Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 9

Dagblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977. 9 ■■■" \ „Raforkuverðtil jámblendiverksmiðjunnar niðurgreitt”, segir Lúðvík Jósefsson Landsvirkjun vísar skoðunum Lúðvíks á bug —segjist fá 2 milljörðum meira vegna verksmiðjunnar „Fráleitt aö tala um niður- greitt raforkuverð til járn- blendiverksmiðjunnar," segir yfirverkfræðingur Landsvirkj- unar, en Lúðvík Jósefsson al- þingismaður (AB) segir niður- greiðslurnar miklar. „Forgangsorkuverð til járn- blendiverksmiðjunnar eru rúmar tvær krónur á kílóvattsstund og er í sam- rærrii við gjaldskrá Landsvirkj- unar,“ sagði Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur Landsvirkjunar, í viðtali við Dagblaðið í gær. „Þetta er það verð sem verksmiðjan borgar.“ „Afgangsorkuverðið er ekki 5-7 prósent af forgangsorku- verðinu eins og Lúðvík Jósefs- son hefur sagt,“ sagði Jóhann Már, „heldur eru það 25% eins og stendur í samningnum. Verðlagning þessarar orku mið- ast meðal annars við það að fengist ekki kaupandi eins og járnblendiverksmiðjan að henni, rynni hún ónotuð til sjávar. Landsvirkjun hefur næga af- gangsorku til viðbótar til að anna fyrirsjáanlegum markaði almenningsveitnanna. Lands- virkjun hefur boðið almenningsveitunum þessa orku á lægra verði en járn- blendiverksmiðjan á að greiða en þá yrði orkusalan minna tryggð. Samkvæmt útreikning- um Landsvirkjunar gerir orku- salan til járnblendiverksmiðj- unnar það að verkum að við fáum um tveimur milljörðum króna meira út úr sölunni, þeg- ar búið er að taka tillit til hröð- unar á fjárfestingum í virkjun- um, en ef virkjað hefði verið í takt við þarfir almennings- veitnanna eingöngu. Þá er mið- að við 20 ára samning við járn- blendiverksmiðju." „Helmingur kostnaðarverðs" Lúðvík Jósefsson segir hins vegar að gert sé ráð fyrir að raforkan til járnblendiverk- smiðjunnar verði seld á um eina krónu á kílóvattsstund, sem sé helmingi lægra verð en framleiðslukostnaðarverð. Þetta væri helmingi lægra verð en í Noregi. I samningun- Eru2300 loðnuverð? Eins og DB skýrði frá fyrir nokkru var sú nýbreytni tekin upp við verðlagningu loðnu á þessari vertíð að hver farmur er sérstaklega verðmetinn og ákvarðast verðið af fituinnihaldi loðnu og fitufrís þurrefnis. Á síð- ustu vertíð ákvarðaðist verðið eft- ir fituinnihaldi eingöngu. Báðir fyrrnefndir þættir eru breytilegir og auk þess lækkar fituinnihald loðnunnar eftir því sem á líður vertíðina. í nýjasta hefti Sjávarfrétta er fjallað um þessi mál og kemst blaðið að þeirri niðurstöðu að nýja loðnuverðið gefi möguleika á 2300 verðútreikningum. -G.S. Grjótjötunn og Kristinn Finnbogason í skrifum DB um Grjótjötuns- málið á undanförnum mánuðum hefur verið fullyrt að Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans, hafi komið með skipinu hingað til lands frá Stavanger í Noregi í nóvember 1974. Þetta er rangt. Kristinn var kominn heim frá Noregi áður en skipið kom til landsins. Dagblaðið biður Kristinn Finnbogason vel- virðingar á þessum leiðu mis- færslum. Dagblaðinu þykir leitt að hafa ekki getað treyst heim- ildarmönnum sínum um þetta atriði betur en raun ber vitni. -ÖV Egg seld undir kosnaðarverði „Betri er hálfur skaði en allur” VILDIBÆGIA STARRANUM FRÁ — LENTIÁ SPÍTALA „Ekki eru allar ferðir til fjár þótt farnar séu,“ segir gamalt íslenzkt orðtak. Það mátti ung- ur starfsmaður hjá Bílanausti í Síðumúla reyna í gær. A bak- hlið húss Bilanausts voru ein- hver göt á veggjum og þangað sóttu starrar til mikils ama fyrir þá er í húsinu störfuðu. Var nú ákveðið að reyna að loka þessum götum. Starfsmenn náðu í spýtna- drasl úr mótatimburshrúgu skammt frá og nú var sleginn saman stigaræfill. Það tókst að loka einu gatinu og nú skyldi atlaga gerð að fleirum. En er starfsmaðurinn var kominn i um þriggja metra hæð gaf stig- inn sig. Negling þrepanna hafði verið flaustursleg eins og öll gerð stigans. Naglarnir drógust út og maðurinn féll til jarðar. Hann hlaut fótbrot af og kenndi mikilla eymsla í baki og gistir nú sjúkrahús. Svona bráðabirgðaúrræði til lausnar vandamálum geta verið hættu- leg og sennilega má maðurinn hrósa happi að ekki fór verr. -ASt. um við Norðmenn væri gert ráð fyrir 3,5 aurum norskum á kíló- vattsstund, sem eru 1,26 krón- ur. Að jafnaði yfir 20 ára samn- ingstímabilið mætti ef til vill gera ráð fyrir að verðið yrði 95-118 aurar á kílówattstund, sagði Lúðvík. En hvort verðið sem miðað væri við, 0,95 eða 1,26 krónur, væri það langt fyrir neðan framleiðslukostnað- arverð. —segir alifuglabúseigandi „Já, það er svo sannarlega hart í ári. Það er fullkomlega á hreinu. Þetta er hreinlega út af offram- leiðslu og menn selja eggin undir kostnaðarverði. Betri er hálfur skaði en allur,“ sagði Skarphéð- inn össurarson, eigandi alifugla- búsins Skarphéðins á Blikastöð- um í Mosfellssveit. Hann sagði að heildsöluverð á eggjum væri raunverulega 450 krónur á kg en nú fást tæpar 300 kr. á kg. Þetta eru mikil afföll því að 300 kr. gera ekki meira en að dekka fóðrið fyrir varphænur. Það vildi þó svo vel til að það hefði ekkert hækkað. Um vinnu- laun, húsakost, endurnýjun og fleira væri ekki að ræða. Skarphéðinn sérhæfir sig í eldi varphæna sem hann selur eggja- framleiðendum en nú er ekki um annað að gera fyrir hann en selja egg. „En ég er samt bjartsýnn. maður verður að standa þetta af sér,“ sagði Skarphéðinn og bætti við að það yrðu áreiðanlega ein- hverjir sem hættu sem eggjafram- leiðendur, sérstaklega þeir sem hefðu aðrar búgreinar með. Jafn- vægi á markaðnum næðist senni- lega ekki fyrr en seint í sumar og vitanlega verður mikið um góðar unghænur á markaðnum. „En í desember verður svo kominn eggjaskortur,“ spáði Skarphéð- inn. EVI Kátir hanar í hænuhópi á alifuglabúi Skarphéðins en ekki er ólíklegt að margar lendi á diski einhvers matgoggsins þar sem um offramleiðslu er að ræða á eggjum. DB-mynd Arni Páll. Svona gaf heimatilbúni stiginn sig er maðurinn var kominn i þriggja metra hæð. Á veggnum má sjá götin sem starrarnir sóttu að. Búið er að loka einu og hinum ætlaði maðurinn að loka — en stigaferð hans lauk í sjúkrahúsi. DB-mynd Sveinn Þorm. Framleiðslukostnaðarverðið væri um tvær krónur á kílóvatt- stund, svo að söluverðið til járnblendiverksmiðjunnar væri um helmingi lægra. -HH „EKKIÓLÍKLEGT AÐ EITTHVAÐ SÉ CAIACinill PATff — segirBjömJónssonum OAmtlumLCU I boðvinnuveitenda „Það er ekki ólíklegt. að við eigum eitthvaó sameiginlegt." sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, um boð vinnuveitenda um viðræður um sameiginleg hagsmunamál. Björn taldi að viðræður verka- fólks og vinnuveitenda af þessu tagi mundu ekki byrja fyrr en eftir 24. febrúar en þá verður haldin kjararáðstefna ASÍ. „Það er ekkert nýtt að athugað sé hvað við eigum sameiginlegt gagnvart ríkisvaldinu. Þetta var kannað í síðustu samningum og reyndumst við þá sammála um þó nokkuð marga punkta. Þetta bar þó lítinn árangur. Ríkisstjórnin hafnaði punktunum og fannst þá ekki munur á hvort eitthvað kom frá öðrum aðilanum eða báðum, öllu var hafnað. Nú kemur á daginn hvort hið sama gerist aftur." -HH

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.