Dagblaðið - 15.02.1977, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRtJAR 1977.
Verkföll íýmsum löndum:
ísland á metið
Sláum jafnvel Italina út
Islendingar eiga metið i verk-
fallsdögum. Þetta sést þegar borið
er saman hve margir vinnudagar
hafa tapazt í verkföllum á árabil-
inu 1967 til 1974 annars vegar og
hins vegar ibúafjöldi ríkjanna. Á
því sést að verkfallsdagarnir á
tslandi urðu um fjórum sinnum
fleiri en íbúar landsins. Jafnvel
ítalir. alræmdir verkfallabálkar,
komust þó ekki nema í þrisvar
sinnum íbúafjöldann.
Þetta sést á samanburði á stólp-
um eins og myndin sýnir. Fyrir
hvert land er annar stólpinn íbúa-
fjöldinn og hinn fjöldi verkfalls-
daga þessi ár samtals. Eins og
menn vita er mikill munur á ár-
um hér í þessu efni. Sum árin er
mjög lítið um verkföll en það
safnast saman hin árin þegar alls-
herjarverkföll standa kannski.
vikum saman.
Kanada. Bandarikin, Bretland,
Ástralía og Finnland eru talsverð
verkfallalönd en athyglisvert er
að líta á reitina fyrir Sviss. Vest-
ur-Þýzkaland og Nígeríu.
Svörtu stólparnir. verkfalladag-
arnir. fyrir þessa lönd eru svo
litlir að varla sést. Nígería er ein-
ræðisríki, svo að.ekki er ýkja
„skrýtið'1 þótt verkföll séu sjald-
gæf. En um Sviss og Vestur-
Þýzkaland segir það sina sögu um
stjórnarfarið hversu lítið er um
verkföll.
Verkföll eru einnig sjaldgæf í
Austurríki, Argentínu, Hollandi
og reyndar „furðu fá“ í löndum
eins og Noregi og Svíþjóð.
Eins og menn sjá eru hvítu
stólparnir fyrir íbúafjölda ríkj-
'anna allir jafnlangir. Menn sjá
hversu alvarlegt vandamál verk-
föllin eru með því að bera saman
lengd þessara stólpa og stólpanna
sem sýna fjölda verkfallsdaga.
Má þá sjá hversu margir dagar
hafa tapazt í verkföllum í saman-
burði við íbúafjölda landanna.
-HH
títboð heimilað
á 900 milljón
króna jarðstöð
—slík stöð mundi tryggja 99,9% símaþjónustu,
sendingar á sjónvarpsef ni og upplýsingar til raf reikna
Rikisstjórnin hefur nú sam-
þykkt að heimila útboð á kaup-
um og uppsetningu jarðstöðvar
hér á landi og verður stöðin
reist í samvinnu við Mikla
norræna símafélagið. Gert er
ráð f.vrir að jarðstöð þessi kosti
um 900 milljónir króna og verð-
ur eignarhluti íslendinga 5/8
hlutar en hluti Mikla norræna
3/8. Gert er ráð fyrir því að
stöðin verði komin í gagnið
1979.
Þessi dýra jarðstöð á að anna
öllum sameinuðum þörfum Is-
lendinga í fjarskiptamálum.
Um hana mun fara öll talsíma-
þjónusta milli Islands og
Evrópu og er öryggi hennar
varðandi þá þjónustu talin
verða 99.9% eða jafnvel enn
nær 100% öryggi. Þá mun stöð-
in anna öllum tegundum fyrir
upplýsingarásir (data-rásir),
svo og upplýsingum fyrir raf-
reikna. Auk alls þessa eru svo
möguleikar á móttöku alls þess
sjónvarpsefnis sem hugsanlegt
er að Islendingar kaupi.
Reynir Hugason verkfræð-
ingur hjá Rannsóknaráði ríkis-
ins tjáði DB að varðandi síma-
samband til íslands hefði kom-
ið til greina að koma upp svo-
kölluðu Tropochatter-sambandi
en slíkt samband veitti ekki
nema 85% öryggi í þjónustu og
hefði slíkt verið talið of lítið.
Slikt samband var hins vegar
mun ódýrara.
Varðandi móttöku sjónvarps-
efnis erlendis frá hefðu verið
margir möguleikar. Kom þar til
greina sérstakur kapall fyrir
sjónvarpsefni frá Skotlandi.
Annar valkostur var að byggja
litla jarðstöð fyrir móttöku
sjónvarpsefnis og slíka stöð
mætti vel fá fyrir hálfa milljón
dollara. eða 100 milljónir kr„
eða jafnvel enn lægri upphæð.
Stóra jarðstöðin sem rikis-
stjórnin hefur nú heimilað að
boðin verði út sameinar sem
f.vrr segir allar fjarskiptaþarfir
íslendinga í næstu framtíð.
Þess vegna hefði sú leið verið
valin en það var sérstök norræn
símanefnd sem á árinu 1973
reiknaði út að við þyrftum
svona stóra og kröftuga jarð-
stöð. Búizt er við mörgum til-
boóum í jarðstöðiná. m.a. frá
RCA og Motorola.
Reynir. sem sæti átti í sér-
stakri nefnd sem kannaði
möguleika varðandi sjónvarps-
efnissendingar til íslands. sagði
að sá möguleiki hefði alltaf ver-
ió f.vrir hendi að hægt væri að
ná sendingum frá gervihnött-
um beint inn á viðtæki almenn-
ings ef sérstakur aukaútbún-
aður. sem ekki er dýr. væri
settur við sjónvarpstækin. Hins
vegar hefði staðið í veginum
samþ.vkkt sem gerð var á þingi
Sameinuðu þjóðanna þess efnis
að engin þjóð mætti senda sjón-
varpsmerki yfir landamæri
annarrar þjóðar.
Norðurlöndin geta tekið um
það sameiginlega ákvörðun að
efni sjónvarpsstöðva þeirra sé
sent þannig út að allir Norður-
iandabúar geti náð sendingun-
unt beint á tæki sín án milli-
göngu jarðstöðvar. Þetta yrði
aðeins stjórnmálaleg ákvörðun
milli rikisstjórna landanna.
Þetta mál er á döfinni. eins og
DB hefur skýrt frá. og verður
til umræðu á þingi Norður-
landaráðs í næsta mánuði.
Geimrannsóknastöð Evrópu,
ESA. er um þessar mundir að
senda upp gervihnött í tilrauna-
skyni. Verður prófað hvernig
til tekst með sjónvarpssend-
ingar um gervihnött sem ná
megi beint á viðtæki notenda
með sérstökum aukabúnaði. Er
ráðgert, ef vel tekst til. að slik-
ar sendingar hefjist 1981. Talið
er fullvíst að slíkar sendingar
sjáist og náist vel um alla
Evrópu. Norðurlöndin ásamt ís-
landi og víðast i Afríku. Eiga
þær sendingar að verða skýrar,
einkum þó ef vegalengdin milli
sendingarstaðar og viðtökustað-
ar er komin yfir 800 km. -ASt.
Loðnubræðslan á Eskifirði ífullum
gangi — nú eru allar þrær fullar
Um helgina komu sjö skip til
Eskifjarðar og lönduðu samtals
2822 tonnum af loðnu og þar með
er ekki hægt að taka á móti meiri
loðnu næstu daga. Ekki hefur ver-
ið hægt að landa loðnu á Eskifirði
síðan sl. mánudag vegna þess að
allar þrær voru fullar.
Nú hefur loðnubræðslan á
Eskifirði tekið á móti 17.405 tonn-
um. Bræðslan hefur gengið alveg
sérstaklega vel. en á hverjum sól-
arhring eru brædd 500 tonn.
Nu er hraðfrvstihús Eskifjarð-
ar tilbúið að taka á móti loðnu til
frystingar en loðnan er ekki nógu
hrognafull enn. hún þarf að vera
12-14% hrognafull til þess að
hægt sé að frysta hana fyrir erl-
endan markað.
Hraðfrvstihúsið greiðir um
fimm mill.jónir vikulega í vinnu-
laun síðan bræðslan byrjaði.
Hér á Eskifirði hefur verið blið-
skaparveður dag eftir dag. Snjór
er vfir allt og þar af leiðandi nóg
af súrefni úti við. Engjr geta þó
notfært sér sn.jóinn nema blessuð
börnin sem fara á skiði eftir að
þau koma úr skólanum
Hér er mikil vinna o,a allir sem
vettlingi aeta valdið vinna við
hraðli> stihúsið.
Regínatahj.
Stóra-Bretland
SJÁLFSMENNTAÐUR
- EN SAMTHEIMS-
KUNNUR FYRIR
GÍTARLEIKINN
Ekki eru allir „vrrtúósar"
uppaldtr i skölakerfinu. Þannig
öðlaðist Paganini frægð sína án
skólagöngu — og gestur á ís-
landi þessa dagana, Siegfried
Behrend. hefúr öðlazt heims-
frægð i hópum áhugantanna um
gítarleik en hefur samt numið
listina sjálfur og að langmestu
án leiðsagnar kennara. Behrend
er 43 ara tsernnarbúi og er hér
á ferð ásamt eiginkonu sinni,
leikkonunni Claudiu Brond-
zinska. í kvöld halda þau tón-
leika í sal Hamrahlíðarskóla. Á
dagskrá eru allar tegundir,
gitartónlistar. klassisk. nútíma-
alþýðu- og popptónlist. Mvnd-
in er af gitarleikaranum.