson,
Jóhannesarborg.
Raddir
lesenda
Þungt efni
ísjónvarpi
Benedikt Viggósson skrifaði:
Það er illt til þess að vita að
maður getur ekki setið og stytt
sér stundir við sjónvarpið nema
um helgar. Dagskráin er of
þung hina dagana og það er
öndvert við það sem það ætti að
vera núna í skammdeginu,
þegar þunglyndi vegna skatta
og fleiri atriða í lífsbaráttunni
sækir að fólki almennt.
Það ber að þakka að þeir
endursýndu Ugla sat á kvisti,
það var góð tilbreyting. Það
mætti endursýna svona góða
þætti oftar og einnig þætti Ríó-
tríósins og Ólafs Gauks, Hér
gala gaukar.
Hvers vegna sést aldrei ís-
lenzkt sjónvarpsleikrit á skerm-
inum hjá okkur? Við eigum
marga góða húmorista og það er
ekki nægilegt að virkja þá á
gamlárskvöld.
Þetta þætti mikill fengur hjá
landsbyggðinni allri. Mér
fannst þátturinn Úr einu í
annað versna eftir að Árni
Gunnarsson hætti að vera með
hann, hann kom vel fram í sjón-
varpi, hæfilega kaldur þegar
það átti við, en var mannlegur
og sérstaklega góður spyrjandi
þegar hann talaði um og við
fólk sem vegnaði ekki sérstak-
lega vel í lífsbaráttunni vegna
þröngra lífskjara.
Það vantar alveg sakamála-
þætti í staðinn fyrir þá tvo sem
voru í gangi. þeir sem komu í
staðinn eru efnislitlir og ákaf-
lega þungir að mínu viti.
Sjónvarpið hefur sínum
skyldum að gegna við áhorfend-
ur en eins og er uppfyllir það
þær ekki. Er ekki kominn tími
til að snúa við blaðinu?
Kannski ætti hljóðvarpið að.'
sjá sér leik á borði og hafa fleiri
gamanþætti en sjónvarpið. Þar
er kostnaðurinn minni en vin-
sældir gætu orðið miklar ef lagt
er mikið í þættina og þeir
hafðir á góðum tíma um helgar.
Hvernig væri að fá Svavar
Gests aftur í útvarpið, hann var
geysilega vinsæll?
Ungurlesandi
Lesandi sendi okkur þessa
mynd af öðrum lesanda,
sennilega okkar yngsta. Hann
heitir Arni Rúnar og á heima að
Smyrlahrauni 12 í Hafnarfirði.
Hann er ekki nema 5 mánaða,
piltunnn, og ekki er annað að
sjá en að hann lesi Dagblaðið af
áfergju.
Að sjálfsögðu eru skemmti-
legar myndir frá iesendum okk-
ar velkomnar, hvort heldur
fréttamyndir eða aðrar myndir
sem minna fréttagildi hafa.