Dagblaðið - 15.02.1977, Side 6

Dagblaðið - 15.02.1977, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977. Bretland: Talið að Rees takl við af Crosland — sem liggur hættulega veikur eftir slag Erlendar fréttir ÓMAR ! VALDIMARSSON í REUTER 8 Líbanon: Sadat fullvissar Arafatum friöarvilja Egypta Vance skammar gestgjafana áður en hann leggur af stað James Callaghan, forsætis- ráðherra Breta, er nú sagður verða að gera það upp við sig hvort hann ætlar að skipa ann- an utanríkisráðherra í stað Anthonys Croslands sem liggur hættulega veikur á sjúkrahúsi í Oxford. Crosland, sem er 58 ára og hefur til þessa verið viö hesta- heilsu, fékk heilablóðfall á sunnudaginn. Engan veginn er talið víst að Crosland geti snúið aftur til utanríkisráðherra- starfanna þegar hann hefur náð sér, svo alvarlegt var slagið. Callaghan hafði hugsað sér að breyta til í ríkisstjórn sinni í júlí. Talið var að Crosland og Anthony Crosland, utanríkis- ráðherra, sem liggur þungt haidinn á sjúkrahúsi eftir heilablóðfall... ...verður, að þvi að talið er, leystur af hólmi með þvi að skipa Merlyn Rees, innanrikis- ráðherra, i starf hans. Denis Healey, fjármálaráð- herra, myndu þá skiptast á störfum. Það hefði veitt Healey svigrúm til að ljúka við gerð fjárlagafrumvarpsins og Cros- land tækifæri til að gegna skyldustörfum sínum við Efna- hagsbandalagið, svo eitthvað sé nefnt. Hann er nú forseti ráð- herraráðs EBE þar til í júní. Talið er hugsanlegt að Melvyn Rees, innanríkisráð- herra, taki við af Crosland. Miklar annir eru nú í brezka utanríkisráðuneytinu og getur því ekki dregizt lengi að nýr ráðherra verði skipaður — nema Crosland nái sér fullkom- lega á næstu dögum. Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, verður síðdegis í dag sá fyrsti úr Carter-stjórninni til að sækja ísrael heim. I gærkvöld vítti bandaríska utanríkisráðuneyt- Cyrus Vance, utanrikisráð- herra Bandarikjanna. ið ísraelsmenn fyrir að bora eftir olíu í Súezflóa, sem tekinn var af Egyptum í stríðinu 1967. Talsmaður ráðuneytisins í Washington sagði í morgun að Vance myndi tjá ísraelskum íeiðtogum að olíuleitin væri siður en svo hjálpleg við friðar- umleitanir í þeim heimshluta. Skoðun Bandaríkjastjórnar er sú að Israel hafi engan rétt til að nýta auðlindir sem ekki hafi verið farið að nýta áður en ísrael hertók egypzkt land. ísraelsmenn gera sér góðar vonir um árangur af ferðalagi Vances um Miðausturlönd en hafa til þessa ekkert um ferða- lagið sagt á opinberum vett- vangi. EKKIERU ALLIR JAFN FROST- BITNIR VESTURí AMERÍKU Það eru ekki ailir að frjósa í hel í Bandaríkjunum þessa dagana og sízt þessi skötuhjú frá Kaliforníu. Stúlkan á mvndinni heitir Donna Prince og hún þjálfar höfrunginn Nemo, sem lætur' fara vel um sig við hliðhennar,í alls konar kúnstum. Þau skemmta í Marriott’s Great America garðinum, en hann verður ekki opnaður fyrr en seinni hlutann í marz svo aðþaugeta látið fara vel um sig i sóiinni á meðan. SOVETMENN AÐ HEFNA SIN —segirnorska utanríkisráðuneytið Norska utanríkisráðuneytið fur harðneitað að tveir sendi- Jsstarfsmenn landsins í >skvu. þeir Knut Mugaas og lare Hauge, hafi aðhafzt neitt ti ekki samrýmist diplómatískri iðu þeirra. ,,Við neitum að iurkenna ákærurnar á hendur þeim og teljum þær enga stoð eiga i raunveruleikanum,” sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins í gær. Hann bætti við að með því að vísa þeim tvímenningunum úr landi væru Sovétmenn að hefna þess að sex af þeirra mönnum voru sendir heim fyrir stuttu. Sendiherra Noregs í Moskvu, Petter Graver, var kallaður í utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna og tilkynnt þar að Knut Mugaas, sem er verzlunarritari Noregs, ætti að yfirgefa landið þegar í stað. Jafnframt var honum til- kynnt að fyrsti ritari norska sendiráðsins, Kaare Hauge, sem nú er staddur í Japan, fengi ekki að koma til Sovétrikjanna aftur. Palestinski skæruliðaforinginnj Yasser Arafat átti í gær fundi1 með egypzkum leiðtogum um ástandið í Líbanon sem palest- ínskir embættismenn í Kairó segja alvarlegt og þrungið spennu. Ismail Fahmi, utanríkisráð- herra Egyptalands, sagði eftir fundinn að Arafat myndi koma aftur til Kairó síðar í þessari viku til að halda áfram viðræðum um möguleika þess að Genfarráð- stefnan um frið í Miðausturlönd- um komi saman á ný. Ekki var skýrt frá hvert Arafat fór frá Egyptalandi í gær. Sadat Egyptalandsforseti full- vissaði Arafat, formann Frelsis- hreyfingar Palestínu (PLO), umj að Egyptar myndu gera allt sem i þeirra valdi stæði til að bæta ástandið. Palestínumennirnir óttast af- leiðingar þess að hersveitir úr friðargæzluliði Araba í Líbanon, aðallega þó sýrlenzkar, væru á hreyfingu við flóttamannabúðir suðvestur af Beirút. Gunnvor Haavik sc-m stundaðiw njósnir fyrir Sovétmenn i Noregi W um áratuga skeið. 1 kjölfar hand-r töku hennar í Noregi var sovézk- um sendiráðsmönnum vísað úr landi. Nú hafa herrarnir í Kreml snúizt til varnar og rekið tvo Norðmenn frá Sovétrikjunum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.