Dagblaðið - 15.02.1977, Síða 7
DAGBLAÐIÐ^ÞRIÐJUDAGU^^EBRÚAE1977^^^
Kosið íDanmörku ídag:
—en Anker Jörgensen vonast eftir a.m.k.
Sérfræðingur um málefni Kma:
TELUR EKKJU MAÓS
EIGA EFTIR AÐ
SITJA í FANGELSI
ÞAÐ SEM EFTIR ER
Danir
vonir
gera sér litlar
um árangurinn
Anker Jörgensen, forsætlsráðherra Danmcrkur, á fundi með
fréttamönnum fyrir skemmstu.
fimm þingsætum til viðbótar
Fjórðu þingkosningarnar í
Danmörku á fimm árum eru
haldnar í dag, aðeins nokkrum
klukkustundum eftir að fór að
horfa í samkomulagsátt milli
stjórnvalda og verkalýðsfélaga
um launastefnuna.
Thomas Nielsen, formaður
danska verkalýðssambandsins,
lagði til i gærkvöld að fallizt
yrði á sex prósent launahækk-
un í ár eins og stórn Ankers
Jörgensen hafði lagt til.
Tilkynning Nielsens gæti
orðið til þess að jafnaðar-
mannaflokkurinn fengi aukið
fylgi sem dygði til að Jörgensen
gæti myndað meirihlutastjórn á
þingi. Hann hefur sagt sjálfur
að það væri markmið sitt enda
væri augljós vilji kjósenda í þvi
efni; þeir væru orðnir þreyttir
á skollaleik tíu stjórnmála-
flokka á þingi. Þar til Jörgen-
sen leysti upp þing fyrir
nokkru hafði hann aðeins 54
fulltrúa af 179 á þjóðþinginu.
Innanríkismál hafa sett
meginsvipinn á kosningabarátt-
una, einkum þó atvinnuleysið
sem er nú liðlega sex af hundr-
aði. Þar á eftir komu ráðstafan- -
ir til að draga úr gífurlegum
viðskiptahalla Danmerkur við
útlönd. Á síðasta ári nam hall-
inn 20 milljörðum danskra
króna eða um 600 milljörðum
ísl. kr.
Skoðanakannanir benda þó
til að mikill fjöldi landsmanna
óttist að kosningarnar fái engu
breytt og hafa þeir sýnt
kosningabaráttunni lítinn
áhuga. Aldrei hafa fleiri kjós-
endur verið óákveðnir í afstöðu
sinni eða ákveðið að greiða ekki
atkvæði í kosningunum
Jafnaðarmannaflokkur
Jörgensens gerir sér vonir um
að vinna að minnsta kosti fimm
þingsæti. Þannig geti þeir
óhræddir hafið stjórnarmynd-
unarviðræður við aðra flokka.
Frú Han Suyn, sérfræðingur
í málefnum Kína, er nýkomin
þaðan til Hong Kong. Hún
eyddi tíu vikum í Rauða-Kína
og sagði í gærkvöld að hún
byggist við því að Chiang
Ching, ekkja Maos Tse-tungs,
myndi eyða því sem eftir væri
ævinnar bak við lás og slá.
Han Suyn er frægur rithöf-
undur og hefur meðal annars
ritað mikið um ævi Maos for-
manns. Hún sagði á blaða-
mannafundi að ekkja for-
mannsins yrði áreiðanlega ekki
líflátin vegnatilraunartil valda-
ráns. Þá dró hún úr fréttum
þess efnis að frúin og hinir þrír
í Shanghai-klíkunni svokölluðu
yrðu dregnir fyrir opinberan
rétt.
„Múgurinn myndi troða þau
niður í svaðið," sagði Han Suyn.
„Þau verða áreiðanlega ekki líf-
látin heldur munu þau deyja í
fangelsi.
Jafnframt spáði Han Suyn
því að Teng Hsiao-ping, fyrr-
um varaforsætisráðherra Kína,
yrði brátt viðurkenndur á nýj-
an leik af kínversku ríkisstjórn-
inni. Hún lýsti honum sem
þrætugjörnum, litlum karli og
bætti við:
„Ég er sannfærð um að innan
skamms eigum við eftir að
frétta af Teng i fullu fjöri við
stjórnarstörf."
Ekkja Maos ásamt Wung Hung-wen, elnum félaga sinna, sem nú er
einnig í fangelsi. Kunnur egypzkur sérfræðingur um málefni Kina
telur nú næsta öruggt að Shanghai-kiíkan eigi eftir að dvelja alla æfi á
bak við lás og slá.
Lögreglumennirnir ganga hjálpar- og úrræðalausir með byssumanni sem náð hefur saklausum vegfar-
anda i gíslingu. Þessi mynd er að vísu ekki frá Astralíu heldur Indianapolis í Bandarikjunum, en
atburðurinn er svipaður.
ASTRALSKUR
STROKUFANGI
RÆNDI15 MANNS
—þar afníu skólabörnum.
Yfirbugaður eftir langt
umsátur og eltingaleik
Dæmdur barnaræningi á flótta
úr fangelsi rændi kennara og níu
skólabörnum, fjórum vörubil-,
stjórum og tveimur konum í
sumarleyfi áður en hann var
handtekinn í Melbourne í
Ástralíu snemma í morgun.
Það var um ellefuleytið í gær-
morgun að staðartíma að fanginn,
Edwin John Eastwood, gekk inn í
einu skólastofuna í Wooreen-
skólanum með 22 kalibera riffil
sem hlaupið hafði verið sagað af.
Skipaði hann öllum út. Skóla-
börnin mu, scui eru á aldrinum
sex til ellefu ára, voru hlekkjuð
og læst inni í stolnum sendiferða-
bíl. Kennari þeirra, Robert David
Hunter, var bundinn og keflaður
og settur í framsætið. Síðan ók
flóttamaðurinn í felur úti í skógi
þar skammt frá en rændi sex
öðrum á leiðinni.
Eftir snarpan eltingaleik tokst
lögregluþjónum að skjóta flótta-
manninn í fótinn og bjarga
gíslunum.
i